Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 4. júni 1972. TÍMINN 9 Hamingja Romy Schneider í hættu. Romy Schneider var i þann veginn að hefja leik i nýju atriði myndarinnar Cesar et Rosalie fyrir skömmu, þegar vinkona hennar kom aðvifandi með nýj- asta eintakið af viku-blaðinu Stern. í blaðinu var mynd af Romy Schneider með franska skemmtikraftinum Christian Barbier. I textanum undir myndinni var sagt, að myndin væri tekin, þegar þau voru að koma út af veitingahúsinu Chez Catel. begar Romy sá myndina, fékk hún nánast taug'aáfall. Hún grétog barmaði sér, og ekki var nokkru tauti við hana komandi. -Við erum aðeins góðir vinir, hrópaði hún-og ekkert meira. Hvað skyldi Henri nú segja, þegar hann sér þessa mynd. Henri er eins og kunnugt er Henri Mayen, eigimaður Romy, en þau hafa ekki verið mikið saman að undanförnu, og margt bendir til þess, að eitthvað hafi slegizt upp á vinskapinn milli þeirra. Henri Mayen hefur verið önnum kafinn við að leika i glæpamyndaflokki fyrir þýzka sjónvarpið, og konan hans hefur einnig haft mikið að gera. Fyrst eftir að hún lauk störfum við myndina Morðið á Trotski fór hún til Bulgariu til þess að leika þar i kvikmynd, og siðan fór hún til Parisar og þar er það, sem orðrómurinn um samdrátt hennar og Christian Barbier er upprunninn, en orðrómur þessi virðist ætla að stofna hjóna- bandi hennar i hættu. * Hoover ekki elzti FBI—maðurinn Edgar Hoover, yfirmaður FBl sem lézt nýlega 77 ára gamall, var ekki elzti starfs- maður FBl þótt margir gætu imyndað sér, að svo hefði verið. 1 ijós hefur komið, að elzti starfsmaðurinn er Albert Mehegan, sem hefur starfað hjá alrikislögreglunni i meira en 50 ár, og starfar enn af fullum krafti. Hann vinnur einmitt að þvi þessa stundina að upplýsa járnbrautarránið i Chicago. Mehegan er 85 ára gamall. ★ Ófyrirgefanlegur seinagangur Hallgrimur á Snærings- stöðum i Vatnsdal var atorku- maður og mikill hugur i honum, að hverju sem hann gekk. Orð- heppinn var hann lika, frjáls- legur i tali og feimnislaus. Eftir honum er þetta haft: „Aldrei get ég fyrirgefið for- sjóninni að láta konurnar ganga með börnin i fjörutiu vikur. bað kemstekki mikið i verk með þvi iagi, og lifið svo ekki lengra en þetta”. ^ Skandalabók um frægt fólk Bók nokkur, sem spænski aðalsmaðurinn, José-Luis Vilallonga hefur gefið út i Frakklandi og nefnist Gold Gotha eða þýtt: Almanak aðalsins, hefur vakið mjög mikla athygli. Einnig er vitað, að fjöldi málaferla á eftir að risa vegna þess, sem i þessari bók er sagt um hina og þessa, sem eru á þeirri skoðun að að sér hafi verið sneitt. Bókin fjall- ar um innsta hring selskaps- fólksins i Evrópu, en höfundurinn, Vilallonga er spænskur aðalsmaður, sem þekktur hefur verið fyrir kvik- myndaleik, iþróttir, og nú siðast fyrir að vera höfundur bókar- innar. I áraraðir hefur t.d. Onassis sagt honum allar sorgir sinar, og Bardot sin helztu leyndarmál, og Rainier fursti i Monako hefur sagt honum frá áhyggjum sinum. Nú er röðin kominn að Vilalloga, og hann segir frá þvi helzta, sem hann hefur heyrt og veit. Hann segir um Liz Taylor: bað er huggun fyrir feitar konur að horfa á hana. Um Richard Burton segir hann: Hann er huggun fyrir karlmenn, sem óttast að óskemmtileg framkoma þeirra geti orðið til þess að hefta framaferil þeirra. Hann hefur eftir Tinu, fyrri konu Onassis, að eitt sinn hafi Churchill og Maria Callas verið gestir Onassishjónanna um borð i listi- snekkju þeirra. bá fóru Callas og Onassis að syngja, og söng skipakonungurinn svo falskt, að Callas varð æfareið. En þau urðu góðir vinir siöar, og meira að segja allt of góðir vinir segir Tina. Vilallonga fer ekki illa með Bardot. Hann segir þó um hana, að hún trúi á einhvers konar endurholdgun, og hennar heitasta ósk sé að verða rós i enskum garði i næsta lifi. — Láttu mig hafa 500 kr. — láttu mig hafa 1000 kr. — bað endar með þvi að ég verð orðinn svona, Josephine....! — Sonur minn á að læra starfið hér á skrifstofunni, svo vilduð þér ekki sitja i fangi hans næstu átta daga, fröken Jensen? r 10.78 DENNI DÆAAALAUSI bað leiðinlega hér er, að enginn kann að meta, að maður komi honum á óvart.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.