Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 18. marz 1972. TÍMINN 7 Johnson breytir um venjur. begar Johnson var forseti Bandarikjanna varoft skýrt frá þvi, að hann hlustaði á margar sjónvarpsstöðvar samtimis. Gerði hann það til þess að geta á sem beztan hátt fylgzt með fréttum af öllu þvi helzta, sem er að gerast i heiminum hverju sinni. Johnson situr enn fyrir framan mörg sjónvarpstæki samtimis, að þvi er sagt er. Þó hefur hann breytt einu, hann er hættur að láta talið heyrast, og hækkar það ekki fyrr en svipur- inn á sjónvarpsfólkinu sýnir, að það er farið að tala um eitthvað merkilegt. Ekki ábyrgjumst við, að þessi frétt sé sönn og rétt, þótt heimsblöðin hafi látið hafa sig i að birta hana og við gerum það hér einnig. ☆ Leyndardómar freðans. 1 borginni Norilsk, þar sem áður stóðu gömul timburhús, eru allviða flákar i grennd við læki og tjarnir, þar sem yfirborð jarðvegsins hefur þiðnað. Lengi vel var það hald manna, að slikir staðir væru óhæfir til byggingaframkvæmda. En á einum slikum, i Talnakgötu, hafa nú verið reist tvö fimm hæða hús, sem verið er að flytja i. Þannig hafa húsasmiðir i Norilsk enn einu sinni skotið óbliðri náttúru freðmýranna ref fyrir rass. Þeir hafa fundið að- ferð til að frysta að nýju jarð- veg, sem þiðnað hefur, og gera hann þannig hæfan undir ný- tizkubyggingarframkvæmdir. Aðferðin til að gera jarð- veginn sifrosinn að nýju er ein- föld i aðalatriðum. Er það gert að vetrarlagi. Boraðar eru nægilega djúpar holur og siðan dælt i þær isköldu iofti meö loft- pressum. Fá að hittast Tvær litlar telpur, sex ára, sem báðar fæddust 12. nóvember 1965, önnur Ijóshærð og hin dökkhærð, hittust nýlega i fyrsta sinn. Þær eiga heima i litlu þorpi, Datteln i Ruhr i Þýzkalandi og þeim hefur til þess.ekki verið leyft að hittast. Að baki fundi þeirra liggur löng og merkileg saga, sem vakti geysilega athygli i Þýzkalandi fyrir fjórum árum. Mæðurnar höfðu fætt börn sín á fæðingar- heimili, næstum samtimis. Við sögðum frá þvi fyrir skö- mmu, þegar Pia dóttir Ingrid Bergman gifti sig. Þá höfðum við ekki fallega mynd af eigin- manninum, en hér koma þau nú bæði brosmild og ánægjuleg. ☆ Stúlkubörnin — liktust mjög mikið i upphafi, en þegar þær voru orðnar eins árs, fóru þær að breytast mjög og ekki var lengur hægt að segja, að með þeim væri allra minnsti svipur. Hin dökkhærða Karin átti ljós- hærða foreldra, og Elke, sem var björt yfir litum, átti dökka foreldra. Þá gerðist það, að móðir Karinar ákvað að rann- saka málið nokkuð nánar. Að lokum rann upp fyrir fólkinu Maðurinn heitir Joseph Uan. Giftingin fór fram i St. Thomas More kirkjunni i New York. Pia er vinsæl sjónvarpskona i Bandarikjunum. ☆ Ijós. Stúlkubörnin höfðu vixlazt á fæðingardeildinni. Báðir for- eldrarnir elskuðu að sjálfsögðu „dætur” sinar mjög, en þrátt fyrir það var sú ákvörðun tekin, að hafa skipti á telpum. Nú eru allir ánægðir með þessi skipti, þólt fyrst á eftir hafi foreldrar- nir séð eftir „dætrum” sinum. Nú fá litlu stúlkurnar að hittast, og eiga eflaust eftir að eiga margt sameiginlegt i framtið- inni. Dúkka fæöir dúkku. Nýjasta leikfangið frá Sviþjóð er dúkka, sem I stað þess að segja mamma, mamma, er sjálf mamma. Dúkkan er nefnilega svo haganlega gerð að hún getur fætt litið dúkku- barn. Bæði dúkkumamman og dúkkubarnið eru gerð úr frauð- gúmmii.og er stóra dúkkan með leg. Litlu dúkkunni er stungið þar upp i og getur svo fæðzt aftur og aftur. Litlu stúlkurnar, sem eignast svona leikföng, hljóta að skipta um híutverk, ekki siður en dúkkurnar þeirra. Þær hætta að vera mömmur þeirra, en verða þess i stað yfirsetukonur. Mikil sala er i þessu leikfangi i Sviþjóð, og er farið að framleiða það til útflutnings. Ef einhver lætur sér detta i hug, að mynd þessi sé tekin úr ein- hverju sænsku timariti, af þeirri gerð, sem seld eru undir búðar- borð, er þvi til að svara, að hún er úr einu virtasta land- kynningarriti Sviþjóðar.Sweden Now, þar sem kynnt eru sænsk menningarmál og útflutnings- varningur. ☆ Enginn prófskrekkur Nú þarf fólk i Englandi ekki lengur að hafa áhyggjur af prófunum, þvi þar i landi hefur verið fundin upp vél, sem kemur i veg fyrir, að nemendur falli saman af of mikilli tauga- spennu rétt fyrir próf. Vél þessi hefur verið reynd i London með góðum árangri. Fólk fer i „aflöppunarstofuna” fær þar meðhöndlun, og tekur svo glæsileg próf á eftir. Ef maður vill koma sér áfram i heiminum, er um að gera, að sýn- ast svo iðinn, að þegar maður er ekkert að gera, að öllum finnist maðupomissandi. — Vertu ekki svona dapur, Óskar minn. Ekki gefast upp, þaö er til svolitið sem heitir skilnaður. —Ég get ekki gert að þvi, sagði Kalli. Ég stel þvert gegn vilja minum. Einhver hafði sagt hon- um, að til væri nokkuð, sem heitir stelsýki. En dómarinn lét ekki sannfærast af þessu. —Allt i lagi, svaraði hann. —Þá skaltu lika fá að sitja inni i mán- uð, þvert gegn vilja þinum. □ Tómas gamlivarað halda upp á 99 ára afmælið sitt og nýi, ungi sóknarpresturinn var meðal gest- anna. —Þetta er mikill aldur, sagði prestur, en 100 ára gamlan mann hef ég ennþá ekki séð. —Ef þú lifir eitt ár til, þá færðu að sjá einn, sagði sá gamli. o Mestur hluU eiginmanna minnir mig á órangútan, sem er að reyna að spila a fiðlu. — Þessi hæfir yður áreiðanlega. Hann talar latinu. —Hvort það var fiskur? Já, það var svo mikill fiskur, að ég varð að fela mig á bak viö tré til að geta sett maðkinn á öngulinn. □ Tveir rykaðir karlar sátu á bekk i garðinum og voru að reyna að kveikja á eldspýtu. Það gekk illa og þeir hentu einni eftir aðra. Loks kom þá ljós á eina. —Þarna loksins var ein i lagi, hrópaði annar. —Hana skulum við geyma. DENNI DÆMALAUSI Vertu ekki svona æstur, hvernig gat hann vitað, aö þessi hattur hefði kostað svona mikið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.