Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Heyr mína bæn Reykjavík að morgni, um helgi.Dásamlegt veður, nánast logn, bjart. Fátt fallegra. Settist á hjólið og hjólaði með Ægisíðunni í Nauthólsvík. Fáir komnir af stað. Sjórinn spegil- sléttur, fjöruilmurinn hreint stórkost- legur. Kyrrð slík að það var eins og við hvern metra sem hjólið geystist áfram væri ég að stinga mér fyrstur til sunds, gerði gárur á vatnið. Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík, söng Raggi Bjarna í útvarpinu. Jú, sagði ég upphátt, Raggi minn, vor- morgunn er ekki síðri. FÓLK var komið í Nauthólsvíkina. Börn og eldri. Allir heilsuðu, brosandi. Haukur Morthens söng Ó borg, mín borg. Átti vel við. Náði fjörutíu og fimm kílómetra hraða niður brekkuna sunnan við Kirkjugarðinn. Nýtt met. Brosti og sleppti höndum. Var ekki eins og fimmtugur maður. Fínt. Dró úr hraðanum. Mætti frú sem gaf mér merki um að stöðva. Hlýddi. Hún benti mér á mann sem lá sofandi í grasinu. Verðum við ekki að hringja í lögguna, sagði frúin. Eftir að hafa athugað með manninn sáum við að hann var ekki eins lánsamur og við, átti hvergi heima. Létum hann sofa. FÓLK var í Fossvoginum. Ekki margt, en þó. Sumir gangandi, aðrir á línu- skautum. Ég einn á hjóli. Í miðjum Fossvogsdalnum hóf Þorvaldur að syngja Á sjó. Einkennilegt. Í Fossvogs- dalnum. Brosti með mér. Aðrir brostu við mér og ég við þeim. Kom í Elliðaár- dalinn. Nokkrir strákar stukku af kletti í ána. Skríktu af gleði og orku. Veifuðu og ég veifaði á móti. Næst í Laugardal- inn. Menn að slá golfkúlur. Engin vind- högg og engar holur. FÓLK var komið að Skúlagötu- strönd. Mest útlendingar. Gul trilla og önnur rauð komu út úr höfninni. Rufu sléttan hafflötinn. Fjöruilmur- inn ekki minni en við Ægisíðuna. Esj- an, Akrafjallið, Flóinn, fólkið, birtan og vellíðan. Stoppaði hjólið. Spennti greipar og þakkaði. Bað um að fleiri svona dagar verði í sumar, og næsta sumar. Ekki alltaf, ekki frekar en jól- in, bara stundum. Ellý Vilhjálms söng Heyr mína bæn. Held að hann hafi heyrt bænina okkar. Hjólaði brosandi í höfn. Tuttugu kílómetrar á fimmtíu og sjö mínútum og þrjátíu og sjö sekúndum. Yfir tuttugu kíló- metra meðalhraði. Gott hjá fimmtug- um. Gott að vera í Reykjavík. Og kostar ekki krónu. ■ BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.