Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.03.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. marz 1972. TÍMINN Sfifia Hver fær Pandabirnina Mikil barátta er nú háð i Banda- rikjunum um það, hvert Panda- birnirnir sem Nixon forseti fékk i Kinaferðinni. Verða sendir þegar þeir loksins koma til Bandarikjanna. Dýragarðurinn i New York hefur gert allt sem hugsazt getur, til að fá birnina, en sömu sögu er að segja um dýragarðinn i San Diego. Þar halda menn þvi fram, að rétt sé að birnirnir fái að vera þar i garðinum, þvi i San Diego verði flokksþing republikana haldið nú á næstunni. Heil tylft ann- arra dýragarða hefur krafizt þess að fá birnina, en endirinn verður sá, að birnirnir verða látnir i dýragarðinn i Washing- ton. Nixon sagði sjálfur, að rétt væri að birnirnir yrðu I höfuð- borginni sjálfri. Nixon fékk tvo birni að gjöf, og ekki þykirréttað aðskilja þá, þar sem menn vona, að þeir eigi eftir að fjölga sér, þótt slikt hafi reyndar aldrei gerzt i dýragarði utan Kina til þessa. Von er á Panda- björnunum til Bandarikjanna nú um mánaðamótin, en þeir hafa að undanförnu verið i Peking, þar sem þeir hafa átt að læra að para sig, en það þurfa beir að gera, að þvi er sagt. # Segja má, að i Bandarikjunum hafi eins konar Panda-panik gripið almenning. Milljónir pandabangsa eru nú seldir i leikfangaverzlununum og áður en langt liður er von?. á panda- birni á markaðinn, og i honum er spiladós, sem leikur reyndar ekki lagið Austrið er rautt held- ur vögguvisu eftir Brahms. Hitlersár Allt bendir nú til þess að árið 1972 verði bezta ár Adolfs Hitlers frá upphafi. Gerðar hafa verið um hann fjórar kvik- myndir og þrjú leikrit eins og fram hefur komið hér i Speglin- um áður. En þetta er aðeins upphafið. Nú hefur kvikmynda- framleiðandinn Carl Foreman undirritað samning um, að semja og gera sjónvarps- myndaflokk um Hitler, og verða i þessum myndaflokki samtals 26 þættir, hver klukkustundar langur. t myndaflokknum verð- ur sagt frá ævi Hitlers allt frá Versalafriðarsamningunum að þingbrunanum. Siðar á svo að gera annan myndaflokk, sem á að fjalla um siðari hluta ævi Hitlers, þar til hann lézt i Ber- Hn. Þegar er búið að selja sýningarrétt myndaflokksins i Baridarikjunum og Bretlandi. Carl Foreman, sem er gyðingur hefur búið i nær þvi 20 ár i Bandarikjunum. Hann segist ætla að gera þennan mynda- flokk þar sem núlifandi kynslóð viti ekkert um Hitlerstimana og skelfingar hans. Bill fyrir konur Þá er loksins kominn hentugur bill fyrir konur, sem ekki hafa allt of mikla æfingu i bilaakstri. Það segja, að minnsta kosti framleiðendur þessa farar- tækis, en þeir hafa aðallega sér- hæft sig I ýmsum hlutum, sem notaðir eru til skemmtunar I skemmtigörðum heimsins. Bill þessi er þýzkur, og i rauninni er þetta mótorhjól með loftpúðum allt um kring. Vegna loftpúð- anna er ekki mikil hætta á al- varlegum árekstri, eða að minnsta kosti er ekki mikil hætta á að aðrir bilar, sem lenda I árekstri við þennan, skemmist af þeim sökum. Billin hefur enn ekki fengið leyfi til þess að aka um götur stórborg- anna, en hver veit nema við eig- um eftir að sjá hann I umferð- inni einn góðan veðurdag. Henni gengur vel Konan með þetta flaxandi ljósa hár er engin önnur en sænska