Fréttablaðið - 12.05.2004, Síða 29

Fréttablaðið - 12.05.2004, Síða 29
21MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2004 FÓTBOLTI Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, er talinn hafa náð samkomulagi um kaup á 30 pró- senta hlut í Liverpool, sigursælasta liði enskrar knattspyrnusögu. For- stjóri Liverpool, Rick Parry, átti fund með forsætisráðherranum í gær þar sem nánast var gengið frá samningi um kaupin en ennþá á eft- ir að leggja lokahönd á hann. Tals- maður ríkisstjórnar Taílands, Jakrapob Penkair, vildi ekki fara út í nein smáatriði en lét hafa þetta eftir sér: „Þetta er nánast 100 pró- sent frágengið, báðir aðilar eru þess fullvissir að kaupin gangi í gegn og hvað okkur varðar er þetta mál frágengið,“ sagði Penkair og bætti við: „Við kaupum í nafni Taílands.“ Forráðamenn Liverpool hafa neitað að staðfesta samkomu- lagið og segjast aðeins munu gefa út opinbera yfirlýsingu í samráði við ríkisstjórn Taílands þegar samningurinn er fullfrágenginn. 30 prósenta hlutur í Liverpool er met- inn á um 7,5 milljarða króna sem stjórnvöld í Taílandi munu fjár- magna en þarlendum kaupsýslu- mönnum mun verða boðin aðild að kaupunum. Líklegast er talið að mestur hluti þessara 30 prósenta komi frá David Moores, sem er stjórnarformaður Liverpool og á sem stendur 51 prósent í félaginu. Næststærstu hluthafar í Liverpool eru sjónvarpsfélagið Granada með 9 prósent hlut og kaupsýslumaður- inn Steve Morgan sem á 5 prósent. Í kjölfar þessara væntanlegu kaupa er talið líklegt að Gerard Houllier, framkvæmdastjóri Liverpool, fái eitthvað um 40 milljónir punda eða meira til leikmannakaupa í sumar en félagið hefur ekki hampað enska meistaratitlinum síðan vorið 1990. Mikillar óþreyju hefur gætt hjá stuðningsmönnum Liverpool und- anfarin ár og í vetur voru uppi há- værar kröfur um afsögn Houlliers enda var gengi liðsins á tímabili arfaslakt auk þess sem það þótti leika verulega leiðinlega knatt- spyrnu. En með góðum endaspretti virðist Liverpool ætla að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og það ásamt væntan- legum kaupum Taílendinganna sendir bjartsýnisbylgjur um nánast gjörvalla bítlaborgina og gæti fest Gerard Houllier í sessi. ■ FÓTBOLTI Fjöldi útsendara frá er- lendum félagsliðum hefur boðað komu sína á fyrstu umferð Lands- bankadeildarinnar í knattspyrnu sem hefst á laugardaginn með leik KR og FH. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun einn nánasti aðstoðarmaður Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, koma til landsins og horfa á þrjá leiki, KR-FH á laugardeginum, og ÍA- Fylkir og Fram-Víkingur á sunnu- deginum. Aukinheldur mun hann kíkja á leiki í yngri flokkum. Út- sendari frá ítalska félaginu Brescia mun vera meðal áhorf- enda á KR-vellinum á laugardag- inn sem og útsendari frá fær- eyska landsliðinu en hann mun sjá sömu leiki og útsendari Arsenal. Íslenskir knattspyrnumenn virð- ast vera í tísku um þessar mundir enda hefur frammistaða margra þeirra leikmanna sem spilað hafa erlendri grund í vetur verið til fyrirmyndar. ■ Ítalski fótboltinn: Úrslitum hagrætt? FÓTBOLTI Lögreglan á Ítalíu hefur hafið rannsókn á því hvort úrslit- um leikja í deildakeppninni