Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 4. júni 1972. TÍMINN 1J (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,:j:j:;:;:; Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsblafts Timans).jjjjjjjjjj jjjjjjjjjjjj Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. ■ Ritstjórnarskrif-j:j:j:j:j: stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306.j:j:j:j:j: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiösluslmi 12323 — auglýs-jjjjjjjjjj ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldjjjjjjjjjj 225 krónur á mánuöi innan lands, í lausasölu 15 krónur ein-:j:j:j:j:j takiö. Blaðaprent h.f. Jj:;:j:j:j:j:j:j:;:j:j:j:j:j:j:j:;:j:;:;:;:j:;:j:j:j:;:j:j:j:j:j:j:i:j:j:j:j:j:j:j:j:j:j:j:j::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::j:::::::::::::':::::::':::j:j:iii Sjómannadagurinn Hinn árlegi hátiðisdagur islenzkrar sjó- mannastéttar, sjómannadagurinn, er i dag. Á undanförnum árum hafa valdamenn veg- samað sjómannsstarfið og mikilvægi þess fyrir islenzkan þjóðarbúskap. Orðin hafa verið fögur, en verkin voru það ekki. Nær allt s.l. kjörtimabil bjó islenzk sjómannastétt við stór- skertan hlut og varð að þola ólög og rangindi. Frá þvi sjómenn héldu siðast upp á sjómanna- daginn hafa hins vegar orðið mikil umskipti til hins betra. Það hafa orðið stjórnarskipti i landinu. I málefnasamningi rikisstjórnarinnar segir: „Rikisstjórnin leggur sérstaka áherzlu á, að launakjör sjómanna verði bætt verulega og mun vinna að þvi m.a. með breytingum á lögum nr. 791968 og með hækkun á fiskverði.” Þessi fyrirheit efndi rikisstjórnin strax á fyrstu valdadögum sinum. Hún leiðrétti hlut sjómanna í skiptaverði, sem skertur hafði verið með lögum, er fyrri rikisstjórn og fyrri þingmeirihluti beitti sér fyrir. Hún hækkaði fiskverð með sérstökum ráð- stöfunum og jók þar með hlutdeild sjómanna i þeim verðmætum, sem þeir draga úr sjó. Þessi rikisstjórn hefur þvi þegar sýnt i verki, að það er ekki nóg, að minnast sjómanna hlý- lega á sjómannadaginn. Það verður að búa sjó- mönnum þau kjör, að sjómennskan verði eftir- sóknarverð og að þessi stétt sé helzt betur tryggð gegn áföllum en aðrar stéttir. Það reyndist orðið erfitt að manna fiskiskip okkar góðum mönnum. Á næstu misserum koma til landsins mörg stór, ný skip. Þessi skip,ásamt útfærslu land- helginnar 1. september, munu mynda grund- völl efnahagsafkomu þjóðarinnar á næstu árum. En það mun ekki gerast nema nóg verði framboð af hæfum og góðum mönnum til að manna þessi skip og nýta það hagræði, sem út- færsla landhelginnar mun hafa i för með sér. Kjör sjómanna þurfa þvi að verða það eftir- sóknarverð, að þessi stétt verði jafnan skipuð völdum mönnum. Það hefur verið lán þjóðarinnar á undan- förnum áratugum, að i sjómannastétt hafa valizt dugandi menn. Islenzkir fiskimenn hafa verið hinir afkastamestu i heimi, og islenzkir farmenn hafa haldið uppi hróðri þjóðarinnar viða um höf. Þetta má ekki breytast, og þjóðin verður að sýna i verkfað hún skilji,hver undir- staða þjóðarbúsins er. En i dag minnast sjómenn einnig sérstaklega þeirrar breytingar, sem orðið hefur á stöðu mesta hagsmunamáls þeirra og þjóðarinnar allrar frá þvi siðasti sjómannadagur var haldinn hátiðlegur rétt