Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 4. júni 1972. Rætt við nokkra skipverja á varðskipunum í tilefni útfærslu Varilskipift Framhald af bls. 12 Vinnan þar er erfið eftir sem áður, þvi að litið er um sjálf- virkni i sjálfri vðlstjórninni. Þú spyrð um uppbyggingu skipastóls okkar tslendinga. Ég álit þessi stóru stökk i uppbyggingu fiskiskipaflotans með steindauðum timabilum á milli vera alranga stefnu. Jöfn þróun upp á við hlýtur að vera æskilegri. —Hefur Landhelgisgæzlan með núverandi skipakosti nokkra möguleika á að gæta landhelginnar eftir útfærsluna i haust? —Með óbreyttum skipakosti eru möguleikarnir á að halda uppi fullnægjandi gæzlu á svo stóru hafsvæði sáralitlir, geri Bretar og aðrir i einhverjum mæli tilraun til að veiða innan 50 milna markanna. Jú, ég býst við að verða hér i Reykjavik á sjómannadaginn i ár. Um borð i Óöni hitti ég að máli Sigurð Árnason skip- herra. Sigurður hefur verið til sjós i u.þ.b. 30 ár, byrjaði á vertið frá Stafnesi, en réöst til Landhelgisgæzlunnar 1947 og hel'ur starfað þar nær óslitið siðan. 1 Þorskastriðinu var Sigurður skipherra á Sæ- björgu, og ég spyr hann fyrst, hvernig það „striö” hafi komiö honum fyrir sjónir. —Þorskastriðið er mér ekkert sérstaklega minnis- stætt. Hjá báðum aöilum var gagnkvæmur skilningur á störfum hins, Bretar skildu vel, að við vorum að fram- fylgja reglum, sem settar voru af islenzkum stjórn- völdum, og á sama hátt fylgdu þeir fyrirskipunum brezkra yfirvalda. Það rikti sem sagt fyllzta kurteisi, og ég minnist ekki neinna árekstra frá þeim tima.a.m.k. varð ég ekki vitni að sliku. Auðvitað var hægt að reita menn til reiði, þvi að við erum nú allir mannlegir. En i stuttu máli sagt: t Þorska- striðinu svonefnda rikti gagn- kvæm virðing milli aðila og árekstrar voru sjaldgæfir, ef þeir voru nokkrir. Telurðu að annað slikt strið sé i vændum? — Maður hlustar eftir hverju orði þessa dagana og vonar, að deilan leysist, það óskar enginn eftir þvi, að sama sagan endurtaki sig. 1 sambandi við stefnuna i landhelgismálinu vil ég aðeins segja það, að stefna strandrikis hlýtur vera sú, að ráða yfir landgrunninu, þ.e. að ákveða sjálft takmarkanir á fiskveiðum i sjónum um- hverfis landið. —Er skipakostur Land- helgisgæzlunnar slikur, að við getum haft eftirlit með öllu þvi hafsvæði, sem lendir innan fiskveiðilögsögu 1. sepl. n.k.? —Þrjú stór skip eru nú i eigu Gæzlunnar. Minni skipin hafa litla möguleika á að gæta 50 milna landhelgi. Að minu áliti væri æskilegt, að eitt stórt skip bættist i varðskipaflotann viö útfærsluna i haust. Hins vegar er mikil þörf á gæzluflugvélum, þvi að þær hal'a miklu meiri yfirferð en skipin, og eru þess vegna hæfari til gæzlu en varðskipin. Þó getur gæzluflugvél ekki fært landhelgisbrjót til hafnar án aðstoðar, ef mótþrói er veittur. Varðskipin eru ágætlega búin, t.d. höfum við nýtizkuleg ratsjártæki, sem eru einhver þau beztu á markaðnum. Varðskipin eru góð sjóskip, a.m.k. þau stærri, og nógu hraðskreið að minu áliti. Mig hryllir aftur á móti við húsnæðisvandræðum Landhelgisgæzlunnar i landi, þvi að góð aðstaða i landi er jafn nauðsynleg og vel útbúin skip. —Störf ykkar varðskips- manna eru mjög fjölbreytt, er ekki svo? —Jú, þau eru það. Aðal starlið liggur I björgunar- og gæzlustörfum. Við sinnum hinum ólik- legustu störfum, þ.