hafi verið hagrætt. Tólf félög munu vera undir smásjá lögreglunnar en aðeins Siena og Chievo hafa staðfest að lögreglan hafi heim- sótt þau vegna málsins. Fimm leikmenn, þrír þeirra frá Siena, sæta rannsókn vegna máls- ins en í yfirlýsingu frá Siena kem- ur fram að félagið hafi ekki verið sakað um ólöglegt athæfi. Í yfir- lýsingu frá Chievo kemur fram að hvorki félagið né leikmenn þess sæti rannsókn og að lögreglan hafi ekki gert gögn upptæk. ■ Tælandi tilboð í Liverpool Austurlandahraðlestin hefur viðkomu í bítlaborginni. HEIÐURSMANNASAMKOMULAG Hér sjást þeir Rick Parry, forstjóri Liverpool, og Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, á fundi í Bangkok, höfuðborg Taílands, í gær. Kaupin á stórum hlut í Liverpool eru nánast frágengin. Landsbankadeild karla: Allt morandi í útsendurum BIRKIR ÍVAR GUÐMUNDSSON Varði 22 skot í leiknum í gærkvöldi. Sannfærandi sigur Hauka Haukar unnu Val 29-23 að Hlíðarenda og leiða 2-0 í einvígi félaganna um Íslandsmeistaratitilinn. HANDBOLTI Frábær seinni hálfleikur færði Haukum sigur á Val í öðrum leik félagann um Íslandsmeistara- titilinn í handbolta. Valsmenn leid- du með tveimur mörkum í hléi en í fyrri hluta seinni hálfleiks skoruðu Haukar níu mörk á móti einu og breyttu stöðunni úr 11-13 í 20-14. Þessi munur hélst lítið breyttur fram eftir hálfleiknum en Valsmenn náðu að minnka muninn í 26-23 seint í leiknum eftir að tveimur leik- mönnum Hauka var vikið af velli. Valsmenn misstu tvo menn af velli skömmu síðar og Haukarnir náðu aftur sex marka forystu. Birkir Ívar Guðmundsson, mark- vörður Hauka, sagði að þessi rosa- legi kafli í byrjun seinni hálfleiks hefði ráðið úrslitum. Hann var ekki ánægður með fyrri hálfleikinn og sagði að Valsarar gætu sjálfum sér um kennt að hafa ekki haft meiri forystu í leikhléi. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með fyrri hálf- leikinn. Hann sagði að þá hefðu Valsmenn leikið eins og hann hafi lagt fyrir þá. Baráttan var frábær, varnarleikurinn góður og þeir voru skynsamir í sókninni. Í seinni hálf- leik hafi Birkir Ívar dottið í stuð og unnið leikinn fyrir Hauka. Haukar eru með góða stöðu eftir tvo sigurleiki en Birkir Ívar sagði að þeir væru ekki byrjaðir að fagna titlinum, enda hefðu Valsmenn sýnt að aldrei væri hægt að afskrifa þá. Haukarnir ætluðu að gefa allt í að ná titlinum á morgun og það væri klárlega markmiðið. Óskar sagði að Valsmenn stæðu höllum fæti en þeir væru langt frá því að vera hættir. Hann sagði að Valsmenn tryðu því að þeir ættu enn möguleika á sigri. Þeir ætluðu að gefa allt í leikinn á morgun en það væri spurning hvort það væri nóg. Brendan Þorvaldsson skoraði sex mörk fyrir Val, Baldvin Þor- steinsson fimm, Markús Máni Michaelsson fjögur, Hjalti Þór Pálmason þrjú, Ragnar Ægisson tvö og Bjarki Sigurðsson, Heimir Örn Árnason og Hjalti Gylfason eitt hver. Pálmar Pétursson varði nítján skot. Ásgeir Örn Hallgrímsson skor- aði tíu af mörkum Hauka, Halldór Ingólfsson fimm, Andri Stefan og Þórir Ólafsson þrjú hvor, Robertas Pauzuolis, Þorkell Magnússon og Vignir Svavarsson tvö hver og Gísli Jón Þórisson eitt. Birkir Ívar Guðmundsson varði 22 skot. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.