Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 18. marz 1972. TÍMINN 3 HEFUR SLÆM ÁHRIF Á IÐNAÐ- INN FÁUM VIÐ EKKI HÆRRA KAUP- segja iðnnemar EB—Reykjavík. — Fundurinn itrekar það sjónarmið iðnnemahreyfingar- innar að kjaramál iðnnema verði tekin til gagngerar endur- skuðunar með það fyrir augum að iðnnemum verði tryggð mann- sæinandi kjör. Fundurinn telur, að ef kjör iðnnema verði ekki bætt komi það fram i minnkandi áhuga fólks á að fara i iðnnám og sé þess raunar þegar farið að gæta, en slikt gæti haft mjög slæni áhrif á iðnað og iðnþróun i landinu. Þetta segir i ályktun fundar stjórnar Iðnnemasambandsins og stjórna aðildarfélaga þess, sem haldinn var 10 marz s.l. — Enn- fremur segir i ályktuninni: „Fundurinn bendir á hversu óeðlilegt það er, að iðnmeistarar eru nær einráðir um kjör iðn- nema, i krafti þess valds, er þeir hafa á iðnmenntun i landinu og um leið iðnnemum. Þetta vald þeirra hlýtur að teljast óæskilegt með tilliti til þess að islenzkur iðnaður er þvert á móti einkamál iðnmeistara heldur eitt af lifs- hagsmunamálum allrar þjóðar- innar. t sambandi víð þann út- breidda misskilning sem gætir meðal almennings um kjör iðn- nema vill fundurinn taka fram, að þær yfirborganir, sem átt hafa sér stað til iðnnema i örfáum iðn- greinum eru ekki réttindi sem hafa áunnizt iðnnemum til handa, heldur eru það timabundnar ráð- stafanir iðnmeistara þegar erfitt hefur verið að fá fólk til iðnnáms vegna hinna lélegu kjara. Hins vegar sýna þessar yfirborganir að iðnmeistarar eru færir um að greiða iðnnemum betri laun. Nú að undanförnu hafa staðið yfir viðræður á milli iðnsveinafé- laga og iðnmeistara innan málm-, raf- og byggingariðnaðarins um bætt kjör til handa iðnnemum i viðkomandi iðngreinum. 1 þess- um viðræðum hefur enginn áhugi komið fram hjá meiri hluta full- trúa iðnmeistara á að bæta kjör iðnnema. Það er þvi álit og áskor- un fundarins, að iðnnemar og aðrir er láta sig iðnað einhverju varða, taki höndum saman til að knýja fram réttlátar kröfur iðn- nema, kröfur um mannsæmandi laun, kröfur um almenn mann- réttindi”. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■1 LONpON 10 daga Páskaferð LEIKHÚS - SKEMMTANIR - VERZLANIR - VÖRUSÝNINGAR Brottför 26. marz — komið heim 5. apríl Til þess að verða við óskum viðskiptavina, höfum við skipulagt ódýra og góða páskaferð til London. Flogið er beint tilLondon með þotu siðdegis sunnudaginn 26.marz og dvalið þar á góðu fyrsta flokks hóteli, þar sem bað og sjónvarp fylgir öllum hefbergjum. Glæsilegir veitingasalir og góð þjónusta. Tækifæri gefst til að njóta lifsins I milljónaborginni á Themsárbökkum. Leikhúslifið er i fullu fjöri um páskana. Hægt að fara I ýmsar skemmti- og skoðunarferðir um London og nágrenni, auk þess gefst nægur timi til að heimsækja hin glæsilegu verzlunarhús við Oxfordstræti og víðar. Ýmsar verzlanir gefa farþegum Sunnu 10% afslátt og fólk er að- stoðað við að fá leikhúsmiða. Meðan dvalið er í London er hægt að heimsækja ýmsar sýningar, sem standa yfir.svo sem eina helztu raffræðisýningu Evrópu, sem stendur yfir um þetta leyti i London. Hægt er að eyða kvöldunum f leikhúsunum, og kvikmyndahúsunum, sem eru fleiri en tölu verður komið á. Einnig gefst tækifæri til að sækja heim hljómleika-og söngleikasali stórborgarinnar. Flogið er heim miðvikudag eftir páskahátiðina 5. april, beint með hinum viðfrægu Tridentþotum BEA. Verð ferðar kr 17.900.00. Innifalið: Flugferðir, feröir milli hótels og flugvallar. Gisting og morgunverður f London á fyrsta flokks hóteli, öll herbergi meðbaði og sjónvarpi. 3 V iðbótarf erðir í viku til TÚNIS eða KANARÍEYJA Vegna sérlega hagkvæmra viðskiptakjara getur SUNNA boðið nokkrum af sinum góðu viðskiptavinum sem þátt taka i Lundúna- ferðinni, vikuferðir .til TÚNIS, eða KANARÍEYJA fyrir ótrúlega litið viðbótar- gjald við Lundúnaferðina. Vika i TÚNIS, þotuflug og fullt fæði fyrir kr. 4.700.00, og vikuferð til KANARÍ- EYJA, TENERIFE, eða LAS PALMAS, þotuflug, hótel og fullt fæði, fyrir kr. 6.900.00 ferðaskrifstofa bankastræti7 símar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.