Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 10
TÍMINN Miðvikudagur 14. júni 1972. Miðvikudagur 14. júni 1972. TÍMINN Kennslustund í dönskum listdansi Flemming Flindt er ekki aðeins helzti dansmeistari Dana siöan Harald Lander hvarf af sjónar- sviðinu, heldur er hann lika i fremstu röð danshöfunda á Vesturlöndum., Það er að minnsta kosti min skoðun. Hann er svo hugmyndarikur, frjór og frumlegur, að stöðugrar undrun- ar og aödáunar sætir. bótt hann fari vitanlega aðrar leiöir heldur en fyrrennarar hans, og still hans og tjáningarform sé með öðru og nútimalegra sniði en verk stór- meistaranna gömlu, Massines, Balnchines, Lifars, Skibines og reyndar fleiri, ber ekki á öðru en hann standi þeim á sporði og vel það. Verk Flemmings Flindts bera þess og greinileg merki, að hann hefur fariö i smiöju til Frakka og drukkið i sig franska menningu og anda. Eins og kunnugt er, starfaði hann lengi sem sóló- dansari við óperuna i Parisar- borg, en hún hefur jafnan þótt hafa færari dönsurum á að skipa heldur en söngvurum. Listdanssýning Dananna hófst á siðasta dansskrárliðnum, það er að segja lifvörður á Amager eftir Bournonville. Þetta er lag- lega saminn ballett i gömlum, hefðbundnum stil og sigildum. Dansinn er stiginn af kunnáttu og fágaðri atvinnumennsku. Frammistaða dansenda i hinum ýmsu atriðum er aö visu misjöfn að listgildi og er það ekki nema eðlilegt. Sá, sem þetta ritar náut bezt hermannapolkans með Vivi Flindt og Flemming Flindt, (hér voru höfð mannaskipti á siðustu stundu), pas de trois meö Inge Jensen, Evu Kloborg og Flemming Ryberg (sá siðast- nefndi tekur sitt „assemblé” með miklum glæsibrag), og loks ræl- sins, sem dansaður er af fjöri og fitonskrafti. t viðtali i Morgunblaðinu kemst Flemming Flindt svo að orði um Ionesco: „Ionesco notar ákaflega sérstætt, dramatiskt form, sem byggir mjög á sjónrænni skynjun. Þetta veitir mikla möguleika til Hinn konunglegi danski ballett: LISTDANSSÝNING að nota tjáningarform hans i ballett. Orð eru i rauninni óþörf hjá honum.ef svo má segja. Hann hefur mjög dramatiska form- byggingu, sem nota má i ballettin, jafnframt þvi, sem mér finnst hugmyndafræöi hans ákaf- lega athyglisverð”. Þótt ekkert orð sé mælt af munni fram minnist ég ekki, að hafa oröið fyrir jafnmiklu og gagntakandi seiðmagni á nokkurri leiksýningu i Þióðleik- húsinu eins og á þessum ballett, sem byggður er á Kennslustund Ionescos. Hér eru orð svo sannar- lega óþörf. Það er eins og fari að stormgnýr á sviðinu og hver dansstund sé þrungin ógn og djöfulmóöi. Þótt ég hafi lesiö kennslustundina oftar en einu sinni og séö hana á leiksviöi bæði i Paris og Reykjavik, ætla ég samt sem áöur að leyfa mér að halda þeirri djörfu skoðun á loft, aö ballettinn taki sjónleiknum fram, og er það i sjálfu sér ekki litið af- rek. Leiktjöld Bernards Daydés eru afbragð Anne Marie Vessel, Tommy Frishöi og Inge Sand er ósvikið listafólk, sem viröist hafa náð fullkomnun i iþrótt sinni eða þvi sem næst. „Bello come una poesia”, segja Italir gjarnan, þegar þeir vilja láta hrifningu sina i ljós, en þetta merkir: „fagur sem ljóð”, og þessa einkunn vil ég gefa sumar dönsunum hans Flemmings Flindt, vegna þess, aö þeir eru i ætt við heiörikju og tæran skáld- skap