Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 20
Horft fram til fermingar AAalbjörg Jónasdóttir Lilja Gunnarsdóttir ☆☆☆ (Tímamyndir GE) —Ég var ákveöin i að fermast, sagði Aðalbjörg Jónasdóttir, sem eins og bróðir hennar fermist i Kópavogskirkju á Pálmasunnu- dag 26. marz. —Þetta er nú siður. Annars tek ég þetta kannski ekki mjög alvarlega, og eins held ég sé með fleiri krakka Við vitum sennilega ekki að allir trúi á sinn hátt. —Mér finnst ég ekkert vera að verða fullorðin við ferminguna. —-Nei, nei. Mér finnst ég vera alveg nógu gömul til að fermast. Ég er búin að vera nokkur ár i bekk með krökkum, sem eru einu ári eldri en ég, og er farin að venjast þvi að vera. Ég held það muni ekki um 1-2 ár hvað það snertir að við verðum færari um að taka þessu ákvörðun. —Mér finnast fermingarveizlur ágætar, sagði Aðalbjörg enn- fremur, — þær gera ferminguna eftirminnilegri, og eins og bróðir hennar vill hún stilla fermingar- gjöfum i hóf. Lilja Gunnarsdóttir fermist i Neskirkju 19. marz hjá sr. Jóni Thorarensen. —-Já, ég hef hugsað svolitið um ferminguna, og ég hlakka til fermingardagsins, sagði Lilja. —Ég var ákveðin i að fermast. Ég veit ekki af hverju, sennilega af þvi að allir hinir gera það. Þó held ég að flest fermingarbörn geri sér ljóst, að þau eru að játa •oooooooooooooooooooooooo# SKIÐA- SKIÐA- meira úrval SPORTVAL h...... Hlemmtorgi — Sími 14390 000000000003)00000000000®' Nú eru fermingar að hefjast i kirkjum landsins. Ýmsir deila á óhóflegar fermingarveizlur og jafnvel athöfnina sjálfa meðal þjóðar, sem þeir telja trúlitla. Þá er og rætt um að börnin fermist of ung, þau hafi yfirleitt ekki þroska til að taka ákvörðun um að staö- festast til kristinnar trúar 13 ára gömul. Þrátt fyrir gangrýni á ferminguna er það svo, að mikill meirihluta barna kýs að fermast. Við ræddum við nokkur börn, sem fermast i vor, og reyndust hug- myndir þeirra um ferminguna já- kvæðar. Þau voru á móti óhóf- legri eyðslu i sambandi við þennan atburð i lifi þeirra. cg höfðu hugsaö um aó þau væru að játast tíl kristinnar trúar fyrir alvöru. Sum töldu þó rétt, að unglingar fermdust eldri en nú tiðkast. Hrafnhildur Sveinsdóttir ferm- ist i Háteigskirkju hjá sera Jóni Þorvarðarsyni 9. april. —Mér minnst svolitið skritin tilhugsun að eiga að fara að ferm- ast, sagði Hrafnhildur. —En ég var ákveðin i að láta ferma mig. —Ég hef hugsað um ferminguna, og með henni finnst mér ég vera að staðfesta það loforð, sem pabbi og mamma gáfu þegar ég var skirð. ---Jú, ég hefði gjarnan viljað fermast 1-2 árum seinna, þegar ég væri orðin þroskaðri og færari um að taka svo mikilvæga ák- vörðun, sem i fermingunni felst. —Mér finnst að fermingar- veizlur eigi fullan rétt á sér. Með þeim er verið að halda upp á það skref, sem við fermingarbörnin erum nú að stiga i átt til full- orðinsáranna. Kristján Jónasson, sem verður ásamt systur sinni i hópi fyrstu fermingarbarna sr. Arna Páls- sonar i Kópavogskirkju, sagðist hafa hugsað um ferminguna, af hverju hún væri, hvernig hún gengi fyrir sig og um fermingar- veizluna og gjafirnar. —Ég læt ferma mig af þvi að allir gera þaö, sagöi hann, — og ég var aiveg ákveöinn i þvi. —Ég geri mér grein fyrir, að með fermingunni er ég að játa kristna trú, ég held að krakkar yfirleitt geri sér það ljóst, þótt sumir fermist eflaust eingöngu af þvi að allir gera þaö og séu jafn- vel trúlausir. En ég held að þaö sé þó sjaldgæf. —Mér finnst ágætt aö hafa fermingarveizlur og fermingar- gjafir, en mér finnst ekki að eigi að eyöa stórfé i slikt. —Nei, mér finnst fermingin ekki vera neitt stökk i átt til full- orðinsáranna. —Ég held að fermingarbörn yfirleitt séu ekki nógu þroskuð til að stiga þetta mikilvæga skref, mér finnst að börn ættu að ferm- ast heldur eldri en nú er. kristna trú og sé alvara með það. —Mér finnst allt i lagi með ferming&raldurinn eins og hann er nú, annars hef ég litið hugsað um, hvort við ættum heldur að vera eldri. —Mér finnst ég ekki vera að verða fullorðin, þótt ég sé að fermast. —Jú, það verður fermingar- veizla, þegar ég fermist. Mér finnst að fólk geti haft það eins og þaö vill með fermingarveizlur og fermingargjafir.Fólk, sem ég þekki, gefur ekki mjög dýrar fermingargjafir, mér finnst vit- leysa að eyöa mjög miklu i þær. —Jú, ég veit um krakka, sem fá að fara i ferðalag i sumar i stað- inn fyrir að haldin sé fermingar- veizla. Það held ég geti verið skemmtilegt. Loks náðum viö tali af Erlendi Magnússyni, sem fermist hjá sr. ólafi Skúlasyni i Bústaðakirkju. —Það er svo margt, sem ég hef hugsaö i sambandi við ferm- inguna og það er óneitanlega spenningur i mér. Ég var ák- veðinn i að fermast og ég hlakka til. Mér finnst að unglingar eigi að fermast á þessum aldri. Ég held að flest öll fermingarbörnin séu trúuð, áreiðanlega mikill meiri- hluti, þótt verið geti, að einn og einn hugsi litið um þau mál. Sum fermingarbörn koma ekki i kirkju að jafnaði, þótt við séum hvött til þess. Mér finnst það ekki rétt, við höfum gott af þvi og það er fróðlegt fyrir okkur. —Jú, ég vild; iiaía fermingar- VSizíu. Mér finnst tilvalið að nota tilefnið og hitta kunningja- fólkið, efþað hittist aldrei, kynn ist maður ekki vinum og ættingj- um fjölskyldunnar. —Það er áreiðanlega mjög mis- jafnt hve miklu fólk eyðir i ferm- ingargjafir. Mér finnst þær eiga rétt á sér, en eigi ekki að vera of dýrar. Annað hvort ættu margir að taka sig saman og gefa stóra gjöf, eða fólk ætti að gefa bara eitthvað smávegis. SJ Hrafnhildur Sveinsdóttir Kristján Jónasson Erlendur Magnússon. jakkar SKÍÐA- buxur SKÍÐA- skór Aldrei Póstsendum hanzkar SKÍDA- gleraugu SKÍÐA- stafír f... — Sunnudagur 18. marz 1972. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.