Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1972. Þessa dagana ber frumvarp rikisstjórnarinnar til laga um tekjustofna sveitarfélaga hátt yfir önnur mál. Af hálfu stjórnarandstöðu er flest fundið þvi til foráttu, og er það raunar til sönnunar að frum- varpið falli vel að hag alþýðu manna. Aberandi rangfærslur hafa verið hafðar i frammi um skatta- byrði þeirra kvenna giftra, er starfa utan heimilis, en sann- leikurinn er sá, að hagur þeirra er i engu skertur með hinu nýja frumvarpi. önnur rangfærsla er sú að með hinum nýju lögum verði skattar almennt hærri. Rétt er hinsvegar að með hinum nýju lögum (eða lagafrumvarpi) verða skattar af miðlungstekjum lægri en sam kvæmt gömlu löginum. Vegna hækkandi meðaltekna munu hinsvegar flestir þurfa að greiða hærri skatta nú, en þá ber þess sérstaklega að gæta, að ef fylgt hefði verið gömlu lögunum heföu skattar almennt orðið hærri á flesta launþega. Viðurkennt er af rikisstjórninni að frumvarp þetta kunni að breytast nokkuð i meðförum Alþingis og er vonandi, að ekki sé um að ræða eingöngu fögur orð. Með þessu hefi ég i huga 23. grein fumvarps- ins, eða þann hluta þeirrar greinar, er hljóðar svo: ,,Nú vinnur einstaklingur eða hjón, annað hvort eða bæöi, eöa ófjár- ráða börn þessara aðila, viö eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfscmi, og skal þá skattstofn, sem brúttótekjur þar af, aldrei Kristinn Snæland: Ofarlega á ákveðinn lægri I heild en ætla máy. að laun þessara aðila, miðað við vinnuframlag þeirra, hefði orðið, ef þaeir hefðu unnið starfið I þágu annars aðila.” Þessi grein eða greinarhluti mun ætlaður skattstjórum eða niður- jöfnunarnefndum til að áætla tek- jur á þá sjálfstæða atvinnu- rekendur, er hafa eöa gefa upp grunsamlega lágar tekjur. Með þessu er skattlagningar- aðila gefin heimild, án sönnunar- skyldu, til þess að hækka upp tek- jur aðila viö sjálfstæöan atvinnu- rekstur, án þess að fyrir liggi nokkuð annað en að uppgefnar tekjur hans eru lægri en tekjur launþega i sömu atvinnugrein. Margir smáatvinnurekendur hafa af eigin raun kynnzt, vægast sagt, vafasömum vinnubrögðum skattlagningaraðila samkvæmt, eða i skjóli, gallaös skattakerfis. Algeng aðferð skattlagningar- aðila við gamla kerfið var, að krefja smáatvinnurekendur (ekki bókhaldskyldir) um nákvæma sundurliðun á einhverju smá- atriði i rekstri þeirra. Vegna þess að þessir atvinnurekendur voru ekki bókhaldsskyldir voru þeir oft Kristinn Snæland. ófærir um að gefa umbeðnar upp- lýsingar. 1 skjóli þess að umræddir aðilar gátu ekki svarað útsmognum spurningum skattlagninga-aðila, var siðan bætt verulegri upphæð við uppgefnar brúttótekjur þeirra. Þessi umræddi hluti 23. greinar er til þess gerður að leiða i lög 1300 KG LYFTIGETA A BEIZLI 100;: OHAÐ VÖKVAKERFI LAS A MISMUNADRIF 8 HRAÐA SAMHÆFÐUR GÍRKASSI ranglæti, sem jafnvel er enn verra en fyrrgreind klækjabrögð skattlagningar-aðila. Skynsamlegast væri að þessi hluti greinarinnar yrði felldur niður, en þar sem ráðherra er veitt heimild til þess i lok greinarinnar, að gefa út reglu- gerð um framkvæmd hennar, er hugsanlegt að vitur ráðherra eyði áhrifum umrædds hlutar greinar- innar með reglugerðarákvæðum. Fleiri atriði þarfnast endur- skoðunar, svo sem a. liður 27. greinar, en þar er vitanlega óraunhæft að miða við ákveðna fjárhæð (eða þvi skyldi ekki gjaldandi eiga sama rétt, ef út- svar hans er 31 þúsund kr.? Og hvaða upphæð verður sambærileg við 30 þús. kr. árið 1975?) Ætla mætti að pólitiskt virkir menn væru farnir að skilja, að óraunhaéft er að slá föstum krónu- tölum inní islenzk lög. Þrátt fyrir framangreinda galla er hið nýja frumvarp að flestu til góðs, og að lokinni með- ferð Alþingis má vænta þess að um verulega gott frumvarp verði að ræða, eða lög. Kostir staðgreiðslukerfis skatta eru þó svo miklir (sérstaklega i sliku happdrættisþjóðfélagi sem hið islenzka er) að harma ber að eigi skuli slikt kerfi tekið upp i sambandi við þessar breytingar, en vonandi verður þetta ekki til þess að seinka þvi máli. Listamannalaun tlthlutun þeirra, eða öllu heldur þáttur i sjónvarpi um úthlutmina, hefur vakið mikla athygli og umræður. Þrjú atriði voru sérstaklega athygli verð, eða val þátttakenda, — orð Guðm. Jónssonar, — og viðhorf listamanna til upphæðar launa. Fyrsta atriðið var — gróf fjar- vera þeirra aðila er kosta veizluna eða neytenda, ef svo má orða það. Umræður um lista- mannalaun er alls ekki einkamál úthlutunarnefndar og listamanna — og þessvegna kannski sjón- varpað. Mjög jákvæðar skoðanir, er fram komu hjá Guðmundi Jón- ssyni um „List um landið”, er hlotið hafa eindæma góðar undir- tektir. Loks er sú furðulega fyrirlitning, er listamenn höfðu á 45 — 90 þúsund krónum, þótt undan- tekningar væru til þarna. Lista- mönnum til fróðleiks má nefna, að verkamaður i vinnu hjá Einari rika (fiskvinnu), sem samkvæmt siðasta hluta eigin ævisögu er mikill baráttumaður hárra launa fyrir verkalýðinn, getur staðið i ströngustu vinnu fyrir 102 kr. og 50aura á timann. Vikulaun verða þá 4100.00 á viku fyrir dagvinnu. Sparneytinn listamaður ætti þvi að geta lifað i 10 vikur á lægsta listamannastyrk og einhverju getur góður listamaður afrekað á 10 vikum. Til þessa að gera nú aðeins Framhald á bls. 19 STEREO segulband á 13,700 kr merkið,sem menn treysta FORD er lausnin viljir þú fá góðan traktor á sanngjömu verði. FORD hefur einnig fleiri stærðarflokka en nokkur annar og full- komnasta tækniútbúnað.sem völ er á. Kraftmiklar vélar tryggja lágan viöha Idskostnað og hátt endursöluverð. Þeir sem kaupa FORD taktor í ár njóta forréttinda. ÞAÐ BEZTA ER ALLTAF ÓDÝRAST. PANTIÐ FORD TRAKTOR FYRIR 20.MARZ SÍMINN ER 81500 TRAKTORAR ÞORHF REYKJAVÍK SKÓLAVÖRDUSTÍG 25 Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-L0RENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiöslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavinum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu._ Verzlunin T GELLIR I Garðastræti 11 sími 20080

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.