Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 18. marz 1972. „Biýtur í bága við skatta- stefnu Sjálfstæðisflokksins" Þessi loftmynd sýnir svæöið, sem vegur og brýr mun liggja um á Skeiðarársandi. Næst er Ljómagnúpur, en þaöan sér austur yfir Skeiðarárjökul til Morsárdals og Skaftafells, en þar rennur Skeiðará undir hllðum. Rösklegt átak Skammt er siðan — varla nema rúmur áratugur — að langflestir landsmenn, jafnt leikir sem verklærðir, töldu allt að þvi óra að byggja brýr og leggja veg yfir Skeiðarársand og tengja þannig saman vegakerfi landsins. Og litlu lengra er siðan það var einnig talin frágansgsök að hemja undir brýr stærstu jökul- vötnin i A-Skaftafellssýslu, svo sem Jökulsá i Lóni, Hornafjarð- arfljót og Jökulsá á Breiða- merkursandi. Nú hafa brýr stað- izt á þessum vötnum allmörg ár, og reynslan afsannaö þá ken- ningu, að þessi vötn væru óbrúan- legar óhemjur. Enginn nema sá, sem búið hef- ur við þessi vötn, brúuð og óbrú- uð, eða heyrt Skaftfellinga lýsa muninum, getur gert sér i hugar- lund, hver umskipti urðu i lifi fólksins i þessum sveitum við til- komu brúnna, hvernig hérað, sem hafði verið eyjar, varð einn heim- ur. Vegargerð yfir Skeiðarársand er vafalaust eitthvert mesta átak i vegagerð, sem um getur hér á landi, og engan veginn er vist, að hin góða reynsla af brúm austar á söndum sé full trygging fyrir þvi, að þessi mannvirki standist að fullu, og menn verða að vera við þvi búnir að taka þar til hendi aft- ur og aftur, fylla i skörð og veita vötnum. En nú hefur mönnum aukizt svo sjálfstraust, að engin ástæða er til þess að láta hrak- spár neinu ráða. Sagt er, að 100 millj. kr i ríkisskuldabréfum til þessa verks hafi aö mestu selzt á tveimur dög- um og dreifst viða. Hvort tveggja er, að menn eru að gera góð sparikaup i verðtryggðum bréf- um, og þeim er i mun að leggja stein i þennan veg. Þetta er rösk- legt átak, sem beinir huganum að því, hvort ekki sé reynandi að koma fleiri stórvirkjum fram meo pvi aö ætla sér eitt slikt verk á ári hverju,og fara fram á það við þjóðina, að hún leggi til þess nokkur milljónahundruð á ári af neyzlufé sinu sem aukagetu við það, sem Alþingi ákveður til framkvæmda á fiárlögum. Frumkvæði Eysteins Eins og kunnugt er var það Eysteinn Jónsson, sem kvað upp úr með þar fyrstur manna, að við skyldum ekki lengur láta Skeiðarársand skelfa okkur, heldur hef jíverkiðmeö það mark i huga að ljúka vegi yfir hann fyrir ellefu alda byggðarafmæli lands- ins 1974. Það hæfði vel að þetta frumkvæði skyldi koma frá þess- um framsýna stjórnmálamanni og þingmanni Austfirðinga. Þjóðin tók vel undir þessa tillögu, og annar þingmaður Austurlands stakk upp á leið til sérstakrar fjáröflunar i þessu skyni. Og nú er málið að komast á framkvæmda- stig. Enginn vafi er á þvi, að það er rétt, sem Eysteinn Jónsson hefur oft bent á i hvatningarorðum fyrir þessu máli, að samtenging hring- vegarins muni beinlinis breyta landinu i augum þjóöarinnar og færa henni upp i fangið alveg ný tækifæri til þess að njóta fegurðar þess i margfalt rikara mæli. Þetta styttir ekki aðeins eða auð- veldar leiðina i Oræfin eða Horna- fjörðinn, heldur gefur mönnum færi á að skoða land sitt allt á annan og fjölþættari hátt. Gerbreytt skattamdlastefna Skattafrumvörp rikisstjórnar- innar eru orðin lög frá Álþingi Atökin um þau voru orðin löng og hörð. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á þeim i meðförum þingsins, en þó ekki stórvægileg- ar, og allar i þá átt að skýra og framfylgja betur þeirri megin- stefnu i skattamálum, sem mörk- uð er i málefnasamningi rikis- stjórnarinnar, og fólgin er i þvi að skattabyrðarnar verði lagðar eins réttlátlega á bök lands- manna og unnt er eftir burðar- þoli, og i samræmi við sjónarmið félagshyggju og jafnaðar. Að sjálfsögðu munu ýmsir agnúar koma i ljós i prófi reynslunnar á þessari gerbreyttu skattamála- stefnu, enda mun endurskoðun- inni haldið áfram næstu missiri og ár, og reynslan verða látin segja sitt orð jafnhliða tillögum sérfræðinga i þessum málum. Meginatriöið