Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Miövikudagur 14. júni 1972. Pyngjan var létt, en hann lét sig þá ekki muna umað fara fót- gangandi suður Sænski rithöfundurinn Harry Blomberg fékk allt i einu þá flugu i höfuðið, er hann var staddur i Pragerstrasse i Dresden.tæplega þritugur maður og hafði ráðgert ferðalög um byggðir Týróla, að hann yrði endilega að bregða sér til tslands: ,,Ég stakk við fótum og nam staðar, þar sem ég var kominn. Island? Að ég yrði að fara til ts- lands, hvað sem tautaði og raul- aði? Mig rak ekki minni til þess, að ég hefði heyrt getið um neina tslandsferð. Þetta hlaut að vera einhver bölvaður misskilningur — ég hafði áreiðanlega hugsað mér að leggja leið mina til Týrol og Keisarafjalla. Tortrygginn hristi ég höfuðið yfir þessum hugarórum, hét á sjálfan mig að halda fast utan að mörkunum, sem ég lúrði á i gervikrókódilaskinnsveskinu minu, og . . . En nei — það var ekki úr aðaka: ííg varðað fara til tslands — beina leið til tslands". ()g til tslands fór hann. Hann hraðaði sér heim til Sviþjóðar og komst til Akureyrar með sildar- skipi úr Búhúsléni. Hann ferðað- ist talsvert um landið, bæði nyrðraog syðra, og fylgdarmenn hans voru Steinþór Gubmundsson skólastjóri og Kristján Jóhanns- son i Skógarkoti, sem honum þótti þó i yngsta lagi til þess að vera forsjá sin i langferð um ókunnar slóðir. Þetta var sem sé hvorki i fyrra né hitteðfyrra. Þetta var fyrir langdrægt fimmtiu árum — þá voru Sviar enn sildarkóngar norðan lands. Um þessa ferð sina skrifaði Harry Blomberg bók, sem heitir Bland vulkaner och varma kallor. Þetta er f jörleg bók, en við lát- um okkur nægja að gripa þar nið- ur, er höfundurinn kemur ofan úr Mývatnssveít með Steinþóri, heldur niður Laxárdal og þaðan yfir Laxárdalsheiði i Reykjadal. Þar segir: ,,Þegar við höfðum farið yfir þverá Laxár, komum við á ak- veginn til Húsavikur og riðum sem leið lá að Breiðamýri. Þar tók Arnór Sigurjónsson á móti okkur með hlýju handtaki, klingj- andi sænskri fagnaðarkveðju og ljósu hári, sem flaksaðist i golunni. Hrifandi kona hans flýtti sér að þeyta rjóma á pönnukök- urnar. Hér vorum við komnir til fólks, sem verið hafði i Sviþjóð um tima og dáðist umfram allt að sænsk- um kennsluháttum og Sigtúna- stofnuninni. . . . Þessi hold- granni útitekni maður hafði hér á heimaslóðum sinum hafiö rekstur skóla, sem i rauninni var keimlik- ur lýðháskólunum okkar, og nú dró hann fram teikningar að fyr- irhuguðu skólahúsi, kostnaðar- áætlanir, kennsluskrár. Hann logaði af áhuga, þótt hann léti ekki mikið yfir sér: lágmæltur maður og gagnorður. Einkennandi fyrir ódrepandi hugsjónakapp þessa manns er lit- il saga, sem fylgdarmaður minn sagði mér, er við vorum tveir ein- ir litla stund: Þegar umsókn hans um rfkisstyrk til skólans átti að koma fyrir alþingi veturinn áður, gerði Arnór sér litið fyrir og hélt til Reykjavikur til þess að tala máli slnu við þingmennina. En hann varð að bregða undir sig betri fótunum, þvl að fjárhagur hans leyffti ekki, að hann færi þessa ferð öðru visi en fótgang- andi. Þetta var rösklega sextiu milna ganga. . Heim fór hann á sex dögum ein- hesta, en hestinn hvildi hann með þvi að ganga sjálfur langtimum saman.¦— Það er svona fólk, sem gerir landi sinu eitthvað til gagns og sóma". Hér leggjum við frá okkur bók Blombergs, þótt skemmtilegt gæti verið að rifja upp fleira af þvi, sem hann hefur kynnzt á ís- landsferð sinni. En vestur á Dun- haga búa þau Arnór Sigurjónsson og Helga Kristjánsdóttir og eiga nálega yfir hálfa öld að horfa til þess dags, er Harry Blomberg bar að garði þeirra á Breiöumýri. Hið ljósa hár Arnórs, sem forðum flaksaðist i golunni, er farið að fölna eins og gengur og gerist i henni versu, en trúað gæti ég þvi, að Helga kynni enn að vera fljót að þeyta rjóma út á pönnukökur, ef svo bæri undir. — Já, ég man eftir þessum manni, sagði Arnór, þegar þetta var borið i tal við hann. Hann kom til okkar heldur siðari hluta dags, og 6g fylgdi þeim á hesti, honum og Steinþóri, vestur yfir Fljóts- heiði um kvóldið. — Þetta hefur verið, þegar Laugaskóli