Tíminn - 30.04.1972, Qupperneq 4

Tíminn - 30.04.1972, Qupperneq 4
4 TÍMINN Sunnudagur 30. aprll 1972- 1. 4 MAÍ1972 lái RNftMlfílR Fjölmennið i kröfugöngu verkalýðsfélaganna og takið þátt i hátiðahöldum dagsins. Gleðilega hátið! 1 - / FÉLAG f/ JÁRNIÐNAÐAR- f MANNA Sendum öllum launþegum beztu árnaðaróskir i tilefni af 1. mai. Verzlunarmannaféhtg Reykjavíkur FLUGFREYJUR 0G FLUGMENN ÓSKAST Flugfélagið Air Spain óskar eftir að ráða til starfa 4-6 flugfreyjur til búsetu i Palma, Mallorka, aldur 19-26 ára. Tungumála- kunnátta, enska og eitt Norðurlandamál. Einnig kemur til mála að ráð 2-3 islenzka flugmenn með að m.k. 2000 flugtima reynslu að baki og með þjálfun á Britania eða D.C. 8 þotur. Ráðningartimi minnst 6 mánuðir. Umsóknir ásamt mynd og upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar oss i pósthólf 50, Reykjavik. Upplýsingar ekki veittar i sima. Ferðsakrifstofan SUNNA UNGLINGASKRIFBORÐ falleg og vönduð, framleidd úr eik og tekk. G. Skúlason & Hliðberg h.f. Þóroddsstöðum, Rvk, Sími 19597. Dyggðum prýdda sæmdarþjóð? Þá höfum viö heyrt rök Breta gegn einhliða útfærslu islenzku landhelginnar — a.m.k. þau rök, sem almenningi bæði hér á tslandi og væntanlega í Bretlandi lika, eru ætluð.Það gerði þing- maður frá Hull, Patrik Wall siðastliðinn þriðjudag i sjón- varpinu. Mér fannst Hr. Wall standa sig vel, þegar haft er i huga, að hann átti við ofurefli að etja, sem sé Ólaf Ragnar Grimsson og liðsmenn hans, harðsnúna sveit, þótt SAM vantaði. Og svo fór sem mig grunaði, að Hr. Wall gerði lög- hlýðni og þá dyggð að standa við gerða samninga að horn- steini raka sinna. Eftir þvi sem maður skildi þingmann- inn, eru hér dyggðir, sem Bretar hafa löngum verið þekktir fyrir og halda þjóða mest i heiðri. Að standa við gerða samn- inga er vissulega dyggð, sem allir eru sammála um að sé til fyrirmyndar — en hitt er annað mál, hvort allir eru sammála um, að brezkar rikisstjórnir hafi þar eins hreinan skjöld og standi jafn dyggan vörð um þessa dyggð og látið var í skina. Þvi miður varð enginn til þess að rifja upp fyrir þing- manninum tiltölulega nýlega atburði i Bretlandi — atburði, þar sem sú dyggð að standa við gerða samninga, að standa við orð sin, virtist skyndilega gleymast — likt og hún hefði hreint aldrei verið til — en þótt seint sé, langar mig samt til að rifja þetta upp. Til að byrja með er rétt að nefna vesalings Asiumennina i Kenya. Þegar þessari fyrrver- andi nýlendu Breta var gefið sjálfstæði gátu Indverjar, sem þangað höfðu flutzt að áeggjan Breta á sinum tima (til þess að leggja járnbrautir i landinu o.fl.) valið um, hvort þeir gerðust þegnar hins nýja rikis ellegar fengju i hendur brezk vegabréf. Fjölmargir kusu að halda tryggð við brezku krún- una og þvi til staðfestingar var þeim úthlutað vegabréfum, þar sem utanrikisráðherra hennar hátignar óskar þess, að hvarvetna sé vel tekið á móti handhafa plaggsins, enda sé hann þegn hinnar brezku hátienar oe beri bvi réttindi i samræmi við það Indverjar i Kenya undu glaðir við sitt lengi vel unz þar kom, að þeir svörtu tóku að amast við þeim. Vildu þá Indverjar- nir flytjast til þess lands, sem gaf út vegabréfin — en viti menn — allt i einu ákyað þá- verandi rikisstjórn (Harold Wilson) með samþykki meiri- hluta þingsins, að vegabréf þessi skyldu að visu vera gild sem slik — nema til inngöngu i sjálft heimaland þess ráð- herra, sem gaf plaggið út. Þetta er sennilega sú dyggðin að standa við gerða samninga, þvi væntanlega telst útgefið vegabréf samningur i þessum skilningi. Þetta gerðist fyrir fáeinum árum og rökin þá voru þau, að Bretlandseyjar þyldu ekki fleiri Indverja — þar væru nægir fyrir — m.