Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 14. júni 1972. TÍMINN 11 ddu ekki hratt" sem átti úrtökuhross, er mikið var talað um. Svo vildi til, að við urðum nokkuð á eftir aðal hópn um, þar sem framundan voru sléttir melar. Ég var að reyna að fá gangspor úr þeirri jörpu og hann fylgdist með tilburðum okk- ar. Eftir að hafa horft á þetta stundarkorn, segir hann: „Eigum við ekki að reyna gæðingana, Bjarni?" Nú var ég i vanda staddur. Mágur minn hafði, þegar hann lánaöi mér hryssuna.tekiðfram, aðégmætti ekki hleypa henni. Ég gat þóekki staðist freistinguna og þar sem ég var léttari unnum við Jörp sprett- inn. Þegar heim kom um kvöldið, gekk mágur minn á tal við mig og sagði: Þú sveikst mig á loforðinu, sem þú gafst, þegar ég lánaði þér hryssuna, Bjarni, nú get ég ekki treyst þér fyrir henni framveg- is." Ég varð auðvitað miður mln og fann að ég haföi brotið af mér. En fannst þó súrt i broti að fá þessa refsingu, þar sem við höfðum unnið sprettinn. Þaö var ekki fyrr en nú i ár, að ég minntist á þetta atvik viö hann. Auðvitað hló hann. Honum hafði ekki verið nein illska i hug, en hann er strangur maður og réttlátur. Það var mér góður skóli að vera hjá honum. Fyrir nokkrum árum sendu þau hjónin mér jarpan fola undan þessari hryssu, siðasta tryppið hennar. Hann hefur alist upp hér á heimilinu og við teljum hann okkar bezta hest. Við sýndum hann tvivegis i góðhestakeppni á siðasta sumri og hann stóð sig vel. Við gerum okkur vonir um að hann veiti okkur mikið yndi i framtiðinni. — Mig langar til að vita, hver er staða hestsins hjá ykkur, þessari fjölskyldu. Er hann fyrst og fremst tæki ykkur til gagns og skemmtunar eða er hann öðru fremur heimilisvinur? — Allir hestar hafa sál og eru að þvi leyti jafnir fyrir okkur. Suma hestana eigum við og nokkrir þeirra eru alls ekki öðrum falir. Aðra hesta höfum við til með- höndlunar, i tamningu eða tilsögn eftir þvi sem timi, geta og kunn- átta leyfir. 1 þeim flokki eru hest- ar, sem við megum ekki binda það miklar tilfinningarvið.að það valdi sársauka að sjá þeim á bak. Alltaf fylgir þvi þó nokkur tregi að láta frá sér hest, sem búinn er að dvelja hjá manni um skeið og hefur komið sér vel, sérstaklega ef hann fer i óráðinn samastað. En það er ekki hægt að eiga alla hesta. Þeir eru dýrir og hækka stóðugt i verði, ekki sizt á erlend- um markaði. Áður var einkum falast eftir vænum hrossum, en nú er það að breytast og jafn- framt óskað eftir þvi að út- flutningshrossin séu tamin, og er það vel. Ég álit að Islendingar eigi sjálfir að temja þá hesta, sem þeir láta frá sér. — Er skynsamlegt að selja valda stóðhesta úr landi? Það er nú sennilega nokkuð seint að hugsa um það. Fjöl- margar hryssur hafa verið seldar úr landi og sumar þeirra fylfullar, þannig að kaupendur hafa fengið hestfolöld til undan- eldis og viðhalds stofninum enda eiga sumir útlendingar talsvert af islenzku stóði. Ég hef þá skoðun, að islenzki hesturinn geti tæpast i marga kynliði haldið kostum þeim, sem eftirsóttastir eru i fari hans, mýkt og fótfimi, alist hann upp við önnur náttúruskilyrði en þau, sem hér eru fyrir hendi. Erlendis er árlegur vaxtartimi lengri. Hann fær kjarnbetra og sterkara fóður og tekur þvi þroskann út á skemmti tima. Þar af leiðir, að stofninn, sem upp vex