Tíminn - 03.02.1972, Síða 7

Tíminn - 03.02.1972, Síða 7
FIMMTUDAGUR 3. febrúar 1972 TÍMINN 7 Ulgefcmdl; Franw6l<tt»rRö<tkurfnn Framkv»mda»tj<in; Krlstfán BenedlkUsöti, ftjtíljótan Þórarirth Þc ctftfiWssóh ifáW, Iftndéás KirWlártsson, Jón Helsátón, Jbdf-tði !! G. Þorsteirtssón og Tómfts Kftrfsson. AósttýsJníiaífiór!. Stelrt- 0' •ifrtur Gislasön.: Rltstfórtiársltr'ÍfsWi. r ■ I Bddtibiísirtu, SfflMC 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastr. efi 7. — Afarelðs iusmii 12323. Augfýsingasími 19523. ASror : ikéifstófjfr :slmi j: 18300. Áikriffatfljald kt, 22Í,00 á mánu«c itmanlands. í lausasölu kr. 55.ÓO álntáktt. - 8)*8ftp ent b.f, (Offftat) Endurbætur á hrað- frystihúsunum Steingrímur Hermannsson, ritari Framsóknarflokks- ins, hreyfði aðkallandi máli á Alþingi, þegar hann spurðist fyrir um, hvort búið væri að gera fullnaðar áætlun um þann kostnað, sem leiða muni af þeim endurbótum, sem gera verður á hraðfrystihúsunum vegna nýrra hreinlætiskrafa í viðskiptalöndum okkar, einkum þó Bandaríkjunum. Ný löggjöf um þetta efni mun taka gildi í Bandaríkjunum 1974 eða 1975 og þarf þessum endurbótum að vera lokið áður, ef fisk- salan til Bandaríkjanna á að vera tryggð. í umræðunum upplýsti Steingrímur, að samkvæmt lauslegri áætlun myndu þessar endurbætur kosta um 20 millj. króna á frystihús eða milli 1000—2000 millj. króna alls. Hér er því um stórt fjárhagsmál að ræða, sem bæði snertir hraðfrystihúsin og viðkomandi sveit- arfélög, því að í mörgum tilfellum verður að krefjast af þeim hreinlegri umgengni í nágrenni frystihúsanna. Augljóst er, að þessum miklu endurbótum verður ekki komið fram, nema frystihúsunum verði tryggt sér- stakt fjármagn. Þá skiptir það að sjálfsögðu miklu máli, að þeim verði tryggð sem traustust rekstrarað- staða meðan á þessum framkvæmdum stendur. Einnig geta sum sveitarfélögin þurft á sérstakri aðstoð að halda í þessum efnum. Þar sem 2—3 ár eru til stefnu, virðist eðlilegt að reynt sé að dreifa þessum fram- kvæmdum á þann tíma. Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsráðherra upplýsti, að unnið væri að athugun og undirbúningi þeirra framkvæmda, en fullnaðaráætlanir væru enn ekki fyrir hendi. Hér er vissulega um mál að ræða, sem skiptir efna- hagslega afkomu þjóðarinnar miklu. Flest bendir til, að þáttur hraðfrystihúsanna í þjóðarbúi íslendinga eigi enn eftir að aukast að mun, ef rétt verður á hald- ið. Þetta byggist þó að sjálfsögðu á því, að íslend- ingar keppi að því að vera forustuþjóð á sviði fisk- iðnaðarins og framleiði betri og vandaðri vöru en aðrir. Þann möguleika hafa þeir hér, þar sem hráefnið er hvergi betra. Markaður fyrir hraðfrystan íslenzk- an fisk mun ekki skorta, ef vöruvöndunin verður í lagi. Þess vegna er mikilvægt, að jafnan verði sýndur í verki fyllsti vilji til þess, að allur útbúnaður og frá- gangur í frystihúsum sé í sem beztu samræmi við hreinlætiskröfur neytenda. En á sáma hátt, verða útgerðarmenn og sjómenn líka að kappkosta að skila sem beztu hráefni til frystihúsanna. Þar ber ekki síður að leggja áherzlu á gæði en magn. Mbl. og Devlin Mbl. birtir undarlega forustugrein í gær í tilefni af atburðunum í Londonderry, þegar brezkir hermenn myrtu 13 friðsama borgara og særðu enn fleiri. Þess- ar hryllilegu aðfarir eru þó ekki greinarefni Mbl., heldur hitt, að Bernadetta Devlin, sem var viðstödd morðin, skyldi í geðshræringu klóra þann brezka ráð- herrann, sem ber mesta ábyrgð á þeirri óheillastefnu, sem Bretar fylgja í Norður-írlandi. Flestir munu þó geta skilið tilfinningar Bernadettu undir slíkum kring- umstæðum. Áreiðanlega ætti það að standa nær ís- lendingum, sem hafa reynt erlenda kúgun, að hafa meiri samúð með málstað Devlins en Maudlings. Og ekki ættu íslendingar að* áfellast Devlin fyrir það, þótt hún hafi eitthvað af skaplyndi Grundar-Helgu. Þ.