Fréttablaðið - 13.02.2004, Page 34
34 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR
Fréttiraf fólki
Alan Moore er mikið séní þegarkemur að myndasögum og sú
hugmynd hans að demba saman
þekktum hetjum afþreyingarbók-
menntanna í eitt ævintýri er tær
snilld. Alan Quatermain, Mina
Murray úr Dracula, Ósýnilegi
maðurinn, Nemo skipstjóri, dr.
Jekyll og herra Hyde fóru á kost-
um í fyrstu bókinni um úrvals-
deildina og þeir sem hafa haft sín
fyrstu og einu kynni af þeim í
samnefndri bíómynd ættu að snúa
sér beint að frumtextanum þar
sem myndin stendur bókinni langt
að baki.
Moore skiptir aðeins um takt í
þessari bók þó það vanti svo sem
ekki almennilegan ógnvald þar
sem innrásarher frá Mars ógnar
nú mannkyninu. Áherslan er þó
ekki á átökin við andskotana held-
ur á innra líf persónanna, sem
skilar sér í brenglun, svikum og
kynlífi. Framsetningin á þessum
ósköpum er svo þess eðlis að
Hollywod-maskínan mun aldrei
kvikmynda þessa sögu. Kannski
vakti það fyrir Moore að fæla það
lið frá en það skiptir ekki höfuð-
máli og þrátt fyrir breyttar
áherslur svíkur eðalgengið ekki.
Persónurnar eru góðar og mátu-
lega brenglaðar þannig að aðdá-
endur þeirra fá mikið fyrir sinn
snúð þó hasarinn sé í lágmarki.
Ekki spillir svo fyrir að sjálfur dr.
Moreau mætir til leiks með
óskapnaðina sína.
Þórarinn Þórarinsson
Umfjöllunmyndasögur
THE LEAGUE OF EXTRAORDINARY GENTLEMEN:
Volume II
Hetjur
í sálarháska
SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30
SÝND kl. 8 og 10.40
SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14
Sýnd kl. 10 B.i. 14 ára
BROTHER BEAR kl. 5.15 M. ÍSL. TALI
kl. 8 og 10.20 B.i. 12 áraTHE HUMAN STAIN
SÝND kl. 4 og 8 SÝND Í LÚXUS kl. 5 & 9
THE LORD OF THE RINGS
kl. 3.45 og 5.50UPTOWN GIRLS
kl. 6 og 8.15KALDALJÓS
kl. 10.15 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER
kl. 6 og 8HEIMUR FARFUGLANNA
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20
SÝND kl. 3.45, 5,50, 8, 10 og 12
SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30
SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.30
SÝND kl. 4 og 6 M. ÍSLENSKU TALI
SÝND kl. 4 og 8 M. ENSKU TALI
kl. 3.40 M. ÍSL. TALILOONEY TUNES
kl. 3.45 M. ÍSL. TALIFINDING NEMO
kl. 6HONEY
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10
4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
3 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
SÝND kl. 8.15 og 10 B. i. 14 ára
EINGÖNGU SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5
4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta teiknimyndin
Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjöl-
skylduna með tónlist eftir Phil Collins!
Mögnuð mynd með
Óskarsverðlauna-
höfunum Ben Kingsley
og Jennifer Conelly
SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30
Hlaut 3 Empire-verðlaun, m.a. sem besta mynd og fyrir
besta leik; Emma Thompson og Martine McCutcheon.
Sýnd kl. 7PROXIMÍTAS
FILM-UNDUR KYNNIR
★★★ S.V Mbl. ★★★ Ó.H.T RÁS2
HHH Kvikmyndir.com
HHH H.J Mbl.
B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið
HHH1/2 SV MBL
HHHH Kvikmyndir.com
★★★1/2 SV MBL ★★★★ BÖS FBL
★★★ Kvikmyndir.com ★★★ ÓTH Rás 2
HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl.
