Fréttablaðið - 13.02.2004, Qupperneq 14
14 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
LOÐFELDUM MÓTMÆLT
„Nei við loðfeldum“ og „Já við ástinni“
stóð á spjöldum sem félagar úr dýravernd-
unarsamtökunum PETA héldu á lofti. Þeir
mótmæltu því í París að fólk klæddist loð-
feldum.
Ásta R. Jóhannesdóttir um starfslokasamninga:
Vill að misræmi
verði kannað
ALÞINGI Ásta R. Jóhannesdóttir,
Samfylkingunni, krafðist þess á Al-
þingi í fyrradag að þingforseti
kannaði hvers vegna misræmi hefði
verið í svörum fjármálaráðherra og
forsætisráðherra um starfsloka-
samninga. Jóhanna Sigurðardóttir,
starfandi þingforseti, sagði það ekki
hlutverk þingforseta að kanna slíkt,
heldur þingmannsins sjálfs.
Ásta benti á að í svari forsætis-
ráðherra um starfslokasamninga
fyrir þremur þingum hefði komið
fram að 77 starfslokasamningar
hefðu verið gerðir við yfirmenn
stofnana á vegum ríkisins eða
starfsmenn í stjórnunarstöðum. Í
svari fjármálaráðherra nú um slíka
samninga undanfarin 10 ár kæmi
fram að starfslokasamningar hefðu
verið gerðir við 46 einstaklinga, 39
karla og 7 konur. Munurinn á svör-
unum tveimur væri því 31 starfs-
lokasamningur. ■
Fjöldi presta sakaður
um kynferðisbrot
Rómversk-kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum ætlar að safna saman
upplýsingum um meint kynferðisbrot presta. Skýrslur benda til þess að
þúsundir presta hafi verið sakaðar um kynferðislega misnotkun.
NEW YORK, AP Ný gögn frá róm-
versk-kaþólskum söfnuðum í
Bandaríkjunum benda til þess að
hátt á þriðja þúsund prestar,
djáknar og munkar hafi verið sak-
aðir um kynferðisofbeldi gegn
börnum á undanförnum fimmtíu
árum. Svo virðist sem þetta
vandamál sé mun umfangsmeira
en hingað til hefur verið talið.
Rómversk-kaþólska kirkjan í
Bandaríkjunum hefur fyrirskipað
biskupum um landið allt að safna
saman gögnum um meint kyn-
ferðisbrot presta og annarra
kirkjunnar manna. Biskuparnir
eiga að skila af sér skýrslum með
upplýsingum um fjölda tilfella og
þann kostnað sem hefur fylgt
þessum málum. Markmiðið með
úttektinni er að endurvekja
traust almennings á kaþólsku
kirkjunni.
Tæplega helmingur safnað-
anna hefur skilað af sér og í
skýrslum þeirra kemur fram að
1.341 prestur hafi verið sakaður
um kynferðislega misnotkun á
börnum. Kirkjudeildirnar í
Boston og Los Angeles hafa ekki
skilað inn tölum en á undanförn-
um árum hefur komið upp fjöldi
alvarlegra tilfella á þessum
tveimur stöðum.
„Þetta sýnir okkur svart á
hvítu að vandamálið er mun
stærra en nokkuð okkar hafði
órað fyrir,“ segir Sue Archibald,
formaður The Linkup, samtaka
fórnarlamba kynferðisofbeldis í
Kentucky. Í skýrslunum sem þeg-
ar liggja fyrir má sjá að biskup-
unum hafa borist 2.870 ásakanir
frá meintum fórnarlömbum eða
ættingjum þeirra. Þó að lögregla
hafi rannsakað fæst þessara mála
kostuðu þau kirkjudeildirnar sem
svarar hátt í 1,3 milljarða ís-
lenskra króna vegna bóta-
greiðslna og málareksturs.
Nánast ógerlegt er að komast
að því hversu margir prestar,
djáknar og munkar hafi í raun og
veru gerst sekir um kynferðis-
lega misnotkun gegn börnum.
Flest atvikin sem um ræðir áttu
sér stað fyrir mörgum árum eða
áratugum og stór hluti sakborn-
inganna er þegar látinn. ■
Reykingabann:
Evrópuþing-
ið skammað
BRUSSEL, AP Umboðsmaður Evr-
ópusambandsins hefur sett ofan í
við Evrópuþingið fyrir að fram-
fylgja ekki reykingabanni sem
það setti fyrir átta árum. Þá var
stærstur hluti húsnæðis Evrópu-
þingsins lýstur reyklaust svæði
en margir sem þar starfa virða
bannið að vettugi.
Kona sem vinnur hjá Evrópu-
þinginu krafðist aðgerða og vildi
að reglunum yrði framfylgt. Um-
boðsmaður Evrópusambandsins
tók að nokkru undir með Evrópu-
þinginu sem sagði ekki hægt að
láta öryggisverði fylgjast með
reykingafólki en sagði það ekki
afsaka að banninu hefði ekki ver-
ið framfylgt. ■
MÓTMÆLI Í GRAZ
Andstæðingar dauðarefsinga efndu til
mótmælaaðgerða í borginni Graz í Austur-
ríki þegar Arnold Schwarzenegger neitaði
að milda dóm morðingja sem taka átti af
lífi.
