Fréttablaðið - 18.02.2004, Qupperneq 30
Hrósið 26 18. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR
Ljósmyndari sem myndaði brúð-kaup Ástþórs Magnússonar í
Þingvallakirkju þann 11. febrúar
seldi tímaritinu Séð og heyrt
einkaréttinn á myndunum að brúð-
gumanum forspurðum. Ásþór hef-
ur reynt að nálgast myndirnar en
hefur aðeins fengið að skoða þær.
„Vegna forfalla komst æsku-
félagi minn Emil Þór Sigurðsson
ljósmyndari ekki í athöfnina og þá
var útvegaður annar ljósmyndari
sem ég þekki ekki persónulega.
Hann tók að sér að mynda athöfn-
ina fyrir okkur hjónin og einnig að
afgreiða myndir til fjölmiðla í
samræmi við reglur Ljósmynd-
arafélags Íslands yrði þess
óskað,“ segir Ástþór, sem telur
ljósmyndarann hafa gengið þvert
á áður gert samkomulag.
Ástþór komst að því daginn eft-
ir brúðkaupið að ljósmyndarinn
hafði gert ráðstafanir til þess að
hvorki brúðhjónin né aðrir fengju
aðgang að myndunum, en Ástþór
hafði ætlað sér að senda öllum fjöl-
miðlum mynd. „Við vonum að ljós-
myndarinn og Séð og heyrt verði
við þeirri beiðni að senda okkur
hjónunum myndirnar og að ekki
verði frekari hömlur settar á það
að við fáum að njóta myndanna og
senda þeim sem við óskum mynd
úr brúðkaupi okkar,“ segir Ástþór í
yfirlýsingu sem hann hefur gefið
út vegna myndamálsins. Yfirlýs-
ingin er svar Ástþórs við fyrir-
spurnum fjölmiðla um myndir úr
brúðkaupinu og henni er einnig
ætlað að taka af allan vafa á því að
það var ekki Ástþór sjálfur sem
seldi Séð og heyrt myndirnar fyrir
70.000 krónur enda situr hann eftir
og saknar myndanna frá þessum
stóra degi í lífi sínu. ■
Brúðkaup
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON WIUM
■ og Natalia Wium gengu í það heilaga á
dögunum. Ljósmyndarinn sem festi athöfn-
ina á filmu seldi Séð og heyrt einkaréttinn.
Imbakassinn
... fær Haraldur Þór Egilsson
sagnfræðingur fyrir að spyrja
þeirrar tímabæru spurningar
hvort sendiráð heyri sögunni til.
Brúðkaupsmyndir í gíslingu hjá Séð og heyrt
í dag
Morðingi fær
ekki að hitta
kærustuna sína
Bestu tónlistar-
hátíðirnar
Lygi og fals
í fyrirsætu-
bransanum
Tengja skemmtan og öryggi
Hljómsveitin Roðlaust og bein-laust frá Ólafsfirði tengir
saman áhugamál og vinnu með
ýmsu móti. Hljómsveitin er skip-
uð áhöfninni á frystitogaranum
Kleifarbergi ÓF-2 en sveitin getur
líka treyst á hljóðfæraleikara í
landi ef einhver úr áhöfninni er
ekki til taks. Hún hefur gefið út
tvo geisladiska og ágóðinn af þeim
báðum hefur runnið til styrktar
öryggismála sjómanna.
