Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 30. marz 1972. Mjólkurdreifingar Nokkuð hefur veriö rætt aö undanförnu um dreifingu mjóikur á þéttbýlissvæðinu, þar sem dreifingarkerfið er I höndum Mjólkursamsölunnar. Tillögur hafa verið uppi um það, að gefa dreifingu mjólkur alveg frjálsa að uppfylltum settum skilyrðum. t þvi sam- bandi verða neytendur að hafa i huga, að sú aukna þjónusta, sem við það fengist i þessum efnum gæti orðiö dýru verði keypt. Enginn vafi er á þvf, að dreifingarkostnaður myndi stóraukast og þann kostnað myndu dreifingaraðilarnir sækja i vasa almennings. Við athugun þessara mála kemur i ljós, að einkaaðilar hafa tiú dreifingu mjólkur i verulegum mæii i sinum hönd- um. Á sölusvæði Mjólkursam- sölunnar hefur Mjólkursam- salan 75 útsölustaði á sinum vegum en útsölustaðir ann- arra aðila á þessu svæði eru samtals 84. Mjóikursamsalan hefur jafnan lagt rika áherzlu á að halda dreifingarkostnaði mjólkurvara niðrL.Þar er um sameiginiega hagsmuni bænda og neytenda að ræða. Þegar skerfur bænda af inn- komnu andvirði mjólkur hefur inágrannalöndum okkar verið 40-50%, að undanförnu, greiddi Mjólkursamsalan framleiðendum t.d. fyrir árið 1970, 72.06% af andvirði mjólkur og m jólkurvara. Þetta þýðir að hér er vinnslu og dreifingarkostnaður aðeins rúmlega 27% en allt að 50% i nágrannalöndunum. Af þessu sést að starfsemi Mjólkur- samsölunnar hefur óneitan- lega stuðlað að þvi að halda mjólkurverðinu niðri hér á landi. Mjólkursamsalan leggur áherzlu á, að allar vöruteg- undir Mjólkursamsölunnar séu hafðar á boðstóium f öllum mjólkurútsölum allan daginn. Skv. athugun sem gerð hefur verið virðist sem mikil brögð séu að þvi, að megin- áherzla sé lögð á sölu mjólkur einnar hjá þeim einkaaðilum, sem nú annast dreifingu á söluvörum Mjólkursamsöl- unnar, en ýmsar aðrar vörur verði útundan. Þetta kemur fram I samanburði á sölu- magni einstakra mjóikurvara I sölubúðum Mjóikursamsöl- unnar annars vegar og einka- aðila hins vegar. Þetta ber að hafa i huga Meirihlutinn af búðum Samsölunnar eru við hlið mat- vöruverzlunar og ef hann fengi mjólk væri vissulega óþarft að báðir aðilar hefðu hana til siilu. t þessu sambandi má minna á, að eitt sinn ætluðu kaup- menn að stöðva sölu á smjöri og annaðskiptiðá kartöflum. t bæði skiptin til að knýja fram hækkun á sölulaunum. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins benti þá að, að Mjólkursam- salan gæti tekið að sér söluna á þessum vörum og varð þá ekkert úr sölustöðvuninni. Fjármagn bundið I sölubúð- um Samsölunnar er nd 11.5 iiiillj. kr. Ef útsölustöðum fjölgaði mikið yrði Samsalan að fjölga bilum sinum við út- keyrslu verulega og fjölga bil- stjórum. Nýjustu búðir sam- sölunnar kosta 1.4 millj. Nýr blll, sérstaklega útbúinn fyrir mjólkurflutninga kostar 1.2 millj. öll þessi atriði verða neyt- endur að hafa f huga, þegar þessi mál eru skoðuð af hlut- lægni. Það er sjáifsagt að hafa þessi mál i sifelldri endur- skoöun með það l'yrir augum að auka þjónustuna við neyt- Eiga bændur að reka gistihús í Reykjavík? Hér kemur bréf, þar sem hressilega eru lögð orð i belg i miklu deilumáli um rekstur Bændahallarinnar: „Kæri landfari. Sunnudaginn 12. marz ræðir rit- stjóri Timans um stækkun Bændahallarinnar, i þættinum um menn og málefni. Ég undir- ritaður er einn þeirra, sem ekki hafa hingað til komið auga á gildar ástæður til þess