og ógleymanlegan. Dans- endurnir fimm eru hver öðrum betri og fjaðurmagnaöri. Miklum ljóma og yndisþokka stafar ai eindansi Vivis Flindts. Anita Söby heillar mann hins vegar með glettni sinni og látbragðstöfrum, sem minna einkennilega mikið á Jean-Louis Barrault i Les Enfants du Paradis. Leiktjöld Bernards Daydés eru hreinasta augnayndi. Aö lokum þetta: Komið aftur - og það sem fyrst. Halldór Þorsteinsson. aðalstarf og ég hygg að svo muni verða áfram, þótt ég hafi hér fá- einar skjátur og nokkur hross. Það útheimtir ekki þau umsvif, að til neinna frávika leiði. Hross hef ég alltaf haft. Þau hafaátt rík itök i huga mér frá þvi að ég var drengur. Þau urðu snemma vinir minir og starfsfélagar og nú á seinni árum einskonar fjölskyldu- meðlimir. Við feðgarnir vorum með ellefu hross i vetur og auk þess nokkur i uppeldi. Þessi hross voru ekki öll i okkar eigu. Sum vorum viö beðnir að taka á heim iliö til tamningar, minnsta kosti gera þau bandvön og reiðfær. Við höfum öll yndi af hesta- mennsku og höfum stundað hana saman i allmörg ár. Flestum okk- ar tómstundum verjum við i þessu skyni og á þann hátt verða þær okkur dýrmætar og eftir- minnilegar. Þetta er okkar sam- eiginlega áhugamál og það er áreiðanlega hverri fjölskyldu mikilsvirði að finna sig saman ekki siöur i leik en starfi. Og tvi- mælalaust skiptir það miklu máli hvað snertir uppeldi barna, að fjölskyldán sé samhent. Þótt búskapurinn sé ekki um- fangsmikill hjá okkur, er hér um að ræöa lifrænt starf, sem öll fjöl- skyldan tekur þátt i og er sam- ábyrg fyrir. Þetta eykur sam- heidnina og félagslegan þroska unglinganna, og veitir jafnframt ótaldar og oft óvæntar ánægju- stundir, auk hinnar miklu öryggiskenndar, sem þvi er sam- fara að finna sig i sterkum tengsl- um við lifandi náttúru. Ég var ellefu ára gamall, þegar foreldrar minir fluttu i Hvera- gerði, en eftir það var ég mörg sumur i sveit fyrir austan — á Hornafirði — Þar er fagurt hérað og svipmikið og þar festi ég sterk- ar rætur, sem aldrei hafa slitnað og eiga vafalaust stærstan þátt i þvi, hve fast hugur minn hefur ávallt verið bundinn sveitastörf- um og sveitalifi, enda var ég ung- ur ákveðinn i þvi, að þar skyldi verða minn framtiðarstaður. Austur á Hornafirði var litið hægt að fara öðruvisi en á hest- um. Ég var látinn fara á milli, látinn reiða matinn á engjarnar, látinn ná i kýrnar og látinn ná i hrossin. Þá var það sem hann afi minn gaf mér þessa gullvægu reglu: „Vertu nú fljótur, Bjarni minn, en riddu ekki hart.” Ég minnist sunnudaganna. Það voru dásamlegir dagar. Þá var undantekningarlitið, ef ekki stóð illa á með heyþurrk, farin hópreið um alla sveitina. Eitt sumar var ég hjá systur minni, Margréti, og mági minum, Guðjóni Arasyni. Þau búa nú á Hólmi i Hornafirði. Þau áttu hryssu, jarpa á lit, fimm eða sex vetra. Hún var vel viljug, klár- geng og i minum augum afbragð annarra hrossa. Hryssuna fékk ég einu sinni lánaða i útreiðartúr. I þessari ferö var ungur maður, sem átti úrtökuhross, er mikið var talað um. Svo vildi til, að við urðum nokkuð á eftir aðal hópn um, þar sem framundan voru sléttir melar. Ég var að reyna að fá gangspor úr þeirri jörpu og hann fylgdist með tilburðum okk- ar. Eftir að hafa horft á þetta