Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2004, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 09.02.2004, Qupperneq 31
Fréttiraf fólki 31MÁNUDAGUR 9. febrúar 2004 Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is Sent heim: FISKBOLLUR Tilboð 498 kr/kg - björt og brosandi Póstkröfusími 525 5040 Allt að 90% afsláttur af tónlist, tölvuleikjum og DVD-myndum Bylgjan mælir með! Mest seldi erlendi listamaðurinn á Íslandi! Nýja platan er komin í verslanir Skífunnar. Norah Jones - Feels Like Home aðeins 1.899 kr. STÓRÚTSALAN ER HAFIN! Pétur Magnússon myndlistar-maður hlaut Ullarvettlinga Myndlistarakademíu Íslands en þetta er í fjórða sinn sem þeir eru afhentir glýjulausum íslenskum myndlistarmanni. Viðurkenning- unni er ætlað að vekja athygli á þeim myndlistarmanni sem hefur dug, þor og frumleika og þótti sýning Péturs í Gallerí Skugga á síðasta ári, þar sem gaf að líta 100% nælon og lakk, sýna að hann væri verðugur vettlinganna. „Þetta var merkilegt innlegg í myndlistarveröld þjóðarinnar,“ segir Benedikt Gestsson, formað- ur Myndlistarakademíu Íslands. „Sérstaklega fyrir sjónblekking- arnar sem hann beitir með vegg- myndinni sem hann var með og hvað hún hefur víðar tengingar.“ Ullarvettlingarnir eiga að vekja athygli á íslenskri myndlist og stöðu íslenskra myndlistar- manna. „Það er vandasamt verk að velja handhafa vettlinganna þar sem hér á landi eru nokkur hundruð starfandi myndlistar- menn. En fyrir þá sem fylgjast vel með er þetta lítið mál.“ Fram kemur að meginrök þess að veita ullarvettlinga í viður- kenningarskyni eru sígild. Fyrir það fyrsta er það sökum þess að hráefnið sjálft er reifi sannan- legrar landnámsrollu. Einnig kemur til hið grípandi form vett- linganna. Í þriðja lagi vegna til- vísunar ullarhnoðs til lista og handmennta á íslenskum bað- stofuloftum. Síðast en ekki síst þykja ullarvettlingar tilhlýðilegir vegna þess að myndlistarmönnum á Íslandi hefur alltaf verið kalt. ■ PÉTUR MAGNÚS- SON Hlýtur Ullar- vettlinga Myndlist- arakademí- unnar fyrir sjónblekking- ar í veggmynd sinni sem var sýnd í Gallerí Skugga í fyrra. Listamanni ornað Viðurkenning ULLARVETTLINGARNIR 2004 ■ Heppileg viðurkenning því myndlist- armönnum er alltaf kalt. Björn Bjarnason dómsmála-ráðherra er sá stjórnmála- maður íslenskur sem hefur mesta reynslu af Netinu. Hann flutti ræðu um öryggi barna á Netinu á ráðstefnu SAFT og Heimilis og skóla á föstudaginn. Þar sagði hann að Netið hafi „reynst vettvang- ur fyrir miður góðar athafnir misjafnra manna, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Þar má nefna dreifingu kláms, útbreiðslu fordóma af ýmsu tagi, ærumeiðingar og við- leitni til að blekkja eða draga fólk á tálar.“ Það blandast engum hugur um að það sé jákvætt að dómsmálaráðherra gefi vafasöm- um aðilum í netheimum gaum en það fór þó hrollur um einhverja netverja, ekki síst þá sem stunda spjall í skjóli nafnleyndar, þegar þeir heyrðu orð ráðherrans enda óttast þeir að misnotkun barna- níðinga á Netinu gefi ráðherran- um ágætis tilefni til að herja á nafnleysingja á stjórnmálaþráð- um, enda hefur ráðherrann „oftar en einu sinni fundið að því, þegar einstaklingar eða skoðanir þeirra eru lagðar í einelti af nafnlausum notendum Netsins, sem vega úr launsátri. Enn verri eru þó þeir, sem vega að blygðunarkennd manna og þó sérstaklega barna eða nýta sér opinn hug þeirra og varnarleysi á ósæmilegan hátt.“ Íslendingar eru heldur betur aðgera það gott á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín. Kaldaljós var frumsýnd þar í sérstakri hátíðar- dagskrá á laugardaginn að við- stöddum Hilmari Oddssyni leik- stjóra og aðalleikurunum Ingvari E. Sigurðssyni og börnum hans Ásláki og Snæfríði. Myndinni var vel fagnað að lokinni sýningu og áhorfendur beindu fjölda spurn- inga til leikstjórans og leikaranna að henni lokinni. Önnur sýning myndarinnar fór svo fram í gær fyrir troðfullum sal af fólki. Sólveig Arnarsdóttir kemur viðsögu í tveimur þýskum myndum á hátíðinni og Hilmir Snær Guðnason fer með aðalhlutverkið í Blueprint, sem einnig er kynnt á hátíðinni, og leikur þar á móti leikkon- unni Franka Potente sem gerði garðinn frægan í Run Lola Run og Bourne Identity. Þá fengu þeir Óskar Þór Axelsson og Ragnar Santos aðgang að „Talent Campus“ á hátíðinni og taka nú þátt í 5 daga dagskrá þar sem þeir njóta handleiðslu ekki minni manna en leikstjóranna Alans Parker og Anthony Minghella og klipparans Walter Murch. Síðast en ekki síst hlaut stutt-mynd Árna Óla Ásgeirssonar, Anna’s dag, gagnrýnendaverð- laun Stuttmyndahátíðarinnar í Clermont-Ferrand á sunnudag- inn, þannig að það má með sanni segja að það gusti af íslenskum kvikmyndagerðarmönnum í út- löndum þessa dagana.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.