að stéttar- samtök okkar bænda sinni frekar hótelrekstri i höfuðborginni en ýmsum aðkallandi stéttarmál- efnum, sem nú virðast frekar látin sitja á hakanum. En röksemdir ritstjórans eiga sjálfsagt að kveða slikan kot- karlahugsunarhátt niöur i eitt skipti fyrir öll. Orðrétt segir hann, — ,,— Það er engin nýlunda, að bændur séu gestgjafar. tslenzk bændaheimili voru svo að segja einu gistihús landsins i niu aldir. — Þvi skyldu bændur ekki halda þvi starfi áfram með skipan nýrrar aldar? ___»i Þar höfum við það. Sjáanlega telur ritstjórinn,ao bændum beri enn að sinna þessum fornu skyld- um. Sjálfsagt er það misminni hjá mér, að Timinn hafi stundum verið að skrifa um aukna sérhæf- ingu i þjóðfélaginu. En svona röksemdir leiða hug- anna að fleiru. t niu aldir voru bændur svo til einu útvegsmenn á landinu. Nú hef ég heyrt að enn sé óráðstafað einhverju af skut- togurum þeim, sem Islendingar eiga i smiðum erlendis. Vilji ritstjórinn vera sjálfum sér samkvæmur hlýtur hann að vera fylgjandi þvi, að Búnaðarfé- lag tslands tryggi sér strax kaup á þessum skipum og hefji siðan útgerð — „með skipan nýrrar aldar", til þess að bjarga sóma bændastéttarinnar. Kannski sér maður grein um það i næsta blaði. Með beztu kveðjum, Skálpastöðum 23. marz 1972 Þorsteinn Þorsteinsson,, Fyrirspurn til Barnaverndarnefndar Og hér er annað stutt bréf um annað mál, starf barnaverndar- nefndar I Reykjavik: „Kæri Landfari. Ég er svo yfir mig hissa á ýmsu, sem ég hef heyrt um barnaverndarnefnd Reykjavikur, og þess vegna ætla ég að spyrja, hvort útlendingar starfi eða hafi starfað hjá nefndinni, og hafi verið sendir inn á islenzk heimili til eftirlits fyrir hana og til að gefa álit sitt um það, hver eigi að hafa forræði fyrir islenzkum börnum. Og sé þetta rétt, spyr ég: Er þetta leyfilegt. Vonandi kemur svar frá barnaverndarnefnd. Húsmóðir" sunna ferðaskrifstofa bankastræti 7 simar 16400 12070 ARMSTRONG- HÖGGDEYFAR Erum að taka upp Arm- stronghöggdeyfa fyrir ýmsar gerðir bila, til dæmis: Cortinu — Willys -Mercedes Benz — Skoda — VW-Dodge Weapon — Hillman — Wauxhall — og Bronco. Einnig marga fleiri. Bflabúðin h.f. Hverfisgötu 54 Slmi 16765 endur og þróa' skipulagið að þvi markmiði. En slfk aðlögun iná ekki fela I sér ringulreið, sem myndi þýða stóraukinn sölukostnað við dreifingu mjólkur, sölukostnað, sem sóttur yrði i vasa hins al- menna neytenda. — TK. $ '+m ^UiJ, < •¦* ÓDÝRUSTU OG BEZTU UTANLANDSFERDIRNAR FYRIR HÓPA C>< EINSTAKLINGA Leiguflugið gefur þúsundum tækifæri tii að komast ódýrt til útlanda FJÖLDI ANNARRA FERDA Þér gerið hvergi betri kaup. Af hinum fjölmörgu utanlands- ferðum, sem þér getið valið um hjá SUNNU, skulu hér rétt nefn- dar fáeinar. Norðurlandaferð: Brottför 29. júni 15 dagar. Kaupmannahöfn-Osló og 7 daga bílferðalag um Noreg. Verð kr. 22.500.00,-Kaupmannahöfn-Rínar- lönd: 15 dagar. Brottfarardagar 6. júli og 3. ágúst. Verð kr. 22.500.00. Dvalið i Kaupmanna- höfn og farið þaðan i 8 daga skemmtilegt ferðalag með bil um Danmörku og Þýzkaland og dvalið nokkra daga i hinum glað- væru Rinarbyggðum. Skemmti- sigling á Miðjarðarhafi.15 dagar. Brottför 7. september. Verð kr. 34.700.00. Flogið til Feneyja með viðkomu i Kaupmannahöfn á heimleiðinni. Siglt þaðan um Mið- jarðarhafið með glæsilegu skemmtiferöaskipi frá Chandris Line. Komið til Grikklands og Grikklandseyja, Kritar, Júgó- slaviu og viðar. Kaupmannahöfn — Róm — Sorrento. Brottför 13. júli 21 dagur. Verð kr. 27.300.00. Flogið til Rómar og dvalið I tvær vikur i „Borginni eilifu" og siöan i sólskinsrika viku i Sorrento, þar sem baðströndin er vinsæl. Hægt er að heimsækja Napoli, Capri og ótal aðra staði. Stanzað i tæpa viku i Kaupmannahöfn I þessari ferð. Paris — Rinarlönd, Sviss. Brottför 20. ágúst. 