Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.06.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 4. júni 1972. BÓRIS SPASSKÍ 10. Rússneski stórmeistar- inn Bóris Spasskí, tiundi maðurinn, sem hlotið hefur heimsmeistara- nafnbót i skák, ver senn titil sinn i keppni við bandariska stórmeistar- ann hér i Reykjavík. Þessa grein ritaði sovézkur blaðamaður nýlega í tilefni þess. SUMARIÐ 1966 komu helztu skáksnillingar heims saman til keppni, sem haldin var til heiðurs sellóleikaranum fræga Piati- gorsky, i Santa Monica i Kali- forniu. Meðal þeirra voru Tigran Petrosjan, þáverandi heims- meistari i skák, og Bóris Spasski, báðir frá Sovétrikjunum, Robert F'ischer Bandarikjameistari i skák, og Bent Larsen Dan- merkurmeistari. Fischer gekk heldur illa i byrj- un keppni, gerðist þunglyndur og einrænn, flutti i herbergi afsiðis á hótelinu og fór einförum. Dag einn barði Bóris Spasski, sem stjórnaði keppninni, að dyr- um hjá Fischer. „Kom inn”, heyrðist muldrað. Fischer lá alklæddur á óum- búnu rúminu. Myndablöð og skákrit voru á við og dreif um gólfið. Hann virtist ekki skeyta neitt um það, sem gerðist i kring- um hann. „Komdu út, Bobby, i staðinn fyrir að hima i þessu leiðindaher- bergi,” sagði Spasski. „Littu bara út — sólskin, blóm, stúlkur. Ég gef þér klukkutima til að koma þér af stað. Ég bið eftir þér við sundlaugina. Stundu siðar svömluðu Bóris og Bobby i sundlauginni og kölluðu glaðlega hvor til annars. Frammistaða Fischers i keppninni batnaði. Undir lokin vann hann allmarga leiki og komst i annað sæti, varð næstur á eftir Spasski. Þessi atburður varpar ljósi á skapgerð Bóris Spasskis, tiunda heimsmeistarans i skák, afburða skákmanns og elskulegs félaga. Þeir, sem fá tækifæri til að fylgj- ast með daglegu lifi Bóris Spasskis, kunna að halda, að hon- um veitist allir hlutir auðveldir, og að honum hafi frá bernsku verið ætlaður æðsti sess meðal skákmanna. En maðurinn, sem situr við taflborðið við erfiða skák, á að baki áralöng vonbrigði, erfiða vinnu og baráttu. Drengur- inn, sem grét þegar hann tapaði skák, er orðinn þroskaður, jafn- lyndur maður: efnilegi unglingurinn er orðinn að stór- meistara í fremsta flokki. NfU ÁRA GAMALL kom Spasskí i fyrsta sinn i skákklúbb- inn i félagsheimili ungherja i Leningrað. I einu herberginu var Viktor Kortsnoj, sem 15 ára gam- all var kominn i hóp skákmeis- tara, að tefla tjöltefli. Eitt sætið við borðið var autt, og Bóris litla var boðið að setjast. Höfuð hans bar með naumindum yfir tafl- mennina á borðinu Viktor Kortsnoj leit á Bóris og sagði með fyrirlitningu: „Ég verð ekki lengi að baka þennan litla titt”. 1 22. öðrum leik sagði Viktor „mát.” Bóris hljóp grátandi heim, ákveðinn i að fara aldrei aftur i skákklúbbinn. En hann kom nú samt, og það aftur og aft- ur, þótt við og við hlyti hann að biða beiskan ósigur. Mörgum árum siðar, þegar Spasski var orðinn frægur, var hann beðinn að segja álit sitt á sjálfum sér. „Ég er góður skákmaður,” sagði hann. Áheyrendur fóru að hlæja, þeir vissu ekki, að hann gat ekki sagt neitt annað. Aðrir stór- meistarar hefðu getað sagt um sjálfa sig: „Ég er góður að skipu- leggja skákir