Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 19
Miövikudagur 14. júni 1972. TÍMINN 19 Fonteyn Framhald af bls. 20. unni, Karl Musile, en auk þeirra verða tveir dansarar frá óperunni i San Francisco og tveir frá finnsku óperunni i Helsingfors. Hljómsveitin er skipuð 20 hljóð- færaleikurum, öllum einleikurum við Filharmóniuhljómsveitina i Miami á Florida. Alls eru þvi i hópnum 33 manns. Margot Fonteyn, sem árið 1956 var öðluð, sæmd titlinum Dame of the British Empire, er nú 53 ára gömul — en enn i fullu fjöri. Fullt nafn hennar er þvi Dame Margot Fonteyn de Arias, en hún er gift fyrrum ambassador Panama i Bretlandi, Roberto Emilio Arias. Hér mun hún dansa hluta úr Svanavatninu, við tónlist Tsjækovskis, hluta úr Rómeó og Júliu og einnig úr Don Quixote og sjóræningjunum. Aðrir dansarar sýna atriði úr Hnotubrjótnum og La Favorita. Indíánar Framhald af bls. I. — Það er stigi upp með sér- stökum útbúnaði — belti, sem varnar þvi, að menn hrapi, þótt liði yfir þá, sagði Ólafur Þórarinsson, stöðvarstjóri, á Gufuskálum, þegar blaðið hringdi til hans. Þetta er auðvitað mikil og erfið ganga eins og nærri má geta. Sjálfur hef ég einu sinni farið þarna upp. En bót er i máli, að hvildarpallar eru á leiðinni, svo að menn þurfa ekki að fara þetta i einni striklotu. Ekki fyrir alla Það eru sem sagt ekki Indiánar einir, sem hafa kjark og þrek til þess að fara upp i mastrið. Þó nokkuð er til af islendingum, sem ekki láta sér það vaxa i augum. En við erum samt liklega nokkuð mörg, sem kveinkuðum okkur við þvi. NU eru menn sem óðast að fara i sumarleyfi, og að venju leggja sjálfsagt margir leið sina um Snæfellsnes, þar sem sannarlega er fagurt um að litast. Timinn vill ekki stuðla að þvi, að neinn aki i kringum nesið án þess að njóta náttúrufegurðarinnar i sem rikustum mæli. En eigi að siður geta menn rennt augum á mastrið á Gufuskálum og hugsað litla stund til þeirra manna, sem eiga störf að rækja uppi i þvi. —J.H. Fornleifar Framhald ' af bls. 1. sagði, að þeir væru búnir að grafa niður að gólfi á kafla, þar sem væri hár veggur. „Við höfum fundið mikið af trjábútum á þessum stað, og er það sjaldgæft i rúst af bæ, sem við höldum að sé eins gamall og þessi. Við teljum, að hann sé frá 13. öld eða snemma á 14 öld, og þvi er þetta merkilegt að finna þessa trjábúta þarna. Það verður mikið verk að grafa þarna, og við förum okkur hægt i þvi, enda aldrei að vita, hvað finnst. Ég held varla, að við náum að ljúka þessu i sumar, en þó er ekki gott að segja, — það fer allt eftir þvi, hvað kemur i ljós á næstu vikum. Maðurinn sem fórst Maourinn,sem lézt við læk i Holt- um á mánudaginn, hét Magnús Gislason bóndi að Akbraut i Holt- um. Magnús heitinn var 62 ára. Aðvörun til búfjáreigenda í Hafnarfirði og Gullbringusýslu Athygli búfjáreigenda i Hafnarfirði og Gullbringusýslu er hér með vakin á þvi, að samkvæmt lögreglusamþykkt Hafnar- fjarðar (57. gr.) og fjallskilareglugerð fyrir Gullbringusýslu og Hafnarfjörð (39. gr.) mega sauðkindur og annar búpening- ur aldrei og á engum tima árs ganga laus á götum Hafnarf jarðar, né annarsstaðar i þéttbýli. Búfjáreigendum skal skylt að stuðla að þvi að fénaður þeirra gangi ekki i löndum annarra og valdi þar uslá eða tjóni. Skulu þeir i þessu skyni hafa fénað sinn i traust- um girðingum, enda beri þeir auk sekta fulla ábyrgð á tjöni þvi, sem gripir þessir valda. Skepnur sem lausar ganga gegn framan- greindum ákvæðum er heimilt að hand- sama og ráðstafa sem óskilafé, lögum samkvæmt. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, sýslumaður- inn i Gullbringu- og Kjósarsýslu, 12. júni 1972. ILG-WESPER HITA- blásarar Sérstaklega byggðir fyrir hitaveitu. Góð nýting og hljóðir i notkun. Pantið timanlega fyrir næsta vetur. Afgreiðslufrestur 2-3 mánuðir. Verð sanngjarnt. HELGI THORVALDSSON Háagerði 29 — Simi 34932 Reykjavik SA Auglýsingastofa Timans er I Bankastræti 7 simar 19523 — 18300. Kaupfélags stjórastarf Kaupfélag Vestmannaeyja vill ráða kaupfélagsstjóra nú á næst- unni. Skriflegar umsóknir ásamt nauð- synlegum upplýsingum óskast sendar Gunnari Grimssyni starfs- mannastjóra S.Í.S. eða formanni félagsins Jóni Stefánssyni, Vest- mannaeyjum. Stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja LISTAHATÍD I REYKJAVÍK Miðvikudagur Leikfélag Reykjavikur 14. júni kl. 17.00 Leikhúsálfarnir (þriðja sýning) Austurbæjarbió kl. 16l— Kammertónleikar IV (Verk eftir Jóu Leifs, Seiber og Beethoven) Háskólabió KL. 20.30 Einleikstónleikar: André Watts Fimmtudagur Laugardalshöll 15. júni. Kl. 20.30. lokatónleikar. Sinfóniuhljóm- sveit tslands Einleikari: André Watts Stjórnandi: André Previn Myndlistarsýningar opnar frá kl. 14-22 daglega á meðan á Listahátið stendur. AÐGÖNGUMIDAR EINNIG VID INNGANGINN Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl. 14—19 daglega. Simi 2 67 11. LISTAHÁTÍD í REYKJAVÍK HVAÐ ER 6 T0NN , 0G ALLTI VÖÐVAR? Z| ¦ Harðjaxlinn frá FordlH nnprPflMni uimmiiiici I ODREPANDI VINNUVEL AUT0-DIG*"""1"" gröfubúnaður [ford-iðnaðargrafanM IP ÞORHFl 1------- m&SZZlA REYKJAVÍK SKÓLAVÓRÐUSTÍG 25 I—— wml

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.