á.m. neyðarflutningum. Þess má geta i þvi sambandi, að við á óðni fluttum nú nýlega héraðslækninn á Siglufirði til Grimseyjar i læknisvitjun. Þá sinnum við hjá Landhelgis- gæzlunni þörfum afskekktra sveitabæja, og eins hefur vita- þjónustan bætzt við eftir að rekstur vitaskipsins Ár- vakurs hvarf til Gæzlunnar. En björgunar og gæzlustörf eru númer eitt. Við á varð- skipunum erum alltaf við- búnir þvi óvænta, t.d. hlustum við að staðaldri á 2 neyðar- bylgjur, þegar við erum á hafi úti og erum ætið reiðubúnir að bregða skjótt við, ef nauðsyn krefur. Þess má geta, að starfsmenn Landhelgis- gæzlunnar i landi eru reiðu- búnir að fara út meö varð- skipunum, ef ekki næst til allrar áhafnarinnar vegna stutts fyrirvara, þegar bregða þarf skjótt viö. —Nú fer sjómannadagurinn i hönd. Hvar veröurðu staddur á þessum hátiðisdegi sjó- manna? —Ég veit ekki, hvort við leggjum úr höfn fyrir helgi. I svipinn stendur yfir vélarvið- gerð, en ég vona, að við komumst sem fyrst út, vegna þess,að þetta skip er þjóðinni allt of dýrt til þess að það liggi lengi i höfn. Við erum 23 á Óöni, en eigum von á hópi unglinga um borð á næstunni. Þetta er eins konar sjóvinnunámskeið, sem haldið er i samráði við æsku- Ægir lýðsráð, skv. lögum, sem ný- lega voru samþykkt á Alþingi. Þaö er hugmyndin, aö drengirnir vinni sömu störf um borð og aðrir skipverjar, en þeim verði jafnframt kynnt hin ýmsu störf á sjónum. Agavandamál? Þvi höfum við ekki kynnzt hjá Land- helgisgæzlunni. Auðvitað höfum við ákveðnar reglur, sem starfið hefur mótað. Þessar reglur eru óskráðar, en er fylgt á sama hátt og skráðum lagareglum. Hins vegar rikir enginn heragi á skipum Gæzlunnar. Um borð i Þór rakst ég svo á Guðjón Petersen 1. stýrimann. Guðjón hefur starfað i rúman áratug hjá Landhelgis- gæzlunni, að undanförnu i landi við störf i þágu al- mannavarna, en er nýbyrjað- ur aftur á sjónum. Guðjón var i millilandasiglingum áður en hann réðst til Gæzlunnar, og þvi spyr ég, hvort hann kunni betur við sig á varðskipunum. —Alveg tvimælalaust. Starfið er miklu tilbreytinga- rikara, ekki eins venjubundið og á kaupskipunum. Auk þess eru kjörin þau sömu og að- búnaður skipverja ekki siðri. —Hver eru störf 1. stýrimanns? —1. stýrimaður er auövitaö hægri hönd skipherra. Auk þess stendur hann vaktir eins og aðrir stýrimenn, en hefur sérstaklega með höndum lög- skráningu skipverja og eftirlit með viðhaldi um borð i skipinu. —Þaö er þá i þinum verka- hring að halda við fallbyssu skipsins? —Nei, þaö er verkefni yngsta stýrimanns með svo- kallað „byssupróf” á Þór, 2. stýrimanns. Fallbyssan er meðfærileg og nægilega öflug að minu áliti. Hún dregur upp undir 5 km vegalengd, og hlaupviddin er 57 mm. A henni er bæði hliðar- og hæðarsigti, svo að miðið á aö vera öruggt. Þá má geta þess, að aðeins tvo menn þarf til að stjórna henni, þ.e. skyttu og aðstoðarmann. Ég hef skotið nokkrum sinn- um af byssunni, þegar landhelgisbrjótum hefur verið veitt eftirför. í eitt skipti þurfti ég að skjóta fjölda púðurskota og, að mig minnir, 7 byssukúlum, unz hinir brot- legu létu sér segjast. Það var á árinu 1965, er brezki togar- inn Aldershot tók stefnu til Bretlands með þrjá af okkar mönnum innanborðs, Eltingaleikurinn stóð i 12—13 tima, þar til Bretarnir gáfust upp. —Nú er sjómannadagurinn n.k. sunnudag. Hverjum augum liturðu á hann? — Þaö er ekkert vafamál, að sjómannadagurinn verður æ minni hátiðisdagur með hverju ári, sem liður. Sjó- mönnum er hampað þann dag, ekki vantar það, en næsta dag eru þeir flestum glevmdir. Egill Pálsson, bátsmaöur á Þór, er gamalreyndur á skipum Landhelgisgæzlunnar. Hann byrjaði hjá Gæzlunni 1952 og hefur starfað þar óslitið siðan. Ég trufla Egil örstutta stund við vinnu hans, og spyr hann þá fyrst um Þorskastriðið. —Ég var á Mariu Júliu á þeim árum. Ég lenti ekki i teljandi árekstrum við Bretana. Þó man ég það, að eitt sinn gerðu brezkt herskip og togari tilraun til að klemma Mariu á milli sin. Þeirri viður- eign lauk hins vegar svo, að Varöskipin þrjú i Reykjavíkurhöfn. Fremst er Albert, þá Óðinn og fjærst Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.