Tíminn - 19.03.1972, Síða 14

Tíminn - 19.03.1972, Síða 14
14 TÍMINN stóðu tvö eða þrjú koffort, sem voru full af fatnaði. Walter ætlaði þá að fara út aft- iur, er hann hitti eigi önnu, en heyrði þá, að nafn hans var nefnt. Hann fór þá að hlusta, og heyrði þá mannamál í borðstof- unni. Glerhurðin, sem var milli henn ar og herbergisins, sem hann var í, var læst, og er hann beygði sig, og dró dyratjaldið ögn til hliðar, sá hann glöggt, að tveir menn sátu við borð, og heyrði hann á málrómnum, að annar var Studly, en hinn 'Warner. Heyrði hann nú og að nefnt var aftur nafnið „Damby“. .— Hvað gátu þeir verið að spjalla nmj hann? — Veirtu óhræddur, sagði Warner. — Hann færir þér pen- ingana! Hann tekur á arfinum! — Hann var um 500 sterlings- pund, mælti Studly. — Það er þá ekkert smáræði, sem ég á enn eftir að vinna. — Minnstu ekkert á það, mælti Warner. — Hann spilar ekki oft- ar við þig. — Það hefur hann sagt mér, enda réð ég honum það. — Vinarbragð — en við hann, mælti Studly, allgramur. — Við ykkur báða, mælti Warn er, og barði í borðið. .— Við höf- um annað þarfara að gera, en að næla í nokkur sterlingspund frá honum! — En hér er eigi um neitt smá ræði að tefla, rnælti Studly. — Skyldi hann annars ekki fara að koma? Honum bregður f brún, er hann hittir ekki önnu. Ég lét hana skreppa til frú Wells! — Er vinnukonan þá ekki held ur heima? spurði Wamer. — Nei, hún er ekki heima, enda stranglega bannað að koma heim, fyrr en kl. 10, mælti Studly. — Hún rak upp stór augu, er ég sagði henni það! — Þá megið þér ekki vera lang orður við Damby, — verðið að segja honum, að þér hafði lítinn tíma, séuð einn heima, og eigið annríkt, enda er það mála sann- ast. — Ætlið þér yður, að eiga viðskipti við Sturtevant, verðið þér að skrifa allt glöggt og skýrt: númerið, þyngd steinsins, verðið o.s.frv. — í París getið þér hitt Mormier, þ.e.a.s. gamla manninn, en ekki soninn, sem er margorð- ur, en hræddur, er um kaup ræð- ir. — í Briissel getið þér hitt Cassenapé, en ekki býst ég við, að þér seljið til muna, fyrr en þér komið til Amsterdam, til Sturtevant's. .— En, heyrðið mér: þegar Damby kemur, megið þér ekki láta hann ko.ma hérna inn! — Hvernig dettur yður það í hug? svaraði Studly. — Þér gleym ið því, að við erum tveir einir! En þegar hann kemur, verður hann að hringja dyrabjöllunni, og fer ég þá út á móti honum. — Og farið þá með honum inn í herbergi yðar, og þegar þér haf- ið tekið við peningunum, verðið þér að losna við hann, mælti Warner. — En nú ættum við að fara að byrja! Hafið þér eldspýt- ur, Studly? — Það eru eldspýtur þarna á arinhillunni! svaraði Studly. Damby sá að Warner teygði sig nú til þess að kveikja í hengi- lampanumi. Walter dró siig í hlé, kom sér þangað, sem skugga bar á, en tók þó brátt aftur að gægjast inn í herbergið. Þar var nú albjart, og brá hon- um mjög er hann sá það, sem þar var inni. Beint niður undan lampanum, milli mannanna, var teðurhulstur, fóðrað hvítu atlasilki. Hulstrið var með gömlu iagi, — stórt, og auðsjáanlega ætiað til þess, að geyma í