Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. marz 1972. TÍMINN 5 Ráðstefna Æskulýðsráðs rikisins um siðustu helgi SKORTUR HÆFRA LEIÐ- BEINENDA HÁIR FÉLAGS- STARFSEMI ÆSKUFÓLKS MHG-Reykjavik. Um sl. helgi gekkst Æskulýðs- ráð rikisins fyrir ráðstefnu um æskulýðsmál. Var ráðstefnan haldin i Reykjavik og stóð yfir i tvo daga. Megintilgangur ráðstefnunnar var tviþættur: Að kynna löggjöf um æskulýðs- mál og Æskulýðsráð rikisins. Að ræða um fræðslu og þjálfun leiðbeinenda og leiðtoga i æsku- lýðsstarfi og um æskulýðsmál al- mennt. Til ráðstefnunnar var sérstak- lega boðið fulltrúum landssam- banda æskufólks, formönnum og framkvæmdastjórum æskulýðs- ráða, skólamönnum og fulltrúum nemenda. t upphafi ráðstefnunnar, sem sett var af Örlygi Geirssyni, for- manni Æskulýðsráðs rikisins, flutti Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, ávarp en erindi fluttu þeir Knútur Hallss, skrifstofustjóri, um undirbúning og aðdraganda lagasetningar um æskulýðsmál, örlygur Geirsson, um störf ráðsins og stefnu og Reynir G. Karlsson, æskulýðs- fulltrúi, um fræðslu og þjálfun leiðtoga og leiðbeinenda i æsku- lýðsstarfi. ,,Panel”-umræður voru um æskulýðsstarf á vegum skóla og sveitarfélaga og um- ræðuhópar fjölluðu um þau mál- efni, sem tekin voru til meðferðar á ráðstefnunni. Niðurstöður hóp- anna voru svo lagðar fyrir ráð- stefnuna i heild, til frekari athug- unar og umræðu. Fulltrúar ráö- stefnunnar sátu hádegisverðar- boð hjá menntamálaráðherra. Það mun sannmæli þeirra, sem ráðstefnu þessa sátu, að hún hafi tekizt meö ágætum. Hún var mjög vel sótt, jafnt af mönnum utan af landi sem af höfuðborgar- svæðinu. Miklar umræður urðu um viðfangsefni ráðstefnunnar og einhugur rikti um niðurstöður. Á ráðstefnunni kom það fram, að annar megin tilgangur Æskul- ýðsráðs er að skipuleggja og samræma stuðning við æskulýðs- starfið i landinu, auðvelda og örva starfsemi þeirra aðila sem að æskulýösmálum vinna, leitast við að samræma það æskulýðs- starf, sem fram fer á vegum einstakra félaga, sveitarfélaga og skóla, kom á framfæri tillögum og ábendingum um fjárveitingar til æskulýðsmála, efna til um- ræðufunda um þau o.fl. Þannig er Æskulýðsráði engan veginn ætlað að starfa i samkeppni við æsku- lýðsfélögin, eins og sumir hafa e.t.v alið nokkurn ugg i brjósti um, heldur þvert á móti að leið- beina þeim, örva þau og styðja til öflugra og árangursrikara starfs. Rik’a nauðsyn þykir og bera ti! þess að efla æskulýðsstarfið i skólunum, sem viða er of litill gaumur gefinn. Þyrfti að miða kennaramenntunina i meira mæli við það, að kennaraefnin fái þjálf- un i félagsmálastörfum. Enginn vafi er talinn á þvi að leika, að skortur á hæfum leiðbeinendum og leiðtogum hái félagsstarfsemi æskufólks mjög viða. Ahugi á slikri starfsemi er viöa fyrir hendi, þörfin hvar- vetna, en sú sveit liðfá, sem að- stöðu og þjálfun hefur til þess að geta tekið að sér forystuhlutverk. Eitt hið brýnasta verkefni æskul- ýðsráðs er þvi þaö, að koma á fót námsskeiðum fyrir þá, sem kynnu að vilja takast á hendur þesskonar störf, bæði i mesta þéttbýlinu og ekki siður úti á landsbyggðinni. Myndin er tekin á ráöstefnunni. Peningar