Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 18
Smápeningar vilja safnast fyrir í vösum og skúffum. Hvernig væri að telja þá saman og fara með hrúguna út í búð? Það gæti komið á óvart hve mikið fæst fyrir andvirðið. [ LEIGA Á BÚSTAÐ? ] 50% afsláttur álántökugjalditil 1. júlí Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúli 13A, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 5,95% 6,50% 7,50% 8,00% 8,50% 30 ár 5.960 6.320 6.990 7.340 7.690 40 ár 5.470 5.850 6.580 6.950 7.330 4.960 5.420 6.250 6.670 7.080 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Afborgun- arlaust H im in n o g h a f- 90 40 12 4 Tíu til tuttugu þúsund vikan Flest stéttarfélög bjóða félagsmönn- um sínum að leigja orlofshús í viku- tíma í senn og mjög margir nýta sér það í sumarfríinu. Verðið á bústöðum er nokkuð breytilegt, eftir stærð og eftir því hvort pottur er við húsið, en hér með fylgir leiguverð hjá þremur stórum stéttarfélögum. ■ „Ég man eftir einum kaupum sem höfðu sérlega slæmar afleiðingar fyrir mig,“ segir Alma Guð- mundsdóttir, ein söngkvennanna úr hljómsveitinni Nylon. „Fyrir nokkrum árum langaði mig til að lita hárið á mér alveg dökkt. Ég vildi prófa að láta vin- konu mína lita hárið og keypti mér dökkan pakkalit með svolítið rauðum blæ. En af því að ég var alveg ljóshærð fyrir varð ég bara bleikhærð og þurfti svo að kaupa tvo pakkaliti í viðbót til að laga hárið. Í staðinn fyrir að fara bara á stofu.“ Alma segir að undir lokin hafi hún verið orðin nokkurn veginn dökkhærð. „Ég var það í smá tíma en hefur aldrei dottið í hug eftir það að lita hárið á mér dökkt aftur. Hér eftir verð ég bara ljóshærð. Og ég mæli með því að fólk láti lita á sér hárið á stofu. Að minnsta kosti mun ég ekki þora að nota pakkalit aftur.“ Alma segist yfirleitt reyna að fá hluti á góðu verði. „Ég hleyp ekkert til og kaupi mér dýrustu föt- in á markaðnum. Ef maður ætlar að gera góð kaup er ekki ráðlegt að kaupa það fyrsta sem maður sér, heldur hugsa aðeins málið.“ ■ Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON SVARAR SPURNINGU UM VAXTAVEXTI OG ÓVERÐTRYGGÐ LÁN. Nokkur orð um lánamarkaðinn Í svari við spurningum Hjalta Þórisson- ar, sem birtist í Fréttablaðinu 28. apríl, átti ég ósvarað spurningu hans um hvar væri hægt að fá 40 ára óverð- tryggt lán á 8,65% föstum vöxtum. Hjalti er væntanlega að vísa til þess að á heimasíðunni www.spara.is eru borin saman tvö lán með sömu raun- vöxtum, annars vegar verðtryggt og hins vegar óverðtryggt. Samanburður- inn er fræðilegur í þeim skilningi að 40 ára óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru ekki í boði á íslenskum lánamarkaði en hann sýnir að verð- tryggð lán eru að öllu jöfnu dýrari en þau óverðtryggðu. Spurning Hjalta gefur hins vegar tilefni til að fara örfá- um orðum um lánamarkaðinn. Almenna reglan á íslenskum lána- markaði er að neytendalán, til lengri tíma en fimm ára, eru verðtryggð. Flestar lánastofnanir bjóða þó upp á að valið sé á milli verðtryggðra og óverðtryggðra langtímalána. Óverð- tryggðu lánin eru með hærri nafnvöxt- um en ég mæli samt með þeim, sér- staklega til lengri tíma. Skiptir þar mestu að verðtryggingin vinnur eins og vaxtavextir og slíkir vextir eru mjög óhagstæðir. Erfitt er að spá fyrir um raunvexti og því erfitt að segja til um hvort sé hag- stæðara, verðtryggð eða óverðtryggð lán. Almennt má þó segja að raunvext- ir óverðtryggðra lána hafi tilhneigingu