Fréttablaðið - 13.02.2004, Síða 37
Indversk kona varð svo fúl út ítilvonandi eiginmann sinn að
hún hefndi sín í brúðkaupinu og
giftist frekar einum gestanna.
Þannig var mál með vexti að alltaf
var að bætast á kröfur brúð-
gumans sem heimtaði síðast mót-
orhjól fyrir það að giftast kon-
unni. Maðurinn ætlaði að monta
sig af nýja mótorhjólinu sínu í
brúðarveislunni sem haldin var í
borginni Chennai en þá fékk brúð-
urin nóg.
„Síðan þau trúlofuðu sig í sept-
ember hafa kröfur fjölskyldu
hans vaxið stöðugt,“ sagði móðir
brúðarinnar í viðtali við Indian
Express. „Fyrst báðu þau ekki um
neitt, en síðar gull, peninga, hús-
gögn og svo mótorhjólið.“
Eftir að brúðurin, sem er 21
árs, ákvað að hætta við að eiga
manninn bauð einn gesturinn sig
fram í hans stað. Tilboði hans var
tekið fagnandi. Fjölskylda brúðar-
innar lagði síðar inn kröfu að fjöl-
skylda brúðgumans skilaði þeim
vörum sem þegar var búið að gefa
þeim vegna brúðkaupsins. And-
virði hlutanna var um 45 þúsund
íslenskar krónur.
Að gefa fjölskyldu brúð-
gumans gjafir fyrir brúðkaup er
siður á Indlandi sem er enn stund-
aður í landinu þrátt fyrir að það sé
bannað með lögum. ■
Leikarinn Michael J. Fox tók aðsér gestahlutverk í sjónvarps-
þáttunum
Scrubs á
dögunum
eftir að
hafa tekið
sér fjögur-
ra ára frí
frá leiklist.
Hann hefur
verið að
berjast við
Parkinsonveiki en mun hafa náð
talsverðum bata.
Spænska leikkonan PenelopeCruz er víst svo hrædd við
látalætin
sem fara
fram á
rauða tepp-
inu á Ósk-
arsverð-
launahátíð-
inni að hún
er að spá í
að sleppa því að mæta og senda
Tom Cruise einan. Hún er víst
skíthrædd við myndavélarnar og
á mjög erfitt með að sjá myndir
af sjálfri sér í blöðum. Ekki batn-
ar svo ástandið við það að Tom er
alls ekkert smeykur og finnst
gaman að baða sig í flassinu.
37FÖSTUDAGUR 13. febrúar 2004
Skrýtnafréttin
BRÚÐKAUP
■ 21 árs gömul kona á Indlandi hefndi
sín á brúðguma sínum með því að giftast
frekar gesti í brúðkaupsveislunni.
BILL NIGHY
Sem er að gera það gott sem ritstjórinn í
spennuþáttunum Svikráðum í sjónvarpinu
um þessar mundir smellir kossi á kinn
Emmu Thompson á þriðjudaginn en þá
verðlaunuðu breskir kvikmyndagagn-
rýnendur þau bæði fyrir frammistöðu sína
í gamanmyndinni Love Actually.
Hálfdán Steinþórsson og ElvaBjörk Bjarkardóttir sjá um
glænýjan spurninga- og þrauta-
þátt á Skjá Einum í kvöld undir
nafninu Landsins snjallasti. Þar
munu takast á níu keppendur í
hverjum þætti, úr sömu starfs-
stétt og markmið þáttanna er að
finna landsins snjallasta fulltrúa
hinna vinnandi stétta.
„Í fyrsta þættinum verða það
kennarar sem takast á. Þetta er
þáttur sem mun ná til allrar fjöl-
skyldunnar með spurningum og
þrautum. Í hverjum þætti verður
einhver starfstengd þraut, í
framtíðinni munum við til dæmis
hugsanlega fá leikara til að
klæða sig upp í búning og sminka
sig á skömmum tíma. Læknar
þurfa líklega ekki að skipta um
mjaðmakúlu en þurfa þó að gera
eitthvað læknatengt. Vonandi
verður svo hægt að fá lögreglu-
menn til að handjárna einhvern,“
segir Hálfdán um þáttinn og vill
ekki útiloka aðkomu neinnar
starfsstéttar.
Útsláttarfyrirkomulag er á
þættinum og eru þeir þrír sem
síðast standa sendir í gapastokk-
inn í spurningakeppni „Það er því
þrautaganga að komast í úrslit.
Þrautirnar verða mismunandi eft-
ir þáttum, en það verða alltaf ein-
hverjar grunnþrautir.“
Eftir fyrstu tíu þættina er svo
stefnt að því að hafa keppni á
milli sigurvegaranna til að sjá
hver er landsins snjallasti. ■
■ SJÓNVARP
Pondus eftir Frode Øverli
Er einhver spes
ástæða að við
borðum úti í
kvöld?
HÁLFDÁN STEINÞÓRSSON
Annar stjórnandi spurninga- og þrautaþáttarins Landsins snjallasta. Í fyrstu verður keppt
innan starfsstétta en svo verður þeim att saman.
Átök innan
starfsstétta
Fréttiraf fólki
Veistu hvað
þetta hljóð
minnir mig á?
Brúðguminn vildi mótor-
hjól, brúðurin giftist gesti
INDVERSK BRÚÐKAUP
Já, þau koma okkur undarlega fyrir sjónir,
brúðkaupin á Indlandi.