Þ. JAMES REST0N, NEW Y0RK TIMES: Hversvegna studdi Nixon Pakistan? Hann viidi ekki missa af heimsókninni til Peking MARGIR hér i Washington hafa dregið í efa, að skynsam- legt hafi verið frá hernaðar- iegu sjónarmiði af Nixon forseta að styðja Pakistani i styrjöld þeirra við Indverja. En enginn þarf að draga i efa, að stuðningi Nixons við Pakistani og Kinverja gegn Indverjum og Sovétmönnum, var ætlað að hafa heppileg áhrif i stjórnmálunum heima fyrir. Forsetinn vill geta keppt að endurkjöriá þeim forsendum, að hann hafi fækkað i her Bandarikjanna i Vietnam úr 550 þús. i 40 þúsund, rofið ein- angrun Kinverja og komið á samskiptum við fjórðung mannkynsins, bundið endi á sprengihættu Berlinarvanda- málsins og hafið samn- inga um takmörkun kjarn- orkuvopna. Andstæðingar hans i Demokartaflokknum skilja betur en allir aðrir, hve mikilvægar þessar forsendur geta orðið i stjórnmálabarátt- unni. NIXON forseti ,,hallast” ekki að Pakistan ( eins og sagt er hér i Washington), heldur að Peking. Endurnýjuð sam- skipti við Kinverja er lykillinn að möguleikum hans til endur- kjörs sem „friðarpostula”. Þeir, sem þykjast skilja af- stöðu hans i átökum Pakistana og Indverja, halda fram, að hann hafi verið staðráðinn i að snúast ekki gegn Pakistönum og eiga þar með á hættu, að Kinverjar afboðuðu ferð hans til Peking 21. febrúar. Hér i Washington viður- kennir enginn opinberlega, að til árekstrar hafi komið milli stefnu Nixons i öryggismálum og baráttustöðu i stjórn- málunum innanlands, og fylgishorfurnar i væntanleg- um forsetakosningum hafi ráðið úrslitum. En embættis- menn virðurkenna þetta i einkasamtölum. MEÐ hliðsjón af baráttunni um hernaðarstöðvar, æskilega bandamenn og yfirráðin yfir heimshöfunum, mælti ðneit- anlega margt með þvi, að stjórnin i Washington tæki af stöðu með Indverjum. Indland er fjölmennasta lýðræðisriki heims, en Pakistan veikt ein- ræðisriki. Indverjar hafa yfir- burða aðstöðu á sjóleiðinni milli Japan og oliulindanna i löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins, en aðgangur að þeim er efnahagslifi Japana lifsnauðsynlegur, og sam- kvæmt áætlunum embættis- manna hér i Washington verða Bandarikjamenn að sækja þangað um það bil þriðjunginn af nauðsynlegri oliu árið 1980. Þetta er engum ljósara en Sovétmönnum. Valdhafarnir i Moskvu komust i deilunni um eldflaugastöðvarnar á Kúbu að raun um, að þeir gætu ekki gert áhrif siii gildandi viðs vegar um heim, nema með þvi einu að stórefla Motastyrk sinn. ÞESSI uggur valdamanna austur þar er eðlilegur, en sennilega er hann ástæðulaus. Nixon fer ekki til Kina i þeim Nixon tilgangi að fórna Japönum, Kóreumönnum eða kinversku þjóðernissinnunum. Hann ier til þess að efla sáttfýsina og treysta á þann hátt grunninn undir endurkjörsmöguleika sina sem forseti. Fávisi ein er að halda fram, að forsetinn hafi snúizt gegn Indverjum af þvi að hann hafi verið