Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.03.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. marz 1972. TÍMINN 17 Leeds gerði út ■ r ■ 0 ■ ji ui yiii luimnn i iji hálfleik gegn Arsenal - en Manch. City lét sér nægja jafntefli í Newcastle 0-0 Það lcit sannarlega ekki vel út fyrir Arsenal i hálfleik i Ieiknum gegn I.eeds i 1. deildinni ensku á laugardaginn þvi að liðið var komið þrem mörkum undir. En siðari hálfleikur var markalaus, og endaði leikurinn þvi :i-0, Allan Clarke 11. min., Mick Jones 24. min. og Peter I.orimer 45. min., skoruðu mörk Leeds. Charlie Gcorge og Alan Iiall áttu báðir skot, sem lentu i slá og stöng Leeds-marksins. Þá eru það úrslitin á laugardag: 1. deild: Chelsea-West Ham 3-1 Everton-Wolves 2-2 Leeds-Arsenal 3-0 Leicester-Ipswich 1-0 Man.Utd-C.Palace 4-0 Newcastle-Man.City 0-0 Nottm.For.-Coventry 4-0 Southampton-Liverpool 0-1 Stoke-Derby 1-1 Tottehh.-Sheff.Utd 2-0 WBA-Huddersfield 1-1 Helztu úrslit önnur: 2. deild: Birmingham-Luton 1-0 Millwall-Oxford 2-0 Norwich-Blackpool 5-1 Preston-QPR 1-1 Swindon-Sunderland 1-1 3. deild: Brighton-Aston Villa 2-1 Rochdale-Bournemouth 1-1 Shrewsbury-Notts C. 1-1 1. deild, Skotland: Aberdeen-Motherwell 4-1 Falkirk-Celtic 0-1 Rangers-Morton 1-2 IAN STOREY-MOORE, Mansh.Utd., hefur skorað mark i tveimur fyrstu leikjum sinum með United. Mesti áhorfendaf jöldinn á laugardag mætti á St. James’ Park, Newcastle, til að sjá heimaliðið gegn toppliðinu Manchester City, en flestir urðu fyrir vonbrigðum, þó aðallega með framlinu City-liðsins, en i henni eru engir smákarlar, eins og vitað er. City bjargaði þrisvar á linu, en Newcastle einu sinni. Derby verðskuldaði jafntefli gegn Stoke. Greenhoff skoraði fyrsta markið úr vitaspyrnu á 48. min. fyrir Stoke, eftir að Colin Todd hafði brugðið Henry Burrows innan vitateigs. Alan Durban jafnaði fyrir Derby fjórum min. siðar, úr aukaspyrnu utan vitateigs. Fyrri hálfleikur i leik Southampton og Liverpool var frekar þófkenndur, en Dýr- lingarnir áttu þó hættulegri tæki- færi. Eftir að John Toshack hafði hent sér á knöttinn og skallað hann fallega i netið þegar sjö min utur voru liðnar af siðari hálfleik, tók Liverpool leikinn i sinar hendur, og þetta eina mark dugði þeim til sigurs. Utlitiö er nú oröiö heldur svart hjá Dýrlingunum þvi að úr siðustu tiu leikjum hafa þeir aðeins hlotið þrjú stig, og fyrirliði þeirra, Terry Paine, hefur tvisv- ar verið rekinn af leikvelli. Manchester United vann sinn stærsta sigur i langan tima — 4-0 gegn Crystal Palace. Mörk Unit- ed skoruðu Alan Gowling, eftir sendingu frá Ian Moore, Bobby Charlton, Ian Moore og Denis Law. Mel Blyth, einn bezti leik- maður Palace, var borinn út af þegar 12 min. voru eftir. Nottingham Forest vann aftur á móti sinn stærsta sigur á leik- timabilinu — gegn Coventry 4-0. Tommy Gemmel, Duncan McKenzie og Paul Richardson 2, skoruðu mörkin fyrir Forest. Peter Osgood, John Boyle og John Hollins skoruðu mörk Chel- sea i sigrinum y-fir West Ham, en Clyde Best eina mark West Ham á siðustu min. leiksins. 