Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 14. júni 1972. TtMINN 17 Þarna á hann heima... knötturinn á leiö i netiö, eftir aö Alexander Jóhannesson visaði honum á leiðina heim til sin. Varnarmenn Fram og góður dómari leiksins Magnús V. Pétursson, horfa á eftir knettinum fara yfir þröskuldinn. {Tímamynd Róbert) VALUR OG FRAM GERÐU JAFNTEFLI 1:11 LEIK AAARKTÆKIFÆRANNA — ef leikmenn iiðanna hefðu gefið sér tíma til að hugsa og vega og meta aðstæður hverju sinni, hefði leikurinn eins getað endað 5:5 Leikur Vals og Fram i 1. deild á mánudagskvöldið bauð upp á skemmtilega knattspyrnu og spennandi augnablik. Siðustu 1U min. leiksins voru æsi spennandi, þá stóðu leikar 1:0 fyrir Val og Völsungar sigruðu ísfirðinga 3:0 - lið ísfirðinga er mikið breytt síðan í fyrra, sjö af reyndustu leikmönnum þeirra leika ekki með liðinu Völsungar fóru til Isafjarðar s.l. laugardag og léku þar við heimamenn leik i 2. deild. Leikur liðanna var ekki eins góður og búizt var við fyrirfram. Heima menn léku með mikið breytt lið, sjö leikmenn,sem léku með liðinu i fyrra, léku ekki með þvi gegn Völsungum og er það mikil blóð- taka fyrir fsfirðinga. bað var ekki fyrr en á 27. min. i siðari hálfleik, að knötturinn hafnaði i marki og voru það ísfirðingar, sem máttu bita i það súra epli að ná i knöttinn i netinu hjá sér. Stuttu siðar bæta Völsungar við öðru marki og var þar að verki Baldvin Baldvins- son, fyrrum leikmaður hjá KR. Þriðja og siðasta mark Völsunga kom svo tveim min. fyrir leikslok og var það hálfgert sjálfsmark Helgi Þorvaldsson, skoraði fyrir strákana sina. (Timamynd Gunn- ar.) LOFAÐI MARKI 0G STÓÐ VIÐ ÞAÐ Þegar Þróttur og Armann mættust i 2. deild s.l. laugardag á Melavellinu, kom skemmtilegt atvik fyrir. Helgi Þorvaldsson, leikmaður Þróttar er einnig þjálf- ari 4. fl. félagsins i knattspyrnu. A sama tlma og Helgi var að leika með meistaraflokk Þróttar voru strákarnir hans að leika gegn KR og nægði þeim sigur i þeim leik til að verða Reykjavfkurmeistarar. Helgi sagði við þá, ef þeir sigruðu KR, ættu þeir að koma upp á Melavöll og láta hann vita, — þá skyldi hann skora eitt mark fyrir þá gegn Ármanni. Strákarnir komu svo i hálfleik og létu Helga vita um-að þeir höfðu sigrað KR. Ekki lét Helgi þá svo bíða eftir markinu, sem hann lofaði þeim, strax á 3. min. siðari hálfleiks, sendi hann knöttinn i netið hjá Ar- menningum. Það er ekki hægt að segja annað en að Helgi hafi stað- ið við loforð sitt. SOS. HVER VAR HEPPINN? Dregið hefur verið i happa- drætti Knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi og komu þessi númer upp: Nr. 213 Nr. 2436 Kramarar sóttu nær látlaust — enda Valsmenn búnir að draga nær allt lið sitt i vörn. Kn það var mikill misskilningur hjá Vals- liðinu — Kram tókst að jafna og voru nær búnir að stela sigrinum frá Val á siðustu min. leiksins. Fyrri hálfleikur var leikur marktækifæranna, sem hvorugu liðinu tókst að skora i þótt margir væru „dauða s jensa r n ir ". Minnstu munaði,að bezta manni vallarins, Asgeiri Eliassyni, tækist að skora fyrir Fram á 26. min.,en þá lék hann á tvo leik- menn Vals með sinum frægu mjaðmasveiflum, fyrir utan vita- teig Vals og skaut lúmsku skoti, með jörðu, sem lenti i stönginni að utanverðu. Það var strax á 2. min. siðari hálfleiks að Valsmenn taka forustuna i leiknum. Valsmenn fengu hornspyrnu eftir að Þorbergi Atlasyni markverði Fram rétt tókst að bjarga skoti frá Hermanni Gunnarssyni i horn. Hermann