Fréttablaðið - 09.02.2004, Síða 12

Fréttablaðið - 09.02.2004, Síða 12
Eignaupptaka Kristjana Vagnsdóttir skrifar: Ég hlustaði á Pétur Blöndal berj-ast hetjulega fyrir SPRON-mál- inu og fjalla m.a. um sölu Bænda- hallarinnar. Hann vorkenndi bænd- um að missa Hótel Sögu. Þeir sem voru skyldaðir að láta af hendi fé í þá byggingu fengu nú ekki mikið í sinn hlut. Ég vildi að Pétur kæmi nú að annarri eignaupptöku sem bændur verða að þola og fá ekki rönd við reist, þ.e. þeir sem eru svo óheppnir að vera leiguliðar. Pétur mætti sannarlega koma því að á Al- þingi hvað það var mikil siðleysa að setja fullvirðisrétt á jarðirnar sjálf- ar en ekki þá sem byggja þær og búa til fullvirðisrétt á leigujörðun- um. Hann mætti svo sannarlega kynna sér afleiðingar gerða Alþing- is á þeirri upptöku eigna sem þar fer fram. Ef Pétur berðist jafn hetjulega fyrir að því siðleysi væri hætt og fyrir málefnum SPRON ætti hann heiður skilinn. Síðan ég fór að berjast fyrir lög-leiðingu kannabis á opinberum vettvangi hef ég tekið eftir nokkrum hópum sem hvað harð- ast eru á móti lögleiðingu, jafnvel á móti umræðu um hana. Einnig hafa nokkrir þessara hópa ekki viljað tala um vímuefnamál í heild, heldur standa harðir í af- stöðu sinni um að núverandi stefna í fíkniefnamálum sé bara ágæt og sé að skila árangri. Vildi ég að svo væri. Það kom lítið á óvart að þeir sem hvað mest vinna að forvarn- ar- og meðferðarmálum hafi sett sig hvað mest á móti lögleiðingu kannabis. Þessir einstaklingar sjá hvað verstu tilfelli vímuefna- neyslunnar, fá þá einstaklinga til sín sem hvað verst hafa farið út úr vímuefnaneyslu. Það er engin furða að þeir skuli setja sig á móti lögleiðingu kannabis, en meira undarlegt að þeir skuli ekki vilja taka þátt í umræðunni um það málefni. Skiptar skoðanir Þeir sem vinna við að uppræta fíkniefni af landinu, lögregla og tollayfirvöld, hafa einnig tekið í sama streng og fyrsti hópurinn; neitað allri umræðu um vímu- efnamál, á þeim forsendum að lögleiða eða afnema refsiaðgerð- ir fyrir eign og notkun kannabis. Engu að síður eru mjög skiptar skoðanir innan lögreglunnar um árangur í þeim málum, sem í raun er ekki hægt að mæla, held- ur einungis giska á eða áætla miðað við haldlagningar vímu- efna milli ára og innlagnir á með- ferðarstofnanir á hverjum tíma. Reyndar segja þær tölur lítið um heildarinnflutning eða neyslu ólöglegra vímuefna, einungis um hvað náðist ár frá ári. Mætti því álykta að partur af starfi lögregl- unnar byggist meira á heppni en settum markmiðum löggjafans. Má benda á í því samhengi þá stefnu sem sett var af lögreglu- yfirvöldum „að herða aðgerðir í fíkniefnamálum á árinu 2003, sem m.a. fólst í að auka afskipti lögreglu af götumálum“. Þýðir þetta væntanlega að eftirlit með borgurum þessa lands eigi eftir að aukast, svo megi koma í veg fyrir ólöglega vímuefnaneyslu. Síðasti hópurinn sem hvað mest er á móti lögleiðingu kanna- bis er þeir sem selja efnið. Hef ég persónulega fengið ákúrur frá þeim hópi einstaklinga fyrir að vera að hræra í þessum málum. Líta þeir svo á að ef til lögleiðing- ar kæmi væri tekinn partur af þeirra innkomu. Segir það kanns- ki meira um málefnið að þessi hópur sé á móti en hinir tveir. Þessir einstaklingar væru þeir sem töpuðu hvað mestu ef til lög- leiðingar kæmi. Fíkniefnasalinn hefur engan hag af lögleiðingu kannabis Núverandi stefna í vímuefna- málum býr til undirheimastarf- semi, sem sér hag í því að reka hér á landi innflutnings- og sölu- kerfi ólöglegra vímuefna. Þessir einstaklingar hafa engan hag af lögleiðingu kannabis, hvað þá annarra vímuefna, heldur vilja halda í núverandi stefnu sem lengst. Má því segja að þetta kerfi umbuni þeim er hvað mest brjóta lögin, því þeir hafa hæstu tekjurn- ar sem selja sem mest. Miðað við núverandi stefnu lögreglunnar, um að „auka af- skipti lögreglunnar af götumál- um,“ má