eru hér sem annars- staðar afl þeirra hluta, sem gera skal. Æskulýðsráði eru nú veittar á fjárlögum kr. 700 þús. til starf- semi sinnar. Fyrir þeirri upphæð fer litið, miðað við þau verkefni, sem sinna þarf. Ætla verður, að hið opinbera reynist eftirleiðis riflegra á fjárvetitingar til ráð- sins, enda er það algjört skilyrði þess^að þvi verði unnt að gegna að nokkru marki þvi þýðingarmikla hlutverki sem þvi er, lögum sam- kvæmt, ætlað að hafa með hönd- um. Stjórn Æskulýðsráðs skipa nú: örlygur Geirsson, formaður, Gylfi tsaksson, Hafsteinn Þor- valdsson, Skúli Möller og Bern- harður Guðmundsson. Við velium imnlat • •j ; það borgar sig PUntal - OFNAR H/F. Síðumúla 27 . Reykjovík Símar 3-55-55 og 3-42-00 Rafgeymaþjónusta Rafgeymasala Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla. Notum eingöngu og seljum jáminnihaldslaust kemisk hreinsað rafgeymavatn. — Næg bflastæði. Fljót og örugg þjónusta. Tækmver, afgreiðsla Dugguvogur 21. — Simi 33 1 55. Aðstoðarmaður og húsvörður Starf aðstoðarmanns og húsvarðar i Rannsóknastofu Háskólans i meinafræði, Barónsstig, er laus til umsóknar. Launa- kjör samkvæmt kjarasamningi B.S.R.B. og rikisstjórnar. Upplýsingar i sima 19506 kl. 11-12, mánudaga til föstudaga. Umsóknarfrestur til 30. marz 1972. Um- sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital- anna, Eiriksgötu 5 Reykjavik, 17. marz 1972 Skrifstofa rikisspitalanna „SÖNNAK RÆSIR BlLINN" Nú flýgur Douglas konungur 8 með Sunnufarþega til Mallorka Fyrsta leiguflugið með stórþotu með íslenzka farþega Mallorca er fjölsóttasta og vinsælasta sólskinsparadis Suðurlanda. Þangað vilja allir ólmir komast og Sunna sér vel um sina farþega. Þessvegna höfum við tekið á leigu hina glæsilegu og vel búnu DC 8 stórþotu Loftleiða. sem venjulega er notuð á flugleiðinní Norðurlönd — New York. Þessi flugvél er tvímælalaust fullkomnasta flugvól í ís- lenzka flugflotanum. búin margs konar þægindum fyrir farþegana. Farþegar Sunnu njóta hinnar rómuðu þjónustu og veitinga Loftleiða i þessari ferð. Til að auka á ánaegju ferðarinnar veitir Sunna sérstaka aukaþjónustu í þessari ferð til að halda upp á fyrsta leiguflugið með stórþotu með islenzka farþega til Suðurlanda. Ennþá einu sinni vill Surtna með þessu undirstrika kjörorð sitt: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir Sunnufarþega. FERÐAÁÆTLUN: Brottför 28. marz þriðjud. kl. 19:00. Brottför frá Palma 5. april kl. 02:00. Dvalið á Hótel Embat við Arenal bað- ströndina við Palma. Verð ferðar kr. 14:800. Innifalið: ^ Flugferðir með hinni glæsilegu stórþotu Loftleiða. ferðir milli flugvalla og hótels á Mallorca. hótelgisting og fullt fæði (3 máltíðir á dag) á Mallorca. Vegna hinna gífurlegn vinsælda í Sunnuferðum, er stórþotan þegar nær fullsetin í þessari ferð, aðeins 24 sætum óráðstafað í gær. I»að verður því kapphlaup um síðustu sætin hjá Sunnu núna, eins og venjulega. Góða ferð. Þetta er þriðja flugvélin, sem Sunna hefur ráðið til að flytja Sunnufarþega milli landa um páskana og nú verður engum sætum hægt að bæta við á sölulista. snnna ferðaskriístofa bankastræti 7 símar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.