leikkonan May-Britt Wilkens, sem eitt sinn var gift Sammy Davis jr. Hún á með þessum fyrrverandi manni sinum þrjú þeldökk börn. Það eru þrjú ár liðin frá þvi þau May-Britt og Sammy Davis skildu, en May- Britt hefur gengið ljómandi vel, siðan hún varð einstæð móðir. Fyrst eftir skilnaðinn vann hún aðallega við kvikmyndaleik. Nii hefur hún eignazt góðan vin, sem heitir Ron Ericson og er hótelstjóri. Þau eiga heima við Lake Tahoe i Sierra Nevada-fjöllunum i Bandarikj- unum, en ekki eru þau opinber- lega trúlofuð, þótt þau séu mestu mátar. — Ég er ekki að hugsa um að gifta mig i bráðina, segir May-Birtt. Ég ætla heldur ekki að reyna að komast eitt- hvað áleiðis á framabrautinni, sem kvikmyndastjarna. Mér nægir að leika annað slagið I sjónvarpsmyndum, eða -oma fram I sjónvarpsþætti, sem ekki tekur of mikið af tima minum frá bórnunum minum. Börnin eru 11, 10 og sex ára gömul. A hverju ári kemur Sammi Davis til Lake Tahoe og dvelst þar i nokkrar vikur. Leigir hann sér þá hús i nágrenni við heimili May-Britts og barnanna og eyðir öllum stundum i félags- skap þeirra. 4 Hvar og hvernig var Lana uppgötvuö Það fer ýmsum sögum af þvi, hvar og hvernig kvikmynda- leikkonan Lana Turner var upp- götvuð. Sumir hafa sagt, að það hafi gerzt i Schwab's sælgætis- og lyfjabúð i Hollywood, en timarit i Detroit i Bandarikj- unum hefur nýlega borið þessa sögu ti 1 baka. Ungfrú Turner var fyrst uppgötvuð i Currie's Isbarnum, sem var beint á móti gagnfræðaskóla Hollywood i þá daga. Ekki á Julia Jean Mildréd eins og Lana heitir I raun og veru, heldur að hafa verið klædd peysu eins og sumir hafa sagt, I þetta ákveðna skipti. Það var auglýsingastjóri kvikmynda- versins, sem siðar ákvað að reyna að telja fólki trú um, að peysan, sem hefði sýnt mjög augljóslega fallegt vaxtarlag Lönu, hefði verið það, sem vakti fyrst athygli á henni. — Ég stóð i slmaklefanum og talaði við kærastanh minn, þegar einhver maður kom, og kastaði mér út, af þvi hann ætlaði að hringja. — Varztu ekki reið? — Jú, sérstaklega af þvi hann kastaði kærastanum minum út lika. - Faðir gaf syni sinum þetta ráð, daginn áður en hann gifti sig: — Gerðu: aldrei neitt einasta heimilisverk, ef þú vilt ekki gera það áfram alla æfi. — Þvl ferð þú ekki út og mót- mælir eins og aðrir stúdentar? Lagleg ungfru gekk framhjá toll- verðinum með sakleysissvip. — Hafiðþér nokkuð tollskylt með- ferðis? spurði tollarinn — Nei, ekkert, svaraði hún. — Eruð þér alveg vissar um það? spurði hann hikandi. — Já, alveg. — Tilheyrir þá silfurrefs skottið, sem stendur niður undan pilsinu að aftan, meðfæddum yndisþokka ungfrúarinnar? — Taugaóstyrkur ungur maður gekk til lógregluþjóns á götunni og sagði: — Ég drap forstjórann, skar kon- una mina á háls, myrti alla fjöl- skyldu bróður mins og nauðgaði tólf afgreiðslustúlkum. — Nú, ætlið þér að gefa yður fram? spurði lögregluþjónninn. — Nei, ég þarf að vita, hvar næsta fyrirtæki er. Ég held, að ég hafi hæfileika til að skrifa metsölu- bók. — Já, það er af þvl Georg vill gamaldags húsgögn, en ég ný- tlzku, og við erum ekki búin að komast að samkomulagi ennþá. DENNI DÆAAALAUSI Mamma, hvernig gaztu gert mér þetta, aö hafa kökurnar svona heitar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.