Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 10
TÍMINN Miðvikudagur 14. júni 1972. ÞORSTEINN MATTHÍASSON: „Vertu nú fljótur, Bjami minn, en n Bjarni heitir hann, Sigurðsson, kennari i Hveragerði og bóndi á Hvoli i ölfusi. Konan hans, hiin Kristin Jónsdóttir, er frá Vest- mannaeyjum. Samhliða hús- freyjustörfunum á sinu heimili vinnur hún á simstöðinni i Hvera- gerði. Þau hjón eiga þrjd mannvæn- lega syni, að visu ennþá óráðna æskumenn, en lofa þó góðu. A vordögum fyrir ári siðan flutti fjölskyldan frá Hveragerði út i sveit. Má kalla að þar hafi verið snúist gegn þeim straumi timans, sem sterklega liggur til fjölbýlis frá hinni dreifðu byggð. Hvorki var þaö þo verkefnaskort- ur né hæpin heimilisuppbygging, sem olli þessari ráðabreytni, þar til munu hafa legið aðrar öllu hugþekkari ástæður. Við höfum alltaf haft áhuga fyr- ir að eiga heima i sveit. fög er fæddur á Seyðisfirði en að nokkru uppalinn i Hornafirði. Sveitin er þvi minn bernskuheimur. ()g þótt konan min sé frá Vestmannaeyj- um, er hún sama sinnis og ég hvað þetta snertir. Þetta fyrsta ár hefur oröið okk- ur dýrmætur og ég vil segja vel- heppnaður reynslutimi, þvi að þótt við hefðum áhuga fyrir sveit- inni var þó dálitill beygur i okkur aö stiga þetta spor. Við vorum búin að byggja upp heimili i Hveragerði og leið þar á flestan hátt vel. Við vissum gjórla, að þessi breyting hlaut að skapa okkur nokkra erfiðleika, en sérstaklega er það þó skortur á fjármagni til búreksturs, sem er tilfinnanleg- ur, ef eitthvað á að gera. Lánsfé er af svo skornum skammti, að segja má að menn standi uppi með tvær hendur tómar hafi þeir ekki eitthvað verulegt frá sjálfum sér fram að leggja. Stofnlána- deildarlán til jarðakaupa er um tvöhundruðþúsund, en það eitt að komast yfir ábýli er ekki nóg, það þarf einnig bústofn og vélar. En vélar eru að minni hyggju ein sú óhagstæðasta fjárfesting, sem bóndinn leggur i, og væri nauð- synlegt að þar kæmi til meiri samvinna milli bændanna en nú er, sérstaklega um þær vélar, sem ómissandi eru i nútima bú- rekstri, en aðeins notaðar stuttan tima á ári hverju. Þetta hlýtur að vera hægt, einkum þar sem bú- stærö er almennt ekki meiri en t.d. hér i ölfusinu, og er þvi nauð- synlegra, sem það er augljóst, að bændur verða að verðleggja vöru sina sem næst þvi, að afrakstur búsins beri uppi kostnaðinn. En eftir stutta reynslu mina hér, sé ég ekki hvernig það er hægt. Þeg- ar á þetta er litið, er ljóst að leita verður einhverra úrræða til þess að gera framleiðsluna ódýrari fyrir neytendur en samhliða þvi bætta vinnutilhögun og batnandi lifskjör bóndans. Annað er svo það, að ég er ekki talinn bóndi nema aö litlu leyti. Jörðin er að visu nokkuð stór, um það bil hundrað hektarar innan girðing- ar. En beitilandið i kring? Ja, eins og mörgum er kunnugt, er afréttur Olfusinga sagður einna verst farinn af bithaga landsins. Ekki alls fyrir löngu sat ég fund þar sem þetta var til uni- ræðu og samþykkt tillaga þess efnis að banna lausagöngu hrossa á afréttinum. Þetta tel ég spor i rétta átt, en hefði þó viljað stiga skrefið til fulls og framkvæma itölu i afréttinn og ieggja þar til grundvallar jarðarhundruð. Það veröur tæpast véfengt að