er, að snúið hefur verið við á ihaldsbrautinni, sem lögð hefur verið síðasta áratug- inn. Helztu breytingar, sem nú koma til framkvæmda, eru þessar: Nefskattar eru niður felldir og leggjast á með tekjusköttum þ.e.a.s. eftir tekjum og efnum. Gjaldabyrðin er i heild svipuð og áður, en þungi hennar færður af herðum þeirra tekjulægri á herð- ar hinna, sem hafa verulega meira en framfærslutekjur. Ihaldsþróunin siðasta áratug hef- ur verið öfug — að færa sifellt meiri skattaþunga á hina tekju- lægri. Komið var i veg fyrir fram- kvæmd þeirra skattaákvæða sem ihaldsstjórnin skellti á s.l. vor, um verulegt skattfrelsi hlutaf jár- arðs og flýtifyrningu fyrirtækja, en þessi ákvæði hefðu flutt 460 millj. kr. skattþunga af herðum hlutafjáreigenda á herðar ein- staklinga. Lagður hefur verið nýr grunnur að verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga i samræmi við framkomnar óskir þeirra, og sveitarfélögin gerð sjálfstæðari og fjár sins ráðandi, sem ekki var hægt að kalla áður. Það er þessi stefnubreyting i anda félagshyggju, sem mestu máli skiptir við þessar laga- breytingar. „Andstætt skattastefnu Sjálfstæðis- flokksins" Barátta Sjálfstæðisflokksins gegn þessum breytingum og á móti þvi, að snúið væri við af þeim ihaldsvegi, sem lagður hef- ur verið siðasta áratug, hefur veriðhatrömmag ofsafengin og að sama skapi óvönd aö meðulum. Þær blekkingar eru nú flestar’ lýðum ljósar og oltnar um sjálfar sig. Kjarna þessarar æðislegu ihaldsbaráttu má finna i eftirfar- andi orðum i greinargerð Geirs Hallgrimssonar og Magnúsar Jónssonar fyrir þeirri megintil- lögu að visa skattamálafrum- vörpunum frá: „Frumvarpið brýtur I veiga- miklum atriðum i bága við þá skattastefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn telur rétta og hefur fylgt I framkvæmd undanfarinn áratug”. Þetta er mergurinn málsins umbúðalaus, og fór vel á þvi, að Geir Hallgrimsson mælti fyrir honum i loka sennunni i efri deild. Geir er hreinskilinn maður og reynir ekki eins og ýmsir aðrir ihaldsforingjar að dulbúa stefnu sina. Hjá honum koma oft fram ómenguð ihaldsviðhorf, eins og þarna, er hann segir það hispurs- laust, að hér sé verið að snúa við af þeirri skattabraut, sem mörk- uð hafi verið undir ihaldsstjórn. Sjónarmið pen- ingameistaranna Bak við þessi orð Geirs Hall- grimssonar er lærdómsrik saga fyrir islenzku þjóðina. Þegar ihaldið var sezt að völdum með Krata við fótskör eftir 1960, hugð- ist það taka til við að hagræða þjóðfélaginu i þá fullkomnu ihaldsmynd, sem farizt hafði fyrir að koma á, vegna áhrifa félagshyggjusjónarmiða Fram- sóknarflokksins i stjórn landsins áratugina áður. íhaldsstjórnin byrjaði á þvi að færa stórfúlgu með söluskatts- kerfinu af stórtekjumönnum yfir á allan almenning. Siðan var skattalögum hagrætt i smá- áföngum helzt svo að litið bæri á, og laust eftir miðjan sjöunda ára- tuginn gerði kunnasti hagfræð- ingur Sjálfstæðisflokksins nokkra úttekt á þvi, hvernig miðað hefði i áttina til thalds-lslands. Staða hlutafjárins hefur smátt og smátt verið bætt sagði hann, og taldi siðan ýmsa aðra merka áfanga. Loks var það á vordögum 1970, sem sú kóróna var sett upp, að leiða i lög verulegt skattfrelsi peningaarðs i hlutafélögum, svo að eftir það gæti fjölskylda, sem átti sæmilegt heimilishlutafélag, haft allt að hundrað þúsundum alveg skattfrjálst af arðinum. Jafnframt var lögleidd svonefnd flýtifyrning i fyrirtækjum. Með þessu var stórum áfanga i sókna peningameistaranna i Sjálf- stæðisflokknum náð, og risu nú fjöll íhalds-tslands úr sæ fögur i augum þeirra. Sólnes peninga- meistari á Akureyri lýsti land- sýninni fagurlega rétt fyrir kosningarnar, og var draumsýnin þessi: „Við skulum gera tsland að alþjóðlegri peningamiðstöð” þar sem hægt væri að „geyma stórfé á leynireikningum”. Fyrir þessa lýsingu gaf Magnús Jóns- son, þáverandi fjármálaráðherra Sólnes einkunina: „Hinn marg- reyndi striðsmaður Sjálfstæðis- flokksins”. Það fór ekki á milli mála, hvert stefnt var. Það sætir þvi raunar engum undrum, þótt ihaldið umturnist nú, þegar