Fréttablaðið - 05.02.2004, Page 46

Fréttablaðið - 05.02.2004, Page 46
Hrósið 42 5. febrúar 2004 FIMMTUDAGUR Þrátt fyrir að lög um eftirlaunforseta Íslands, ráðherra, al- þingismanna og hæstaréttar- dómara hafi verið samþykkt í desember er enn kurr í mönnum vegna þessa. Á almenningur.is gefst kjósendum tækifæri til að mótmæla setningu þessara laga og mælast til að þau verði end- urskoðuð með það að leiðarljósi að almenningur og kjörnir full- trúar almennings búi í grund- vallaratriðum við sömu eftir- launaréttindi. „Þetta er sjálfbær borgara- lega aðgerð,“ segir Hjörtur Hjartarson sem stendur fyrir þessum mótmælum. „Það er vika síðan ég setti þetta af stað og það eru þegar komnar tæp- lega 900 undirskriftir. Þessu lýkur svo 11. febrúar og það sem skiptir mestu máli er að and- mælin nái til þingmanna. Hugur almennings liggur fyrir í þessu máli, því 80% þjóðarinnar eru óánægð með þessi lög. Þau eru forréttindi kjörinna fulltrúa sem eiga ekki að líðast. Á þessu prófi féllu þingmenn líkt og kaupþingsforstjórarnir. Frum- varpið var lagt fram í desember til að komast hjá umræðu um þau, eins og þeir haldi að hér eigi að ríkja skúffulýðræði sem er tekið upp á fjögurra ára fresti í kosningum. Þingmenn geta bara ekki fjallað um eigin kjör og eiga ekki að gera það nema með aðhaldi frá almenningi. Við erum að kjósa talsmenn okkar en ekki hóp forréttindastéttar.“ Hjörtur segir að það séu ein- staklingar úr öllum flokkum sem hafi stutt andmælin til þessa, en fólk sé ekki að skrifa undir hans pólitísku skoðanir heldur einungis að lýsa yfir stuðningi við þau tilmæli sem þarna eru sett fram og ekkert annað. ■ Mótmæli ALMENNINGUR.IS ■ Vilja endurskoðun á eftirlaunalögun- um þar sem þingmenn eigi ekki að vera forréttindahópur. Rocky ... fær Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra fyrir að vilja ekki blanda sér í undarlegar deilur um ríkisráðsfundinn þann 1. febrúar. Fréttiraf fólki Sjálfbær borgaraleg aðgerð í dag Stórfelld mis- notkun á lífeyri verkamanna Hver fékk 400 milljónir frá DeCode? Hundar kvaldir í þröngum búrum Ólafur Ragnar Grímsson var ístuttu viðtali síðastliðinn laugardag við Deseret Morning News í Utah. Þá var hann staddur í Salt Lake City að kynna úti- fatnað frá 66˚ norður ásamt forsetafrúnni. Pistlahöfundur er greinilega ekki of vel inn í stjórnskipan landsins þar sem hann líkir hlut- verki forseta Íslands við forseta Bandaríkjanna og undrast mikið að hann skuli ekki ferðast með hópi lífvarða. Þá segir hann að það sé tvennt sem ekki hái Ís- lendingum, mengun og siðaregl- ur. Hið fyrra kemur til þar sem hægt sé að anda að sér hreinu lofti allan daginn án þess að sjá það, hið síðara fyrir ófyrirleitna auglýsingu forsetans á hinni ís- lensku vöru. Eftir nokkra um- ræðu af hverju Ísland og Græn- land skipti ekki um nafn kemur fram að forsetahjónin eru á leið í Sólardalinn í Idaho, sem er vel- þekkt skíðasvæði í Bandaríkjun- um. Ólíkt Íslandi hafi Sólardalur- inn aðlaðandi nafn. Lárétt: 1 undirförull, 5 lyftist, 6 kvað, 7 sérhljóðar, 8 herbergi, 9 stór skepna, 10 varðandi, 12 fæða, 13 óhljóð, 15 tví- hljóði, 16 makar, 18 ungviði. Lóðrétt: 1 gírugar, 2 borg, 3 spil, 4 kart- öflutegund, 6 hrópa, 8 sáld, 11 sam- koma, 14 ábreiða, 17 kyrrð. Lausn: Lárétt: 1jarl,5óla,6nn,7tt,8sæg,9 písl,10at,12ati,13nýr, 15ið,16drög, 18gáir. Lóðrétt: 1jótlandi,2alt,3ra,4unglið- ar, 6næsti,8sía,11týr, 14rög,17gá. