Fréttablaðið - 13.02.2004, Side 20
matur o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
SÍTRÓNUÞYKKNI Sítrónuþykkni (e. lemon
curd) á uppruna sinn í Bretlandi og er
blanda af sykri, smjöri, eggjum og
sítrónusafa. Þykknið er notað sem álegg á
brauð og sem fylling í bökur. Hægt er að
búa sjálfur til sítrónuþykkni með því fín-
rífa börkinn af tveimur sítrónum og
kreista úr þeim safann. Þá eru brædd 100
g af smjöri á vægum hita. Bætið 225 g af
sykri út í, þremur þeyttum, berkinum og
safanum. Hrærið þangað til þykknar.
Sítrónuþykkni á að geymast í ísskáp.
Í góðum málum
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
1
1
2
1
9
/ sia
Matur 2004 í Fífunni:
Sýnendur skipta hundruðum
Vörusýningin matur 2004 verð-ur haldin í Fífunni, sýningar-
höll Kópavogs, dagana 26.–29.
febrúar. Matur 2004 er lang-
stærsta vörusýning sinnar teg-
undar á Íslandi og er sýning allra
þeirra fyrirtækja og einstaklinga
sem tengjast mat og matargerð á
einn eða annan hátt. „Sýnendur í
ár skipta hundruðum,“ segir
Magnús Pálmarsson, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar.
„Þetta er í sjöunda sinn sem
matarsýningin er haldin og það
sem kannski einkennir sýninguna
mest er hvað vöxturinn hefur orð-
ið gríðarlegur á þessum tíma.
Þetta hefur þróast úr því að vera
lítil sýning sem byrjaði í Hótel- og
veitingaskólanum í að verða
stærsta sýning landsins fyrir utan
sjávarútvegssýninguna.“
Magnús segir að helsta nýjung-
in í ár sé aukin áhersla á vöru og
þjónustu fyrir hótelgeirann, ekki
síst í ljósi mikillar aukningar
gistirýmis og fjölgunar ferða-
manna hingað til lands síðustu ár.
„Þá verður sett upp sérstakt sýn-
ingarsvæði fyrir vín og vínsýn-
ingar af hálfu Barþjónaklúbbs Ís-
lands og þar mun Íslandsmeist-
aramót barþjóna fara fram á sýn-
ingunni á sunnudeginum. Svo er
Veislan 2004, sem er eins konar
sýning innan sýningarinnar, þar
sem áherslan er á brúðkaups-
veislur, og auðvitað hægt að fylgj-
ast með öllu hvað aðrar veislur
varðar, svo sem fermingarveislur
og skírnarveislur.
Í ár ætlum við líka að ná til
litlu aðilanna sem eru að gera eitt-
hvað skemmtilegt og sérstakt.
Þetta fólk er gjarnan úti á landi
svo almenningur hefur ekki
greiðan aðgang að þeim. Þessi
aðilar verða með sínar afurðir á
sýningunni og gestir munu svo
velja úr þeim hópi athyglisverð-
ustu vöruna, sem verður í fram-
haldi af því sett á markað,“ segir
Magnús.
Fjölmargar keppnir fara fram
á sýningunni, og tískusýningar og
margs konar uppákomur verðar
gestum til skemmtunar. ■
MAGNÚS PÁLMARSSON
Sýningargestir mega eiga von á allskyns uppákomum á sýningunni, fyrir utan að fá að
smakka á ótal spennandi réttum.