því fjölda skraut- gripa. Armböndin, sem sett vciu stór- eflis demöntum, lágu inn í lmlstr- inu, og sömuleiðis skrautgripur. sem átti að spennast yfir upp- ennið. — Á hinn bóginn var ekk- ert í þeim hólfunum, þar sem hálsbandið og eyrnahringirnir höfðu verið. Damby einblíndi á þetta, eins og augun ætluðu út úr höfðinu á honuim. Rétt hjá Warner lá dálítill, vel fágaður haimar úr stáli, stöng, og nokkur önnur smá verkfæri. Fyrir framan hann lá hlutur, sem var úr gulli, allur beyiglaður Og brotinn. f höndinni hélt hann og á bréfi, sem á voru glampandi steinar, og bar hann þá upp að ljósinu. — Dýrindis steinar, tautaði hann, — og nægir Sturtevant að líkindum í bráðina! Betra að bjóða honum ekki allt í einu! Það færir niður verðið! Og ekki veitti oss auðvelt, að ná þessu! Um leið og hann mælti þetta, kipptist hann ögn við, og gafst Damby þá færi á, að skyggnast inn í hulstrið. Fannst honum hann þá kann- ast við skartgripina, sem þar voru, fannst hann hafa séð þá fyrr! En hvar hafði hann séð þá? Studly tók nú upp hulstrið. — Náið þér steinunum úr? mælti hann. ■— Nei, svaraði Wamer. — Þeir eru enigu lausari en þeir væru negldir í gullið! En nú höfum við og nægilegt í bráðina, og gleypi gamli maðurinn í Amsterdam agn ið, þá má heimsækja hann seinna! — En hvað er þetta? mælti Wamer ennfremur, hrökk við og sneri sér til dyranna. — Það er ekkert! mælti Studly, til að friða hann. — Líklega kött- urinn! Við erum hér tveir einir! En harkið, sem heyrzt hafði, stafaði nú reyndar frá Walter Damby. Hann hafði allt í einu kannazt við gimsteinana og hulstrið. Það voru gimsteinar, sem spönsk greifafrú hafði komið til geymslu í bankanum fyrir hálfu misseri, — munir, sem þá höfðu verið látnir í stálhólfið. Hafði hann hrokkið við, og velt glasi, sem stóð á hyllu, við hlið- ina á honum. Gimsteinarnir, er stolið hafði verið úr Middleman's-bankanum — og gefið höfðu tilefni til morðs ins — þeir vora þá hérna. Og þeir vora í vörzlum manna, sem hann sizt varði, — faðir önnu einn í þeirra tölu! Lárétt 1) Glöggur,- 5) Trekk.- 7) Titill.- 9) Steinn.- 11) Box.- 13) Vond.- 14) Labba.- 16) Röð.- 17) Vonarbænin.- 19) Mjótt.- Lóðrétt 1) Nýr.- 2) Ess.- 3) Belja.- 4) Sundfæri,- 6) Erlertt.- 8) Kyrr.- 10) Avöxtur,- 12) Hnallar,- 15) Hraða,- 18) Skáld,- Ráöning á gátu No. 1065 Lárétt 1) Myrkar.- 5) Raf.- 7) óp,- 9) Flög.- 11) Lús,- 13) Afl.- 14) Kata,- 16) UU,- 17) Ógagn,- 19) brista.- Lóðrétt 1) Mjólka,- 2) RR,- 3) Káf.- 4) Afla.- 6) Ugluna,- 8) Púa.- 10) öfugt,-12) Stór,- 15) Agi,- 18) As,- BUT FLASH HAD BEftí PREPAREP FOR A TRAP. HIS JETROP CARRIES HIM INTO THE IMOUNTAINTOP RESEARCH CENTER.. HVELl G E í R I SwiFTLy ANP SOUNPLESSL^ ASUARP IS RELIEVED OF DUTy... Það er ekki um neitt að villast. Snjóflóðiö sópaði Hvell—Geira fram af klettabrúninni. — Það er svo. Þakka ykkur þá fyrir. En Hvellur hafði búið sig undir það versta. — Þotuhreyfillinn hans flytur hann upp i rannsóknarstöðina. — An nokkurs óþarfa hávaða er einn vó'rðurinn leystur af verði sinum. D R E K I IN BOTH CASES 7HEY SOUNPEP LIKE — "THE