minar”, eða „Ég kann að beita brögðum”, eða „Ég hef góða tækni”. En Spasski er ekki aðeins góður skákmaður, heldur mjög góður. „Maðurinn, sem nú stendur á há- tindi skáklistarinnar, er raunsæj- asti skákmaðurinn siðan á timum Laskers,” segir Mikael Botvinn- ik. „Hann hefur ekki sérstakt dá- læti á neinum ákveðnum hliðum skáklistarinnar. Honum er sama, hvort hann er i vörn eða sókn. Hann teflir i hvaða stöðu sem er, breytir um stöðu af öryggi, og reiknar nákvæmlega út aðra möguleika.... Spasski er fjöíhæfur skákmaður.” „I minum augum er skák fyrst og fremst drengilegur leikur ” segir heimsmeistarinn. „Ef mað- ur gerir skyssu — og þá á ég ekki endilega við i taflmennskunni sjálfri, heldur skjátlast um mannlegt eðli, t.d. ef maður er hrokafullur gagnvart and- stæðingnum, eða gerist kærulaus — þá fær maður undantekninga- laust að kenna á þvi i taflinu. í þessum skilningi er skák iþrótt, sem lýtur ströngum og ákveðnum lögmálum, eða eins og ég kalla hana, drengileg iþrótt.” ÞESSI ORÐ ERU lykill að skilningi á Boris Spasski. Hann teflir upp á sigildan máta og á þann sjaldgæfa hæfileika að geta breytt sér algerlega. Hann er mikill mannþekkjari og finnur leynda galla i tafli andstæðinga sinna og kann að notfæra sér þá. Þótt allir stórmeistarar kunni skil á þessu „leynivopni sálfræðinn- ar”, hefur enginn annar notfært sér það til jafns við Spasski. Sannleikurinn er sá, að til þess að geta komið andstæðingi i stöðu, sem honum fellur ekki, þarf ekki aðeins sterkan, heldur einnig fjöl- hæfan skákmann. Hann þarf að vera jafnvigur i staðfastri vörn, hraðri sókn og þreytandi baráttu um stöðu. Bóris Spasski hefur lengi verið snillingur i öllu þessu. En hversu margir afburða- skákmenn hafa aldrei komizt á tindinn og orðið að láta sér nægja að leika aðra fiðlu, af þvi að þá skorti nauðsynlega árásarhneigð og keppnisanda. „Ég er ekki keppnismaður að eðlisfari, heldur þessi rólega og ihugandi manngerð. En i skák duga engir nema bardagamenn, og ég varð slikur af nauðsyn. Skákin sjálf hvetur mann til ákveðinna aðgerða. Stundum til athafnasemi, stundum til að sýna þolinmæði og til að halda aftur af sér. f stuttu máli sagt, skák mót- ar skapgerð manna. Mig gerði hún að bardagamanni.” Rússneski skáksnillingurinn Alexander Aljekin lét eitt sinn i ljós sömu skoðun þegar hann sagði: „Ég byggði upp skapgerð mina með skákinni.” SKAPGERÐ SUMRA skák- manna speglast i skákum þeirra. Austræn þekking, rólegt fas og varúð Tigrans Petrosjan og ólg- andi skapgerð Mikaels Tal birtast i nær hverjum leik i öllum skák- um, sem þessir stórmeistarar tefla. öll skapgerðareinkenni þeirra, sterkarsem veikar hliðar, koma i ljós á taflborðinu. Sjaldgæfari eru annars konar skákmenn. Fyrir áhrif skák- listarinnar breytast skapgerðar- einkenni þeirra. Þetta á sér stað smátt og smátt án þess að þess verði vart. Skákmaðurinn heldur, að hann sé að tefla skák, þegar skákin er i raun og veru að tefla honum fram og aftur. Gyðja skáklistarinnar mótar æðstu presta sina i stein, og eins og Pygmalion, blæs hún aöeins lifi i fullkomnustu listaverk sin. Við getum sagt, að skákin hafi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.