Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. júni 1972. TÍMINN Sáu skrofu og sæsvölu í Elliðaey HE—Vestmannaeyjum Á mánudaginn kom hópur fuglaskoðunarmanna til Vest- mannaeyja, og var fararstjóri þeirra Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi. Strax eftir komuna til Eyja skoðuðu þeir Náttúrugripa- safnið, en fóru siðan út i Stór- höfða, þar sem þeir dvöldust i tvo tima. Af Stórhöfða höfðu hinir innlendu og erlendu fuglaskoð- unarmenn gott útsýni yfir eyjarnar i kring, og gátu með sjónaukum skoðað fuglalifið i kring. Eftir hádegið var svo stigið um borð i bát, sem flutti hópinn út i Elliðaey, þar sem sáust bæði skrofa og sæsvala, og þótti hópnum mikill fengur i þvi. Auk þess var stærsta svartfuglabyggð Vestmannaeyja skoðuð i Elliða- ey. Hópurinn var mjóg heppinn með veður og hélt ánægður til Reykjavikur um kvöldið.. Fundahöld GS—fsafirði Mikið var um fundahöld á tsa- firði og Núpi um helgina. A isafirði var haldinn aðalfundur Kaupfélags tsfirðinga, og Samband vestfirzkra kvenfélaga hélt einnig fund á Isafirði á sunnudag. Á föstudaginn var haldinn á Núpi i Dýrafirði fundur um kennslumál — á vegum Sambands vestfirzkra kennara, og á laugardag og sunnudag var haldinn aðalfundur Vestfirzkra náttúruverndarsamtaka á Núpi Fuglaskoðunarfólk á Stórhöfða i Vestmanna eyjum. (Timamynd HE) Svartfuglinn flaug með endann úr bjarginu GS — ísafirði Þegarvélbátamir Reynir og Bryndís komu að Hæla- víkurbjargi til að taka eggin þaðan frá piltunum tveim, sem höfðust við í bjarginu, var dálítill súgur við bjargið, svo ekki var gott að koma enda úr bjarginu og i bátana. Skipverjum á Reyni tókst að ná í sinn enda, en sigmennirnir bundu nælon- enda um fót á svartfugli, sem flaug með spottann á haf út, þar sem skipverjar BANVÆNIR FYRIR 20 ÁRUM - ERU LÆKNAÐIR NÚ TIL DAGS SJ—Reykjavik. „Framfarir siðustu tuttugu ára i kjarnvisindum eru smámunir miðað við það stökk, sem lækningar á tauga- og heilasjúk- dómum hafa tekið á sama tima." Svo fórust prófessor Denis Williams, brezkum sérfræðingi i heila- og taugasjúkdómum, orð á blaðamannafundi, en hann er hér i fimm daga boði Háskóla islands. Flytur hann fyrirlestra hér og starfar með islenzkum sérfræðingum i taugasjúk- dómum. Að þvi loknu hyggst prófessor Williams ferðast um landið i vikiltima. Williams lét þess getið, að nú væri farið að lækna taugasjúk- dóma, sem fyrir 20 árum hefðu verið banvænir, og nú væru læknar farnir að gera sér grein fyrir vefrænum orsökum sjúk- dóma, sem fyrir fáum árum hefðu verið taldir hrörnunarsjúk- dómar, sem ekki fengist við ráðið. Williams taldi mikilvægan þann árangur, sem náðst hefði i sambandi við meðferð sjúklinga, sem fengið hafa heilablóðfall, sem er algeng dánarorsök (sú þriðja algengasta hér á landi). Sömuleiðis það, að nú væri orðið ljóst, að margir geðsjúkdómar, t.d. geðklofi ættu sér orsök i vefrænum sjúkdómum. Denis Williams einn aðalsér- fræðingur National Hospital for Nervish Diseases i London i sinni grein og ritstjóri merks timarits um tauga- og heilasjúkdóma, The Brain. Hann heldur allmarga fyrirlestra hér, m.a. einn,sem er opinn öllum, sem nefnist á ensku The Fact that I am, og fjallar um sjálfið. Verður fyrirlesturinn auglýstur nánar siðar. 1 gær, þriðjudag, flutti Williams fyrir- lestur um flogaveiki, á morguh talar hann á Borgarspitalanum kl. 12 um heilablóðfall, og siðar kl. 1.30 á Kleppsspitalanum um breytingar á heilalinuriti sjúk- linga, sem öðrum fremur hafa þótt sýna afbrotahneigð. Williams kvaðst lengi hafa haft hug á að koma til íslands, en þegar hann hefði haft tima á stúdentsárum sinum hefði hann ekki haft peninga, en siðar hefði þetta snúizt við. Það væri þvi ánægjulegt að vera hér loks kominn i starfserindum. Hann lagði mikla áherzlu á.að starf sér- fræðinga i heila- og taugasjúk- dómum yrði að vera hópvinna. Og lét i ljós ánægju með að geta aðstoð hinn nýtilkomna hóp sérfræðinga i þessari grein hér. á Bryndísi náði bæði spottanum og fuglinum. Sigmennirnir létu enda siga niður i kúlu, og náðu skip- verjarnir á Reyni endanum. Þeir á Bryndisi náðu endanum aftur á móti ekki, og hugkvæmdist sig- mönnunum, sem voru uppi i bjarginu þá að fá sér nælonhnotu, með grönnu garni, og bundu endann ofarlega i fót á svartfugli, svo hann gæti bæði synt og flogið. Slepptu þeir siðan fuglinum, sem flaug út á sjó með endann. Þeir á Bryndisi náðu von bráðar i garnið, sem flaut á sjónum og siðan i fuglinn. Var