Fréttablaðið - 05.02.2004, Qupperneq 41
37FIMMTUDAGUR 5. febrúar 2004
F R A M U N D A N
Lærið hvernig gera má heimasíður mun
öflugri með notkun PHP.
N Á M S K E I Ð
PHP
vefforritun
Notið JAFA til að gera einföld
hlutbundin forrit sem birtast á vefsíðum.
Vefforritun
með JAFA
Lærið að setja saman og gefa út
margmiðlunardisk.
Nánari upplýsingar á vefnum:
http://namskeid.ir.is
og í síma 522 6500
Hvernig á að búa
til margmiðlunar-
diska?
Fullt af
skemmtilegum
námskeiðum
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík
Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is
GÚSTA
Almennur hluti 1a
Þ
já
lf
ar
an
ám
sk
ei
ð
Í
S
Í
Þjálfaranámskeið ÍSÍ
www.isisport.is
Aðrir viðburðir á næstunni
Stjórnendanámskeið Egilsstaðir 12. feb.
Þjálfari 1a – Almennur hluti Akureyri 20. feb.
Ráðstefna um Konur og íþróttir Rvk. 21. feb.
Þjálfari 1b – Almennur hluti Sauðárkrókur 27. feb.
Þjálfari 1b – Almennur hluti Ísafjörður 27. feb.
Þjálfari 1b – Almennur hluti Rvk. 5. mars
Þjálfari 1a – Almennur hluti Patreksfjörður 5. mars
Þjálfari 1c – Almennur hluti Ísafjörður 12. mars
Þjálfari 2a – Almennur hluti Rvk. 12. mars
Þjálfari 1b – Almennur hluti Akureyri 12. mars
Þjálfari 1b – Almennur hluti Egilsstaðir 26. mars
Helgina 13. – 15. febrúar verður Þjálfari 1a – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
og á Egilsstöðum. Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ár Námskeiðið er undanfari annara námskeiða sem
síðar verður boðið uppá og þannig fyrsta námskeiðið í samræmdu kerfi íþróttahreyfingarinnar.
Námskeiðið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum.
Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1a hlýtur réttindi
sem aðstoðarmaður eða leiðbeinandi hjá íþróttaskóla eða yngstu flokkum.
Verð á námskeiðið er kr. 12.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið andri@isisport.is
eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 11. febrúar.
Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru
gjaldgengir á Almennan hluta 1b.
Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í
framhaldsskóla og Skyndihjálpar-
námskeiði eru gjaldgengir á Almennan
hluta 2a.
Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar
fæst metin til eininga í
framhaldsskólum samkvæmt
aðalnámskrá framhaldsskóla.
Frekari upplýsingar má finna á
www.isisport.is
HANDBOLTI ÍBV og Haukar tryggðu
sér í gærkvöld sæti í úrslitum SS-
bikars kvenna í handknattleik ann-
að árið í röð og þriðja skiptið á fjór-
um árum. Eyjastúlkur lögðu FH-
stúlkur að velli, 34-24. Staðan í hálf-
leik var, 16-14, Eyjastúlkum í vil en
þær byrjuðu seinni hálflleikinn frá-
bærlega, skoruðu tíu af fyrstu tólf
mörkum leiksins og gerðu út um
leikinn. Anna Yakova og Alla
Gokorian skoruðu átta mörk hvor
fyrir ÍBV, Sylvia Strass skoraði sjö
mörk, Guðbjörg Guðmannsdóttir og
Anja Nielsen skoruðu fjögur mörk
hvor og Birgit Engl skoraði tvö
mörk. Julia Gantimurova átt frá-
bæran leik í marki ÍBV og var að
öðrum ólöstuðum best á vellinum í
gær. Þórdís Brynjólfsdóttir og Guð-
rún Drífa Hólmgeirsdóttir skoruðu
sex mörk hvor fyrir FH, Jóna Heim-
isdóttir skoraðii þrjú mörk og
Bjarney Þorvarðardóttir skoraði
tvö mörk. Aðalsteinn Eyjólfsson,
þjálfari ÍBV, sagði í samtali við DV
Sport í gær að fyrri hálfleikurinn
hefði verið afar lélegur hjá sínum
stúlkum en þær hefðu komið
grimmar til leiks í síðari hálfleik og
gert út um leikinn. „Við spiluðum
hreinlega illa í fyrri hálfleik en í
þeim síðari náðum við að spila þann
leik sem við höfum sýnt í undan-
förnum leikjum,“ sagði Aðalsteinn.
Haukastúlkur tryggðu einnig
sæti í bikarúrslitum með því að
leggja Gróttu/KR að velli, 33-32, í
framlengdum leik á Seltjarnarnesi.
