Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. júni 1972. TÍMINN Snjór á Hellisheiði og vegaskemmdir víða vegna mikilla þurrka kj - Reykjavík Þótt sutnar og sól sé nú um a 111 land, og flestir vegir séu nú orönir færir vegna snjóa, þá er þó einn vegur, sem töluvert er farinn á sumrin, sem ekki er fær. Hér er um að ræða veginn yfir Hellisheiði á milli Vopnafjarðar og Héraðs. Fjórir fá inni í húsi Jóns Sigurðssonar Frá 1. september i ár, til jafn- lengdar á næsta ári, munu fjórir islenzkir fræðimenn dvélja i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmanna- höfn. Steindór Steindórsson skólameistari hefur fengið afnot af húsinu frá l.sept. — 30. nóv., en þá kemur Sveinn Einarsson leikhússtjóri og dvelur til loka febrúar. Haraldur Asgeirsson verkfræðingur dvelur í húsinu næstu þrjá mánuði þar ;i eftir og siðan Lárus H. Blöndal bóka- vörður timabilið 1. júní — 31. ágúst. Eldur í Fjórðungs- sjúkrahúsinu SB—Reykjavik Slökkvilið Akureyrar var i gær- morgun kl. 8.40 kvatt að Fjórðungssjúkrahúsinu þar. Haföi kviknað I hálmi og umbúðum i geymslu I kjallara hússins. Orsök eldsins var su að menn sem voru þarna að vinna að því að opna vegg, en vildu ekki nota loftpressu vegna hávaðans og skáru þvi vegginn sundur með einhvers konar geislum og það var neisti úr þvi verkfæri, sem hrökk i hálminn. Merktu seiðin eru 11500 EB-Reykjavik. t Timanum nú á sunnudaginn var skýrt frá þvi,að 11500 seiðum úr Koilafjarðarstöðinni, ætti að sleppa i sumar, i 5 ár i 3 lands- fjórðungum. Það, sem þvi miður féll út úr fréttinni, var, að hér er átt við merkt seiði, sem er aðeins svona 1/10 hluti af öllum þeim seiðum úr Kollafjarðarstöð- inni, sem sleppt verður i sumar i ár hér á landi. Og þótt snjór sé enn á þeim vegi, þá liður stór hluti af vega- kerfi landsmanna ¦ vegna þurrkanna, sem verið hafa að undanförnu. Fjölfarnir vegir eru sumir hverjir eins og hraun yfir að lita, en góðar fjaðrir og góð dekk forða vegfarendum frá þvi að hristast i sundur, en i stað þess hristist eitthvað af bilnum i sundur. Sumsstaðar þar sem harpaður og finn ofaniburður hefur verið settur i ákveðinni þykkt á veginn, er allt fokið i burtu, aða þá komið út i veg- kantinn. En ekki er ofaniburðurinn alls- staðar finn, þvi eftir fréttum ofan úr Biskupstungum að herma, þá er ofaniburðurinn þar svo grófur, að illt er yfirferðar fyrir litla fjölskyldubila. Annars er hægt að flytja veg- farendum þau ánægjutiðindi að Kaldikalur er nú orðinn fær, og þá Uxahryggir lika, og hafa veg- irnir verið heflaðir og lagfærðir. Af öðrum sumarvegum er það að frétta, að Frostastaðavatn hefur legið yfir veginum i Landmanna- laugar og á Fjallabaksleið nyðri er snjór i Jökuldölunum. Þeir, sem vilja fara i Eldgjá, geta hins- vegar farið upp Skaftártungur og yfirnýjabrúá Ófæru, og geta þá væntanlega klifið Blátind i ieið- innL Ekki er farið að lfta á Kjal- veg, og heldur ekki Sprengisands- leið, en einhverjir munu þó hafa farið i Kerlingarfjöll og gengið svona sæmilega — en ekki meira en það. Rannsaka kol- munnann í Rvík KJ-Reykjavik. Eldborg hefur tvivegis landað kolmunna á Reyðarfirði, og i sið- ara skiptið á sunnudaginn. Kom skipið þá með 150 lestir af kol- munna, sem fengizt hafði um 50 milur NA af Norðfjarðarhorni. Tveim dögum áður landaði Eld- borg 22 lestum af kolmunna, en þann afla fékk skipið á milli Fær- eyja og islands. Verið er að bræða kolmunnann i rikisverksmiðjunni á Reyðarfirði, og búið er að senda sýnishorn af aflanum suður. Kol- munninn er frekar magur, en einkum er sótzt eftir lifrinni til að bræða. Skipstjóri á Eldborgu er Gunnar Hermannsson. IÐNSKOLINN I REYKJAVIK Verklegt nám i bifvélavirkjun Ráðgert er að hefja kennslu i bifvéla- virkjun á næsta skólaári með þriggja mánaða verklegu námskeiði, sem væntanlega hefst fyrst i september n.k. Námskeiðið er ætlað nemendum, sem ekki eru á námssamningien hafa lokið námi í