tekur hornspyrnuna og sendir knöttinn inn i viiateiginn, þar sem varnar- menn Fram hreinsa frá — knött- urinn hrekkur til Alexanders Jó hannessonar, út fyrir vitateig, og hann var fljótur að átta sig og sendi knöttinn meö hörkuskoti aftur til baka og beint i markið. Eftir markið dofnaði leikurinn, og það var ekki fyrr en á 30. min., að hættulegt skot kom að marki. Bergsveinn Alfonsson skaut eitt af sinum þrumuskotum af 25 m færi — boltinn stefndi i markið, en á siðustu stundu bjargaði Þorbergur i horn. En upp ur þessu fara Framarar að sækja og sóttu stift — náð'u öllum völdum á miðjunni og oft mátti sjá bakverði Framliðsins komna i fremstu viglinu. Markið lét ekki á sér standa — mikil þvaga skapast við Valsmarkið á 40. min. Sigurður Dagsson, hleypur út i vitateig, til að hand- sama knöttinn, sem kemur fyrir markið. En Erlendur Magnússon, er fljótari til og skallar yfir Sigurð, til Snorra og hann þrumar að marki — skoti hans var w Olöglepr leikur Keflvikingar unnu KR I gær- kvöldi 3:1 i ólö'glegum leik. Fyrri hálfleikurinn stóð i 55 minútur i stað 45 minútna. A siðustu 10 minútunum (sem voru ólöglegar) skoðuðu Keflvikingar 2 mörk og Hörður Markan var settur útaf. Liðin skoruðu sitt hvort markið i siðari hálfleik. Nánar á morgun. bjargað á linu — knötturinn hrekkur til Kristins Jörunds- sonar, sem tekst að pota honum i mark Vals. Rétt fyrir leikslok voru Framarar hér um bil búnir að skora aftur, þegar skoti frá Marteini var bjargað á linu. Töldu sumir, að þar hefði átt að dæma viti, þvi að einn leikmanna Vals kom við knöttinn með hend- inni. Valsliðið lék mjóg skemmtilega sóknarknattspyrnu framan af i - leiknum, með Hermann Gunnars- son sem heila liðsins, voru skiptingar hans og spissboltar, mjóg vel hugsaðar hjá honum. Þá var Alexander mjög liflegur i leiknum. Bergsveinn var maður varnarinnar og byggði oft vel upp. Sigurður Jónsson styrkti. liðiðmikið með komu sinni i það. Jóhannes Eðvaldsson lék nú aftur með Iiðinu og kom ekki vel frá leiknum. Hann hvarf timunum saman, enda gersamlega búinn með úthald undir lokin. Vörnin i fram var bezti hluti liðsins, en framlinan algjörlega bitlaust. Liðið lék mjög góða knattspyrnu og var knötturinn látinn ganga á milli manna, en þegar að markinu dró, vissu ekki framlinumennirnir hvað þeir áttu að gera við boltann, þeir gáfu hann frekar en að skjóta á markið i færi. Beztu menn liðsins voru, Asgeir, Marteinn Geirsson, Baldur Scheving og Agúst Guðmundsson. SOS. Hvað ertu að gera. Baldur Schevung, reynir að hindra Hermann i að skjóta, en Hermanni tókst að skjóta og knötturinn strauk þverslá. (TimamyndRóbert) 1 WWW¥¥»¥¥»W»>¥¥¥¥¥¥»*¥y¥»O^WWWWW^WWWWWW^WWWWW^ BIKARINN ER EIN HÆÐ 0G RIS Hvitasunnukeppninni hjá GR i Grafarholti lauk fyrir skömmu. Var það fyrst for- keppni.en lfíefstu menn i henni héldu áfram og léku þá hoiu- keppni (með forgjöf) Léku þar einn á móti einum og var sá úr leik, sem tapaði. Til úrslita léku Haukur V. Guðmundsson og Guðmundur Ingvi Sigurðsson og sigraði Haukur á siðustu holu. Urðu þvi lírslitin 1:0. Hvitasunnukeppnin er ein elztagolfkeppnilandsins. Hefur verið keppt um bikarinn, sem Haukur (tilvinstri á myndinni) er með i hægri hendi, siðan 1935. Var hann fyrst sá litli, sem er ofaná þeim stóra, en hann var settur undir, þegar fleiri nöfn komust ekki fyrir á þeim litla. Kr þetta þvi orðin all óvenju- legur gripur, sem á cru kominn 37 nöfn. -klp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.