16 dagar. Verð 35.500.00. Þessi vinsæla ferð hefir verið farin svo til óbreytt með sama fararstjóra f meira en ára- tug. Davlið i Parls og við fjalla- vötnin svissnesku i Luzern. ESEl LONDON — LEIKHÚS OG FJÖLBREYTT SKEMMTUN MILLJÓNABORGAR 8—28 daga ferðir. Verð frá kr. 13.800.00. Brottför alla sunnudaga frá aprilbyrjun. Flogið með þotum BEA. London er hin heillandi millj- ónaborg. Þar eru meiri og fjöl- breyttari möguleikar en nokkurs staðar annars staðar i víðri veröld að njóta fjölbreytts skemmtanallfs og fara i leikhús, óperur, og hljómleikasali. Þar eru Hka einhverjar glæsilegustu og ódýrustu verzlunarhús álfunnar, þar sem Sunnugestir fá víða 10% afslátt samkvæmt sér- stökum samningi út á Sunnuskir- teini og sama gildir um aðgang að ýmsum næturklúbbum milljóna- borgarinnar. MALLORKA — (LONDON) VIN- SÆLASTA SÓLSKINS- PARADÍS EVRÓPU 8—28 dagar. Verð kr. 11.800.00. Brottför viku og hálfsmánaðar- lega frá 28. marz. Flogið með þotum Loftleiða, BEA og Air Spain. Þessar ótrúlega ódýru og vinsælu sumarleyfisferðir eiga engan sinn lika hvað vinsældir og ánægju snertir. Flogiö er ýmist beint milli íslands og Palma, eða með viðkomu i London, þar sem fólki gefst tækifæri að dveljast I 2—4 daga á heimleiðinni. Sunna nýtur sérstakra hópferðakjara vegna hins mikla farþegaf jölda og leigir flugvélar, sem eingöngu fljúga með farþega Sunnu. Eigin skrif- stofa Sunnu á Mallorka, þar sem I sumar starfa 5 islenzkir starfs- menn, veitir farþegum ómetan- legt öryggi og fyrirgreiðslu. COSTA DEL SOL SÓLARSTRÖND SUDUR-SPANAR 15—28 dagar. Verð frá kr. 11.800.00. Brottför viku og hálfs- mánaðarlega frá 10. mai. Flogið með þotum Loftleiða, Sterling, Flugfélags tslands, BEA og Air Spain. Sólarströnd Suður-Spánar er ann- ar vinsælasti sólskinsstaðurinn á Spáni. Þar hefir Sunna komizt að mjög hagkvæmum samningum við hótel og ibúðarhús til langs tima. Sérstaklega er hagkvæmt að kaupa þær ferðir, þar sem búið er á hótelum og allt fæði og full- komin hótelþjónusta er innifalin. Þeir, sem óska geta valið dvöl I ibúðum, þar sem máltlðir eru ýmist ekki innifaldar, eða að litlu leyti. Hægt er að velja um ferðir, þar sem flogið er beint til íslands og Costa del Sol, eða ferðir, þar sem hægt er að dvelja I London eða Kaupmannahöfn á heimleið- inni. KAUPMANNAHÖFN — BORGIN VID SUNDIÐ 8—28 daga. Verð frá 9.950.00 Brottför alla fimmtudaga aprll, maí, júni, júll, ágúst og septem- ber. Flogið með þotum Loftleiða og Sterling. Sunna hefir á sumrin eigin skrif- stofu með islenzku starfsfólki I Kaupmannahöfn til þess að an- nast um farþegana, sem þar dvelja á vegum SUNNU. Tekið á móti þeim við komuna á flugvöll og fluttir á fyrirfram valin hótel, sem Sunna hefir fasta samninga við um gistirými, hversu erfitt, sem annars er að fá hótelpláss I borginni. Hægt er að velja um dvöl á mörgum hótelum og æsku- lýðsheimilum fyrir unga fólkið. Tilhögun ferðar er annars frjáls i Kaupmannahöfn. ferðaskrifstofa bankasíræíi 7 travel símar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.