Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 14. júni 1972. ÖIU/A (íltKIFAFRÍ: Qj Krókur á móti bragöi átt þú aö „skyggja” hann þ.e. fylgja honum eftir i hæfilegri fjarlægö. Þú mátt aldrei missa sjónar á honum. Það er höfuð- atriði. Hefur þú skiliö mig?” „Þér getið treyst mér, borgari Chauvelin,” svaraði Tournefort, hreykinn yfir þvi að vera falið þetta trúnaðarstarf, sem var hon- um auk þess vel að skapi. „En, viljiö þér segja mér, borgari. . .” „Ég skal aðeins segja þér, borgari,” svaraði Chauvelin haröneskjulega. „Þótt við höfum rakið slóð gimsteinaþjófsins hingað, þá höfum við vegna klaufaháttar þins i gærkvöldi alveg misst af slóð greifafrúar- innar de Sucy og svikarans, sem nefndist Bertin. Við verðum að láta Rateau sýna okkur, hvar þau hafa falið sig.” , „Ég skil”, muldraði Tournefort undirgefnislega. „Þaö var þó mikið!” svaraði Chauvelin þurr- lega. — „Svona maður! Eyddu ekki timanum og reyndu að verða nokkrum minútum á undan Rateau inn i borgina. Flýttu þér inn i varðstofuna og skiptu alveg um föt. Við Gourdon höldum á- fram sömu leiöina og Rateau, og höfum auga með honum, ef hann skyldi breyta um stefnu og fara aðra leið. Hvernig sem fer, þá finnumst við allir innan við borg- arhliðið. Verðir þú aftur á móti farinn að elta Rateau áður en við komum, þá skildu eftir skilaboð um, i hverja átt þú ferð”. Eftir að hafa skipað þannig fyr- ir, gaf Chauvelin skipunina: „Af stað nú”, og hinir þrir félagar riðu á hröðu brokki vegina, sem lágu til borgarhliðanna. IV Hafi borgari Rateau annars hugsað nokkuð um það, þá hefði hann mátt verða mjög undrandi yfir óvæntri stimamýkt eða mannúð, ellegar þá kæruleysi hjá Bibot liðþjálfa, sem var yfir- maður varðarinsviðGentilly-hlið- iö. Bibot leit aðeins lauslega á grútskitugt blaö, sem Rateau sýndi honum, og var sýnilega vegabréf hans eða ferðaskirteini. Hinni venjulegu spurningu „hvað er i þessum böggli?” svaraði Rateau: „Tvökálhöfuðog fáeinar gulrætur”. Bibot potaði fingr- inum i opið á bögglinum.og var þar vissulega kálblaö fyrir. Siðan gaf hann hina venjulegu skipun: „Haldið áfram ferð yðar borgari, i nafni lýðveldisins”. Þar með var þeirri athöfn lokið. Tournefort hafði verið áhorf- andi að þessu úr glugga i litilli kaffistofu rétt innan við hliðið. Hann hló með sjálfum sér, þvi aldrei hafði hann séð nokkra bráð flana svo grunlaust i gildruna. Eftir að Rateau var kominn inn fyrir borgarhliðið virtist hann óráöinn i þvi, hvert halda skyldi. Hann leit löngunaraugum til kaffistofunnar, þar sem einn ötul- asti sporhundur velferðarnefnd- arinnar lá i launsátri. Eftir hokk- urt hik hætti hann þó við að leita sér hressingar i veitingahúsinu, snerist á hæli og þrammaði niður l’Oursinegötuna. Tournefort lofaði honum að fá allgott forhlaup og bjóst þvi næst við að elta. Rétt i þvi að hann var að leggja af stað, komu þeir Gourdon og Chauvelin gegnum borgarhliðið. Þeir skutust einnig inn i varðstofuna, þar sem jafnan voru til reiðu dularbúningar handa njósnurum stjórnarinnar. Þarna fóru þeir báðir úr ein- kennisbúningum sinum og bjugg- ust þannig um, að þeir liktust venjulegum og heiðarlegum borgurum, sem ganga um borg- ina i eigin erindum. Tournefort hafði farið