ö.o. nauðsyn krafðist þess, að dyggðin sú að standa við orð sin, var að vikja fyrir plássleysinu innanlands. Raunar kom nú á daginn, að hér var aðeins um 30-40 þús- und manns að ræða og margir töldu eftir á, að þeim hefði verið hægt að hola einhvers- staðar niöur. Þá hefði ekki verið úr vegi að minna þingmanninn á við- skipti brezkra stjórnarvalda við Ian Smith og hans menn i Rhódesiu. Smith lýsti — einhliða — yfir sjálfstæði lands sins og upphófst mikið ramakvein i Bretlandi yfir þvi, að hann skyldi ekki standa við orð sin. Vildu sumir ávita Smith, aðrir senda brezkar hersveitir til Salis- bury og reka uppreisnarmann þennan frá völdum, en á end- anum var sett viðskiptabann á Rhódesiu — vita gagnlaust eins og i pottinn var búið — en hver ráðherrann eftir annan — allt frá Wilson og Sir Alec — reyndi að tala um fyrir Smithie. En allt kom fyrir ekki, og nú hefur stjórn herra Wall loksins komizt að sam- komulagi við uppreisnar- manninn og hinir hörunds- dökku þegnar hennar hátignar i þvi landi, virðast gleymdir. Að minnsta kosti talar enginn lengur um að senda brezkar hersveitir til Salisbury að reka uppreisnarmenn frá völdum. En þegar um er að ræða þann þorsk, sem Bretar telja sig hafa sögulegan rétt til að veiða hér við land, þá er komið annað hljóð i strokkinn. Hina brezku þorska verður að verja með herskipum — ef ekki vill betur — og kenna þannig okkur Islendingum að standa við gerða samninga. Já, það er ekki sama hvor i hlut á — þorskurinn eða þeir þeldökku. Páll Heiðar Jónsson. LEIÐRETTING Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Fyrirsöng á seinni forystugrein Tlmans I gær féll niður, en fyrir- sögnin átti að vera: Orlof hús- mæðra. Þá varð meinleg prent- villa neðst í erlenda yfirlitinu, þar sem fjallað var um forseta- kosningarnar i Bandarlkjunum. Stóð i næst siöustu linunni, að Mc.Govern hafi verið valdameiri i Washington, en á að vera valda- minni. Auglýsið í Timanum OMEGA Niuada fUpinn PIERPOm Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi 22804 BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Seljum alla okkar fram- leiðsiu á VERKSMIÐJUVERÐI Prjónastofan Hliöarvegi* 18 og Skjóibraut 6 — Sími 40087. HJÓLASTILLINGAR MÖTORSTILUNGAR LJÚSASTILLINGAR Látið stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-100 Dömuúr frá kr. 4000 til 5.200, sporöskjulöguö, ferköntuð, grænar, rauðar, bláar, gular, hvltar og brúnar skffur. Herraúr með dagatali um kr. 3.800, stál og gyk. Sjálftrekkt með dagatali og degi, verð kr. 5.500 til 6.000. Allir litir. öll vatnsþétt og höggþétt. Glæsilegt nýtizku útlit. Sá sem eitt sinn hefur átt |ͧjjÉ ] ROA) M £1 [l kaupir þau aftur og aftur fyrir sig og sina. Sendum gegn póstkröfu, skipt ef ekki Ifkar. SIGURÐUR JÓNASSON ÚRSMIÐUR Laugavegi 10, Bergstaðastrætismegin Sími 10897.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.