45 þúsund áhorfendur sáu leikinn. Martin Chivers og Alan Gilzean skoruðu fyrir Tottenham á 16. og 26. min. gegn Sheff. Utd. Alan Woodward, Sheff.Utd., átti gott skot þegar 5 min. voru eftir en það fór rétt framhjá. Everton og Wolves skildu jöfn á Goodison Park, 2-2. Ken Hibbitt skoraði bæði mörk Ulfanna, en Mick Lyons og fyrirliðinn, Ho- ward Kendall, mörk Everton. Everton tefldi fram 18 ára ung- lingi, Mike Buckley, sem hefur staðið sig mjög vel með varaliði félagsins og einnig leikið með einska unglingalandsliðinu. Annar 18 ára, Dave Tomlin, var mjög i sviðsljósinu eftir að hafa skorað sigurmark Leicester gegn Ipswich i sinum fyrsta leik með aðalliðinu. A Skotlandi tapaði Rangers mjög óvænt heima gegn Morton, 1-2. Þess skal þó getið, að margir beztu leikmenn Rangers voru hvildir fyrir bikarleik, sem leik- inn var i gærkvöldi. Celtic hefur þriggja stiga forskot, með 49 stig, Aberdeen með 46 og Rangers með 29. 1 1. deildinni ens <erMan.City meö 50 stig, næ kemur Derby með 47, þá Leeds með 46 og Liver- pool 44. t 2. deild er Norwich með betra markahlutfall en Millwall, en liöin eru bæði með 46 stig. Næstu liðeru Birmingham með 41 stig og Sunderland með 40 stig. 1 3. deild er Aston Villa með 51 stig, Bournemouth með 50 stig, Brigh- ton með 47 og Notts County 45. — kb — Valsstúlkurnar óstöðvandi! J.Herm.—Reykjavik. — Valur varð islandsmeistari i 1. deild kvenna i handknattleik s.l. laugardag, en þá sigruðu Valsstúlkurnar aðalkeppinaut sinn, Fram, með 13 mörkum gegn 10. Enda þótt Valur eigi eftir að leika einnleikimótinu, hefur hann engin áhrif á úrslit mótsins, og segir það sina sögu um yfirburði Vals. Á laugardaginn léku einnig Vikingur og Breiðablik i 1. deild kvenna, og sigraði Breiðablik með tveggja marka mun, 6:4. Hins vegar varð ekkert af leik Ár- manns og Njarðvikur, þar sem Njarðvikurstúlkurnar mættu ekki Valur — Fram 13:10. Fram tók forustu i leiknum um miðjan fyrri hálfleik, og var það i eina skiptið i leiknum, sem Fram hafði forustu. Björg Jónsdóttir jafnaði fyrir Val — og Sigrún Guðmundsdóttir bætti siðan þremur mörkum við. En Helga lagaði stöðuna fyrir Fram, og stóðu leikar 4:2 i hálfleik. t siðari hálfleik hélzt sami markamunur yfirleitt. Þó tókst Framstúlkunum að minnka bilið niður i eitt mark. Var greinilegt, að Valsstúlkurnar voru ákveðn- ari. Á töflunni mátti sjá tölurnar 8:6, 8:7 og 9:7. Virtist sigur Vals aldrei vera i neinni verulegri hættu, þó svo að liðið hafi oft leik- ið betur. Fram-liðið var einnig langt frá sinu bezta. Sigur Vals i þessu íslandsmóti kemur engum á óvart. Valsstúlk- urnar hafa sýnt það nú i ár, eins og á mörgum undanförnum ár- um, að Valur hefur ávalit góðum kvennaliðum á að skipa, og virðist sem Valur leggi félaga mest áherzlu á kvennaflokkana, enda lætur árangurinn ekki á sér standa. 