Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 6
6 12. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 74,51 0,19% Sterlingspund 130,89 -0,64% Dönsk króna 11,83 0,13% Evra 88,02 0,14% Gengisvístala krónu 123,98 -0,04% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 406 Velta 12.342 milljónir ICEX-15 2.672 0,17% Mestu viðskiptin Samherji hf. 1.973.847 Síldarvinnslan hf. 640.493 Straumur fjárfestingarbanki hf. 457.087 Mesta hækkun Marel hf. 5,00% Pharmaco hf. 0,69% Landsbanki Íslands hf. 0,62% Mesta lækkun Medcare Flaga -1,68% Flugleiðir hf. -1,34% Líf hf. -1,15% Erlendar vísitölur DJ* 10.016,8 0,3% Nasdaq* 1.926,2 1,6% FTSE 4.454,7 1,4% DAX 3.849,8 1,7% NK50 1.374,3 0,1% S&P* 1.094,6 0,7% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða liðum er spáð sigri í Lands-bankadeild karla og kvenna í fótbolta í sumar? 2Hvaða þingmaður stjórnarflokkannaer enn harður á móti fjölmiðlafrum- varpinu? 3Í hvaða landi í Evrópu eru framinflest bankarán? Svörin eru á bls. 30 Utandagskrárumræða um skipan hæstaréttardómara: Álitið ein samfelld rassskelling ALÞINGI Skipan dómsmálaráðherra í embætti hæstaréttardómara var til umræðu á Alþingi í gær, tilefn- ið var nýlegt álit umboðsmanns Alþingis um málið. Össur Skarp- héðinsson, Samfylkingunni, sagði að ráðherra hefði vakið miklar deilur með skipaninni. „Álitið er ein samfelld rass- skelling frá upphafi til enda,“ sagði Össur. „Gerðar eru alvarleg- ar athugasemdir við það hvernig ráðherra fer á skjön við lög um dómstóla og við það hvernig hann býr til reglur eftir á um forsendur valsins á umsækjanda. Þetta eru ómálefnalegar forsendur en á kjarnyrtri íslensku er þetta vald- níðsla. Hvernig ætlar ráðherra að axla sína ábyrgð?“ spurði Össur. Dómsmálaráðherra sagðist alltaf taka álit umboðsmanns Al- þingis alvarlega. „Ég er ekki samþykkur þeirri niðurstöðu umboðsmanns að ég hafi ekki fullnægt kröfum dóm- stólalaga eða sinnt rannsóknar- skyldu í samræmi við stjórnsýslu- lög. Ég hvorki skildi né skil dóm- stólalögin með þeim hætti sem umboðsmaður virðist gera. Ég mun hins vegar skoða ábendingar hans alvarlega, enda ber ég virð- ingu fyrir honum. Mér var ómögulegt að fara eftir skýringu sem ég hafði aldrei heyrt og um- boðsmaður kynnti ekki til sögunn- ar fyrr en í áliti sínu, rúmum átta mánuðum eftir að skipað hafði verið í starfið,“ sagði Björn. ■ Stjórnarsamstarfið var aldrei í hættu Ef ég hefði ráðið öllu einn þá hefði ég haft þetta öðruvísi, segir forsætisráðherra um breytingar- tillögur við fjölmiðlafrumvarpið. Hann segir ríkisstjórnina einhuga um málið. Geri mér grein fyrir því að sumir telji ekki nægilega langt gengið, segir utanríkisráðherra. RÍKISSTJÓRNARFUNDUR „Ég er mjög sáttur við þessar breytingar og tel að þær séu allar til bóta. Það var mjög mikil sátt um þær innan rík- isstjórnarinnar. Breytingarnar taka mið af vinnunni innan alls- herjarnefndar og það var komið til móts við allar þær athuga- semdir af hálfu stjórnarandstöð- unnar, sem komu fram á þinginu við fyrstu umræðu,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Stjórnarráðinu í gærmorgun. Forsætisráðherra sagði að rík- isstjórnin stæði heilshugar að frumvarpinu eins og það liti út núna. „Ef ég hefði öllu ráðið einn þá hefði ég kannski haft þetta að- eins öðruvísi, en það er aldrei þannig. Maður lagar sig að sjónar- miðum annarra,“ sagði Davíð. Aðspurður um að látið hafi ver- ið að því liggja að hann og utan- ríkisráðherra hafi sjálfir samið nefndarálit allsherjarnefndar sagði Davíð: „Það var farið eftir nákvæm- um leikreglum lýðræðisins. Ég er hins vegar orðinn vanur því að lesa og heyra að ég geri eigin- lega allt sem gert sé. Sjái um allt og sé að lemja og tuska til hina og þessa. Ég veit ekki hvað ég er ekki að gera,“ sagði Davíð. Forsætisráð- herra segir að s t j ó r n a r s a m - starfið hafi aldrei verið í hættu út af fjöl- miðlafrumvarpinu. „Þetta er ekki þess háttar mál að stjórnarsamstarfið sé í hættu,“ sagði hann. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagðist eftir ríkisstjórn- arfundinn vera sáttur við breyt- ingartillögurnar og hann hefði farið vel yfir þær með forsætis- ráðherra. Hann sagði fund sinn með Davíð í fyrradag hafa verið eðlilegan fund og vísaði því á bug að þeir hefðu átt neyðarfund vegna óeiningar um málið. „Við þurfum oft að ræða viðkvæm mál og það gerðum við í þessu tilviki og komumst að niðurstöðu um málið,“ sagði Halldór. Utanríkisráðherra undirstrik- aði að legið hefði fyrir frá upphafi að hann og forsætisráðherra væru opnir fyrir því að breyting- ar yrðu gerðar við frumvarpið. „Ég tel að breytingarnar séu ásættanlegar og til mikilla bóta, en geri mér hins vegar grein fyrir því að það eru aðilar sem telja að ekki sé nægilega langt gengið,“ sagði Halldór. „Það skiptir að sjálfsögðu miklu máli að lögin taka ekki gildi fyrr en eftir tvö ár og það gefst þá gott ráðrúm fyrir menn til að fara áfram yfir málið og leita álits,“ sagði hann. bryndis@frettabladid.is HRAÐAKSTUR Átta voru teknir fyrir of hraðan akstur við bæjar- mörkin á Dalvík. Sá sem hraðast ók var á rúmlega 80 kílómetra hraða. Lögreglan á Dalvík og í Ólafsfirði hafa undanfarið verið að kæra allt að 15 ökumenn á dag fyrir hraðakstur. Þeir ökumenn sem teknir voru í gær eiga von á 5 til 25 þúsund króna sekt. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni, sagði að dómsmálaráðherra hefði vakið miklar deilur með skipan hæstaréttardómara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA EFTIR RÍKISSTJÓRNARFUND Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í Stjórnarráðinu í gær að þær breytingartillögur sem gerðar hefðu verið við fjölmiðlafrumvarpið væru til bóta. „Það var farið eftir nákvæmum leikreglum lýðræðisins,“ sagði hann, þegar hann svaraði gagnrýni vegna málsmeðferðar frumvarpsins innan allsherjarnefndar. „Ég er hins vegar orðinn vanur því að lesa og heyra að ég geri eiginlega allt sem gert sé. Sjái um allt og sé að lemja og tuska til hina og þessa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.