af- rétturinn er ofbeittur svo, að nálgast náttúruspjöll. — Væri ekki skynsamlegt að skipuleggja búskap landsmanna meira en gert er i samræmi við landshætti á hverjum stað og með tilliti til afurðasölu. Til dæmis að mjólkurframleiðsla væri einkum i grennd við fjölbýlustu staðina, en sauðfjárrækt lengra út á landsbyggðinni þar sem viðlend heiðalönd eru að byggðarbaki? — Mér hefur nú virzt skipulagn- ing i islenzkum búskap fremur stutt i þá átt aö segja mönnum fyrirum það, hvar á landinu þeir skuli framleiða eina vörutegund og hvar aðra. Ég er Hka hræddur um, að það yrði anzi erfitt að skikka menn á þessu sviði til ein- hliða aögerða. Enda hygg ég aö margir mundu telja það skeröing á persónufrelsi. Og þá vaknar lika sú spurning: Hvað yrði gert við sportmennina? Til þeirra mundi ég Hklega teljast. Ætti að banna þeim að ala sina hesta? Ég lit svo á, að hafi einhver bóndi sérstakan áhuga fyrir einni búgrein annarri fremur, t.d. fremur sauðfé en kúm, eigi hon- um að vera frjálst að rækta sinar rollur hvar sem hann er i sveit settur, aðeins að hann ekki reki fleira fé á afréttinn en jarðnæði hans heimilar samkvæmt itölu- reglu. Þvi sé það gert er annað tveggja, gengið á rétt annarra eða beitarþoli landsins ofboðið. En svo við snúum okkur aftur að þeirri ráðabreytni okkar hjóna að flytja hingað að Hvoli, þá er óhætt að segja, að fjölskyldan er ánægð og hefur eignast heimili og komist i umhverfi, sem henni er vel að skapi. Piltarnir okkar una sér mjög vel. Þótt ekki séu nema fimm kilómetrar milli Hvols og Hverageröis er mikill munur á umhverfinu og það öllu betur að okkar skapi. Hér er rólegt en þo fjölbreyttir og skapandi lifshætt- ir. Mannfélag Hverageröis er lika það nærri, að þess er hægt að njóta hvenær sem maður vill'. — Hvernig kemur það svo heim og saman að vera kennari i Hverageröi og bóndi á Hvoli? — — Ég finn enga óhagstæða breytingu frá þvi sem áður var. Kennsla hefur alltaf verið mitt aðalstarf og ég hygg að svo muni verða áfram, þótt ég hafi hér fá- einar skjátur og nokkur hross. Það útheimtir ekki þau umsvif, að til neinna frávika leiði. Hross hef ég alltaf haft. Þau hafaátt rík itök i huga mér frá þvi að ég var drengur. Þau urðu snemma vinir minir og starfsfélagar og nú á seinni árum einskonar fjölskyldu- meðlimir. Við feðgarnir vorum með ellefu hross i vetur og auk þess nokkur i uppeldi. Þessi hross voru ekki öll i okkar eigu. Sum vorum við beðnir að taka á heim 1 ilið til tamningar, minnsta kosti I gera þau bandvön og reiðfær. Við höfum öll yndi af hesta- mennsku og höfum stundað hana saman i allmörg ár. Flestum okk- ar tómstundum verjum við i þessu skyni og á þann hátt verða a þær okkur dýrmætar og eftir- i minnilegar. Þetta er okkar sam- í eiginlega áhugamál og það er áreiðanlega hverri fjölskyldu mikilsvirði að finna sig saman ekki siður i leik en starfi. Og tvi- mælalaust skiptir það miklu máli hvað snertir uppeldi barna, að fjölskyldan sé samhent. Þótt búskapurinn sé ekki um- fangsmikill hjá okkur, er hér um að ræða lifrænt starf, sem öll fjöl- skyldan tekur þátt i og er sam- ábyrg fyrir. Þetta eykur sam- heldnina og félagslegan þroska unglinganna, og veitir jafnframt ótaldar og oft óvæntar ánægju- stundir, auk