var i fæðingu? Helga Kristjánsdóttir frá Bakkaseli og Arnór Sigur jónsson frá Litlu-Laugum fyrir um það bil fimmtíu árum. langt komin hjá henni, þegar ég kom norður aftur. — Þú fékkst þér hest til heim- fararinnar? — Já, og það mun vera rétt frá sagt, að ég gekk oft og teymdi til þess að hvila hestinn. Það var löng leið norður i Reykjadal, og ég hafði hesta til skiptanna. Arnór vildi ekki fjölyrða um þessi ár, er Laugaskóli var i fæð- ingu. En það gekk undrafljótt að koma honum upp, og það var orð gert á þvi, hve byggingin varð ódýr. Fyrsti hluti skólabygging- arinnar reis sumarið 1924 á landi, sem faðir Arnórs hafði látið i té, við svonefndan Skiphól. Þar hafði verið gamall sundlaugarpollur siðan einhvern tima á nitjándu öld, og þar höfðu þingeysk ung- Helga, og ég gekk þar i hlað löm- uð á vinstra fæti og hægri hand- legg 25. september, og rúmlega hálfri annarri viku átti ég Erling sem nú býr á Þverá i Fnjóskadal. Það rann svo mikið úr veggjun- um, þvi að ekki var búið að hleypa hitanum á húsið, að við urðum að tjalda i kringum barnið. Þvi má skjóta hér ihn, að Erlingur Arnórsson, sem fæddist fyrstur barna i hinum nýja al- þýðuskóla Þingeyinga að Laug- um, er um þessar mundir yfirum- sjónarmaður nýrrar skólabygg- ingar i héraðinu — barna- og unglingaskóla, sem nokkrir hreppar Suður-Þingeyjarsýslu hafa sameinazt um að Stóru- Tjörnum i Ljósavatnsskarði. Og hún verið skráð á þann veg, að hún gefi þeim kynslóðum, sem heita má, að fæddar séu með silf- urskeið i munninum, nokkra við- hlitandi hugmynd um elju og sjálfsafneitun þeirra manna, hreint ekki fárrá, er lögðu svo til allt i sölurnar til þess að gera þeim kynslóðum, sem þá voru ungar, kleift að auka menntun sina og manndóm. Og svo við vikjum að lokum aft- ur að þeim Arnóri og Helgu, þá höfðu þau búið sig rækilega undir það hlutverk, sem heillaði þau ung. Eftir nám Arnórs hér heima og skólastjórn á Breiðumýri einn vetur, stunduðu þau bæði nám i Danmörku 1919-1921, i kennara- í ¦ I wmmm >£áPi Elzta skólabyggingin á Laugum — þarna hét áður Skiphóll. — Já, það var þá. — Og saga Steinþórs um gönguför þina til Reykjavikur? — Ég gekk f jórum sinnum norðan úr Þingeyjarsýslu og suð- ur á land. Bátsferðir gat maður fengiö milli Borgarness og Reykjavikur. Tvær af þessum ferðum fór ég vegna Laugaskóla, aðra þeirra veturinn 1923 til þess að ýta á eftir fjárframlögum til skólabyggingarinnar. Framlagið fékkst, og meðal þeirra, sem brugðust vel við, var Jón á Reyni- stað. Helga var skólastjóri á Breiðumýri á meðan ég var fyrir sunnan, og ég man, að prófin voru menni lært sundtökin, áratug eft- ir áratug. Einn i þeim hópi var Arnór sjálfur. Það var að sjálf- sögðu fagnaðarefni, að bygging skólans skyldi ganga greiðlega og takst vel. Samt fór þvi fjarri, að sumarið 1924 yrði neitt óskasum- ar. Það var þvert á móti áfalla- sumar. — Vorið 1924 var með illskeytt- ustu vorum, og sumarið áfalla- samt. Þá gekk lömunarveiki, og Helga og krakkarnir lögðust i rúmið. — Við fluttumst I nýju bygging- una á Laugum um haustið, sagði er hann lærður húsasmiður sjálf- ur. Söguna um komu Blombergs aö Breiðumýri og hin stuttu kynni hans af Arnóri og Helgu höfum við rifjað hér upp til þess að sýna, upp úr hvers konar jarðvegi sum- ir skólar landsmanna eru sprottn- ir. Það var ekki tekið út með sitj- andi sældinni að koma upp nýjum skólum allt fram á daga þeirra, sem enn eru ofar moldar i land- inu. En þeir komust upp, margir og notadrjúgir, af þvi áhuginn var nógu mikill og fórnfýsinni litil takmörk sett. Sú saga er að miklu leyti óskráð, og sizt af öllu hefur háskóla og viðar. Sumarið 1920 var Helga i þrem lýðháskólum til skiptis og sumarið 1921 voru þau i Sigtúnum. — Svo gerðum við hjónaskiln- að, sagði Arnór smábrosandi, þvi að Helga fór um haustið til dvalar i Englandi, en ég fór heim til þess að taka við skólastjórninni á Breiðumýri. Þannig var farið að fyrir hálfri öld, ef fólk hafði sett sér mark og mið, sem það var sannfært um, að 'vert væri þeirrar fórnar, er það krafðist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.