i gamla blússu, götótta sokka og hælalausa skógarma. Þannig búinn labbaði hann, með hendurnar i buxnavösunum inn i hina þröngu de l’Oursine, þar sem Mouffardgata tekur við. Rateau stikaði stórum og tók löng skref i hvert skipti, þvi mað- urinn var stórvaxinn og leggja- langur. Tournefort gerði ýmist að slangra eftir götunni hægra eða vinstra megin, stundum skauzt hann inn i opnar húsdyr eða port, en missti aldrei sjónar á bráð sinni. Chauvelin og Gourdon komu lötrandi á eftir i nokkurri fjarlægð. Það ringdi ennþá, en regnið var aðeins úði mjög hrá- slagalegur og kaldur. Fátt manna var á ferð um þetta gamla, fátæk- lega borgarahverfi Parisar. Húsin til beggja handa nærri þvi lokuðu fyrir dagsbirtuna i hinu mjóa stræti þennan dimma og regnþunga septemberdag. Við endann á Mouffetard götu nam Rateau staðar. Mikill fjöldi þröngra gatna lá út frá enda Mouffetardstrætis. Rateau lit- aðist um, ekki var hægt að sjá, hvort honum væri ljóst, að menn væru á hælum hans. En eftir ör- litla umhugsun hélt hann inn i Contrescarpigötu og hvarf sjón- um Tourneforts. Njósnarinn hraðaði sér nú að götuhorninu og kom nógu snemma til að sjá Rateau við hinn enda götunnar beygja við til hægri handar. Var nú ljóst, að hann vi'ssi af eftirför hinna, þvi hreyfingar hans urðu nú miklu varkárari og laumulegri. Jafnvel i þessari fjarlægð gat Tournefort séð, að hann þrýsti bögglinum fastar að sér. Eftir þetta varð elt- ingaleikurinn hraðari og á styttra færi. Rateau stakk sér ýmist inn eða út i hinu þétta kerfi þröngra og óþrifalegra gatna, sem liggja umhverfis Place de Fourci. Hvarf hann þá stundum sjónum Tourne- forts, likt þvi, sem jörðin hefði gleypt hann. Tournefort var þrekmikill mað- ur og úthaldsgóður, en sjaldan hafði hann haft með höndum erfiðara hlutverk en nú. Hann varð stundum að hlaupa sem mest hann mátti, en varð svo aft- ur að biða við eða læðast, allt eftir þvi, sem þörfin krafði. Verstu erfiðleikunum olli skipun Chauvelins, að ekki mætti taka manninn höndum, og jafnvel ekki láta hann verða þess varan, að hann væri eltur. Tournefort varð að neyta allrar sinnar æfingar og kænsku i þessum eltingaleik við hinn tæringarveika risa, sem sneri sig eins og áll til ýmissa hliða um ókunna stigu. Hvað var nú oröið af Chauvelin og Gourdaon? Þeir höfðu verið innan tvöhundruð metra á bak við hann þegar hann elti Rateau fyrst.en nú leit helzt út fyrir að þeir hefðu misst sjónar á bæði honum og Rateau. Og enn jók það á erfið- leikana, aö skuggar kvöldsins voru að færast yfir og hin þröngu stræti voru illa lýst. i þessu bili kom Tournefort auga á Rateau, sem skálmaði upp götuna án þess að flýta sér nokk- uð. Hinn virðulegi útsendari stjórnarinnar leitaði skýlis i skoti við forstofudyr einar.ogþerraði af sér svitann, og nú heyrði hann hinn ógurlega tæringarhósta Rateaus rétt hjá sér. Tournefort þrýsti sér betur inn i krókinn, meðan karlinn gekk fram hjá. Miðvikudagur 14. júní 7.00 Morgunútvarp Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þórunn Elfa Magnús- dóttir byrjar að lesa sögu sina „Lilli i sumarleyfi”. