Fréttablaðið - 05.02.2004, Blaðsíða 40
36 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR
MARION JONES
Bandaríska hlaupadrottningin Marion
Jones keppir á morgun í 60 metra hlaupi í
Madison Square Garden í New York. Þetta
verður fyrsta keppni Jones eftir barnsburð-
arleyfi.
Frjálsar íþróttir
hvað?hvar?hvenær?
1 2 4 5 6 7 8
MARS
Fimmtudagur
Viðhorfskönnun ÍR-inga á heimasíðu
Fjölgum liðum í kvennadeildinni
KÖRFUBOLTI ÍR-ingar hafa síðustu
vikuna verið með opna við-
horfskönnun á heimasíðu körfu-
knattleiksdeildar sinnar til ýmislegs
er varðar kvennakörfuboltann. Þátt-
taka í þessari könnun var ágæt og
það má segja að afgerandi niðurstöð-
ur hafi fengist við öllum þeim spurn-
ingum sem settar voru fram. Í niður-
stöðunum kemur fram að 78%
þátttakanda vilja fjölga liðum og
flestir vilja leyfa erlendan leikmann.
Þá kom beinn vilji þátttakenda til að
auka kröfurnar til félaga hvað varð-
ar bæði umgjörð leikja sem og
barna- og unglingastarf. Aðeins
22,2% þeirra sem kusu vilja hafa
fyrirkomulag í 1. og 2. deild með
óbreyttu sniði, hins vegar vilja
77,8% fjölga liðum í 1. deild, ýmist í
sjö (18,5%) eða átta lið (59,3%). Mik-
ill meirihluti (70,1%) vill leyfa einn
erlendan leikmann í hverju liði í 1.
deild, en 25,3% vilja banna þá með
öllu. Afstaða fólks til þess hvort
setja eigi meiri kröfur á liðin í 1.
deild varðandi umgjörð heimaleikja
er mjög skýr, því 75,3% eru fylgj-
andi því, en 24,7% á móti. Afstaðan
til þess hvort setja eigi kröfur á liðin
í 1. deild að sinna uppbyggingar-
starfi með yngri flokkum var enn
skýrari, því 81,4% voru fylgjandi
því, en 18,6% á móti. Þetta framtak
ÍR-inga er skemmtilegt innlegg í um-
ræðuna og nú er verið að vinna í því
að koma upp viðhorfskönnun um
Intersportdeild karla á heimasíðu
þeirra, ir-karfa.is. ■
HM innanhúss
er markmiðið
Jón Arnar Magnússon tekur þátt í Erki Nool mótinu um helgina.
Markmið hans er að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið innanhúss.
FRJÁLSAR „Erki Nool mótið er boðs-
mót en þangað er boðið öllum
bestu tugþrautarmönnum Evrópu.
Eistlendingar vilja bara fá bestu
tugþrautarmennina til sín,“ sagði
Jón Arnar Magnússon sem hefur
keppt á öllum mótunum frá 1998.
„Ég er sá eini sem hef keppt á öll-
um mótunum en Erki Nool keppti
sjálfur ekki á tveimur mótanna.“
Erki Nool mótið er keppni í sjö-
þraut karla og fimmtarþraut
kvenna. Á laugardag keppa karl-
arnir í 60 metra hlaupi, lang-
stökki, kúluvarpi og hástökki en
60 metra grindahlaupi, stangar-
stökki og 1000 metra hlaupi á
sunnudag.
Jón Arnar hefur náð góðum ár-
angri á öllum mótunum. „Það er
erfitt að segja til um væntingarn-
ar. Ég hef æft mikið að undan-
förnu en lítið keppt. Markmiðið er
að ná lágmarkinu fyrir heims-
meistaramótið innanhúss og ég
þarf því að fá um sex þúsund
stig,“ sagði Jón Arnar. Takist það
ekki á mótinu í Tallinn fær Jón
Arnar annað tækifæri á austur-
ríska mótinu um miðjan mánuð-
inn en heimsmeistaramótið verð-
ur haldið í Búdapest 5.–7. mars.
Jón Arnar keppti í kúluvarpi,
langstökki og spretthlaupi á stiga-
móti Breiðabliks í síðasta mánuði.
Hann kastaið 16,07 metra í kúlu-
varpi en árangurinn var ekki sam-
bærilegur við hans besta. „Þetta
voru álagsteikn eftir miklar æfing-
ar,“ Jón Arnar.
Heimasíða mótsins stendur fyrir
könnun á því hvern lesendur hennar
telja sigurstranglegastan. Í gær var
staðan þannig að 36% töldu að Erki
Nool myndi sigra, 35% Roman
Sebrle, 7% Jón Arnar og 5% Tomas
Dvorak. „Það er eðlilegt að þeir vilji
að heimamaðurinn vinni, en þeir fá
þetta ekki baráttulaust,“ sagði Jón
Arnar. Hann segir að árgangurinn í
mótinu í Tallinn muni gefa honum
skýra vísbendingu um það hvar
hann er staddur í sínum undurbún-
ingi.
Jón Arnar Magnússon keppir á
Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar.
