Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Miövikudagur 14. júni 1972.
Reynir þjálfar ísfirðinga
Umsjón: Alfreð Þorsteinsson
Landsmót UMFÍ verður haldið
í Borgarfirði árið 1974
- samþykkt að taka skák þá inn í stigareikning iandsmótsins
A myndinni hér fyrir ofan.sem Ijósmyndari Timans Kóbert tók, sést óli
blaöasali, viröa fyrir sér hina ýmsu gripi sem eru til sölu.
Nú þarf ekki að fara
til Múnchen til að
eignast minjagripi um
Olympíuleikana
- það er hægt að fá þá í Aðalstræti 16
Nú geta þeir sem ekki komast á
Olympiuleikana i Mffnchen i sum-
ar, komið i Aðalstræti 16
(Eymundssonar húsinu) og keypt
sér minjagripi um Olympiuleik-
ana. Hefur OL nefnd Islands
komið sér þar upp verzlun, sem
selur minjagripi. A boðstólum eru
margir fagrir munir, sem erfitt
er að lýsa i stuttu máli. En sjón er
sögu rikari og vil ég benda þeim,
sem hal'a áhuga á að næla sér i
minjagripi, að hafa hraðann á, ef
þeir ætla að ná sér i fagra gripi
þvi að það má búast við þvi, að
hinir l'ögru gripir seljist fljótlega
upp.
'l'ildrögin að verzlun þessari,
eru þau, að þýzka OL-nefndin,
sendi þeirri islenzku minjagripi
lyrir þá, sem hafa áhuga á að
eignast minjagripi um OL-leik-
ana i Múnchen, en komast þangað
ekki til aö fá sér þá. SOS.
18. Sambandsráðsfundur UMFl
var haldinn i Hótel Akranesi
laugardaginn 3. júni og hófst
fundurinn kl. 9. árdegis.
A fundinum mættu fulltrúar frá
flestum héraðssamböndum
landsins auk stjórnar og starfs-
manna UMFl. Gestir fundarins
voru, Uorsteinn Einarsson.
iþróttafulltrúi, Daniel Ágústinus-
son, Reynir Karlsson, æskulýðs-
fulltrúi rikisins, og Gylfi tsaksson
bæjarstjóri.
Aðalverkefni fundarins var að
ganga frá reglugerð um 15.
Landsmót UMFÍ, sem haldið
verður i Borgarfirði árið 1974.
Keglugerðir landsmótanna eru
viðamiklar, og stöðugt þarf að
endurhæfa þær nýjum tima og að-
stæðum, enda vaxa mótin sifellt
hvað snertir þátttakendafjölda og
keppnisgreinar. Fundurinn sam-
þykkti að lokum reglugerð, sem
felur i sér nokkra lengingu á
Landsmótunum frá þvi sem áður
hefur verið, þannig að 15. Lands-
mótið mun hefjast um miðjan
föstudag og ljúka á sunnudags-
Vilhjálmur og
Erlendur á 100
manna skránni
ÖE—Reykjavik.
Nýlega kom út afrekaskrá allra
tima i frjálsum iþróttum eftir
ltalann Roberto Quercetani, 100
beztu i hverri grein.
1 þessari miklu skrá er að finna
tvo islenzka frjálsiþróttamenn,
þá Vilhjálm Einarsson, sem er i
22. sæti i þristökki með 16,70
metra, og Erlend Valdimarsson,
sem 74. i kringlukasti með 60,06
m.
kvöldi, nokkuð var fjölgað grein-
um mótsins einkum i sundgrein-
um og einnig var samþykkt að
taka skák nú inn i stigareikning
landsmótsins.
Annað verkefni fundarins var
að fjalla um félags og fræðslumál
UMFÍ,en þau mál eru nú i endur-
skoðun hjá samtökunum, en
UMFÍ hefur nú starfrækt Félags-
málaskóla um 3ja ára skeið með
góðum árangri. Var fundurinn
sammála um að taka þennan þátt
föstum tökum i framtiðinni og
stórauka fræðslustarfsemi sam-
takanna, bæði hvað við kemur
leiðbeinendur i iþróttum og fé-
lagsmálum.
Á fundinum voru þeir Þorsteinn
Einarsson, og Daniel Ágústinus-
son sæmdir Gullmerki UMFl
fyrir mikil og góð störf i þágu
Ungmennafélaganna um langt
árabil.
Ungmennafélagið Skipaskagi
var gestgjafi fundarins og var að-
staða öll og fyrirgreiðsla á Akra-
nesi til mikillar fyrirmyndar.
