Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 33
finnst þetta ofsalega gaman og það skemmtilegasta sem það veit er að fá að vera í dómnefnd í Júróvisjón. Það er svoleiðis fólk sem maður vill hafa sem hefur ástríðu gagnvart keppn- inni.“ Dómnefndin hefur verið upp- tekin undanfarna daga við að hlusta á lögin og fylgjast með þeim í Sjónvarpinu. Í gærkvöldi hittist hún síðan og fylgdist með lokaæfingu fyrir forkeppnina og gaf lögunum atkvæði. Sama fyrirkomulag verður á úrslita- kvöldinu og fær dómnefndin því frí á sjálfu úrslitakvöldinu. „Þetta er með öðru sniði núna,“ segir Kristín. „Ég hef alltaf verið þarna á úrslitakvöld- inu þannig að núna kemst ég í Júróvisjónpartí í fyrsta skipti í sjö ár. Ég get bara verið heima hjá mér, sem verður afskaplega ánægjulegt. Þetta hefur verið gaman en mikið stress og maður hefur ekki getað tekið þátt í Júróstemningunni úti í bæ.“ Kristínu líst vel á íslenska lagið Heaven og telur að það gæti náð langt. „Mér finnst það flott og Jónsi er alveg svakaleg- ur söngvari. Hann gerir þetta af miklum krafti og þetta er fín tóntegund fyrir hann. Annars er þetta ofsalega mikið bara dags- formið. Það getur allt gerst á sviðinu og þess vegna er þetta í beinni útsendingu og svona spennandi,“ segir hún. Kristin er ekki í vafa þegar hún er spurð um uppáhalds Júróvisjónlagið sitt. „Það toppar ekkert Olsen-bræðurna dönsku. Það eru menn að mínu skapi,“ segir hún og hlær dátt. freyr@frettabladid.is MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2004 Alla fimmtudaga í maí spila þjóðþekktir tónlistar- menn jazz og s-ameríska tónlist yfir kvöldverði. 13. maí - Hjörleifur Valsson, fiðla Birgir Bragason, bassi Guðmundur Steingrímsson, Paba-jazz 20. og 27. maí - Guitar Islancio Björn Thoroddsen Gunnar Þórðarson Jón Rafnsson Í tilefni þessara tónlistarkvölda höfum við sett saman 3ja rétta kvöldverð og kynnum vín frá argentínska framleiðandanum Catena: www.catenawines.com VORJAZZ á Argentínu öll fimmtudagskvöld í maí Borðapantanir í síma 551 9555 eftir kl. 14:00 e-mail: salur@argentina.is Matseðill Snöggsteikt risahörpuskel og humar á ratatouille með humarsósu Grilluð nautasteik með bakaðri kartöflu og Béarnaise sósu Frosin Tiramisu með sætu hindberjamauki Kaffi kr. 4.900.- Verið velkomin Miklar varúðarráðstafanir hafaverið gerðar í Istanbúl í Tyrk- landi vegna Eurovision-keppninnar þar. Ástæðan er sprengjuárásir sem gerðar voru í borginni í nóv- ember í fyrra og er óttast að sagan muni endurtaka sig. Fjöldi lögregluþjóna hefur fylgst náið með Abdi Ipekci-höll- inni þar sem keppnin verður hald- in og nágrenni hennar. Þyrlur sveima yfir svæðinu mörgum sinnum á dag auk þess sem ein- staka keppendur eru afar varir um sig. Ísraelski söngvarinn Dav- id D’Or, sem tekur þátt í forkeppn- inni í kvöld, hefur til að mynda gengið um með her lífvarða sér við hlið auk þess sem hollensku flytjendurnir Re-union, sem ein- nig keppa í kvöld, láta fjóra líf- verði fylgja sér hvert fótmál. ■ ■ EUROVISION Ströng öryggisgæsla SVIÐIÐ Mikið hefur verið lagt í sviðið í Abdi Ipekci-höllinni. Eins og sjá má verður litadýrðin mikil. RÖÐ LANDA Í UNDANKEPPNI EUROVISION Þjóð Flytjandi Lag 1. Finnland Jari Sillanpää Takes 2 to Tango 2. Hvíta-Rússland Aleksandra og Konstantin My Galileo 3. Sviss Piero Esteriore Celebrate 4. Lettland Fomins og Kleins Dziesma par laimi 5. Ísrael David D¥Or Le’ha’amin 6. Andorra Marta Roure Jugarem a estimar-nos 7. Portúgal Sofia Fori Magia 8. Malta Julie og Ludwig On Again - Off Again 9. Mónakó Maryon Notre planéte 10. Grikkland Sakis Rouvas Shake It 11. Úkraína Ruslana Wild Dances 12. Litháen Linas og Simona What’s Happened to 13. Albanía Anjeza Shahini The Image of You 14. Kýpur Lisa Andreas Stronger Every Minute 15. Makedónía Tose Proeski Life 16. Slóvenía Platin Stay Forever 17. Eistland Neikoso Tii 18. Króatía Ivan Mikuli Dajes mi krila 19. Danmörk Tómas Þórðarson Shame on You 20. Serbía og Svartfjallaland Zeljko Joksimoviæ Lane moje 21. Bosnía og Hersegóvína Deen In the Disco 22. Holland Re-union Without You KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR Fer að öllum líkindum í Júróvisjónpartí í fyrsta sinn í sjö ár á laugardaginn. M YN D /H AR I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.