stundarkorn, segir hann: „Eigum við ekki að reyna gæðingana, Bjarni?” Nú var ég i vanda staddur. Mágur minn í hafði, þegar hann lánaöi mér hryssuna, tekiðfram, að ég mætti ekki hleypa henni. Ég gat þó ekki ’ staðist freistinguna og þar sem ég var léttari unnum við Jörp sprett- 1 inn. Þegar heim kom um kvöldiö, gekk mágur minn á tal við mig og sagði: Þú sveikst mig á loforðinu, >asem þú gafst, þegar ég lánaði þér ifihryssuna, Bjarni, nú get ég ekki ittreyst þér fyrir henni framveg- 2 ÍS.” Ég varð auðvitað miöur min og fann að ég hafði brotið af mér. En fannst þó súrt i broti aö fá þessa refsingu, þar sem við höfðum unnið sprettinn. Það var ekki fyrr en nú i ár, að ég minntist á þetta atvik við hann. Auðvitað hló hann. Honum hafði ekki verið nein illska i hug, en hann er strangur maður og réttlátur. Það var mér góður skóli að vera hjá honum. Fyrirnokkrum árum sendu þau hjónin mér jarpan fola undan þessari hryssu, siðasta tryppið hennar. Hann hefur alist upp hér á heimilinu og við teljum hann okkar bezta hest. Við sýndum hann tvivegis i góðhestakeppni á siöasta sumri og hann stóð sig vel. Viö gerum okkur vonir um að hann veiti okkur mikið yndi i n framtiðinni. — Mig langar til að vita, hver er staða hestsins hjá ykkur, þessari fjölskyldu. Er hann fyrst og fremst tæki ykkur til gagns og skemmtunar eða er hann öðru fremur heimilisvinur? — Allir hestar hafa sál og eru að þvi leyti jafnir fyrir okkur. Suma hestana eigum við og nokkrir þeirra eru alls ekki öðrum falir. Aðra hesta höfum við til með- höndlunar, i tamningu eða tilsögn eftir þvi sem timi, geta og kunn- átta leyfir. 1 þeim flokki eru hest- ar, sem við megum ekki binda það miklar tilfinningarviö.að það vaidi sársauka að sjá þeim á bak. Alltaf fylgir þvi þó nokkur tregi að láta frá sér hest, sem búinn er að dvelja hjá manni um skeið og hefur komið sér vel, sérstaklega ef hann fer i óráðinn samastað. En það er ekki hægt að eiga alla hesta. Þeir eru dýrir og hækka stöðugt i verði, ekki sizt á erlend- um markaði. Áður var einkum falast eftir vænum hrossum, en nú er það að breytast og jafn- framt óskað eftir þvi að út- flutningshrossin séu tamin, og er það vel. Ég álit að Islendingar eigi sjálfir að temja þá hesta, sem þeir láta frá sér. — Er skynsamlegt að selja valda stóðhesta úr landi? Það er nú sennilega nokkuð seint að hugsa um það. Fjöl- margar hryssur hafa verið seldar úr landi og sumar þeirra fylfullar, þannig að kaupendur hafa fengið hestfolöld til undan- eldis og viðhalds stofninum enda eiga sumir útlendingar talsvert af islenzku stóði. Ég hef þá skoðun, að islenzki hesturinn geti tæpast i marga kynliði haldiö kostum þeim, sem eftirsóttastir eru I fari hans, mýkt og fótfimi, alist hann upp við önnur náttúruskilyrði en þau, sem hér eru fyrir hendi. Erlendis er árlegur vaxtartimi lengri. Hann fær kjarnbetra og sterkara fóður og tekur þvi þroskann út á skemmti tima. Þar af Ieiðir, að stofninn, sem upp vex verður grófari og mótast á allt annan veg. Hann þekkir aldrei samskiptin viö islenzkar heiðar, móa, mýrar, grjót og klungur, sem um aldaraðir hafa krafið islenzka hestinn um skarpa athyglisgáfu, kjark, lipurð og mýkt. ----Verða ekki örlög islenzka hestsins þau sömu hér heima, þegar