fyrir siðustu kosningar. Þá var allt i óvissu, hvort og hvenær islenzk fiskveiðilögsaga yrði færð út. 1 kosningunum ákvað þjóðin, að það skyldi gert á þessu ári. Ritstjórnargrein úr vikuritinu Time: Ástæðulaus ótti Nixons við ósigur í Víetnam Viðurkenning á staðreyndum myndi auka álit Bandaríkjanna Nixon MIKIL og örlagarlk umskipti viröast framundan i hinni sibreytilegu styrjöld i Vietnam. Samtimis stendur forseti Bandarikjanna i ströngu, en siendurteknar fullyröingar hans um fortiöina og persónulegur áhugi hans á samtimanum eru honum fjötur um fót. Fyrir skömmu sagöi Richard Nixon, aö „staða Bandarikjanna sem öflugasta rikis veraldar” væri i húfi i Vietnam, eins og hann hefir raunar oft sagt áöur. Ef Bandarikjamenn biöu þar lægri hlut, kynni sú saga að „endurtaka sig fyrir botni Miðjarðarhafsins, i Asiu og i Evrópu”. Hann kvaðst óttast, að umheimurinn virti stööu Bandarikjaforseta minna en áður, ef sú yrði raunin. „Það læt ég ekki henda”, sagði hann. ÞETTA eru undarlega yfir- lætisfull ummæli hjá forseta, sem er einmitt að kalla hersveitir þjóöar sinnar heim frá styrjöld, án þess að sigur hafi unnizt. Sé jafn mikið i húfi i Víetnam og hann lætur i veðri vaka, mætti að réttum rökum lita á það sem mjög vitavert hirðuleysi að hverfa frá. Samkvæmt eigin mál- flutningi ætti forsetinn fremur að senda æ meiri her á vett- vang en að kalla hann heim. Ekki verður þetta mikla misræmi millii oröa og at- hafna skýrt á þann hátt, að verið sé að reyna að blekkja óvinina. Kommúnistar sáu herflutningaskip Bandarikja- manna hverfa frá landi, höfðu aðvaranir Nixons að engu og lögðu enn meira i sókn sina en áður. ORÐRÆÐUR Nixons virðast bera vott um, að hann óttist, að Bandarikjamenn þoli ekki með nokkru móti neins konar ósigur né fráhvarf frá yfirlýstum markmiðum I Viet- nam. Forsetinn sýnist vera að berjast viö draug imyndaðrar hægrihneigðar kjósenda. Ef til vill hefir fortið hans sjálfs vakið upp þennan draug, en fyrirbærið hefir aldrei verið kannað af alvöru. Allar skoðanakannanir benda eindregiö til, að banda- riskur almenningur sé orðinn ákaflega þreyttur á styrjöld- inni. George Wallace litur meira að segja þannig á. Bandarikjamenn vilja fá her- mennina heim, fangana látna lausa og endi bundinn á mannvigin. Vitanlega vilja þeir ekki, að her Banda- rikjanna sé vanvirtur meö stjórnlausum flótta til strandar i örvæntingu, né þurfa að horfa á, að hersveitir kommúnista taki umsvifa- laust á sitt vald þá rikisstjórn, sem Bandarikjamenn hafa stutt til valda i Saigon um langa hrið, jafn feikna mikið og þaö hefir kostað. En þeir eru óöfúsir til sanngjarnra samninga. MEIRA að segja hrís flestum herforingjum hugur við þvi, hve tilgangslaus bar- áttan er, einkum þó þessi við- varandi staðfesting á þvi, hve máttur Bandarikjanna má sin litils við erfiðar aðstæður. Ennfremur hafa þeir af þvi þungar áhyggjur, hve mikill hluti af flotastyrk og flugher Bandarikjanna er bundinn við fjarlægan afkima Kyrra- hafsins, og önnur svæði miður varin en skyldi af þeim sökum. Fáeinir „haukar” vilja enn sprengja Hanoi i loft upp, en af þeim stafar for- setanum engin hætta á vett- vangi stjórnmálanna. Demó- kratar berjast gegn endur- kjöri forsetans, en hlytu að fagna linuðum tökum i