Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.03.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. marz 1972. TÍMINN 15 Allir fá sér morgunverö um borð I þotunni áður en Stein Kristiansen stigur um borð. Á hraðgerð yfir Atlantshafið i þotu frá Flugfélagi tslands áleiðis til Glasgow, og þaðan til hinnar margumtöluðu og umdeildu Kaupmannahafnar. Lagt af stað i rútu frá Reykavik klukkan sjö að morgni út á Kefla- vikurflugvöll. Flestir grút- syfjaðir, enda sumir búnir að sofa litið um nóttina og aðrir bara alls ekki neitt, og enginn átti von á popphljómleikum, en tóku eftir þvi að jörð var alhvit, einsdæmi á þessum marzmorgni. Axel Thoshernsson að segja erlendar fréttir i útvarpinu og svo tónlist, en Led Zeppelin, Deep Purple og Stein samt sem áður hafðir útundan eins og fyrri daginn, en ,,sá hlær bezt sem siðast hlær”, segir máltækið. Allt gekk samkvæmt áætlun hjá Flugfélaginu, og brátt hafði þotan rennt sér eftir vellinum og tóku stefnu upp fyrir þá fáu skýhnoðra Á POPPHLJÓMLEIKUM í ÞOTU FÍ sem voru til staðar uppi i loftinu. Kalt vetrarloftið fyrir utan, en hlýtt og þægilegt inni og allir i góðu „formi”, ungir sem aldnir, sköllóttir sem siðhærðir. Ekki gafst timi til þess að halla sér, þvi að brátt var borinn fram ljúffengur morgúnverður, flesk o g annað sem fór vel milli tanna, Þær eiga meðal annars annars heiðurinn af þvi að Stein Kristiansen hafði það gott á leiðinni tij Hafnar. Frá vinstri: Vigdis Páldóttir og Guðrún Erlendsdóttir, flugfreyjur hjá Flugfélagi Islands. niður i háls og alla leið niður i maga,og svo var ekki fráleitt að fá sér bjór á eftir, kaldan og feeskan. — Og enn átti enginn von á popphljómleikum, ekki einu sinni ég, þótt ég væri á leiðinni til Hafnar. Stein var ekki kominn enn — og það var ekki sérlega mikið um ský yfir Atlantshafi, svo að oft sá maður bláan lit þess. Veður var stillt, og manni gat al- veg eins fundizt, að maður sæti i stofunni heima hjá sér. Þotan haggaðist ekki, til mikillar ham- ingju fyrir þá flughræddu. Lik- lega hefur þó enginn slikur verið með i þessari ferð, þvi hver getur verið hræddur, þegar hann flýgur i þotu frá Flugfélagi Islands. Eftir tveggja tima ánægju- lega dvöl um borð i þessu undursamlega loftskipi, var okkur farþegunum sagt að spenna öryggisbeltin á nýjan leik, við nálguðumst Glasgow - borg óðfluga. Hann var talsvert hvass á Skot- landi, en það kom ekki að sök — og brátt renndi þotan sér örugg eftir flugbrautinni. Hins vegar var, þrátt fyrir hvassviðrið, blá móða fyrir borginni:, Hagvöztur kóngur sá um að svo væri. En á grasflötunum meðfram flug brautinni var gnótt af grænu grasi, þó ekki svo mikið að hægt væri að fara að heyja. — Arnar- hóllinn er lika orðinn grænn, hugsaði ég á leið i flugstöðvar- bygginguna, þar sem Brezka flugfélagið var allsráðandi. Hvað sem þeim völdum leið, þá var okkur farþegum Flugfélags Islands ekki til setunnar boðið, og eftir 20 minútna stanz vorum við aftur komnir upp i þægilega þotuna. Hreyflar ræstir og þotan sveif örugglega upp i loftið á nýjan leik, og nú var Stein Kristiansen með. Minna mátti nú heyra. I fyrstu hélt ég næstum þvi, að um popphljómsveit af meðalstærð væri að ræða þarna fyrir aftan mig, en þegar ég leit við, vá var það bara hann Stein, sem ekki var þó vel gott að greina, þar er annað er ekki hægt að segja, en hann hafi verið á talsvert miklu iði. Fyrir meðal- mann hlýtur það að vera mikil áreynsla aðspila eins og um heila popphljómsveit væri að ræða, án þess að hafa önnur hljóðfæri en þau sem maður fær i vöggugjöf — ókeypis frá náttúrunni, en Stein tók hvert Deep Purple—lagið á fætur öðru eins og ekkert væri. Þá tóku Led Zeppelin við, en ekki voru þeir búnir að vera leingi á dagskrá, þegar Stein tók sér hvild, ekki sökum þreytu, heldur vegna þess, að nú var gómsætur miðdegisverður fram borinn, og Stein vildi ekki frekar en aðrir farþegar, missa af honum. Hann tók rösklega til matar sins, og á meðan fengum við að smella af honum einni mynd, og eignuðumst þar með ef til vill fyrstu myndina, sem tekin er af Stein Kristansen poppstjörnu. begar Stein hafði snætt, gat ég ekki lengur setið með auðan Hlé á bljómlcikahaldi. — Stein fær sér miðdegisverð. pappir og fór þess á leit við hann að ég fengi stutt viðtal. Liklega hefur hann verið djúpt sokkinn við tónsmiðar eða eitthvað slikt eftir magafyllina, þvi að það leið góður timi þar til hann leit upp og virti vandlega fyrir sér lopa- peysuna mina. Jú, hann sagðist heita Stein Kristiansen, fimm ára frá Þránd- heimi i Noregi, og væri nú á leið þangað með móður sinni, sem sat við hliðina á honum með litla systur hans i fanginu. En nú var ekki til setunnar boðið, lónlistin ólgaði innra með honum, og brátt var tónlistarflutningurinn aftur kominn i fullan gang. Við fengum þó að taka nokkrar fleiri myndir af popphetjunni ungu, sem án þess að blikna hélt hljómleik- unum i fullum gangi unz við lentum i móðu á Kastrup—flug- velli. Þar veittist mér sá heiður að fá að kveðja Stein Kristian sen, og skildi þar með leiðir okkar. -- Ef við ættum einn svona, þyrftum við ekki að kvarta, hugsaði ég, en gladdist við tilhugsunina um það, hvað Náttúra væri orðin góð, þegar ég skálmaði hina löngu leið inn i flugstöðvarbygginguna, eftir góða ferð Reykjavik — Kaup mannahöfn með Flugfélagi Islands. —EB Svona er að vera frægur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.