aftur er tekin stefna á félagshyggjumið og draumspegill peningamanna brotinn. Bæjarfélögin leyst úr ánauð Eins og kunnugt er hafa bæjar- félög landsins á undanförnum ár- um verið hneppt i æ meiri ánauð, og i sumum málum verið eins og nýlendur rikisvaldsins og Al- þingis. Þau urðu að greiða lög- gæzlukostnaðinn, og réðu engu í framkvæmd. Þau urðu að greiða til trygginga eins og rikisvaicno ákvað. Æ meiri hluti tekna þeirra fór i þessi rikisskipuðu gjöld, og þau urðu i raun og veru varla f jár 'sins ráðandi. Hvað eftir annað leysti rikisvaldið sina hnúta á kostnað sveitarfélaga, eins og þegar tekinn var af þeim rétt- mætur hluti af hækkun sölu- skattsins. Nú er grundvöllur lagður að hreinni verkskiptingu sveitar- félaga og rikis. Þar er þó aðeins um byrjun að ræða, og á næstu árum verður þessi braut mörkuð betur. Að visu getur komið fyrir, að þessi tekjuöflunarskipting sé sveitarfélögum misjafnlega hag- stæð. Það er eðlilegt, þvi að sveitarfélögin eru ólik og misstór með mjög mismunandi þarfir, en á næstu árum má vinna að lag- færingu á þessu i samræmi við meginstefnuna. Þá má ekki gleyma þvi, að með þessum lagabreytingum hefur verið lagður raunhæfur grunnur að þvi að hefja staðgreiðslu skatta, en það er öllum, ekki sizt sveitarfélögum hagsmunamál. Um þetta mál hefur verið talað i mörg ár, en fyrrverandi rikis- stjórn reyndist ófær um að stiga nokkurt jákvætt skref i þá átt. „Fortíð mín i osku Þótt barátta Alþýðuflokksins gegn skattabreytingum hafi ekki verið alveg eins lik fjörbrotum og atgangur ájálfstæðismanna, hlýt- ur afstaða hans, og þá fyrst og fremst viðbrögð formanns, hans, Gylfa Þ. Gislasonar, að valda mikilli furðu landsfólksins. Þegar Alþýðuflokkurinn kom lemstraður út úr stjórnarsam- starfinu, sáust þess nokkur merki fyrst i haust, undir forystu Bene- dikts varaformanns, að hann reyndi að hverfa með gætni og hægð til vinnandi vega og leiðar, sem betur hæfði jafnaðarstefnu. En þegar Gylfi kom af námskeið- inu i Höfn sást, að hann hafði engu gleymt og ekkert lært. Siðan ekur Gylfi sina leið, slöngvar firr- um sinum og yfirboðum framan i þingmenn og þjóðina dag hvern og krefst þess að vera enn meira ihald en Geir og Jóhann, en krataþingmenn horfa gneyptir i gnaupir sér og vita varla, hvað þeir eiga af sér að gera. Tómas Karlsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins lýsti þessari tilveru Gylfa hnyttilega i ræðu, sem hann hélt i neðri deild Alþingis við 2. umræðu frumv. um tekjustofna sveitarfélaga á dögunum, er hann svaraði for- manni Alþýðuflokksins nokkrum orðum. Hann lýsti þvi, hverjum stakkaskiptum Gylfi hefði tekið siðan hann hvarf úr landsstjórn og komst i stjórnarandstöðu. Hann léti nú og talaði eins og hann ætti sér enga fortið, t.d. i framkvæmd skattamála og um ákvörðun skattvisitölu og krefðist þess nú, að skattvisitalan sé hækkuð þre- falt meira en hækkun fram- færsluvisitölu varð á s.l. ári, þrátt fyrir þá staðreynd, að á árunum 1966-1971, þegar hann var i stjórn, vantaði þriðjung á, að skattvisi- tala væri hækkuð til jafns við framfærsluvisitölu, og við það þyngdist skattabyrðin á nauð- þurftartekjum ár frá ári. TOmas Karlsson minnti Gylla á, að Kató hinn gamli endaði ræð- ur sinar jafnan á þvi að segja: „Auk þess legg ég til, að Karþa- góborg verði lög i eyði”. Nú færi vel á þvi, að Gylfi festi sér þá hefð i ræðusnilli eftir endurhæfinguna i Kaupmannahöfn, svo ljóðelskur maður sem hann væri, að vitna til Nóbelsskáldsins og byrja allar ræður sinar á þessari ljóðlinu úr kvæði Nóbelsskáldsins: Héðan I frá er fortíð min i ösku” Mundi það jafnan verða i góðu samræmi við framhald ræðunnar, hvaða þjóðmál, sem rætt væri, þvi að hann mundi tala eins og hann ætti enga fortið. Gæti hann siðan end- að hverja ræðu með þvi að breyta ljóðlinu skáldsins ofurlitið og segja: „Framtið min er vinstri stjórnar blóð”,þvi að ekkert virt- ist honum hugleiknara en fella þá stjórn, sem hefði fest kjarna jafn- aðarstefnunnar i málefnasamn- ingi sinum. — AK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.