„Undirbúningur fyrir þá byggir á
að þátttöku í mótunum og að vera
heill. Þetta voru gömul meiðsli sem
tóku sig upp í fyrra en ég er orðinn
góður af þeim,“ Jón Arnar. ■
FERGUSON
Hefur átt í harðvítugum deilum við John
Magnier vegna veðhlaupahestsins
Rock of Gibraltar.
Sir Alex Ferguson undir
smásjánni:
Lögfræðing-
ar vilja skjöl
FÓTBOLTI Lögfræðingar þeirra Johns
Magnier og JP McManus, stærstu
hlutafjáreigenda Manchester
United, hafa óskað eftir skjölum um
það sem fram fór á blaðamanna-
fundi sem Sir Alex Ferguson hélt á
dögunum vegna ásakana um ólögleg
félagaskipti. Þetta var í fyrsta sinn
sem Ferguson tjáði sig opinberlega
um málið.
Magnier og McManus hafa hald-
ið því fram að Ferguson hafi staðið
ranglega að nokkrum félagaskipt-
um hjá United undanfarið. Umboðs-
skrifstofa Jasons Ferguson, sonar
stjórans, er einnig sökuð um að eiga
þar hlut að máli. Sonurinn hefur
varið föður sinn vegna ásakananna.
„Ég er mjög stoltur yfir því hvað
faðir minn hefur áorkað og ég stolt-
ur yfir því hvernig hann hefur stað-
ið að hlutunum. Hann hefur lagt sig
allan fram í að koma United þangað
sem það er í dag,“ sagði Ferguson.
„Það sem hefur verið sagt um mig
er hluti af stærri herferð um að
koma slæmu orði á pabba minn og
ég mun ekki láta það gerast.“
Sir Alex Ferguson og Magnier
hafa átt í harðvítugum deilum und-
anfarið um tekjur af veðhlaupahest-
inum Rock of Gibraltar. Talið er að
þær deilur tengist ásökununum um
hin ólögmætu félagaskipti. ■
LEIKIR
19.15 KR og KFÍ leika í DHL-höllinni
í Intersportdeildinni í körfubolta.
19.15 Þór keppir við Aftureldingu í
Höllin Akureyri í 1. deild Re/max-
deildar karla í handbolta.
19.15 Selfoss leikur við Breiðablik á
Selfossi í 1. deild Re/maxdeildar
karla í handbolta.
19.15 Víkingur og FH leika í Víkinn í
1. deild Re/maxdeildar karla í
handbolta.
20.00 HK og ÍS keppa í Digranesi í
1. deild karla í blaki.
SJÓNVARP
16.45 Handboltakvöld á RÚV.
18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um
helstu íþróttaviðburði heima og
erlendis.
18.30 US PGA 2004 á Sýn. Þáttur
um bandarísku mótaröðina í
golfi.
19.30 Heimsbikarinn á skíðum á
Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu
skíðamanna á heimsbikarmótum.
20.00 Sterkasti maður heims á Sýn.
Kraftajötnar reyna með sér í ýms-
um þrautum.
20.30 US Champions Tour 2004 á
Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku
mótaröðina í golfi.
21.00 European PGA Tour 2003
(Johnnie Walker Classic) á Sýn.
Þáttur um evrópsku mótaröðina í
golfi.
22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um
helstu íþróttaviðburði heima og
erlendis.
22.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Enski boltinn frá ýmsum
hliðum.
EM í körfubolta 2007:
Fjórar þjóðir
í pottinum
KÖRFUBOLTI Lettland, Litháen,
Pólland og Spánn hafa sóst eftir
því að halda Evrópumeistara-
mótið 2007. Löndin munu á
næstunni fá umsóknargögn í
hendur og í framhaldinu verða
þau að skila inn formlegri um-
sókn fyrir 30. apríl næstkom-
andi, að því er kom fram á
heimasíðu KKÍ.
Á stjórnarfundi FIBA-Europe
sem verður haldinn í Eistlandi
12. nóvember fá löndin tækifæri
til að kynna umsókn sína. Í kjöl-
farið verður tekin ákvörðun um
hvar keppnin verður haldin. ■
GÓÐ UMGJÖRÐ HJÁ ÍR
ÍR-ingar hafa verið í sérflokki í umgjörð
kvennaleikja liðsins í vetur. Hér kynna þeir
lið sitt fyrir einn leikinn.
JÓN ARNAR MAGNÚSSON
Keppir á Erki Nool mótinu í Tallinn um helgina.
JÓN ARNAR MAGNÚSSON
Árangur á Erki Nool mótinu 1998–2003
1998 5831 stig 5. sæti
Sebastian Chmara sigraði með 6154 stig
1999 6309 stig 4. sæti
Erki Nool sigraði með 6309 stig
2000 6149 stig 2. sæti
Roman Sebrle sigraði með 6358 stig
2001 5056 stig 5. sæti
Roman Sebrle sigraði með 6267 stig
2002 5886 stig 2. sæti
Frank Busemann sigraði með 6291 stig
2003 6028 stig 3. sæti
Roman Sebrle sigraði með 6228 stig