Hótel Akranes bauð fundar-
mönnum til glæsilegs hádegis-
verðar, Umf. Skipaskagi bauð til
kaffi drykkju og bæjarstjórn
Akraneskaupstaðar bauð fulltrú-
um til skoðunarferðar um
Akranes, þar sem skoðuð var
iþróttaaðstaða og ýmsar
menningar og félagsstofnanir á
staðnum, þvi næst var snæddur
kvöldverður i boði bæjarstjórnar-
innar, þar sem Þorvaldur Þor-
valdsson forseti bæjarstjórnar-
innar flutti ágrip af sögu staðar-
ins.
Að lokum þágu Ungmenna-
félagar kvöldkaffi i boði Daniels
Ágústinusarsonar og konu hans.
Fundur þessi þótti takast hið
bezta, var bæði árangursrikur
og ánægjulegur, og færir UMFÍ
Akurnesingum hinar beztu þakkir
fyrir móttökurnar.
Daniel Ágústinusson
Austurriki sigraði Sviþjóð i
undankeppni HM i knattspyrnu
með 2:0 i Vin i gær.
í landskeppni B-liðs A-Þjóð-
verja og Búlgara sigruðu þeir
fyrrnefndu með yfirburðum 144
stigum gegn 57. Siebeck hljóp 110
m grind á 13,5 sek. Shcenke hljóp
200 m á 20,7 sek og Fachse kastaði
sleggju 73,14 m.
Hver hefur áhuga á að taka þátt
í Bláskóga- Skokkinu 2. júlí
þáttökutilkynningar þurfa að berast
Reynir Karlsson, hinn
gamalkunni knattspyrnu-
maður og þjállari úr Fram,
mun þjálfa 2. deildarlið
lsfirðinga næsta mánuð.
tsfirðingar, sem hafa verið
þjálfaralausir um tima,
leituðu til Reynis og báðu hann
að koma vestur til að kenna
og þjálfa knattspyrnu.
Ekki er að efa, að Reynir
komilifii knattspyrnumenn á
lsafirði, þennan stutta tima,
sem hann dvelur þar við
þjálfun.
sos.
Trimmnefnd Héraðssambands-
ins Skarphéðins efnir til móts fyr-
ir almenning sunnudaginn 2. júli
n.k. og hefur það hlotið nafnið
Bláskóga-Skokk, en aö fornu var
svæðið i kringum Þingvallavatn
nefnt Bláskógar.
Leiðin, sem skokkað verður, er
nánar tiltekið sú, sem i daglegu
tali er nefnd Lyngdalsheiði. Lagt
verður af stað Þingvallamegin og
endað að Laugarvatni. (Sjá meðf.
kort.) Varla gefur að lita fegurri
og sögufrægari göngu- eða
hlaupaleið. Vegalengdin er 16.8
km.
fyrir 25. júní
Fólki er i sjálfsvald setl, hvort
það gengur eða hleypur eða
hvorutveggja, en vegalengdina
verður að fara á 3 klst. eða
skemmri tima. Allir þátttakendur
munu fá sérstakt heiðursskjal og
auk þess munu hinir 3 fyrstu i
hverjum aldursflokki hljóta sér-
stök verðlaun.
Þátttakendum verður skipt i
flokka eftir aldri sem hér segir:
A. flokkur 14—15 ára
B. flokkur 16—18 ára
C. flokkur 19—34 ára
D. flokkur 35 ára og eldri.
öllum er heimil þátttaka, kon-
um og körlum, innlendum og út-
lendum.
Þetta verður fyrsta mót sinnar
tegundar hér á landi, en viða er-
lendis eru þau afar vinsæl og
þátttaka mikil. Almennur áhugi
fyrir útivist og hreyfingu, sam-
hliða ekki of erfiðu viðfangsefni,
gera það að verkum, að fjöldinn
getur verið með.
Á leiöinni verða staðsettir bilar
eða tjöld, þar sem þátttakendur
geta fengið sér hressingu, ef þeir
vilja. Við endastöðina að Laugar-
vatni geta svo allir farið i gufubað
og sund.
Það er ætlun Trimmnefndar
HSK, að Bláskógaskokkið verði
árlegur viðburöur.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast simleiðir eða bréflega fyr-
ir 25. júni til Brynleifs Stein-
grimssonar læknis, Selfossi eða
Leifs österby, Selfossi. Einnig
má tilkynna þátttöku til skrifstofu
ISÍ. i Laugardal, Reykjavik.