Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 4. júni 1972. Rætt við nokkra skipverja á varðskipunum í tilefni útfærslu ijJJl s<tra IJJ á Viö staösettum togara og skrifuöum þá upp, sem voru aö ólöglegum veiöum. Aftur á móti gátum viö ekki fært þá til hafnar á þessum árum, af skiljanlegum ástæöum. —Veröuröu heima á sjómannadaginn aö þessu sinni? —Nei, viö verðum liklega staddir i Norðursjó á sunnu- daginn á leið til Alaborgar. Þar verður skipt um rafvélar i skipinu og farið yfir aðrar vél- ar þess. Vélarnar i Þór hafa frá upphafi reynzt fremur illa, bilað mjög oft, liklega vegna srfiiöagalla á þeim. Vélarnar eru að minu áliti nógu aflmiklar fyrir þetta stórt skip, u.þ.b. 1600 ha. — Er einhver munur á aö- búnaöi um borö i skipunum nú eða fyrir 15-20 árum? —Skipin eru auövitaö stærri nú og aukin tækni hefur gert störfin um borö mun léttari en áöur. Útivist er þvi þægilegri nú, þótt hún hafi fremur lengzt en stytzt. Tækjabúnaöur varðskip- anna er yfirleitt nýtizkulegur, t.d. hafa allar miöanir oröiö öruggari með hinum nýju Decca- og Omega miöunar- kerfum. Móttökutæki fyrir þessi kerfi hafa verið sett i stærri varðskipin, nú sem stendur eru t.d. 2 Omega-tæki i reynsluathugun hjá okkur á Þór. —Eruð þiö varöskipsmenn farnir að „vigbúast” fyrir haustiö? —Ekki get ég sagt þaö. Viö höfum að sjálfsögöu fengiö æfingu I meðferö skotvopna og öörum löggæzlustörfum á námskeiðum hjá lögreglunni, og eins á sérstöku námskeiöi I Stýrimannaskólanum. Aö ööru leyti erum viö ekki sér- staklega búnir undir nein átök, við biðum bara rólegir og sjáum hvaö setur. Næstur á vegi minum varö Bjarni Magnússon, yfirvél- stjóri á Óöni. Bjarni hefur verið i rúm 20 ár á skipum Landhelgisgæzlunnar, og á þeim tima á þeim öllum nema Ægi hinum nýja. — Þú manst vel eftir Þorskastríðinu, Bjarni? —Jú, ég var á Þór og Albert á striðsárunum. Ég hélt allan timann til i vélarrúminu, þegar spennan var hvað mest upp á þiljum. Ég minnist þess einu sinni, er ég var 1. vélstjóri á Albert, haustið 1959, aö mér varö litiö upp frá vélinni og sá þá hvar brezkur togari kom askvaöandi á eftir okkur, e.t.v. i þeim tilgangi að sigla okkur niður. Þaö eina, sem mér hugkvæmdist að gera, var að snarast niður i vélar- rúm og gefa inn, eins og hægt var. Við sluppum, en ekki munaði samt miklu, aö skipin skyllu saman. Ég er nú ekki viss um, að Bretarnir hafi ætlað sér að keyra okkur niö- ur, en alla vega tefldu þeir á tæpasta vaðið i þetta skipti. —Hefur aöbúnaður skip- verja um borð i varðskipunum eitthvað breytzt á þessum 20 árum, sem þú hefur verið á þeim? —Aðbúnaöurinn hefur ekki breytzt mikiö i vélarrúmi. Mallorkaferöir Sunnu - Beint með DC 8 stórþotu. eða ferðir með Lundúnadvöl. Vegna mikilla viðskipta og góðra sambanda gegnum árin á Mallorca getur aðeins Sunna boðið þangað „islenzkar" ferðir með frjálsu vali um eftirsóttustu hótelin og ibúðirnar. sem allir er til þekkja, vilja fá. Eigin skrifstofa Sunnu i Palma með islenzku starfsfólki tryggir farþegum örvggi og góða þjónustu - Þér veljið um vinsælu hótelin í Palma - eða baðstrandabæjunum Arenal. Palma Nova. Magaluf. eða Santa Ponsa Sunna hefir nú einkarétt á Islandi fyrir hin víðfrægu Mallorqueenes hótel, svo sem Barbados Antillas. Coral Playa. De Mar. Bellver, Playa de Palma Luxor o. fl. - Trianon ibuðirnar i Magaluf og góðar ibúðir í Santa Ponsa og höfuðborginni Palma. öll hótel og ibúðir með baði. svölum og einkasundlaugum, auk baðstrandanna. sem öllum standa opnar ókeypis eins og sólin og góða veðrið. FtRflASKRIFSTOFAN SIINNA BANKASTRIETI7 SfMAR 1640012070' málum sjómanna nú ber liklega hæst baráttuna fyrir út- færslu fiskveiði- lögsögunnar i 50 sjó- milur 1. sept. n.k. i tilefni þessa tók ég undirritaður nokkra af skipverjum Land- helgisgæzlunnar tali i vikunni sem leið. Þrjú skip Gæzlunnar lágu þá i Reykjavikurhöfn: Þór, Óðinn og Albert. Ég rabbaði við sjö menn af áhöfnum þessara skipa um hitt og þetta, þó einkum um fyrirhugaða stækkun fiskveiði- lögsögunnar og „Þorskastriðið” við Breta 1958-1961, svo og störf Landhelgis- gæzlunnar og kjör varðskipsmanna nú Þröst Sigtryggsson, skip- herra á Þór, tók ég fyrstan tali af þeim varöskipsmönnum. Þröstur hefur stundaö sjó- mennsku siðan 1948, fyrst á sild- og trollveiöum, en siöar hjá Landhelgisgæzlunni. í Þorskastriöinu var hann m.a. skipherra á gæzluflugvélinni RAN. Tal okkar barst að sjálf- sögðu fyrst að fyrirhugaöri út- færslu landhelginnar og hugsanlegum átökum i sam- bandi við hana. —Ég get engu spáð um þaö, hvort einhver átök eigi sér stað á komandi hausti. Það er allt komiö undir stjórnvöldum i viökomandi löndum. Sem stendur er reynt aö komast aö samkomulagi og ég vona, aö það takist. — Minnistu einhverra sér- stakra atvika úr Þorskastriö- inu? —Nei, ekki það ég man. Ég starfaði einkum við gæzlu úr lofti á þessum árum og stóö þvi i óbeinna sambandi viö sjálfa deiluna en þeir, sem störfuöu á skipunum. Siguröur Arnason Itogi Kyjólfsson í dag, sunnudaginn 4. júni, er hátiðis- dagur s jómanna, sjómannadagurinn. Af öllum baráttu- Við vonum að samkomulag náist svo að ekki komi til átaka é.. >.J' JJ Framhald á bls. 18 / /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.