vultures'7 Þessir viðbjóöslegu hrægammar eu enn á lifi, eftir 300 ár. — Hve gamlir eru þeir? — Þaö eru ef til vill ekki sömu mennirnir, heldur afkomendur þeirra. — Það átti sér stað fyrir aðeins viku, i bæ, þar sem eldgos var að eyðileggja allt, aö ræningjar.... — Svo var það i annari borg, þar sem stóö yfir borg- arastyrjöld, aö ræningjarnir birtust á nýjan leik. — I bæði skiptin hefur liklega verið um hrægammana að ræða. Sunnudagur 18. marz 1972. liiilllilii i . SUNNUDAGUR 19. MARZ 8.30 Létt morgunlög. Karlakór Vinarborgar syngur • " 9.15 Morguntónlcikar. 11.00 IVlessa i kirkju Óháða safnaðarins. Prestur: Séra Emil Björnsson. Organleik- ari: Snorri Bjarnason. 13.15 Sjór og sjávarnytjar. Þórunn Þórðardóttir mag scient. talar um þörunga- svifið i sjónum i þriðja erindi þessa flokks. 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan „Salome” eftir Richard Strauss. Þorsteinn Hannesson kynnir. 15.50 Fréttir. Skáldsagan „Virkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 A hvitum reitum og svörtum. Guðmundur Ar- nlaugsson flytur skákþátt. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Levndarmálið í skóginum” eftir Patriciu St. John.i Benedikt Arnkelsson les þýðingu sins (7). 18.00 Stundarkorn með brezka hörpuleikaranum Ann Griff- iths. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Bækur og bókmenntir. Hjörtur Pálsson stýrir um ræðum um nýjustu bók Indriða G. Þorsteinssonar, „Norðan við strið”. Þátttak- endur auk hans: Evsteinn Sigurðsson cand. mag. og Hólmfriður Gunnarsdóttir B.A. 20.00 „Ave Maria” eftir Her- bert H. Agústsson. Kven- nakór Suðurnesja syngur, höfundur stjórnar. Organ- leikari: Arni Arinbjarnar- son. 20.10 t einmánuði. Jón Gunn- laugsson sér um þátt með blönduðu efni. 20.55 „Blessuð gamla fóstran”, smásaga eftir P.G. Wodehouse. Siðari hluti. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 19. MARZ. 17.00 Endurtekið efni. Dan- sleikur i sjónvarpssal. Hljómsveit Guðjóns Mat- thiassonar leikur. Tiu dans- pör dansa gömlu dansana. 17.20 Þjórsárver. Heimildar- kvikmynd, sem Sjónvarpið lét gera siðastliðið sumar Aður á dagskrá 6. marz s.l. 18.00 Helgistund. Sr. Bern- harður Guðmundsson. 18.15 Stundin okkar. Stutt atriði úr ýmsum áttum til skemmtunar og fróðleiks. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Útvörðurinn i austri. Dagskrá um heimsókn is- lenzku forsetahjónanna, dr. Kristjáns Eldjárns og frú Halldóru, til Finnlands fyrr i þessum mánuði. Sýndar eru svipmyndir frá dvöl forseta- hjónanna i Finnlandi, og inn i fléttað fróðleiksmolum um land og þjóð. Umsjón Ólafur Ragnarsson. 21.15 Shari Lewis Brezkur skemmtiþáttur meb söng og gleðskap. Auk Shari Lewis kemur þar fram gamanleik- arinn Richard Wattis og hópúr dansara. Þýðandi Sigriður Ragnarsdóttir. 21.45 Milljón punda seðillinn. Framhaldsleikrit frá BBC, byggt á samnefndri sögu eftir Mark Twain. 4. báttur. sögulok. 22.10 Maður er nefndur. Séra Gunnar Árnason. Andrés Kristjánsson, ritstjóri ræðir við hann. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.