Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miövikudagur 14. júní 1972. Avarp Elíasar Jónssonar, blaðamanns, á útifundinum á sunnudag: Fundarstjóri, góðn- fundar- menn! Það er vissulega fagnaðar- efni, að á þessu sumarkvöldi skuli svona margir vera hér samankomnir til þess að leggja áherzlu á brottför alls erlends hers af íslandi. Og enn ánægjulegra er, að Hafnar- fjarðargangan og þessi úti- fundur eiga sér stað einmitt á þeim timum, þegar i fyrsta sinn um langt árabil er raun- hæft að gera ráð fyrir, að krafa okkar hér i kvöld — her- inn burt— nái fram að ganga. Erlendur her hefur verið á tslandi i samfleytt rúmlega tvo áratugi, þrátt fyrir þær yf- ERLENDAR HERSTOÐVAR A ÍSLANDi ÓSAMRÝMANLEGAR SJÁLFSTÆÐI ÞJÓÐARINNAR irlýsingar islenzkra ráða- manna við upphaf hersetunn- ar, að ekki kæmi til mála, að hér á landi yrði erlendur her á friðartimum. Þessi her hefur búið vel um sig, og á hérlendis ófluga fylgismenn sem hafa á liönum árum reynt að koma þvi inn hjá þjóðinni, að her- seta um ókomna framtið sé eðlileg og nauðsynleg. Þessi öfl hafa með látlausri áróðurs- iðju sinni reynt að gera er- lenda hersetu aö sjálfsögðum bætti i islenzku þjóðfélagi. Um þaö leyti sem íslending- CREME FRAICHE Cockpailsósa &* sinneþssósa Cocktailsósa: ^2 dl af tómatsósu í dós af sjrdum rjóma. Sinnepssósa: 2 msk af sinnepi í dós af sýrðum rjóma. Gott meÖ fiski, pylsum, hamborgurum, steiktu kjöti, kfúk/ingum, kryddsíld, humar, rakju o.fl. MJÓLKURSAMSALAN í REYKJAVIK RADIAL „MICHEUN gerirmuninrí' AtvinnubifreiSastjórar fullyrða að Michelin radial hjólbarðar endist allt að helmingi lengur en venjulegir hjólbarðar. Allt á sama stað Laugavegi 118-Sími 22240 EGILL VILHJALMSSON HF ar öðluðust loks fullt sjálfstæði eftir margra alda erlend yfir- ráð, skildu forystumenn þjóð- arinnar. og alluralmenningur, vel nauðsyn þess að búa i her- lausu landi. Sem dæmi um þetta er oft vitnað til ummæla eins af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins á alþingi 5. október 1946, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni, aö herstöðvar erlends rikis i landi okkar væru ósamrýman- legar sjálfstæði þess. Áróðurs- meistarar hersetunnar hafa að undanfórnu gjörsamlega snúið þessum sannindum við, og boða nú, að erlend herseta sé nauðsynleg forsenda sjálf- stæðis! l>ótt þessar tilraunir her- setumanna til að gera hvitt að svörtu og brjóta niður sanna sjálfstæðisvitund þjóðarinnar, hafi vafalaust borið einhvern árangur, þá hefur þó ekki enn tekizt að brengla þjóðernis- kennd meirihluta þjóðarinnar. 1 siðustu alþingiskosningum veitti þjóðin þeim þremur stjórnmálaflokkum, sem um margra ára skeið hafa haft brottför hersins að baráttu- máli, hreinan meirihluta á al- þingi. Vegna þessara kosningaúrslita fór eðlilega svo, að þessir þrir flokkar mynduðu nýja rikisstjórn, sem gerði brottför hersins á þessu kjörtimabili að mikil- vægu stefnuskrármáli sinu. Með núverandi rikisstjórn komust til valda á tslandi mennsem skilja þaðglögglega, sem öll þjóðin vissi fyrir ald- arfjórðungi siðan, að erlendar herstöðvar eru ósamrýman- legar sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir skilja, svo vitnað sé i orð forsætisráðherra á siðasta hausti, að það er eðlileg ósk litillar þjóðar, sem nýlega fékk fullveldi, að geta lifað i landi sinu án þess að erlent herliðhafi þar varanlega setu. Það er á þessa eðlilegu ósk, Klías Jónsson. sem við erum að leggja áherzlu hér i kvöld. Góðir fundarmenn! Á árinu 1974 höldum við Is- lendingar hátið til að minnasl þess, að ellefu hundruð ár eru liðin frá þvi fsland byggðist. Forfeður okkar vildu ekki þola ofriki og valdniðslu og settust þvi að á fslandi til að vera hér frjálsir og sjálfstæðir menn. Á þúsund ára . afmæli Is- landsbyggðar, fyrir tæpum eitt hundrað árum, náðist áfangi i sjálfstæöisbaráttu þjóðarinnar. Ég veit ekkert, sem væri betur fallið til þess að heiðra minningu þessara frjálshuga og sjálfstæðu land- námsmanna, né væri okkur lslendingum sjálfum til meiri sóma, en að á ellefu hundruð ára afmælinu ynnist enn einn sigur i sjálfstæðismálum þjóð- arinnar með þvi, að erlendar herstöðvar hyrfu úr landinu fyrir fullt og allt. Ég er sannfærður um, að með góðu starfi og öflugum stuðningi við fyrirheit rikis- stjórnarinnar um brottför hersins, þá mun þetta takast — þá mun sá dagur koma á þessu kjörtimabili, að siðasti erlendi hermaðurinn yfirgefur islenzka grund. Vinnum öll saman að þvi, að sá dagur renni upp sem fyrst! Auglýs endur Auf{lvsinf;ar, sem eiga ao kuma i blaoinu : birast fyrir kl. 1 i föstudögum. \uf*l.stofa Timans er i Bankastn unnudogum þurfa a(t meia arfköst mea sláttuþyrlu Mest selda sláttu þyrlan Evrópu Tvær stærðir: 1,35 og 1,65 m — Meiri sláttuhraöi engar tafir — Aðeins 4/6 hnífar auðveld hnífaskipting — Mest reynzla í smíði sláttuþyrla t> ÞORHF md,:,! : REYKJAVIK SKÓLAVÖROUSTÍG 25 TRAKTORAR Tvær kartöfluupptökuvélar til sölu Amazone og hollenzk BAV.f poka- vélar, og diskaherfi fyrir þritengibeizli. Vélarnar eru i góðu ástandi. Upplýsingar i sima 99-5645 eða 99-5648.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.