hann er orðinn skemmti- tæki borgarbúans og aðeins á ferðum sléttar götur og má ekki einu sinni ganga frjáls i haga, heldur verður að naga bletti, sem ræktaðir eru fyrir hann? — Þeir hestar, sem Reyk- vikingarnir eru með, koma þangað flestir fullorönir. Uppeldi sítt hafa þeir hlotið úti á landinu, fyrir norðan eða sunnan, og þvi ungir mótast af viðskiptum við náttúru landsins likt og kyn- slóðirnar, sem lifað hafa á undan þeim. Eflaust búa þeir þó við minna harðrétti en oft var þekkt áður og er það vel farið. Hitt er svo augljóst, að þar sem hrossum er byggt út úr sumarhögunum, hlýtur uppeldiö að dragast saman. Ég álit að hrossarækt sé i fram- för. Þegar margir valinkunnir menn einbeita sér að sama verk- efni, getur ekki hjá þvi farið, að árangur náist. Auðvitað kann stefna i hrossarækt að vera umdeilanleg á hverjum tima, en svo er um öll mannanna verk. En sem dæmi um augljósan jákvæðan árangur hrossaræktar tel ég mig geta nefnt Kirkju- bæjrabúið. Þar eru gullfalleg og góð hross. Nú er i ráði að endurvekja hrossaræktardeild i ölfusi, en hún hefur, þvi miður, legið niðri i nokkur ár. Hins vegar hefur Hörður, landsþekktur stóðhestur i eigu Páls Sigurðssonar á Krögg- ólfsstöðum, orðiö hér til stór- felldra kynbóta. Aframhaldandi og aukinn hrossaútflutningur kann að hafa það i för með sér, að kaupendur krefjist þess, að hrossin séu komin af ættbókar- færðum foreldrum, og gefur þá auga leið, að nauðsyn er á félags- Hvoll. skap, sem hefur með höndum eftirlit á þessu sviði. Undanfarin ár hefur verið rekin tamningastöð á Hellu á Rangar- völlum. Sú starfsemi hefur skilað mjög góðum árangri. Þar hefur einnig farið fram afkvæmis- prófun stóðhesta á vegum hrossa- ræktarsambands Suðurlands. Starfsemi sem þessa þarf rikið að styðja myndarlega, þvi hross eru i framtiðinni mikill gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið, ef vel tekst til um alla fyrirgreiðslu þeirra mála. — Hefur þessi búskaparhug- sjón i engu brugðist þér? — Néi, ég er bjartsýnn, enda siðan viö komum hingað árað sér- staklega vel. Agætis sumar, með afbrigðum góður vetur og nú vorið þannig, að menn muna ekki annað eins. — Það er nú naumast hægt að miða búrekstur almennt við ykkar kringumstæður. Þið hjónin vinnið bæði fullt starf á öörum vettvangi? — Við erum heldur ekki talin til bænda hér. Hugtakiö bóndi, virðisthelzteiga við þá, sem reka kúabú. Sá búskapur samrýmist á engan hátt okkar starfi. Þetta hér er aðeins til að veita okkur meiri lifsfyllingu i nánu og lifandi sam bandi við náttúruna. Að hætta kennslustörfum og geía mig eingöngu að búskap, mundi ég telja hliöarspor. Ég gekk i skóla og miðaði mina framhaldsmenntun við þaö aö vera kennari og byggja lifsstarf mitt upp á þvi sviöi. Þar hef ég fengið reynslu og væri það þvi að ganga i öfuga átt, ef ég yfirgæfi það starf og fitjaöi upp á öðrum vettvangi. Nú er mikið rætt um styttingu vinnutimans og sú breyting leiðir af sér auknar tómstundir. öllum ætti að vera ljóst, aö kennara- starfinu fylgir mikil ábyrgð og einnig það, að geysimikill timi utan þess, sem skráöur er, fer i beina vinnu. við starfiö, undir- búning og athugun. Umsvifin hér heima, veita tilbreytingu og um leið hvild frá hinni reglubundnu daglegu önn i