Fréttablaðið - 09.02.2004, Page 26

Fréttablaðið - 09.02.2004, Page 26
■ ■ KVIKMYNDIR  19.00 Rússneska kvikmyndin Mo- lok frá árinu 1999 eftir Alexander Sokúrov er sýnd ótextuð í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Jónas Ingimundarson leitar enn svara við spurningunni Hvað ertu tónlist? á samnefndu námskeiði í Saln- um, Kópavogi. Í kvöld fær hann Snorra Wium tenór til liðs við sig.  20.00 „Frá Íslandi til Úsbekistan“ er yfirskrift tónleika Caput-hópsins á Myrk- um músíkdögum, sem haldnir verða í Listasafni Íslands í kvöld. Flutt verða verk eftir Íslendingana Snorra Sigfús Birgisson, Steingrím Rohloff, Davíð Brynjar Franzson, Áskel Másson og Val- entín Bíkik frá Úkraínu, Dimitrí Yanow- Yanovsky frá Úsbekistan og Roberto Sierra frá Puerto Rico. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.00 Íris Jónbjörnsdóttir heldur fyrirlestur um meistaraverkefni sitt, Verk- efnastjórnun í hugbúnaðargerð, við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar Há- skóla Íslands, í stofu 155 í VR-II, Hjarðar- haga 2-6. Tónskáld í skýjunum 26 9. febrúar 2004 MÁNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 6 7 8 9 10 11 12 FEBRÚAR Mánudagur Hann er með mikla reynslu oghefur einhvern veginn lag á því að komast inn í kjarnann á verkunum, þannig að íslensku tónskáldin, sem eiga verk á þess- um tónleikum, eru alveg í skýj- unum,“ segir Kolbeinn Bjarna- son, flautuleikari í Caput-hópn- um, um Bandaríkjamanninn Joel Sachs, sem stjórnar hópnum á Myrkum músíkdögum í kvöld. Sachs er prófessor við Julli- ard-tónlistarskólann í New York. Hann leitar gjarnan uppi tón- skáld frá framandi stöðum og ferðast iðulega á heimaslóðir þessara tónskálda til þess að stjórna þar. Hann hefur meðal annars komið sex sinnum til Úkraínu, einhverju sinni stjórn- aði hann í Mongólíu, og hann hef- ur mikið ferðast um Suður-Amer- íku. Nú er hann kominn til Íslands, og kemur færandi hendi með tón- verk frá Úsbekistan, Ísrael og Púertó Ríkó. „Við erum mjög hrifin af þess- um þremur verkum sem hann valdi fyrir okkur,“ segir Kol- beinn. „Ég held að við Íslending- ar einblínum allt of mikið á það sem er að gerast í stóru borgun- um. Af því við erum sjálf frá skrýtnum stað viljum við oft gleyma því hvað fólk er að fást við á öðrum skrýtnum stöðum.“ Íslensku tónskáldin sem eiga verk á þessum tónleikum eru annars vegar tvö gamalreynd tónskáld, þeir Snorri S. Birgisson og Áskell Másson. Hins vegar láta hér tveir ungliðar að sér kveða, þeir Davíð Brynjar Franz- son og Steingrímur Rohloff. Davíð leggur stund á tón- smíðanám í Kaliforníu, en Stein- grímur, sem er íslensk-þýskur, býr í Danmörku. „Við völdum Steingrím og Davíð vegna þess að við vildum kynna tvö ung tónskáld sem við veðjum hiklaust á að verði bæði mjög áberandi í framtíðinni,“ segir Kolbeinn. Eftir Steingrím verður flutt verkið Septett frá árinu 1998, en verk Davíðs Brynjars nefnist Straight Down the Dead-End Street og er frá síðasta ári. ■ ■ TÓNLEIKAR ■ MYNDLISTARSÝNING SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 kl. 8 B i 16 áraMYSTIC RIVER kl. 10 B i 14 áraTHE LAST SAMURAI kl. 6 M. ÍSL. TALIBJÖRN BRÓÐIR kl. 6 og 8KALDALJÓS BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 8 M. ENSKU