Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FÖSTUDAGUR ● og auglýsir flatkökur ▲ SÍÐA 38 Stýrir Vest- norræna ráðinu Ernst S. Olsen: ● fjölskylduskóli í hafnarfirði ▲ SÍÐUR 22–23 börn o.fl. Börnin velji sjálf Katrín Anna Guðmundsdóttir: ● til hnífs og skeiðar ▲ SÍÐUR 20–21 matur o.fl. Sló í gegn í saumaklúbbnum Sigurgeir Ólafsson: KEFLAVÍK MÆTIR KFÍ Tveir leikir verða í Intersport-deild karla í körfubolta klukkan 19.15. Í Þorlákshöfn tekur Þór á móti Tindastóli og KFÍ sækir Keflavík heim. Einn leikur verður í Remax-deild- inni í handbolta, 1. deild. Selfoss mætir Aftureldingu klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 13. febrúar 2004 – 43. tölublað – 4. árgangur SPÁIR FJÖLGUN STARFA Alan Greenspan spáir eflingu atvinnulífsins vestra og fleiri störfum. Hann segir mikinn ríkishalla þó vissa hættu sem dregið geti kjarkinn úr atvinnulífinu. Sjá síðu 2 EKKI ÓVINVEITT YFIRTAKA Björgólfur Guðmundsson stefnir ekki að óvinveittri yfirtöku Íslandsbanka. Markmiðið er eftir sem áður að leita leiða til samvinnu og sameiningar. Sjá síðu 6 VOPNUÐ RÁN Tveir menn um tvítugt voru handteknir í Hveragerði í gær eftir að hafa gert tilraunir til vopnaðra rána á Hótel Örk og KB banka í Hveragerði. Sjá síðu 8 NÝR LUNDUR Bæjarbúum í Kópavogi voru í gær kynntar nýjar hugmyndir um byggð í Lundahverfi. Hætt var við áform um háhýsabyggð eftir mikil mótmæli íbúa. Sjá síðu 10 ÍRAK Saddam Hussein var svo sannfærður um að Bandaríkja- menn gerðu ekki innrás í Írak að hann lét her sinn frekar berjast gegn andstæðingum sínum inn- anlands en búa sig undir innrás. Þetta kemur fram í skjölum um yfirheyrslur yfir fyrrum framá- mönnum í Írak sem greint er frá í Washington Post. Framámennirnir fyrrver- andi, herforingjar og stjórn- málamenn, segja Saddam hafa talið að bandarísk stjórnvöld legðu ekki í innrás vegna ótta um mannfall í röðum hermanna sinna. Þess í stað yrðu gerðar loftárásir, sem Saddam taldi sig geta þolað án þess að tapa völd- um. Við yfirheyrslurnar drógu framámennirnir fyrrverandi upp mynd af valdamönnum sem þjáðust af ofsóknaræði og voru vanir því að ljúga að Saddam Hussein og hver öðrum um við- búnaðarstig íraska hersins. ■ 13. FEBRÚAR TIL 19. FEBRÚAR 2004birta Eins og búrhvalur í beinni Hvar er draumaprinsinn Valentínusardagur matgæðinga Hvert á að fara í sumarfríinu? Stjörnuspáin Rómantískur vetur Sjónvarpsdagskrá næstu7daga vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK Þetta er allt að koma hjá Þórunni Ernu Clausen Ný stjarna í Þjóðleikhúsinu ll j i l NR. 6 . 2004 Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 3075 og Guðmund í síma 570 3609 hopadeild@flugfelag.is Litríkar og eftirminnilegar árshátíðarslaufur til: Akureyrar • Egilsstaða • Ísafjarðar Reykjavíkur • Færeyja Frábærir gististaðir. Gerum tilboð í flug, gistingu og hátíðarkvöldverð.Tryggið ykkur sæti í tíma! Starfsmannafélög, klúbbar, hópar… Látið okkur hnýta árshátíðarslaufuna. Árshátíðarslaufur Þórunn Erna Clausen: ▲ Ný stjarna í Þjóðleikhúsinu birta ● valentínusardagur LÆGIR Í BORGINNI SÍÐDEGIS Þessi nýi skammtur af hlýja loftinu er að sigla yfir landið. Því fylgir vindur og væta. Lægir vestantil síðdegis. Sjá síðu 6. Fylgir Fréttablaðinu dag Hamraborgarmálið: Konan laus LÖGREGLA Lögreglan í Kópavogi hef- ur sleppt konu á þrítugsaldri, sem gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur á þriðjudag og sagðist hafa orðið manni að bana í Hamraborg. Konan dró framburð sinn til baka þegar hún var yfirheyrð. Lögreglan segir ekkert benda til að hún sé