því álykta að þeir sem hagnast hvað mest á innflutningi og sölu ólöglegra vímuefna fá að vera að mestu í friði fyrir lög- reglunni (um 75% af fíkniefna- brotum eru fyrir vörslu og neyslu 1996-2000 Áfengi og önn- ur vímuefni, Áfengis og vímu- varnaráð, 2002), því markmiðið sé að hefta neysluna, með því að herja á neytendur en ekki dreif- ingaraðila. Er varla hægt að gera ráð fyrir að sú stefna skili mikl- um árangri þegar til lengri tíma er litið, nema þá takist að ná í alla þá er kaupa og neyta ólöglegra vímuefna; þá fyrst hverfur mark- aðurinn. Sú staðreynd að allir þessir hópar, sem yfirleitt eru með mis- munandi sýn á málefninu og mis- munandi markmið, skuli leggjast hvað harðast gegn lögleiðingu kannabis, hlýtur að segja okkur að það megi skoða málið í heild, frá öllum sjónarhornum. Eiginlega er það skylda okkar að meta ástand- ið á faglegum grunni frekar en til- finningalegum, skoða málið í heild en ekki bara afmarkaða þætti þess. Hingað til hefur ekki verið litið á vímuefnavanda sem heilbrigðismál, heldur vandinn settur í hendurnar á lögreglunni, sem er langt frá því að geta tekið á honum. ■ Rimma forseta og forsætisráð-herra kemur þjóðinni ekki við og báðir væru menn að meiri ef þeir deildu i kyrrþey. Þeir eiga ekki að klína sínum vanda upp á okkur hina. Þegar Fréttablaðið spurði í skoðanakönnun kom fram að fleiri Íslendingar eru sáttir við störf forsetans en forsætisráð- herrans. Hugsanlegt er að fólk sé með þessu ekki síður að svara fyr- ir hvoru embættinu það ber meiri virðingu. Forsetinn er minna í dægurþrasi, hver sem gegnir embættinu, og er ekki ólíklegt að fyrir því embætti sé borin meiri virðing en fyrir embætti forsætis- ráðherra. Hvað sem er, þá hafa þeir tveir menn sem gegna emb- ættunum keppst við að undan- förnu að opinbera hug sinn til hvors annars. Báðir hafa spilað þannig úr að farsanum er ekki lokið og reyndar sér ekki fyrir endann á honum. Nýr kafli er hafinn, þar sem aðal- leikarinn er forsætisráðherrann og hinn hefur boðað frekari skotárásir þegar hann kemur heim að lokinni frægri skíðaferð í Bandaríkjunum. Gangi það eftir er trúlegast að ný hrina hefjist og árangurinn verður líklega sá að þeir tveir verði í sviðsljósinu sem deilunni valda umfram aðra, því hvað sem hver segir er það fréttnæmt þeg- ar tveir helstu embættismenn þjóðarinnar hafa kosið að opin- bera ósætti sitt og jafnvel óvild í hvors annars garð. Þá verður forvitnilegt að sjá hver árangurinn verður, líklega sá að forseti Íslands og forsætis- ráðherra munu í sameiningu ná að draga úr virðingu þeirra emb- ætta sem þjóðin hefur treyst þeim fyrir. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um átökin milli æðstu ráðamanna þjóðarinnar. 12 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Einkennilegt hvernig það ereins og það vanti alltaf eitt- hvað þegar Júlíus Hafstein held- ur hátíð. Einu sinni vantaði vegi og skipulagningu umferðar svo að þjóðin mátti dúsa bálreið í bíl; á næstu hátíð vantaði þjóð- ina sjálfa; og loks þegar Júlíus þóttist hafa vaðið fyrir neðan sig og lét það alveg ógert að bjóða þjóðinni á hátíð, heldur bara helstu höfðingjum landsins – þá kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir sjálfum fulltrúa þjóðarinnar, sjálfum þjóðhöfðingjanum. Eins og kunnugt er telur Júlí- us að Davíð Oddsson sé einfær um að stjórna Íslandi. Sem hlýt- ur þá að vera ástæðan fyrir því að Júlíus taldi Davíð einfæran um að koma fram á hinni frægu hátíðarsamkomu sem fulltrúi þjóðarinnar, landstjórnarinnar – og Reykjavíkurborgar, en það var upplýst daginn eftir að hér hafi verið haldið upp á hundrað ára afmæli Reykjavíkur sem höfuðborgar. Við fengum með öðrum orðum líka að sjá Davíð Oddsson borgarstjóra þetta kvöld, sem ég efa ekki að hefur verið ánægjuleg reynsla fyrir gamla liðsmenn. Hvenær býður maður manni og hvenær býður maður ekki