skólanum. Trassi kennari á einhvern hátt skólann, kemur það óðar fram i kennslunni og þá fyrst og fremst niður á honum sjálfum. Ég held það sé vanhugsað, hver sem leggur út i kennarastarf án þess að taka það af alúö og einurð. A annan hátt verður það ekki vel unnið. Það getur aldrei orðið aukastarf. Komi hér upp tamningastöð eins og nú er hugsað, þá ber ég ábyrgö á henni, en hef valda menn, sem ég fullkomlega treysti, til að vinna hin daglegu störf. Sjálfur verð ég nánast áhorfandi. En það hefur lengi veriö mér hugleikiö, aö eiga þess kost að fylgjast með ungum hrossum fet fyrir fet frá ærslum æskuleikja til ákveðinna við- bragða gæðingsins. Lokaorðin eru svo frá henni Kristinu. En eins og alls staðar, þar sem fjölskyldulifið er i lagi, er konan betri helmingurinn. Enda er greinilegt, að Bjarni er stoltur af að hafa svo vei séð fyrir sinu húsi. Ég kann ákaflega vel við mig hér. Þetta ár hefur að visu veriö talsvert erfitt, en það var okkur fyliilega ljóst, að þessi ráða- breytni gat aldrei orðið átaka- laus. Viö horfum nokkuð örugg til framtiðarinnar og fögnum þvi að njóta sólar og sumars á næstu mánuðum. Þ.M. Hestar og reiömenn. Taliö frá vinstri: Hlööver ólafsson tamningamaöur, Hróömar Bjarnason, Bjarni Sigurösson. Sigurjón Bjarnason. Bjarni heitir hann, Sigurðsson, kennari i Hveragerði og bóndi á Hvoli i ölfusi. Konan hans, hún Kristin Jónsdóttir, er frá Vest- mannaeyjum. Samhliða hús- freyjustörfunum á sinu heimili vinnur hún á simstööinni i Hvera- gerði. Þau hjón eiga þrjá mannvæn- lega syni, að visu ennþá óráöna æskumenn, en lofa þó góöu. Á vordögum fyrir ári siðan flutti fjölskyldan frá Hveragerði út i sveit. Má kalla að þar hafi verið snúist gegn þeim straumi timans, sem sterklega liggur til fjölbýlis frá hinni dreifðu byggð. Hvorki var þaö þó verkefnaskort- ur né hæpin heimilisuppbygging, sem olli þessari ráðabreytni, þar til munu hafa legiö aörar öllu hugþekkari ástæður. Viö höfum alltaf haft áhuga fyr- ir aö eiga heima i sveit. Ég er fæddur á Seyðisfirði en að nokkru uppalinn i Hornafirði. Sveitin er þvi minn bernskuheimur. Og þótt konan min sé frá Vestmannaeyj- um, er hún sama sinnis og ég hvað þetta snertir. Þetta fyrsta ár hefur orðið okk- ur dýrmætur og ég vil segja vel- heppnaöur reynslutimi, þvi að þótt við hefðum áhuga fyrir sveit- inni var þó dálitill beygur i okkur aö stiga þetta spor. Við vorum búin að byggja upp heimili i Hveragerði og leið þar á flestan hátt vel. Við vissum gjörla, að þessi breyting hlaut að skapa okkur nokkra erfiðleika, en sérstaklega er það þó skortur á fjármagni til búreksturs, sem er tilfinnanleg- ur, ef eitthvað á að gera. Lánsfé er af svo skornum skammti, að segja má að menn standi uppi með tvær hendur tómar hafi þeir ekki eitthvað verulegt frá sjálfum sér fram að leggja. Stofnlána- deildarlán til jaröakaupa er um tvöhundruðþúsund, en það eitt að komast yfir ábýli er ekki nóg, það þarf einnig bústofn og vélar. En vélar eru að minni hyggju ein sú óhagstæðasta fjárfesting, sem bóndinn leggur i, og væri nauð- synlegt að þar kæmi til meiri samvinna milli bændanna en nú er, sérstaklega um þær vélar, sem ómissandi eru i nútima bú- rekstri, en aðeins notaðar stuttan tima á ári hverju. Þetta hlýtur