verður grófari og mótast á allt annan veg. Hann þekkir aldrei samskiptin við islenzkar heiðar, móa, mýrar, grjót og klungur, sem um aldaraðir hafa krafið islenzka hestinn um skarpa athyglisgáfu, kjark, lipurð og mýkt. ------Verða ekki örlög islenzka hestsins þau sömu hér heima, þegar hann er orðinn skemmti- tæki borgarbúans og aðeins á ferðum sléttar götur og má ekki einu sinni ganga frjáls i haga, heldur verður að naga bletti, sem ræktaðir eru fyrir hann? — Þeir hestar, sem Reyk- vikingarnir eru með, koma þangað flestir fullorðnir. Uppeldi sitt hafa þeir hlotið úti á landinu, fyrir norðan eða sunnan, og þvi ungir mótast af viðskiptum við náttúru landsins likt og kyn- slóðirnar, sem lifað hafa á undan þeim. Eflaust búa þeir þó við minna harðrétti en oft var þekkt áður og er það vel farið. Hitt er svo augljóst, að þar sem hrossum er byggt út úr sumarhögunum, hlýtur uppeldið áð dragast saman. Ég álit að hrossarækt sé i fram- för. Þegar margir valinkunnir menn einbeita sér að sama verk- efni, getur ekki hjá þvi farið, að árangur náist. Auðvitað kann stefna i hrossarækt að vera umdeilanleg á hverjum tima, en svo er um Öll mannanna verk. En sem dæmi um augljósan jákvæðan árangur hrossaræktar tel ég mig geta nefnt Kirkju- bæjrabúið. Þar eru gullfalleg og góð hross. Nú er i ráði að endurvekja hrossaræktardeild i ölfusi, en hún hefur, þvi miður, legið niðri i nokkur ár. Hins vegar hefur Hörður, landsþekktur stóðhestur i eigu Páls Sigurðssonar á Krögg- ólfsstöðum, orðið hér til stór- felldra kynbóta. Aframhaldandi og aukinn hrossaútflutningur kann að hafa þaö i för með sér, að kaupendur krefjist þess, að hrossin séu komin af ættbókar- færðum foreldrum, og gefur þá auga leið, að nauösyn er á félags- Hvoll. skap, sem hefur með höndum eftirlit á þessu sviði. Undanfarin ár hefur verið rekin tamningastóð á Hellu á Rangar- völhim. Sú starfsemi hefur skilað mjög góðum árangri. Þar hefur einnig farið fram afkvæmis- prófun stóðhesta á vegum hrossa- ræktarsambands Suðurlands. Starfsemi sem þessa þarf rikiö að styðja myndarlega, þvi hross eru i framtiðinni mikill gjaldeyrir fyrir þjóðarbmð, ef vel tekst til um alla fyrirgreiðslu þeirra mála. — Hefur þessi búskaparhug- sjón i engu brugðist þér? — Néi, ég er bjartsýnn, enda siðan við komum hingað árað sér- staklega vel. Agætis sumar, með afbrigðum góður vetur og nú vorið þannig, að menn muna ekki annað eins. — Það er nú naumast hægt að miða búrekstur almennt við ykkar kringumstæður. Þið hjónin vinnið bæði fullt starf á öðrum vettvangi? — Við erum heldur ekki talin til bænda hér. Hugtakið bóndi, virðisthelzteiga við þá, sem reka kuabú. Sá biiskapur samrýmist á engan hátt okkar starfi. Þetta hér er aðeins til að veita okkur meiri lifsfyllingu i nánu og lifandi sam bandi við náttúruna. Að hætta kennsiustörfum og geía mig eingöngu að búskap, mundi ég telja hliðarspor. Ég gekk i skóla og miðaði mina framhaldsmenntun við þaö að vera kennari og byggja lifsstarf mitt upp á þvi sviði. Þar hef ég fengið reynslu og væri það þvi að ganga i öfuga átt, ef ég yfirgæfi það starf og fitjaði upp á öðrum vettvangi. Nú er mikið rætt um styttingu vinnutimans og sú breyting leiöir af sér auknar tómstundir. ötlum ætti að vera ljóst, að kennara- starfinu fylgir mikil ábyrgð og