„Björgunarsveitir seldu fyrri
diskinn okkar Bráðabirgðalög og
fengu allan ágóðann,“ segir Björn
Valur Gíslason, hljómsveitarmeð-
limur og fyrsti stýrimaður á
Kleifarbergi. „Nafnið á diskinum
vísar til þess að sjómenn og út-
gerðarmenn hafa ekki fengið að
gera kjarasamninga í nærri
fimmtung úr öld þar sem ríkis-
stjórnir landsins hafa oftast sett
bráðabirgðalög á kjaradeilur
þessara aðila. Seinni diskurinn,
Brælublús, hefur verið seldur í
símasölu til styrktar Slysavarnar-
skóla sjómanna og það hefur
gengið vonum framar.“
Björn segir það engu skipta þó
ágóðinn af geisladiskaútgáfu
hljómsveitarinnar renni ekki í
vasa meðlimanna. „Við erum að
gefa út diska vegna þess að við
höfum gaman af tónlistinni og fé-
lagsskapnum. Þar sem við erum
ekki atvinnutónlistarmenn heldur
áhugamenn viljum við styrkja þá
sem hugsa um öryggi okkar á með-
an við höfum gaman af músíkinni.
Allir sjómenn fara í gegnum Slysa-
varnarskólann og hafa sterkar
taugar til hans. Á þessum tveim
árum höfum við látið nokkuð
drjúgar upphæðir renna til örygg-
is sjómanna, um þrjár milljónir.“ ■
Færeyingurinn Ernst S. Olsen,framkvæmdastjóri Vestnor-
ræna ráðsins, hefur gert storm-
andi lukku í Dominos pizzu aug-
lýsingum þar sem hann leikur
landa sinn sem lifir fyrir það eitt
að vinna hjá Dominos. Það kom
mörgum á óvart þegar Frétta-
blaðið birti frétt þess efnis að
Ernst væri fyrir það fyrsta al-
vöru Færeyingur og ekki síður
virðulegur framkvæmdastjóri.
Það virðist nefnilega vera út-
breiddur misskilningur að þessi
skemmtilegi karl í auglýsingunni
sé í raun starfsmaður Dominos.
Flatbökukeðjan hefur að vísu
kynnt undir þá listrænu blekk-
ingu með því að hengja mynd af
Ernst, sem starfsmanni mánaðar-
ins, upp á vegg pizzustaðanna og
það er töluvert um að krakkar
geri sér ferð á staðina til þess
eins að spyrja: „Er Færeyingur-
inn að vinna?“
Á að gera eitthvað
sniðugt um helgina?
ÁSTÞÓR MAGNÚSSON
Hefur ekki fengið eina einustu brúðkaups-
mynd en hann fékk að skoða þær hjá Séð
og heyrt í gær. Blaðið tryggði sér einkarétt
á myndunum en Ástþór vonast engu að
síður til að geta fengið að nota þær.
Tónlist
ROÐLAUST OG BEINLAUST
■ Styrkti björgunarsveitirnar með fyrri
disknum og Slysavarnarskóla sjómanna
með þeim síðari.
1
6 7
8 9
14
16 17
15
18
2 3 4
1311
10
12
5
Lárétt: 1 rýrt, 6 fjanda, 7 félagsskapur,
8 tveir eins, 9 eins um p, 10 bílaleiga,
12 sær, 14 skip, 15 óreiða, 16 stækkaði,
17 gufu, 18 meltingarhólf í jórturdýrum
Lóðrétt: 1 afríkumaður, 2 arg, 3 skamm-
stöfun, 4 eins konar vísnasöngvari, 5
tengt trú, 9 æst, 11 senda skilaboð, 13
vítt, 14 fantur, 17 ekki.
Lausn:
Lárétt: 1magurt, 6ára,7aa,8rr, 9ópó,
10alp,12mar, 14far, 15rú,16óx,17
eim,18laki.
Lóðrétt: 1mári,2arr, 3ga,4rappari,5
taó,9ólm,11faxa,13rúmt,14fól,17ei.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Um 100 þúsund tonn.
Ísrael.
John Daly.
Nei, ætli maður
hangi ekki bara
hérna!
HLJÓMSVEITIN ROÐLAUST OG BEINLAUST
Áhöfnin frá Ólafsfirði semur tónlist og gefur út
diska sér til skemmtunar en allur ágóði rennur
til öryggismála sjómanna.
Fréttiraf fólki