við- riðin málið, þegar maður fannst lát- inn í íbúð sinni í mars árið 2002. Fréttablaðið greindi frá því í gær að konan ætti við fíkniefna- vandamál að stríða og hefði verið lengi á götunni. Hamraborgarmálið, sem rann- sakað var sem sakamál á sínum tíma, er því enn óleyst. ■ Áverkar benda til kaldrifjaðs morðs Lögreglu hefur ekki tekist að upplýsa hver eða hverjir bönuðu manni sem fannst í höfninni í Neskaupstað. Mikill þungi lagður í rannsóknina. Eggvopna leitað. Líkið verður krufið í dag. Ekki er vitað hver hinn látni er eða af hvaða þjóðerni. MORÐRANNSÓKN Áverkarnir sem eru á líki mannsins sem fannst í höfninni í Neskaupstað benda til að maðurinn hafi verið myrtur á kaldrifjaðan hátt. Mikil áhersla verður lögð á að upplýsa hver varð manninum að bana. Lögregla hefur fáar vísbendingar til að styðjast við við rannsóknina. Það var á miðvikudagsmorgun sem Þorgeir Jónsson kafari synti fram á líkið við köfun í höfninni í bæn- um. Ekki er vitað hver hinn látni er, af hvaða þjóðerni hann er eða hver eða hverjir bönuðu honum. Eggvopna var leitað í höfninni í gær án árangurs. Straumar eru miklir og því var óvíst með árang- ur af leitinni. Heimildir Fréttablaðsins herma að talið sé að sá látni hafi ekki verið dáinn nema í örfáa daga þegar líkið fannst, jafnvel ekki nema tvo daga. Búið er að ræða við fjölda fólks en enginn hefur verið yfirheyrður formlega. Meðal þess sem var kannað er hvort hinn myrti hafi verið sjó- maður á norska loðnuskipinu Senior. Haft var samband við skipið. Allir í áhöfn skiluðu sér um borð þegar farið var frá Neskaup- stað. Lögreglan sér ekki ástæðu til að rengja þau svör. Samt er ekki útilokað að erlendir sjómenn teng- ist málinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að kannað hafi verið hvort sá myrti sé núverandi eða fyrrverandi starfsmaður við Kárahnjúka. Ekkert mun hafa komið fram sem bendir til að svo sé. Leitað er að gráum skutbíl, sennilega af gerðinni Lancer, en til hans sást bæði í Neskaupstað og á Eskifirði. Þrátt fyrir eftir- grennslan hefur hann ekki fund- ist. Lögregla vill ná tali af öku- manni og vita hvort hann hafi hugsanlega upplýsingar um mannferðir um nóttina áður en líkið fannst. Eins eru allir sem geta gefið upplýsingar hvattir til að hafa samband við lögreglu. Jónas Vilhelmsson yfirlögreglu- þjónn segir ekki mögulegt að bíll- inn sé í sjónum í nágrenni við þann stað þar sem líkið fannst. Líkið var fáklætt og hafði verið sett í svartan plastpoka. Keðju- vöndull og gúmmíbobbingar voru festir við líkið, greinilega til að þyngja það. Lögregla segir greini- legt að nokkur vinna hafi verið sett í að tryggja fráganginn á líkinu. Engin merki hafa fundist um átök, hvorki á Neskaupstað né annars staðar. „Við getum ekki útilokað að maðurinn sé Íslendingur,“ segir Elvar Óskarsson hjá lögreglunni í Neskaupstað. Hinn látni verður krufinn í dag. hrs@frettabladid.is Sjá nánar bls. 4 Valdamönnum í Írak lýst sem ofsóknaróðum í yfirheyrslum yfir herforingjum: Lugu að Saddam um getu hersins Á VETTVANGI SPRENGJUÁRÁSAR Saddam Hussein taldi Bandaríkjastjórn ekki hafa kjark til að gera innrás. Nú fer hún með völdin í Írak. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LÍKIÐ KOM TIL REYKJAVÍKUR MEÐ FLUGI Í GÆR Þegar líkið fannst í höfninni var það fáklætt og hafði það verið sett í svartan plastpoka. Keðjuvöndull og gúmmíbobbingar voru festir við líkið til að þyngja það. Áverkarnir sem eru á líkinu benda til þess að maðurinn hafi verið myrtur á kaldrifjaðan hátt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.