manni? Þessi deila virðist snúast um ósagða hluti fremur en sagða, þögul skilaboð. Ætli sé ekki óhætt að segja að hún snúist um skort á samráði, skort á dipló- masíu, skort á kurteisi, kunn- áttuleysi um mannasiði? Að minnsta kosti skildi forsetinn skipuleggjendur hátíðarinnar svo að þeir vildu að hann kæmi sem minnst nálægt henni. Óneitanlega renna orð Júlíus- ar sjálfs stoðum undir þann skilning. Júlíus Hafstein segist hafa haft samband við forseta- ritara í desember um hátíð sem halda átti í febrúarbyrjun, og hafi erindið snúist um danskan ambassador. Í framhjáhlaupi hafi þess svo verið getið að for- setinn yrði ekki á landinu í febr- úarbyrjun. Þetta virðist Júlíusi þykja eðlilegt samráð við for- setaembættið um það hvernig forseti lýðveldisins skuli taka þátt í hátíðarhöldum vegna af- mælis heimastjórnar. Og svo sem í beinu framhaldi af opinberri umkvörtun forset- ans yfir því að hafa ekki verið látinn vita um ríkisráðsfund fer forsætisráðherrann að tala um það á virðulegri ráðstefnu að breyta stjórnarskránni beinlínis til að minnka völd forsetans; tekst þannig með undraverðum hætti að draga mikilvæga um- ræðu um stjórnarskrá landsins niður á plan persónulegrar úlfúðar og stjórnskipan landsins allt í einu komin undir persónu- legum samskiptum hans og Ólafs Ragnars Grímssonar. Og talar um forsetaembætti og þann sem það skipar eins og eitthvað sem trassað hefur verið að stroka út úr gömlu stjórnar- skránni frá 1874, nánast eins og um sé að ræða misheppnaða eft- irlíkingu á kóngi, en lætur þess með öllu ógetið að þjóðin kýs forsetann beinni kosningu svo að hann hefur umboð sitt til starfa beint frá meirihluta landsmanna: sjálfur hefur Dav- íð völd sín fyrir atbeina rúmlega þrjátíu prósenta landsmanna. Hver er landsfaðirinn? Ólafur Ragnar er í þessari deilu dálítið eins og forsmáður helgarpabbi. Það má líkja þessu við að í tiltekinni fjölskyldu sé tekin sú skyndilega ákvörðun að halda upp á skírnarafmæli barnsins á heimilinu – nú séu tíu ár síðan barnið var skírt og þess skuli minnst með veglegum hætti. Einhvern veginn gleymist að láta helgarpabbann vita af þessum merka áfanga og hann fer í skíðaferð með nýju kon- unni sinni og þegar hann verður sármóðgaður yfir því að hafa ekki fengið að vera með í hátíð barnsins þá er honum sagt með þjósti: þú hefðir átt að geta sagt þér það sjálfur að þú ættir ekki að vera í útlöndum á þessum tíma, þú áttir að vita að skírn- arafmæli barnsins er mjög merkilegur áfangi... Þessar eilífu deilur, átök og valdþótti sem fylgja stjórnar- háttum Davíðs Oddssonar eru að verða verulega þrúgandi. Það er hugsanlega hægt að lifa sig inn í að þessi heima- stjórnarhátíð sem Davíð fann upp sé nokkuð skemmtileg hug- mynd, jafnvel þótt hundrað ár hafi að vísu liðið án þess að fólk hafi áttað sig á mikilvæginu – það væri hugsanlega hægt að umbera heilan sjónvarpsþátt þar sem tugir miðaldra karl- manna úr Sjálfstæðisflokknum koma í einfaldri röð og vitna um líkamsfegurð Hannesar Haf- stein; það er hægt að láta yfir sig ganga eilíft tal Davíðs um að Hannes Hafstein hafi verið mik- ilmenni, jafnvel þótt Davíð hafi ekki tekist að benda á annað til marks um það en að Hannes hafi látið reisa hús sem fór verulega fram úr kostnaðaráætlun, sem virðist mælikvarði hjá Davíð á skörungsskap – öllu þessu get- um við tekið með brosi á vör, en er til of mikils mælst í staðinn að Davíð og félagar reyni að klára þessa hátíð sína án frekari deilna, reyni einu sinni að gera eitthvað án þess að leggja sig í líma við að sýna öðrum fulltrú- um þjóðarinnar lítilsvirðingu? ■ Umræðan ÓLAFUR SKORRDAL ■ skrifar um lögleiðingu kannabis. ■ Bréf til blaðsins Hverjir eru á móti? Veldur hver á heldur Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um stjórnmál. Valdþótti og for- smáður helgarpabbi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.