Staðan í hálfleik var, 14-14, og stað-
an eftir venjulegan leiktíma var,
28-28. Aiga Stefanie jafnaði metin
fyrir Gróttu/KR á lokasekúndum
venjulegs leiktíma. Haukastúlkur
byrjuðu framlenginguna betur og
gerðu út um leikinn í fyrri hálf-
leiknum. Þær unnu síðan, 33-32.
Eva Björk Hlöðversdóttir var
markahæst hjá Gróttu/KR með tólf
mörk en Aiga Stefanie skoraði sjö
mörk. Hildur Gísladóttir átti frá-
bæran leik í marki Gróttu/KR og
varði 22 skot. Ramune Pekarskyte
var markahæst hjá Haukum með
þrettán mörk og þær Erna Þráins-
dóttir og Ragnhildur Guðmunds-
dóttir skoruðu sex mörk hvor.
Kristina Matuzeviciute átti snilld-
arleik á milli stanganna og varði 26
skot. ■
Í ÚRSLITALEIKINN
Haukastúlkurnar Ragnhildur Guðmundsdóttir og
Erna Þráinsdóttir fögnuðu sigrinum á Gróttu/KR
með stæl enda komnar í bikarúrslitaleikinn.
ÍBV og Haukar í úrslit SS-bikars kvenna:
Í þriðja skipti á fjórum árum
Mál Viggós Sigurðssonar og Hauka:
Yfirlýsing Viggó og Hauka
HANDBOLTI Stjórn handknattleiks-
deildar Hauka og Viggó Sigurðsson
hafa sent frá sér eftirfarandi yfir-
lýsingu.
„Í framhaldi af atburðum síðustu
daga hafa formaður handknattleiks-
deildar Hauka, Eiður Arnarson, og
Viggó Sigurðsson komist að sameig-
inlegri niðurstöðu varðandi starfs-
lok Viggós hjá Haukum. Samkomu-
lag er um að Viggó láti nú þegar af
störfum sem þjálfari meistara-
flokks Hauka. Síðastliðin fjögur ár
hefur verið gott samstarf milli aðila
og sýnir árangur liðsins það. Sú
ákvörðun að fá annan þjálfara til
liðsins fyrir næsta keppnistímabil
er eitthvað sem aðilar eru ekki sam-
mála um og verður svo að vera og
því fór sem fór. Hvorugur aðili telur
rétt að halda áfram umræðu um
þetta mál á opinberum vettvangi og
telst málinu lokið af beggja hálfu.
Haukaliðið hefur átt góðu gengi að
fagna undanfarin ár og hefur Viggó
með sínum störfum átt stóran þátt í
þeirri velgengni, ekki síður en leik-
menn og aðrir þeir sem starfað hafa
í kringum liðið, að ógleymdum
stuðningsmönnunum.
Aðilar vilja að lokum þakka sam-
starfið á liðnum árum og óska þeir
hvor öðrum alls hins besta í fram-
tíðinni.“
Undir þessa yfirlýsingu skrifa
síðan Eiður Arnarson, formaður
handknattleiksdeildar Hauka, og
Viggó Sigurðsson. ■
FÓTBOLTI Það blés ekki byrlega fyr-
ir Árna Gauti Arasyni í gærköld
þegar hann lék sinn fyrsta leik
með Manchester City gegn Totten-
ham á White Hart Lane í enska bik-
arnum. Hann þurfti að hirða bolt-
ann úr netinu strax á annarri mín-
útu eftir þrumuskot frá Ledley
King. Robbie Keane skoraði síðan
annað mark Tottenham á 19. mín-
útu og Þjóðverjinn Christian Ziege
virtist hafa rekið síðasta naglann í
líkkistu City-manna þegar hann
skoraði beint úr aukaspyrnu
tveimur mínútum fyrir hálfleik.
Til að bæta gráu ofan á svart fyrir
Manchester City var Joey Barton
rekinn út af undir lok hálfleiksins.
Þótt ótrúlegt megi virðast gáfust
leikmenn City ekki upp. Sylvain
Distin skoraði eftir þriggja mín-
útna leik í síðari hálfleik, Paul
Bosvelt skoraði annað mark liðsins
á 61. mínútu og Shaun Wright
Phillips jafnaði metin tíu mínútum
fyrir leikslok. Það var síðan vara-
maðurinn John Macken sem skor-
aði sigurmark Manchester City á
síðustu mínútu leiksins, mark sem
tryggir þeim sæti í fimmtu umferð
ensku bikarkeppninnar. Árni Gaut-
ur átti frábæran leik í marki
Manchester City og varði hvað eft-
ir annað stórglæsilega. ■
Árni Gautur Arason lék sinn fyrsta leik þegar Man. City komst áfram í bikarnum:
Ótrúleg endurkoma City
ÁRNI GAUTUR ARASON
Árni Gautur Arason lék sinn fyrsta leik í
marki Manchester City í gærkvöld og vart
hægt að segja að byrjunin hafi verið slæm.