málmiðnadeild Verknámsskóla iðnaðarins og hyggja á iðnnám i bifvéla- virkjun og einnig þeim, sem lokið hafa 2. bekk iðnskóla og eru þegar á námssamningi. Umsóknir um námið ber að leggja inn hjá yfirkennara dagana 15. og 16. þ.m., stofu 312, þar sem nánari upplýsingar verða gefnar. Skólastjóri. Skipstjóri og eigandi Hörpu GK- dóttur, sem gaf skipinu nafn. Grindvíkingar fá nýtt skip A laugardaginn var sjósett frá Skipasmfðastöð Þorgeirs & Ell- erts á Akranesi nýtt 103 rúmlesta fiskiskip úr stáli, sem byggt er -111, Hafsteinn Sæmundsson ásamt eiginkonu sinni Agústu H. Gfsla- fyrir Hafstein Sæmundsson, útgerðarmann i Grindavik, en hann verður jafnframt skipstjóri á þessu nýja skipi. Frú Agústa H. Gisladóttir, eigin- kona eigandans, gaf skipinu nafnið Harpa GK-111. Skipiö er útbúið til veiða með linu, netum og botnvörpu með skuttogi. Fiski- lest þess er einangruð og búin tækjum til kælingar og einnig bjóðageymsla, sem staösett er aftast á þilfarshúsi. Mesta lengd skipsins er 27,60 m, breidd þess er 6,60 m og dýpt 3,30 m. Það er búið öllum fullkomnustu tækjum. Aðalvélin er Caterpillar D-379, 565 hestöfl. Skipið mun halda á veiðar ein- hvern næstu daga. R-NUMER YFIR 30 ÞUSUND EN 22 ÞÚS. BÍLAR I REYKJAVÍK KJ — Reykjavik Það mætti kannski halda, samkvæmt bilnúmerunum i Reykjavik að bifreiðaeign höfuð- borgarbila væri komin á fjórða tuginn, þvi að nú má sjá nýja bila og gamla með númer yfir 30 þúsund. Um tima voru það aðeins bif- reiðar slökkviliðsins i Reykjavik, sem voru með númer yfir 30 þúsund, en i fyrri viku var farið að setja svo há númer á venju- lega bila lika. Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits rikisins sagði i viðtali við Timann að bifreiðaeign höfuðborgarbúa væri samt ekki kominn á fjórða tuginn, þvi að um siðustu áramót voru rúmlega átta þúsund ónotuð númer með R bókstaf i bifreiðaeftirlitinu, svo reikna mætti með að skráðar bif- reiðir i Reykjavik væru i kring um 22 þúsund talsins. Nákvæmar tölur um bifreiðaeign lands- manna um siðustu áramót liggja ekki fyrir, þótt rúmir fimm mánuðir séu liðnir af árinu, en skýrslur um bifreiðaeignina eru Eru byrjaðir á stærsta laxastiganum - og öðrum minni í Laxá í Kjós EB-Reykjavik. f sumar verður byrjað að gera stærsta laxastigann, sem gerður hefur verið hér á landi. Verður hann i Lagarfossi og má kalla hluta af virkjunarframkvæmd- unum austur þar. Þór Guðjónsson, veiði- málastjóri, sagði i viðtali við Timann, að þessi stigi yrði tals- vert langur, en hæð hans verður hins vegar aðeins 14 metrar. Mun vera ráðgert að ljúka við gerð stigans 1975. Fram kom i viðtalinu við veiði- málastjóra, að nú er verið að ljúka við að endurbyggja laxa- stigann i Eyrarfossi i Laxá i Leirársveit, en hann varð fyrir skemmdum i vetur. Þá er byrjað á gerð laxastiga i Laxfossi i Laxá i Kjós. Þeirri framkvæmd á að ljúka á næsta ári, sam- kvæmt upplýsingum veiðimála- stjóra. nú gerðar i Skýrsluvélum rikis- ins, og valda byrjunarörðug- leikar þessari töf á útkomu bif- reiðaskýrslunnar. Við sjáum ekki betur en þetta sé Jón Reynir Magnússon efnaverk- fræðingur, sem eraðfesta eitt af háu númerunum á Opel Commodore. (Timamýnd G.E.) II) YFIRLÆKNIR Staða yfirlæknis i orkulækningum við Borgarspitalann er laus til umsóknar. Umsækjandi skal vera sérfræðingur i orkulækningum eða hafaverulega starfs- reynslu á sviði endurhæfingar, enda er yfirlækninum ætlað að stjórna allristarf- semi á þvi sviði á sjúkrastofnunum borgarinnar, jafnframt þvi að vera yfir- læknir á Grensásdeild Borgarspítalans, sem er i byggingu. Staðan veitist frá 1. oktn.k. eða siðar eftir samkomulagi. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavikur við Reykja- vikurborg. Nánari upplýsingar veitir borgarlæknir. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist landlækni fyrir 1. ágúst. n.k. Reykjavik 12.6 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.