Íþróttaleikvangur
Arnolds:
Nafnið helst
óbreytt
GRAZ, AP Borgaryfirvöld í Graz í
Austurríki hafa hafnað kröfu and-
stæðinga dauðarefsinga um að
breyta nafni knattspyrnuleik-
vangs sem nefndur var í höfuðið á
Arnold Schwarzenegger. Í Graz
hóf Schwarzenegger feril sinn
sem vaxtarræktarmaður en hann
er nú ríkisstjóri í Kaliforníu, sem
er eitt þeirra ríkja sem heimila
dauðarefsingu.
Þrýst var á borgaryfirvöld að
breyta nafni leikvangins eftir að
Schwarzenegger neitaði að milda
dóm manns sem taka átti af lífi
fyrir morð. Ákveðið var að grípa
ekki til neinna aðgerða að svo
stöddu en málið verður endurskoð-
að ef afstaða Schwarzeneggers til
dauðarefsinga breytist ekki á
næstu sex mánuðum. ■
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
FULL BÚÐ
af nýjum glæsilegum
VORVÖRUM
ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að kanna verði hvers vegna misræmi sé á svörum for-
sætisráðherra og fjármálaráðherra um fjölda starfslokasamninga sem gerðir hafi verið við
yfirmenn stofnana eða starfsmenn í stjórnunarstöðum á vegum ríkisins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
VESTMANNEYJAR
Fjármagnsgjöld Vinnslustöðvarinnar jukust
um 650 milljónir króna, sem skýrist af
sveiflum í gengi krónunnar.
Hagnaður
Vinnslustöðvarinnar:
Dróst mikið
saman
AFKOMA Hagnaður Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum dróst sam-
an um 652 milljónir króna miðað við
árið áður.
Hagnaður ársins var 249 milljón-
ir, en áætlun gerði ráð fyrir 272 millj-
ón króna hagnaði. Framlegð félags-
ins sem hlutfall af tekjum dróst lítil-
lega samna. Fjármagnsgjöld Vinnslu-
stöðvarinnar jukust um 650 milljónir
króna, sem skýrist af sveiflum í
gengi krónunnar. Stjórnendur félags-
ins segja afkomuna í heild í samræmi
við væntingar, en lýsa áhyggjum yfir
minnkandi framlegð og umfangi
landvinnslu félagsins. ■
Ungir sjálfstæðismenn á
Akureyri:
Vilja afnema
byggðakvóta
STJÓRNMÁL Vörður, félag ungra sjálf-
stæðismanna á Akureyri, hefur sam-
þykkt atvinnumálastefnu. Í ályktun
félagsins er stuðningi lýst við núver-
andi kerfi fiskveiðistjórnunar en
lagt til að höft á aflaframsali verði
afnumin, byggðakvóti verði lagður
niður, að fiskvinnslufyrirtækjum
verði gert kleift að eignast kvóta og
að veiðileyfagjald verði lagt af.
Þá lýsir Vörður yfir ánægju með
að hvalveiðar skuli hafnar á ný og
vill að skoðað verði hvort heppilegt
væri að flytja yfirstjórn fiskveiða til
Akureyrar. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Unglingar:
Myrtu níu ára stúlku
ST. PÉTURSBORG, AP Hópur drukk-
inna unglinga barði og stakk níu
ára stúlku til bana og særði föður
hennar og ellefu ára frænda
hættulega í St. Pétursborg í Rúss-
landi.
Um tíu til tólf unglingar, vopn-
aðir hnífum, hnúajárnum, keðjum
og kylfum, réðust að þremenning-
unum, sem eru upphaflega frá Mið-
Asíulýðveldinu Tadsjikistan. Stúlk-
an var stungin ellefu sinnum með
hnífi og lést án þess að hægt væri
að koma henni undir læknishendur.
Talsvert er um að nýnasistar
ráðist á fólk sem kemur frá fátæk-
ari lýðveldum fyrrum Sovétríkj-
anna í von um betra líf. ■
BISKUPSVÍGSLA
Mikill fjöldi hneykslismála hefur komið upp innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum á undanförnum árum.
NÝ BARÁTTUAÐFERÐ Atlantsolía,
sem stendur í bensínstríði við hin
olíufélögin, hefur nú tekið upp á
því að bjóða hverjum þeim sem
fyllir bensíntankinn eina lottóröð
í kaupbæti. Tilboðið stendur þar
til á laugardaginn en fyrsti vinn-
ingur í Lottóinu er fimmfaldur og
gæti farið í 30 milljónir króna.
ÞJÓNUSTUSAMNINGUR Undirrit-
aður hefur verið þjónustusamn-
ingur milli Ráðgjafastofunnar og
sveitarfélagsins Árborgar. Sam-
kvæmt samningnum mun Ráð-
gjafastofan veita íbúum í Árborg,
sem eiga í verulegum greiðslu-
erfiðleikum, endurgjaldslausa
þjónustu á ákveðnum dögum.
■ Árborg
■ Bensínmarkaður