hinnar miklu öryggiskenndar, sem þvi er sam- fara að finna sig i sterkum tengsl- um við lifandi náttúru. Kristin og Bjarni Eitill frá Hólmi sonur Jarpar og Hrafns frá Arnanesi. Ég var ellefu ára gamall, þegar foreldrar minir fluttu i Hvera- gerði, en eftir það var ég mörg sumur i sveit fyrir austan — á Hornafirði — Þar er fagurt hérað og svipmikið og þar festi ég sterk- ar rætur, sem aldrei hafa slitnað og eiga vafalaust stærstan þátt i þvi, hve fast hugur minn hefur ávallt verið bundinn sveitastörf- um og sveitalifi, enda var ég ung- ur ákveðinn i þvi, að þar skyldi verða minn framtiðarstaður. Austur á Hornafirði var litið hægt að fara öðruvisi en á hest- um. Ég var látinn fara á milli, látinn reiða matinn á engjarnar, látinn ná i kýrnar og látinn ná i hrossin. Þá var það sem hann afi minn gaf mér þessa gullvægu reglu: „Vertu nú fljótur, Bjarni minn, en riddu ekki hart." Ég minnist sunnudaganna. Það voru dásamlegir dagar. Þá var undantekningarlitið, ef ekki stóð illa á með heyþurrk, farin hópreið um alla sveitina. Eitt sumar var ég hjá systur minni, Margréti, og mági minum, Guðjóni Arasyni. Þau búa nú á Hólmi i Hornafirði. Þau áttu hryssu, jarpa á lit, fimm eða sex vetra. Hún var vel viljug, klár- geng og i minum augum afbragð annarra hrossa. Hryssuna fékk ég einu sinni lánaða i útreiðartúr. f þessari ferð var ungur maður, Kennslustund í dönskum lisidansi Flemming Flindt er ekki aðeins helzti dansmeistari Dana síðan Harald Lander hvarf af sjónar- sviðinu, heldur er hann lika i fremstu röð danshöfunda á Vesturlöndum., Það er að minnsta kosti mln skoðun. Hann er svo hugmyndarikur, frjór og frumlegur, að stöðugrar undrun- ar og aðdáunar sætir. Þótt hann fari vitanlega aðrar leiðir heldur en fyrrennarar hans, og still hans og tjáningarform sé með öðru og nútimalegra sniði en verk stór- meistaranna gómlu, Massines, Balnchines, Lifars, Skibines og reyndar fleiri, ber ekki á öðru en hann standi þeim á sporði og vel það. Verk Flemmings Flindts bera þess og greinileg merki, að hann hefur farið i smiðju til Frakka og drukkið i sig franska menningu og anda. Eins og kunnugt er, starfaði hann lengi sem sóló- dansari við Óperuna i Parisar- borg, en hún hefur jafnan þótt hafa færari dönsurum á að skipa heldur en söngvurum. Listdanssýning Dananna hófst á siðasta dansskrárliðnum, það er að segja lifvörður á Amager eftir Bournonville. Þetta er lag- lega saminn ballett i gömlum, hefðbundnum stil og sigildum. Dansinn er stiginn af kunnáttu og fágaðri atvinnumennsku. Frammistaða dansenda i hinum ýmsu atriðum er að visu misjöfn að listgildi og er það ekki nema eðlilegt. Sá, sem þetta ritar náut bezt hermannapolkans með Vivi Flindt og Flemming Flindt, (hér voru höfð mannaskipti á siðustu stundu), pas de trois með Inge Jensen, Evu Kloborg og Flemming Ryberg (sá síðast- nefndi tekur sitt „assemblé" með miklum glæsibrag), og loks ræl- sins, sem dansaður er af f jöri og fitonskrafti. I viðtali i Morgunblaðinu kemst Flemming Flindt svo að orði um Ionesco: „Ionesco notar ákaflega sérstætt, dramatiskt form, sem byggir mjög á sjónrænni skynjun. Þetta veitir mikla möguleika til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.