Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 18. marz 1972. TÍMINN 17 i U'ott iSPSVt. ««>(» ' i-> I >■■■■ : f <■ * *f^i . .. X- ' v ...» y< * y* ; Meöfylgjandi mynd er af læknum útskrifuöum frá Háskóia tslands í febrúar 1972 f heimsókn I Ingóifs Apóteki. Læknarnir á myndinni eru: Til vinstri: Guömundur Óskarsson, tii hægri: Þorkeil Guöbrandsson. Stóráætlun um fiskirækt á vatna svæði Skjálfandafljóts Hvammstanga-ostur vinsæll Ég las þessa stórfrétt i Tíman- um l.marz siðast liöinn. Þetta varö mér nokkurt umhugsunar- efni, vegna þess að ég er eigandi að fjórum fimmtu hlutum arinnar Barnafell, þar sem aðal fiskivegurinn er hugsaður, sprengt fyrir laxastiga meðal annars. Maðurinn minn, Sigurður Benediktsson listmunasali hér i Reykjavik, var fæddur og upp- alinn I Barnafelli. Hann keypti fjóra fimmtu hluta Barnafells skömmu eftir 1940, þá á háu verði, en tókst að borga þetta með aðstoð föður mins. Ég hefi nú gert nokkra grein fyrir eignarrétti minum á Barna- felli, og tel þvi fréttina um fiski- rækt i suðurhluta Skjálfandafljóts ekki tímabæra. Auk þess hefur mér ekki einusinni verið boðin þátttaka i Veiðifélagi Landeig- enda, eða leitað samráðs við mig á nokkurn hátt. Reykjavik, 13. marz 1972. Guðbjörg Vigfúsdóttir (sign.) Garðastræti 16, Reykjavik. BS—Havammstanga. Við erum svo heppnir, að mjólkurostur sá, sem mjólkur- búið hér framleiðir, er eftirsótt vara. Afleiðing þess er hinsvegar sú, að þegar minnst mjólkur- magn berst hingað af fram- leiðslusvæðinu, höfum við ekki næga mjólk til þess að geta full- nægt eftirspurninni eftir ostunum nema með þvi að flytja mjólkina að. Úr þvi hefur verið bætt með þvi að flytja hingað mjólk frá Blönduósi og var byrjað á þvi i október i haust. VISIR á mánudegí greinir frá íþróttaviðburðum helgarinnar PVrstur meó fréttimar vísm Reiðvegir og vegaleysur Eitt af þvf nauðsynlega fyrir hestamenn er að hafa reiðvegi sem viðast um landið. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt nema einn leiðandi mann kveða upp úr með að koma á reiðvegum sem viðast um landið. Maðurinn var Jón- as frá Hrifu. Hann kom manna fyrstur auga á,að hestur og bill eiga ekki samleið á sama vegi. Alltof mikill slóðaskapur hefur rikt hjá okkar ráða- mönnum um þetta undanfarin ár. Það ætti að vera hægt að ferðast riðandi landsfjórðung- ana á milli, án þess að koma á þessa svokölluðu bilavegi. Það voru einu sinni til reiðvegir um allt landið frá þeim tima að allar samgöngur fóru fram á hestum. Það er hægt að fara eftir heilli sýslu i bil eftir vegi, sem lagður hefir verið þar sem reiðgötur voru áður. Að rikið hafi nokkuð gert fyrir reiðvegi fer viðsfjarri. Komið hefir það fyrir, að reiðvegir hafa verið eyðilagðir með til- komu nýrra vega. Þar sem nýr vegur hefur verið lagður alllangt frá þeim gamla en i sömu átt, hefði oft á tiðum verið hægt að nota gamla bil- veginn fyrir reiðveg. En þvi er ekki fyrir að fara, þvi áður en langt um liður er búið að girða gamla veginn af svo hann er ekki lengur alfaraleið. Það hefir svo ömurlega litið verið gert til að koma skipulagi á þessi vegamál fyrir hesta- menn að sætir furðu, jafn- mikið og ferðast er um landið á hestum. Reiðvegsmálið verður að skipuleggja upp að nýju, það er engin umferðar- menning að ætlast til að bilar og hestar noti sama veginn, þeir eiga enga samleið, auk þess sem það býður slysahætt- unni heim. Þeir menn, sem hafa átt að koma þessu máli áfram, hafa sýnilega sofið á verðinum en það er til ráð viö þvi, fela þetta öðrum mönnum, sem liklegir væru til að gera eitthvað. Mér virðist að sáralitið fjármagn færi i svona vegi i samanburði við bilvegi, svo ekki sé talað um hraðbrautir, þetta er einn þáttur i umferðarmenningu og hann ekki sá minnsti. Það er orðið ókleift fyrir einn mann að ferðast með marga hesta vegna bilaumferðar og slysa- hættu. Það væri þvi ekki til of mikils mælzt, að vegagerðin skilaði aftur reiðvegunum til þjóðarinnar og þar með stuðl- aði að meiri umferðarmenn- in8u- SMARI J Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. • 4" slipivél i sérflokki þyngd aöeins 1.8 kg 380 watta motor • Borvélar við allra hæfi, stæröir frá 1/4" og 3/4". Kraftur og gæði sitja i f y r i r r ú m i . Aleinangraðar vélar, veita aukið öryggi. • Rafmagnsverkfæri í miklu úrvali, komið og kynnist WOLF verkfærunum. • 5", 7" og 9" slípirokkar mjög afkastamikil tæki, sem þurfa ekki jarðtengingu þar sem þeir aleinangraðir. 7 1/4" og 9 1/4" Aflmiklar hjólsagir með stóru landi, aleinangraðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.