1 þessum úrslitaleik gegn Fram var liðið mjög samstillt og erfitt að gera upp á milli ein- Eftir sigur gegn Fram, 13:10, eru Valsstúlk- urnar orðnar íslandsmeistarar 1972, enda þótt einum leik sé ólokið! stakra stúlkna. Sigrún skoraði langflest mörk, 5, en Elin, Björg J., Rangheiður og Björg G. allar 2 hver. Eins og fyrr segir, var Fram-liðið lakara en oft áður. Arnfriður, Helga og Oddný voru þær einu, sem stóðu Upp úr meðalmennskunni. Helga og Arn- friður skoruðu 4 mörk hvor. Og Oddný og Bjarney 1 hvor. Brciðahlik — Víkingur G:4. Þetta var fremur slakur leikur af beggja hálfu — og sennilega þekkja iiðin leikaðferðir hvors annars of vel, þvi að sami þjálfar- inn tók forustu snemma i leiknum og hélt henni til leiksloka, en lokatölur urðu 6:4. Breiðabloksliðið hefur sótt sig til muna og virðist vaxa með hverjum leik. Sem fyrr er Alda allt i öllu hjá liðinu, stjórnar spili i sókn og vörn og sér um að skora mörkin. Vikings-liðið er enn i fallhættu, en á eftir að leika gegn botnliðinu, Njarðvik, og sker sá leikur úr um það, hvort liðið fellur i 2. deild. Staðan i 1. deild kvenna er nú þessi: Valur 9 9 0 0 118: 72 18 Fram 9 7 0 2 103 :77 14 Ár'm. 9 5 0 4 81 : 59 10 Breiðab. 9 3 1 5 64 :82 7 Vik. 8 1 0 7 47 :70 2 Njarðv. 8 0 1 7 42 :95 1 Þetta er mynd af islandsmeisturum Vals i kvennaflokki 1971, en flestar af stúlkunum urðu íslandsmeistar- ar með Val aftur nú: Aftari röð f.v.: Hildur Sigurðardóttir, Elín Kristinsdóttir, Svala Sigtryggsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Bergljót Daviðsdóttir, Björg Jónsdóttir, þjálfarinn Stefán Sandholt, Sigrún Guðmunds- dóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir, Ragnheiður Bl. Lárus- dóttir, Björg Guðmundsdóttir, fyrirliði, og Sigurjóna Sigurðardóttir. Framri röð: Oddgerður Oddgeirsdóttir, Guðbjörg Arnadóttir og Sigurbjörg Pétursdóttir. Steiner flaug 158 metra Planica, 26. marz (ntb-upi). Svisslendingurinn Walter Steiner varð heimsmeistari i „skiðaflugi” en fyrsta opin- bera heimsmeistarakeppnin i þeirri grein var háö uny helg- ina. Steiner hal'ði yfirburði, hlaut 30 stigum meira en næsti maður, stökk 155 og 158 metra og hlaut 427,5 stig. Næsti mað- ur varð Heinz Wossipivo, A- Þýzkalandi, hlaut 395,0 stig (146-142), og þriðji Jiri Raska, Tékkóslóvakiu 379,0 stig (144- 130). Ahorfendur voru um 60 þúsund siðari dag keppninnar, og þá var fagurt veður til að byrja með, en það versnaði er á leið. Japaninn Konno varð aöeins i 18. sæti i þessari keppni. Mörk varð meistari Norsku og finnsku skiða- meistaramótin voru háð um helgina. Ingolf Mörk varð norskur meistari i stökki með 227.1 stig, stökk 73,5 og 75 m. Næstur varð Björn Wirkola, hin gamla, góða kempa, hlaut 224.2 stig. Lars Grini varð þriðji með 223,2 st. Ólympiumeistarinn Pal Tyldum sigraði i 50 km göngu á 2:59,19 klst., en annar varð Magne Myrmo á 3:00,24 klst. Á finnska mótinu sigraði Osmo Karjalainen i 15 km á 48,37 min. og Mæntyranta i 50 km á 2:35,50 klst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.