TALI THE HAUNTED MANSON kl. 4, 6, 8 og 10 kl. 10.30SKELLTU SKULDINNI Á VOLTAIRE kl. 10DRÁPSVÉL RAUÐU KHMERANNA kl. 5.30ÓVINURINN kl. 6HEIMUR FARFUGLANNA kl. 8EVRÓPUGRAUTUR FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ kl. 5.30, 8, og 10.30LOVE ACTUALLY kl. 3.40 M/ÍSL TALILOONEY TUNES kl. 3.50 M/ÍSL TALIFINDING NEMO kl. 6HONEY SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.30 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 kl. 10.15 B i 14 áraMASTER & COM... kl. 3.45, 5.50 og 8UPTOWN GIRLS SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 4 & 8 SÝND Í LÚXUS kl. 5 & 9 TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERÐLAUNA ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩1/2 SV MBL ✩✩✩✩✩ BÖS FBL ✩✩✩ Kvikmyndir.com ✩✩✩ ÓTH Rás 2 SÝND kl. 8.15 og 10 B i 14 ára EINGÖNGU SÝND Í VIP kl. 5SÝND kl. 8 og 10.20 B. i. 12 ára Erótísk og ögrandi ✩✩✩ H.J.M Mbl. ✩✩✩ ÓTH rás 2 Grafíklistamenn eru nördar,“segja þær Björg Þorsteins- dóttir og Valgerður Hauksdóttir, sem báðar eru grafíklistamenn. Nördar af ýmsu tagi hafa verið hálfpartinn í tísku undanfarin misseri, og þær hika því ekkert við að koma með svona yfirlýs- ingu. Enda þurfa grafíklistamenn að nostra mjög við verk sín, þótt útkoman sé oft með hljóðlátara mótinu. Til er félag íslenskra grafík- listamanna, Íslensk grafík, sem hefur aðstöðu í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Þar er bæði verk- stæði og lítill sýningarsalur, sem reyndar er ekki mjög áberandi því hann er aftan á húsinu. Geng- ið er inn hafnarmegin, en ekki Tr y g g v a g ö t u - megin þar sem hinn sérstæða inngang Lista- safns Reykja- víkur er að finna. „ F l j ú g a n d i teppi“ nefnist sýning sem opn- uð var í þessum sal í gær. Á þeirri sýningu eru 152 verk eft- ir 165 konur frá 24 löndum. „Öll verkin eru af sömu stærð, 30 x 30 sentímetrar, og koma hingað frá Sviss í þessari möppu,“ segir Valgerður og bendir á lítinn pappakassa sem nú er tómur, því verkin eru kom- in úr honum og upp á vegg sal- arins. „Hugmyndin að þessari sýn- ingu er komin frá listakonum í Sviss, sem fengu grafíklistamenn í öðrum löndum til þess að senda til sín verk í þessari stærð. Síðan söfnuðu þær þessu saman og hafa sent sýninguna til allra land- anna,“ segir Valgerður. „Þemað er verk kvenna, sem oft fara frekar hljótt.“ Sjö íslenskar listakonur eiga verk á þessari sýningu, sem sýnd er víða um heim um þessar mundir. Þær eru, auk Bjargar og Valgerðar, þær Friðrika Geirs- dóttir, Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir, Margrét Birgisdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þor- gerður Sigurðardóttir. ■ GRAFÍKLISTAKONUR Í LITLA SALNUM AFTANTIL Á HAFNARHÚSINU Sýningin „Fljúgandi teppi“ var opnuð í gær hér á landi. Hún er um þessar mundir sýnd víða um heim. Hljóðlátar konur við Höfnina Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. Tökum upp vorvörur Lokað mánudag - miðvikudags OPNUM FIMMTUDAG með fulla búð af nýjum vörum JOEL SACHS Á ÆFINGU MEÐ CAPUT Þessi bandaríski stjórnandi leggur sig fram um að stjórna tónleikum á framandi stöð- um. Í kvöld stjórnar hann Caput-hópnum á Myrkum músíkdögum í Listasafni Íslands.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.