fuglinum klappað mikið og vel fyrir hjálpina, áður en honum var sleppt aftur, algjörlega ósködduðum. Alls komu svo bStarnir tveir með um 24 þúsund egg til tsafjarðar á laugardags- morguninn. Ekki eru þó nærri öll eggin söluhæf, og fæst minna fyrir eggin, þegar þau eru seld til Reykjavikur, eða 17 krónur fyrir stykkið, en útsöluverð mun vera 25 krónur. _______ ______ Læknar taugasjúkddmadeildar Landspitalans: Sverrir Bergmann, Gunnar Guðmundsson Kjartan Guö- mundsson, og John Bendikz, ásamt Denis Williams (fyrir miðju). TimamyndGunnar Vætan komin og meiri veidi Þvi miður gátum við ekki fengið tölulegar upplýsingar um veiðina i Laxá i Kjós i gær, þegar við simuðum til veiði- hússins þar, þar eð þeir voru ekki við, sem gátu gefið slikar upplýsingar. Hins vegar sagði unga stúlkan, sem við ræddum við, að veiði- mennirnir hefðu verið ánægðir með fiskiriið i gær- morgun, þegar þeir komu til hádegisverðar. Sögðu, að fiskur hafi veiðzt á fyrsta kasti. Þá sagði stúlkan okkur, að veiðimennirnir reiknuðu með enn meiri veiði i dag, enda er vætan komin og veiði- skilyrði þvi orðin betri. Litil veiði var i ánni i fyrrdag. „ íslandsmeistarinn" opnaður hálfum mánuði fyrr Laxá á Ásum var opnuð 1. júni, eöa hálfum mánuði fyrr en venja hefur verið. Sem kunnugt er, var þessi á met- áin i fyrra hvað f jölda veiddra laxa á stöng áhrærir, en um 800 laxar veiddust á stöngina þar i fyrra, enda mun hvor stöng þar i ár kosta tiu þúsund krónur yfir daginn. Sæmileg veiði mun hafa verið i ánni þá daga, sem hún hefur verið opin. Hins vegar tókst okkur ekki að afla okkur tölulegra upplýfeinga uni veiðina, þegar við simuðum þangað norður i gærkvöldi. — EB Heldur þorskastríð en undanhald i grein, sem Eiiiar Sigurðs- son - útgerðarmaður birtir i Mbl. á sunnudaginn, vikur hann m.a. að landheigis- málinu og segir m.a.: JVIanni, sem samþykkir víxil, finnst furðu fljótt koma að gjalddaganum. Hin þá nýmyndaða rikisstjórn gaf fyrir 9 mánuðum út „land- helgisvixilinn", og nú eru aðeins tæpir'.! mánuðir þangað til hann fellur. Margt hefur gerzt á þessu 9 mánaða timabili. Meðal þess mikilvægasta er, að stjórnar- liðið og stjórnarandstaðan hafa sameinazt á alþingi um framgang landhelgismálsins. I>á má glöggt finna það, að með þjóöinni rikir órofa eining um málið og að hún er reiðu- Iuiiii til að leggja sitt af mörkum og færa þær fórnir, sem með þarf, til þess að i þvi vinnist sigur. Enn er allt i óvissu um hvað andstæðingar landhelgismál- sins ætlast fyrir, þó að eitt og annað hafiskotiðupp kollinum hjá meira og minna ábyrgum aðilum: Viðurkenna þeir út- færsluna gegn veiðircttindum á ákveðnum svæðum innan nýju markanna um tilekið árabil, t.d. :s ár, eins og þeir gerðu með samningunum 1961, þegar þeir viðurkenndu 12 milurnar? Það myndu allir islendingar geta sætt sig við. Verður gerður einhvers konar undansláttarsamningur eins og Brasilia og Bandarikin gerðu með sér nýlega, þar sem farið var i kringum viður- kenninguna með orðskrúði? Eða fara Bretar i nýtt þorska- strið, þó að þvi verði ekki trúað, fyrr en bryndrekar þeirra birtast á miðunum? !>ó að vikingablóðið sé farið aðkólnaiæðum islendingsins, þá myndi hann taka þvi, sem að höndum bæri hvort sem það væri nýtt þorskastríð eöa við- skiptastrið heldur en láta hlut sinn i iandhelgismálinu." Alvara eða fíflalæti Alþýðubtaðið kvartar i gær undan forustugrein, sem nýlega birtist i Nýju landi og sagt hefur verið frá hér i blaðinu. Alþbl. segir: „Þessi leiðari Nýs lands er einhver ósvífnasta sending, sem hægt var að beina til Alþýðuflokksins um það leyti, sem sameiningarviðræðurnar miili flokkanna hafa hafizt á ný af fulium krafti. Merkir sú orðsending, að við Aiþýðu- flokksmenn eigum ekki lengur að taka viðræðurnar alvar- lega? Merkir hún, að sam- tökin kæri sig ekkert um að halda málinu áfram? Hvaða „fólk" eigum við Alþýðu- flokksmenn að láta i friði"? Við vitum það mætavel, að það er ekki einhugur um sam- einingarmálið innan raða samtakanna. Þar eru fjöl- margir einstaklingar, sem aldrei hafa verið og verða aldrei jafnaðarmenn og kæra sig ekkert um sameiningu islenzkra jafnaðarmanna. Þeirra sjónarmið hafa hins vegar ekki farið hátt, þar til nú sciniii part vetrar." Alþýðublaðið spyr svo i framhaldi af þessu, hvort við- ræður þær, sem fara fram um sameiningu nvilli Samtakanna og Alþýðuflokksins, séu alvar- iega meintar eða aðeins fífla- læti. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.