Tíminn - 07.06.1972, Side 17

Tíminn - 07.06.1972, Side 17
BLÓMLEG STARFSEMI UMSE - 50 ÁRA AFMÆLIS SAMBANDSINS MINNZT NÝLEGA Fulltrúar og gestir á ársþinginu að llúsabakka. Dagana 22. og 23.april s.l. var 51. ársþing Ung- mennasambands Eyja- fjarðar haldið að Húsa- bakka i Svarfaðardal. Til þingsins mættu 62 fulltrúar frá öllum sam- bandsfélögum 15, að tölu. Gestir þingsins voru: Hafsteinn Þor- valdsson formaður UMFÍ, Sigurður Geirdal framkvæmdastj. UMFí, Gisli Halldórsson forseti ÍSÍ, Hermann Guð- mundsson fram- kvæmdastj. ÍSÍ, Sveinn Björnsson varafor- maður ÍSÍ og Guðmund- ur Benediktsson fyrr- verandi formaður UMSE. Framkvæmdastjóri sam- bandsins, Þóroddur Jóhannsson, lagði fram starfsskýrslu s.l. árs, er greindi frá margþættu starfi sambandsins. Veitt var fyrir- greiðsla um iþróttakennslu til sambandsfélaganna eftir óskum þeirra. Mót voru haldin i mö'rgum greinum iþrótta, svo og i skák og bridge. Auk þess tók sambandið þátt i mörgum mótum út á við, i frjálsum iþróttum, starfsiþróttum, knattspyrnu og skák. Sumarbúðanámskeið var haldið að Laugalandi i Eyjafirði og var þátttaka mikil Þá var sambandið aðili að hátfðahöldum við afhjúpun minnisvarða Daviðs Stefánssonar, skálds, sem reistur var að Fagraskógi. Einnig var það aðili að bindindismóti i Vaglaskógi, Bændahátið Ey- firðinga og spurningakeppni við H.S.Þ. Mörg mál voru rædd og tekin til afgreiðslu á þinginu s.s. varðandi iþróttir og iþróttamannvirki, samkomuhald, 1100 ára afmæli íslandsbyggðar, Eyfirðingavöku, bindindismál, og landgræðslu. Það mál, sem mest áherzla var lögð á, var að skapa þyrfti fjár- hagsgrundvöll fyrir fullu starfi framkvæmdastjóra fyrir sam- bandið,sem þá yrði til aukinnar fyrirgreiðslu við sambands- félögin og aðra þá, er hennar hafa notið. 1 stjórn sambandsins voru kjörnir: Sveinn Jónsson for- maður, Haukur Halldórsson varaformaður, Haukur Stein- dórsson ritari, Birgir Marinósson gjaldkeri og Vilhjálmur Björnsson meðstjórnandi. Arsrit UMSE kemur út á næstunni og eru þar yfirlit um starf sambandsins og sambands- félaganna á s.l. ári ásamt öðru efni. Innan UMSE eru nú nær eitt þúsund félagsmenn. Hinn 8.april s.l. voru 50 ár liðin frá stofnun Ungmennasambands Eyjafjarðar. Þess var minnzt með kvöldskemmtun á þrem stöðum á sambandssvæðinu, dagana 7., 8. og 9.aprii,þar sem þættir úr starfi sambandsins voru raktir i máli og myndum. Sam- bandsfélögin lögðu fram ýmis skemmtiatriði, og að lokum var dansað. Að kvöl,di fyrri dags árs- þingsins 22.april var svo haldinn afmælisfagnaður að Vikurröst á Dalvik og var þar saman komið um 250 manns. Fyrst fór fram iþróttasýning i iþróttahúsinu á Dalvik og sýndu þar nemendur barna- og unglingaskólans undir stjórn Jóns Halldórssonar, iþróttakennara. Einnig voru sýndir þjóðdansar undir stjórn Þuriðar Arnadóttur iþróttakennara. Siðan var gengið til borðhalds, er Sveinn Jónsson formaður sam- bandsins stjórnaði. Þar rakti Jón Stefánsson Dalvik helztu þætti úr sögu sambandsins. Avörp fluttu: forráðamenn UMFI og ISI, for- ystumenn