til að lækka með hækkandi verðbólgu því bankarnir eru nokkuð seinir að elta verðbólguna með vaxtahækkunum. Þetta sést ef horft er á tímabilið 1982 til 2002 en vegnir meðalraunvextir voru 6,9% á óverðtryggðum skuldabréfum en 7,8% á þeim verðtryggðu á þessu tímabili. Þarna munar mestu um verð- bólguárin 1982 til 1989. Út frá þessu ætti því að vera hagstæðara að taka óverðtryggð lán um þessar mundir því spáð er að verðbóga aukist frekar en hitt á næstu árum. Neytendalán með föstum vöxtum hafa ekki verið algeng en eru að fær- ast í vöxt, sérstaklega á langtímalán- um. Þau eru verðtryggð og aðeins veitt með veði í fasteign. Það ætti að vera hagstætt að taka slík lán í dag því vextir eru tiltölulega lágir en fara hækkandi. Fjölbreytni er greinilega að aukast á lánamarkaði og samkeppni um við- skiptavini líka. Vonandi hefur þetta einnig áhrif til lækkunar vaxta sem eru enn verulega hærri hér en í nágranna- löndum okkar. Háir vextir og verð- trygging lána eiga sinn þátt í því að fjölskyldur í landinu þurfa að leggja fjórðunginn af ævitekjum sínum í að koma þaki yfir höfuðið. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Verstu kaupin eru pakkalitur: Hárið varð bleikt Alma Guðmundsdóttir stekkur ekki á fyrstu flíkina sem henni líkar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Verslunarmannafélag Reykjavíkur: Hús með potti: 22.000 krónur vikan Hús án potts: 19.500 krónur vikan Efling stéttarfélag: 13.000 eða 14.500 vikan. BHM Hús án potts: 10.000 krónur Hús með potti: 15.000 krónur Það er ómetanlegt að geta tekið sér helgarfrí frá borgarlífinu og brugðið sér í sumarbústað þar sem afslöppun og leikur eru það eina á dagskránni. Marg- ir eiga sumarbústað og nota hann oft á sumri. Aðrir leigja sér bústað með heitum potti hjá stéttarfélög- unum eða fá bara lánaðan bústað hjá ættingjum. Kostnaðurinn við bústaðina er sérkapítuli, en það kemur sumarbústaðaförum oft á óvart þegar heim er komið og farið að telja saman vísanóturnar hversu mikið helgin hefur kostað. Því miður virðist það óhjákvæmilegt að leggja út í töluverðan kostnað þegar ferðast er hér á landi og betra að gera sér grein fyrir því áður en lagt er af stað. Verðdæmið hér til hliðar er í raun afar varlega áætlað því auðvelt er að sleppa sér mun meira í matar- og áfengiskaupum, sjoppum og smádóti. Ekki síst ef skotist er í búð rétt áður en haldið er af stað, því þá er helgarfiðringurinn kominn í fólk og freist- andi að skella öllu því flottasta og besta í körfuna og arka með stútfulla poka út í bíl á vit ævintýranna. Grípa má til þess ráðs að senda þann aðhalds- samasta úr fjölskyldunni í innkaupin á meðan hinir pakka niður. Sparnaðarráð: -Ekki koma við í sjoppum á leiðinni. Yfirleitt er meira en nóg af mat og nammi með í för. -Farið á bókasafnið og fáið þar lánaðar bækur og tímarit. -Kaupið eina flotta máltíð og látið svo skynsemina ráða í matarkaupum. Þá þorið þið líka frekar á vigt- ina á sunnudagskvöldinu. -Farið frekar á færri bílum en fleiri. -Ódýrt dót eins og litabækur gera svipað gagn og rán- dýrt dót eins og fjarstýrðir bílar. ■ [ HVAÐ KOSTAR SUMARBÚSTAÐAFERÐIN? ] Erfitt að tapa sér ekki í matarkaupunum Hvalfjarðargöng: 2.000 krónur Matur: 15.000 krónur Bensín, fullur tankur: 4.000 krónur Bjór og léttvín 3.000 krónur Annað (til dæmis sjoppumatur, tímarit eða gaskútar): 2.000 krónur Samtals 26.000 krónur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.