að vera hægt, einkum þar sem bú- stærð er almennt ekki meiri en t.d. hér i ölfusinu, og er þvi nauð- synlegra, sem það er augljóst, að bændur verða aö verðieggja vöru sina sem næst þvi, að afrakstur búsins beri uppi kostnaðinn. En eftir stutta reynslu mina hér, sé ég ekki hvernig það er hægt. Þeg- ar á þetta er litið, er ljóst að leita verður einhverra úrræöa til þess að gera framleiðsluna ódýrari fyrir neytendur en samhliða þvi bætta vinnutilhögun og batnandi lifskjör bóndans. Annað er svo það, að ég er ekki talinn bóndi Kristln og Bjarni Eitill frá Hólmi sonur Jarpar og Hrafns frá Arnanesi. nema að litlu leyti. Jörðin er að visu nokkuð stór, um það bil hundrað hektarar innan girðing- ar. En beitilandið i kring? Ja, eins og mörgum er kunnugt, er afréttur ölfusinga sagður einna verst farinn af bithaga landsins. Ekki alls fyrir löngu sat ég fund þar sem þetta var til uni- ræðu og samþykkt tillaga þess efnis að banna lausagöngu hrossa á afréttinum. Þetta tel ég spor i rétta átt, en hefði þó viljað stiga skrefið til fulls og framkvæma itölu i afréttinn og leggja þar til grundvallar jarðarhundruð. Það verður tæpast véfengt að af- rétturinn er ofbeittur svo, að nálgast náttúruspjöll. — Væri ekki skynsamlegt að skipuleggja búskap landsmanna meira en gert er i samræmi viö landshætti á hverjum stað og með tilliti til afuröasölu. Til dæmis að mjólkurframleiðsla væri einkum i grennd við fjölbýlustu staðina, en sauðfjárrækt lengra út á landsbyggðinni þar sem viðlend heiðalönd eru að byggðarbaki? — Mér hefur nú virzt skipulagn- ing i islenzkum búskap fremur stutt i þá átt aö segja mönnum fyrir um þaö, hvar á landinu þeir skuli framleiöa eina vörutegund og hvar aöra. Ég er lika hræddur um, að það yrði anzi erfitt að skikka menn á þessu sviði til ein- hliða aögerða. Enda hygg ég aö margir mundu telja það skerðing á persónufrelsi. Og þá vaknar lika sú spurning: Hvað yrði gert við sportmennina? Til þeirra mundi ég liklega teljast. Ætti að banna þeim að ala sina hesta? Ég lit svo á, að hafi einhver bóndi sérstakan áhuga fyrir einni búgrein annarri fremur, t.d. fremur sauðfé en kúm, eigi hon- um að vera frjálst að rækta sinar rollur hvar sem hann er i sveit settur, aðeins að hann ekki reki fleira fé á afréttinn en jarðnæði hans heimilar samkvæmt itölu- reglu. Þvi sé það gert er annað tveggja, gengið á rétt annarra eða beitarþoli landsins ofboðiö. En svo við snúum okkur aftur að þeirri ráðabreytni okkar hjóna að flytja hingað aö Hvoli, þá er óhætt að segja, að fjölskyldan er ánægð og hefur eignast heimili og komist i umhverfi, sem henni er vel að skapi. Piltarnir okkar una sér mjög vel. Þótt ekki séu nema fimm kílómetrar milli Hvols og Hveragerðis er mikill munur á umhverfinu og þaö öllu betur að okkar skapi. Hér er rólegt en þó fjölbreyttir og skapandi lifshætt- ir. Mannfélag Hveragerðis er lika það nærri, að þess er hægt að njóta hvenær sem maður vill. — Hvernig kemur það svo heim og saman aö vera kennari i Hverageröi og bóndi á Hvoli? — — Ég finn enga óhagstæða breytingu frá þvi sem áður var. Kennsla hefur alltaf verið mitt ÞORSTEINN MATTHÍASSON: „Vertu nú fljótur, Bjarni minn, en ríddu ekki hratt”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.