Víet- nam, og mæla eindregið meö þvi. Uppgjafarfjasið um minnk- andi álit Bandarikjanna, hrun rikja og blóöbað af völdum kommúnista, magnar sjálf- krafa þau viðbrögð almennings, sem Nixon forseti virðist ekki þola. Þetta gæti leitt til þess, að hann gripi til örþrifaráöa, er stofnuöu i hættu þvi „friðartimabili”, sem honum veröur tiðrætt um, að sé höfuðmarkmið hans sem forseta. MAL er að losna úr þessari vitisvél og bregðast við af meiri framsýni. A þann eina veg er hugsanlegt fyrir Nixon að marka og móta stefnu I málefnum Suð-austur Asiu i rökréttu samræmi viö jákvæða viðleitni hans til bættra samskipta við Kin- verja og Sovétmenn og háleita friðarhugsjón. Tilhugsunin um tröllaukna aðför flughers og flota aö litlu og tiltölulega sjálfstæðu kommúnistariki, samtimis og forsetinn ráðs- lagar I vinsemd við tvö höfuö- veldi kommúnista, hlýtur aö rugla æstustu og yngstu and- kommúnistana I Asíu, hvað þá aðra. Ef horfið yrði frá fjarstæðu- talinu, yrði ef til vill auöið aö koma auga á, að samnings- aðstaða valdhafanna I Washington og Hanoi er ekki svo ólik, aö vandræöum valdi. Orðræður kommúnista má- ekki taka of bókstaflega, en valdhafarnir i Hanoi taka opinberar yfirlýsingar sinar eigi að siður alvarlega. Le Duc Tho I Norður-VIetnam hefir lýst þvi yfir, að stjórnin i Hanoi setji ekki sem skilyrði fyrir samningum, að komm- únistar taki við völdum i Suður-Vietnam, ætli ekki að ráðast á bandariskan her á förum og muni láta striðs- fanga lausa, Hann krefst þess hins vegar, að Nguyen Van Thieu forseti Suður-VIetnam láti af völdum. BANDARÍKJAMENN geta varla snúiö bakinu við Thieu eins og sakir standa. Falli Hue, gæti aðstaða hans oröiö vafasöm. Hann heldur senni- lega áfram að vera voldugur leiðtogi, ef hersveitir hans halda velli. Framvindan i hernaðarátökunum i Viet- nam ræður þvi meira um örlög Thieus en afstaöa eða athafnir valdhafanna I Washington. I stuttu máli sagt er óraleið frá auðmýkingu yfir i viður- kenningu þess veruleika, aö orðræöur Nixons forseta valda einungis ruglingi. Afrek hans sjálfs i jákvæöri samningavið- leitni sanna beinlinis, hve opinberar yfirlýsingar hans eru þröngsýnar og neikvæöar. TVIMÆLALAUST verður erfitt fyrir Bandarikjamenn að viðurkenna, að jafn margir bandarískir æskumenn og raun ber vitni hafi orðið að fórna lifi sinu án þess aö ná því marki, sem þrir forsetar Bandarikjanna hafa ætlað þeim i Vietnam. Eigi að siður er um að ræða skynsamlegt markmið, sem enn er unnt að ná i Vietnam, eða að koma á friði án þess að afhenda kommúnistum völdin i Suöur- Vietnam. Það væri ekki ósigur. Og satt að segja geta Bandarikjamenn varla gert sér vonir um meira. Richard Nixon gæti hagnýtt sér það feikna vald, sem sér- hver Bandarikjaforseti hefir yfir að ráöa til þess aö vekja almennan áhuga á jákvæðri viðleitni hans til bættrar sam- búöar við aörar þjóðir, ef hann losaði sig við ástæöulausan ótta viö sálrænar afleiðingar af óhagstæðum lyktum styrjaldarinnar i Vietnam. Ef hann sýndi mikil- vægi Vietnam til áhrifa á gang heimsmálanna i réttu ljósi, kynnu Bandarikin jafnvel fremur að auka en minnka álit sitt sem heimsveldi — og Bandarikjamenn að vaxa að siðferðisþreki um leið. TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.