B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta teiknimyndin
4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Handtökuskipun var gefin út áCourtney Love á miðvikudag
eftir að hún lét ekki sjá sig í rétt-
arsal til þess að
svara til saka
fyrir að hafa
ólögleg lyf í
fórum sér. Lög-
reglan ákvað
þó að gefa Love
sólarhring til
þess að gefa sig
fram áður en
yrði ráðist í það að þefa hana
uppi. Lögfræðingur hennar sagði
að hún hefði sleppt því að mæta
af öryggisástæðum en gaf engar
frekari skýringar.
Jude Law sendi á miðvikudagfrá sér fréttatilkynningu þar
sem hann hvatti meðlimi Ósk-
arsverðlauna-
akademíunnar
að kjósa Sean
Penn fram yfir
sig fyrir besta
leik í aðalhlut-
verki. Law seg-
ist hafa verið
aðdáandi Penns
í mörg ár og
finnst að nú sé kominn tími til
þess að verðlauna hann með
styttu.
TÓNLIST Íslandsvinurinn Dave Grohl
úr Foo Fighters er nú kominn fyrir
aftan trommusettið hjá Garbage.
Hann mun tromma á væntanlegri
plötu hljómsveitarinnar þar sem
Butch Vig, trommuleikari og upp-
tökustjóri, hefur átt við veikindi að
stríða.
Vig og Grohl þekkjast vel enda
stjórnaði Vig upptökum á hinni
klassísku Nirvana-plötu Never-
mind.
Söngkonan Shirley Manson
greindi frá þessu á heimasíðu sveit-
arinnar þar sem hún skrifar reglu-
lega. „Ooohh... LOKSINS er rosa-
lega gaman að gera þessa plötu,“
skrifar hún á síðunni. „Tilfinningin
er eins og hún á að vera þegar mað-
ur gerir plötu, spennandi, skapandi
og gleðileg. Við höfum náð svo góð-
um árangri á einni viku að ég er
byrjuð að ímynda mér að við mun-
um klára þetta á endanum!“
Grohl spilar að minnsta kosti í
tveimur lögum á plötunni. Garbage
hefur ekki gefið út plötu síðan árið
2001 þegar Beautiful Garbage kom
út. Liðsmenn lýsa nýju plötunni
sem „hávaðameiri og dekkri“ og
segja hana innihalda minna af
popplögum. ■
DAVE GROHL
Ber húðir á næstu plötu Garbage.
Dave Grohl í Ruslið
Bassaleikar-
inn rekinn
TÓNLIST Bassaleikari rokksveitar-
innar Queens of the Stone Age
hefur yfirgefið sveitina. Þetta er
mikið áfall fyrir aðdáendur sveit-
arinnar því þeir sem hafa séð
sveitina á sviði vita að Nick Oli-
veri er stór hluti hennar.
Vangaveltur um hnignandi
samskipti bassaleikarans og höf-
uðpaurs sveitarinnar, Josh
Homme, hafa verið á kreiki á Net-
inu í einhvern tíma. Sá orðrómur
var svo staðfestur á heimasíðu
sveitarinnar í gær.
„Röð atvika sem hafa átt sér
stað á síðustu 18 mánuðum hefur
orðið þess valdandi að þeir geta
ekki haldið áfram fagmannlegu
sambandi,“ segir meðal annars á
síðunni.
Fyrrum bassaleikari Scream-
ing Trees, Van Conner, hefur ver-
ið ráðinn tímabundið í stað Oli-
veris. Homme er þessa dagana á
tónleikaferðalagi um Bretland
með hljómsveitinni Eagles of
Death Metal en þar spilar hann á
trommur. Sveitin mun meðal ann-
ars koma fram með vandræða-
gemlingunum í Mínus á tónleikum
fyrir NME. ■
QUEENS OF THE STONE AGE
Josh Homme og Nick Oliveri á meðan allt
lék í lyndi.