iþrótta- og ungmenna- samtaka á Akureyri, og úr nágrannabyggðum, svo og nokkrir aðrir gestir. Jóhann Danielsson söng við undirleik Áskels Jónssonar, sem einnig stjórnaði almennum söng. Fimm stúlkur úr Hrisey sungu við gitarundirleik og Birgir Marinósson flutti frumort ljóð til UMSE. Að lokum var dansað. Sambandinu bárust mörg heillaskeyti, peningagjafir, minningargjafir og góðir gripir. Þrir eldri ungmennafélagar, þeir Guðmundur Benediktsson frá Breiðabóli, Helgi Simonarson Þverá og Jón Stefánsson Dalvik, voru heiðraðir með starfsmerki UMFI og hinn siðastnefndi var einnig sæmdur gullmerki ISI. A næstunni kemur út 50 ára af mælisrit UMSE, og þar rakin starfssaga þess og sambands- félaganna, viðtöl við yngri og eldri ungmennafélaga, auk fleira efnis og mynda. Jón Stefánsson flytur sögu UMSE. Heiðraðir af ÍBR Gunnar Már Pétursson A ársþingi Iþróttabandalags Reykjavikur, sem hófst s.l. föstudag voru þrir kunnir iþróttaforustumenn i Reykjavik heiðraðir. Hlutu þeir IBR- stjörnuna fyrir vel unnin störf i þágu reykviskra iþróttamála á mörgum undanförnum árum. Þeir, sem heiðraðir voru, voru Árni Arnason, formaður Handknattleiksráðs Reykja- vikur, Gunnar Már Pétursson, formaður Vikings, og Haraldur Gislason, stjórnarmaður i Knattspyrnuráði Reykjavikur. Óþarfi er að kynna þessa menn. Arni Arnason hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir hand- knattleiksmenn, var um skeið formaður HSI, en hefur siðan átt sæti i stjórn HKRR og er nú-' verandi formaður ráðsins. Gunnar Már Pétursson hefur unnið að málefnum Vikings um margra ára skeið. Haraldur Gislason starfaði i mörg ár I stjórn knattspyrnudeildar KR og var formaður hennar, en situr nú i stjórn KRR. -alf. Arni Arnason llaraldur Gislason Leika í Munchen Nú er vitað hvaða 16 þjóðir taka þátt i lokakeppninni i knattspyrnu á Olympiuleikunum i Miinchen: Evrópa: Vestur-Þýzkaland, Ungverjaland, Sovétrikin, Danmörk, Austur- Þýzkaland, og Pólland. Noröur- og Suður-Amerika: Bandarikin, Mexikó, Brasilia og Colombia. Afrika: Ghana, Marokko og Súdan Asia: Burma,Malasia og Iran. Hafsteinn Þorvaldsson afhendir Helga Simonarsyni t.h. starfsmerki UMFI. AKUREYRINGAR GEGN KEFLVÍKINGUM - í kvöld í minningarleik um Jakob Jakobsson Alf-Reykjavik. — í kvöld, miðvikudags- kvöld, fer fram á Akureyri hinn árlegi minningarleik- ur um Jakob Jakobsson. Leikur lið íþróttabanda- lags Akureyrar gegri liði íslandsmeistara Kefla- víkur. Hefst leikurinn kl. 20. Akureyringar hafa verið mjög sigursælir i minningar- leikjunum, sem háðir hafa verið hingað til, og tapað aðeins einu sinni. Var það i fyrra, en þá léku þeir gegn KR-ingum. Eins og kunnugt er, leikur Akureyrar-liðið i 2. deild i ár. Engu siður eru Akureyringar staðráðnir i að velgja Islands- meisturunum undir uggum i leiknum i kvöld. Akureyringar unnu fyrsta leik sinn i 2. deildar keppninni um helgina, en þá léku þeir gegn Húsvikingum. Jó- hannes Atlason, fyrirliði lands- liðsins, þjálfar og leikur með Akureyrarliðinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.