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Siðdegissagan: „Einka- lif Napóleons” eftir Octave Aubry 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar 16.15 Veðurfregnir Húsmæðrasamband Norð- urlanda og þátttaka tslands i þvi Sigriður Thorlacius flytur erindi. 16.45 Lög leikin á trompet 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „A vori lifs i Vinar- borg” Dr Maria Bayer- Juttner tónlistarlennari rek- ur minningar sinar: Erling- ur Daviðsson ritstjóri færði i letur: 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 AlitamálUmræðuþáttur, sem St’efán Jónsson stjórn- ar. 20.00 Samleikur i útvarpssal: Ingvar Jónsson og Helga Ingólfsdóttir leika. 20.20 Sumarvaka a. Sigurður smali Sigurður O. Pálsson skólastjóri flytur fyrsta hluta frásöguþáttar eftir Benedikt Gislason frá Hof- teigi. b. Kvæði eftir Gunnl. F. Gunnlaugsson Valdimar Lárusson les. c. Fjörulalli Þorsteinn frá Hamri tekur saman þáttinn og flytur á- samt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. d. Kórsöng- ur Karlakórinn Þrestir syngur lög eftir Friðrik Bjarnason. Stjórnandi: Jón tsleifsson. 21.30 Útvarpssagan: „Nótt i Blæng” eftir Jón Dan. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Gömul saga” eftir Kristinu Sigfúsdóttur 22.35 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. júni. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Borgarbragur. Skemmtiþáttur með söng og glensi og svipmyndum úr götulifi stórborganna. Þessi þáttur var framlag danska sjónvarpsins til keppni, sem haldin var nýlega i Montreux, um beztu skemmtidagskrána fyrir sjónvarp. (Nordvision — Danska sjónvarpið). Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 21.00 Saga sjónvarpstækninn- ar. Kvikmynd frá BBC um þróunarferil sjónvarps. Greint er frá uppfinningum og' tilraunum, sem loks leiddu til þess, að unnt var að hefja reglubundnar sjón- varpssendingar i Bretlandi árið 1936. Þýðandi Gylfi Gröndal. 21.50 Vaidatafl.Brezkur fram- haldsmyndaflokkur. 4. þátt- ur. Stjórnmáiamaðurinn. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 3. þáttar: 1 ferð til meginlandsins kynnist Wilder ungum og snjöllum byggingaverkfræðingi, Hagadan að nafni.Hagadan ræðst til starfa hjá fyrirtæk- inu og stofnar brátt til vináttu við Pamelu Wilder. En eiginmaður hennar á enn vingott við Susan Weldon. Hann hefur margvislegan ávinning af þvi sambandi, en vill þó ekki segja skilið við Pamelu. 22.40 Dagskrárlok. NAUÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð 2. og siðasta, sem aug- lýst vari74., 76. og 78. tölubl. Lögbirtinga- blaðsins 1970, á neðri hæð húseignarinnar Álfhólsvegur 143, eign þrotabús Magnúsar Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri i dag, miðvikudaginn 14. júni 1972 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. 1129. Lárétt 1) Á ný,- 6) Litarlaus.- 8) Fugl - 9). Gljúfur,- 10). Grænmeti.- 11. Ávana.- 12) Starfsgrein - 13) Elska,- 15) Egg- Lóðrétt 2) Yfirhafnir,- 3) Drykkur.- 4) Æskumann.- 5) Lélega.- 7) Stara,- 14) Númer,- Ráðning á gátu No. 1128 Lárétt 1) Öskur,- 6) Kál.- 8) Sjó.- 10) Lof.-12) Jó,- 13) Fa,- 14) All.- 16) Inn,- 17) Ýki,- 19) Agnið,- Lóðrétt 2) Skó,- 3) Ká,- 4) Ull,- 5) Ásjár,- 7) Ofani.- 9) Jól.- 11) Ofn,- 15) Lýg,- 16) III,- 18) KN,- HVELL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.