gramur frú Gandhi for- sætisráðherra, eða þakklátur rikisstjórninn i Pakistan fyiir aö lauma Henry Kissinger til Kina. Urslitum reöi allt an- naö, miklu mikilvægara. Forsetinn vill ekki efla aðstöðu Sovétmanna á sjó eða i lofti meöfram flutningaleið oliunnar til Japan eða auka möguleika Moskvumanna til að stöðva flutninga á orku- gjafa hinum megin á hnet- tinum. En þetta eru lang tima sjónarmið. Baráttan fyrir endurkjöri sem forseti er miklu nærtækara viðfangs- efni, og heimsókn hans til Kina hlýtur að koma vel fyrir sjónir i sjónvarpi um gervi- hnetti frá „Hinni forboðnu borg”, jafnvel þó að heim- sóknin leiði ekki til endan- legrar niðurstöðu i neinu máli. Sovétmenn höfðu byggt flotastöð fyrir Indverja i Visanhapatnam við Benalflóa iöngu áður en til átaka kom við Pakistani. Herfræðingar hér i Washington héldu fram, að forðast bæri að lenda i and- stöðu við Indverja af þeim sökum, að þeir bæru sýnilega hærri hlut með aðstoð Sovét- rikjanna, en Sovétmenn færu þá eðlilega fram á aðgang að flotastöðinni i Visanhapat- nam. Gæti ekki orðið úr þvi, hlytu þeir að bjóða Bangla desh fjárhagsaðstoð, sem lifs nauðsynleg væri, gegn hern- aðaraðstöðu i Chittagon, hafnarborg hins nýja rikis, en hún er einnig við Bengalflóa. EFALAUST kom margt fleira en þetta til álita áður en forsetinn tók þá ákvörðun að styðja Pakistani. Sennilega er fátt jafn auðvelt og valið milli hyggilegrar stefnu i varnar málum og hentugrar aðstöðu i forsetakosningum. Forsetinn var tengdur vináttuböndum við leiðtoga Pakistan og ýmsa aðra leiðtoga múhameðs- trúarþjóða, sem ráða yfir miklum hluta oliunnar fyrir botni Miðjarðarhafsins. Hon- um var að visu ljóst, hve mikl- um erfiðleikum flóttamenn- irnir frá Bangladesh ollu Ind verjum, en hann taldi ekki, að þeir erfiðleikar réttlættU'beina árás Indverja inn yfir landa- mæri Pakistan. Hernaðarhagsmunir og stjórnmálahagsmunir toguð- ust á hjá forsetanum. Flestir fróðir menn hér i Washington halda þó fram, að stjórnmála- hagurinn af þvi i bráð, að komast til Kina og ná að minnsta kosti takmarkaðri samstöðu með Kinverjum, hafi ráðið úrslitum um ákvörðun hans. FORSETINN heldur fram, hvað sem stjórnmálunum lið- ur, að upphaf að samkomulagi við Kinverja komi framur i veg fyrir átök á Kyrrahafi en flest annað. Þó að þetta þurfi að kosta skammvinnan ágreining við Indverja og að- stöðu fyrir herskipaflota og flugflota Itússa við Bengal- flóa, geti samkomulag Banda- rikjamanna og Kinverja hæg- lega orðið það mikils virði, að þetta borgi sig. Þarna kemur að sjálfsögðu fram einn gallinn á áberandi sviðsetningu i stjórnmálunum og ákvörðun um fundi hátt- settra forustumanna með miklum fyrirvara. Forsetinn hafði lagt svo mikið i hættu vegna ferðarinnar til Peking, að hann mátti ekki af henni missa. Hann olli svo nýjum erfiðleikum i sambúðinni við Japani og Kóreumenn með þvi að snúast gegn Indverjum og hallast á sveif með Kinverj- um. Til dæmis segir Chung Hee Park forseti Kóreu, að hann muni fylgjast með heimsókn Nixons til Kina „með öndina i hálsinum” og Nobuhiko Ushiba sendiherra Japana i Bandarikjunum segist horfa til þess með ugg, að för Nixons til Kina geti „orðið upphafið að glötun sameiginlegs öryggis Japana og Banda- rikjamanna i Asiu”. Nixon forseti hefir fullyrt, að engar áhyggjur þurfi að hafa i þessu efni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.