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Goh Kun. Jóhannes Eidesgaard. Janet Jackson. Morgunblaðið er svo settlegtblað að margir vilja meina að það sé sígilt. Mogginn virðist þó vera orðinn fullklassískur ef marka má athyglisgáfu Heimis Karlsson- ar í Ísland í bítið á Stöð 2 en í gær- morgun renndi hann, venju sam- kvæmt, yfir blöðin og las það markverðasta upp úr þeim. Heimir renndi yfir forsíðu Moggans og tí- undaði helstu fréttir og hélt svo áfram á fyrstu opnu. Þegar hann þuldi upp frétt um elsta Íslending- in ýtti samstarfskona hans Inga Lind Karlsdóttir við honum þar sem hún taldi sig kannast eitthvað við fréttina. Það kom nokkuð fát á Heimi sem í framhaldinu komst að því að hann hafði verið að lesa upp heitustu fréttirnar úr sólarhrings- gömlum Mogga. Þeir sem þekkja til vita að þáttargerðarmenn hlaupa ekki beint með blöðin í útsendingu og ákveða fyrirfram hvað þeir ætla að tala um. Mogginn virðist því vera orðinn sígildur, alltaf eins, nema auðvitað að lesgleraugu Heimis séu komin af léttasta skeiði. Það komst í fréttir fyrr í vikunniað Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur sagt lausu starfi sínu sem borgarlög- maður eftir aðeins fjögurra mánaða starf. Það fylgdi sögunni að lög- manninum hefði leiðst í vinnunni og það þarf sjálf- sagt engan að undra þar sem hann hefur verið nánast óáreittur við störf sín og fjöldi starfsfólks í Ráðhúsi Reykjavíkur virtist fyrst verða vart við hann eftir að það fréttist að hann væri að hætta. Dæmið hefur líka heldur betur snúist við og nú fær lögmaðurinn engan frið og er nánast lagður í einelti af vinnustaðagrínurum sem koma til hans í tíma og ótíma og spyrja hvort hann sé leiður í vinn- unni. Ómaklegur tónn Það er almenn ánægja hjá for-eldrum hér í bænum með ákvörðun okkar um að rifta samn- ingum við hljómsveitina Mínus,“ segir Árni Guðmundsson æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarð- arbæjar. „Það eru margir búnir að hringja og lýsa yfir stuðningi.“ Búið var að gera samninga við hljómsveitina um að þeir myndu koma fram á Grunnskólahátíð ÆTH en þeim samningum var rift eftir að viðtöl birtust í fjölmiðlum við hljómsveitarmeðlimi um meinta eit- urlyfjanotkun og vafasamt líferni þeirra, eins og fram kemur á heima- síðu tómstundaskrifstofu Hafnar- fjarðar. „Við getum ekki kynnt þennan lífsstíl, óháð því hversu góðir tón- listarmenn þeir eru. Við gáfum þeim tækifæri til að vísa á bug allri umfjöllun sem hefur verið um líf- erni þeirra með því að gefa út yfir- lýsingu. Þegar það gekk ekki eftir töldum við í hæsta lagi óeðlilegt að þeir kæmu fram á 600 manna áfeng- is- og vímuefnalausri hátíð. Þeir vilja greinilega ekki snúa baki við þessum lífsstíl sem er engum til eft- irbreytni og allra síst unglingum.“ Árni segir að ummæli Mínus- manna um forræðishyggju og að starfsemi SAMFÉS og ÆTH séu lögð að jöfnu við þátttöku í starfi „Hitlersæskunnar“ séu ótrúlega smekklaus og ómakleg gagnvart þeim unglingum sem eru aðdáendur hljómsveitarinnar. „Tónninn sem þeir sendu okkur í Fréttablaðinu er þess eðlis að það er ekki nokkur spurning um að ákvörðunin um að rifta samningnum var hárrétt.“ Unglingar í Hafnarfirði þurfa þó ekki að óttast að hljómsveitarlaust verði á Grunnskólahátíðinni, þar sem Mínus átti að vera önnur af tveim hljómsveitum sem spiluðu. „Við höfum haft eina rokkaðari hljómsveit og aðra meiri dans- hljómsveit. Við erum núna að reyna að finna aðra hljómsveit til að fylla skarð þeirra í Mínus og svo er af- ráðið að Í svörtum fötum muni spila. Sú hljómsveit er fín fyrir- mynd.“ ■ HJÖRTUR HJARTARSON Stendur fyrir almennum mótmælum á Netinu gegn eftirlaunalögunum svokölluðu. Hei, það er kapalstöð í Ameríku búin að borga fleiri milljónir fyrir konsept sem gengur út á að læsa fólk inni og taka upp þegar það fer á klósettið! Ég sá eitt sem var miklu sniðugra, það var gaur með risastóra tungu sem fékk eitthvað lið af götunni til að vinna á veitingastaðnum sínum! Hann fékk ódýrt vinnuafl, fleiri gesti og gat selt einhverri sjónvarpsstöð einkaréttinn á öllu draslinu fyrir formúu! Næsta milljónapæling verður væntanlega að setja kamerurnar á einhverja brjálæð- inga að reyna að koma saman ókeypis dag- blaði og horfa á þá missa glóruna alveg! ÁRNI GUÐMUNDSSON Foreldrar í Hafnarfirði ánægðir með að Mínus spili ekki á Grunnskólahátíð ÆTH. Deilur HLJÓMSVEITIN MÍNUS ■ Æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðar leitar nú að betri fyrirmyndum til að rokka á Grunnskólahátíð í bænum. Í Svörtum fötum fellur betur í kramið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.