einnig það, að geysimikill timi utan þess, sem skráður er, fer i beina vinnu. við starfiö, undir- búning og athugun. Umsvifin hér heima, veita tilbreytingu og um leið hvild frá hinni reglubundnu daglegu önn i skólanum. Trassi kennari á einhvern hátt skólann, kemur það óöar fram i kennslunni og þá fyrst og fremst niður á honum sjálfum. Ég held það sé vanhugsað, hver sem leggur út i kennarastarf án þess að taka það af alúð og einurð. A annan hátt verður það ekki vel unniö. Það getur aldrei orðið aukastarf. Komi hér upp tamningastöb eins og nú er hugsaö, þá ber ég ábyrgð á henni, en hef valda menn, sem ég fullkomlega treysti, til að vinna hin daglegu störf. Sjálfur verð ég nánast áhorfandi. En það hefur lengi verið mér hugleikiö, að eiga þess kost að fylgjast með ungum hrossum fet fyrir fet frá ærslum æskuleikja til ákveðinna við- bragða gæðingsins. Lokaorðin eru svo frá henni Kristinu. En eins og alls staðar, þar sem fjölskyldulifiö er i lagi, er konan betri helmingurinn. Enda er greinilegt, að Bjarni er stoltur af að hafa svo vel séð fyrir sinu Inisi. Ég kann ákaflega vel við mig hér. Þetta ár hefur aö visu verið talsvert erfitt, en það var okkur fyllilega ljóst, að þessi raða- breytni gat aldrei orðið átaka- laus. Viö horfum nokkuð örugg til framtiðarinnar og fögnum þvi að njóta sólar og sumars á næstu mánuðum. Þ.M. Hestar og reiðmenn. Talið frá vinstri: Hlöover Ólafsson tamningamaður, Hróftmar Bjarnason, Bjarni Sigurösson. Sigurjón Bjarnason. Hinn konunglegi danski ballett: LISTDANSSÝNING að nota tjáningarform hans i ballett. Orð eru i rauninni óþörf hjá honum.ef svo má segja. Hann hefur mjög dramatiska form- byggingu, sem nota má i ballettin, jafnframt þvi, sem mér finnst hugmyndafræöi hans ákaf- lega athyglisverð". Þött ekkert orð sé mælt af munni fram minnist ég ekki, að hafa oröið fyrir jafnmiklu og gagntakandi seiðmagni á nokkurri leiksýningu i Þióðleik- húsinu eins og á þessum ballett, sem byggður er á Kennslustund Ionescos. Hér eru orð svo sannar- lega óþörf. Það er eins og fari að stormgnýr á sviðinu og hver dansstund sé þrungin ógn og djöfulmóöi. Þótt ég hafi lesið kennslustundina oftar en einu sinni og séð hana á leiksviði bæði i Paris og Reykjavik, ætla £g samt sem áður að leyfa mér að halda þeirri djörfu skoðun á loft, að ballettinn taki sjónleiknum fram, og er það i sjálfu sér ekki litið af- rek. Leiktjöld Bernards Daydés eru afbragð Anne Marie Vessel, Tommy Frishöi og Inge Sand er ósvikið listafólk, sem virðist hafa náð fullkomnun i iþrótt sinni eða þvi sem næst. „Bello come una poesia", segja Italir gjarnan, þegar þeir vilja láta hrifningu sina i ljós, en þetta merkir: „fagur sem Ijóð", og þessa einkunn vil ég gefa sumar dönsunum hans Flemmings Flindt, vegna þess, að þeir eru i ætt við heiörikju og tæran skáld- skap og ógleymanlegan. Dans- endurnir fimm eru hver öðrum betri og fjaðurmagnaðri. Miklum ljóma og yndisþokka stafár at eindansi Vivis Flindts. Anita Söby heillar mann hins vegar með glettni sinni og látbragðstöfrum, sem minna einkennilega mikið á Jean-Louis Barrault i Les Enfants du Paradis. Leiktjöld Bernards Daydés eru hreinasta augnayndi. Aö lokum þetta: Komið aftur - og það sem fyrst. Halldór Þorstein.sson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.