Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. júni 1972. TÍMINN asoii "j ;::::i nr,... Illmmmlllmiliilmiuim Nýr iþróttaleikvangur i Paris. Nýlokið er við að byggja nýj- an iþróttavöll i Paris, og geta 50 þúsund áhorfendur horft á það, sem fram fer á vellinum úr sæt- um sinum. Leikvangurinn er kallaður Parc des Princes, og er suðvestan við Paris. Arkitekt- inn Jean Tallibert teiknaði og skipulagði iþróttavóll þennan, og er hann likastur egglaga skál, með þaki sem ris yfir sæt- in. Þannig er hægt að verja áhorfendur gegn regni, en þó nær þakið ekki það langt inn, að það skýli þeim, sem sitja á fremstu bekkjunum. Fólk hefur þó bent á, að eitt stórt vandamál eigi eftir að risa upp i framtið- inni, þegar mikil aðsókn verður að þessum iþróttavelli. — Það er mjög erfitt um bilastæði á nágrenni vallarins. — Þá hafa menn bent á, að kostnaðurinn við gerð vallarins var geysilega mikill. Völlurinn mun hafa kost- að um 18 milljónir dollara og var það þrisvar sinnum meira, en ráð hafði verið fyrir gert i upphafi. Ein aðalorsökin fyrir þessari hækkun, er sú, að völl- urinn er hitaður upp með raf- magni, og á það að koma i veg fyrir að grassvörðurinn á vellin- um frjósi. Ólympiu-gestir til Berlinar. Yfirvöld i Vestur Berlin eru nú farin að undirbúa af miklu kappi móttöku gesta sem koma munu til Miinchen vegna Ólympiuleikjanna. Það tekur ekki nema eina klukkustund að fljúga frá Miinchen til Berlinar, og allt verður gert til þess að draga athygli ferðamanna að borginni og þvi, sem hún hefur upp á að bjóða. Auðvitað verður reynt að fá gestina til þess að dveljast nokkra daga um kyrrt i Berlin, þvi borgaryfirvöldin hafa áhuga á peningum ferða- mannanna ekki siður en allir aðrir, sem eiga eftir að mata krókinn i sambandi við þessa miklu leiki. Dómkirkja lagfærð. Dómkirkja i Strassborg i Frakklandi verður senn færð i sinn upprunalega búning, að þvi er sagt er. Til dæmis verðiir rif- in hvelfing, sem reist var við kirkjuna á 19. öld, en i staðinn endurreistar gotneskar turn- spirur, i þeim stfl, er upphaflega var á kirkjunni. Verkið mun taka þrjú ár, og verður hafizt handa á næsta ári. Mikill verkmaður Skúli læknir Thorarensen bjó á Móeiðarhvoli, og var meðal hjúa hans maður sem Páll hét, mikill dugnaðarforkur og i góðum metum hjá lækninum, húsbónda sinum. Þann skugga bar þó á, að Páll var maður mjög þunglyndur og raunar ekki heill geðsmuna á köflum. Þar kom, að Páll varð sjálfum sér að grandi. Var hann að raka gærur á Móeiðarhvoli, er það ósjalfræði kom að honum, að hann brá hnifnum á háls sér. Allir urðu skelfinu lostnir, og var i skyndi kallað á Skúla lækni. Gekk hann þegar inn, þar sem Páll lá i blóði sinu, en annað fólk beið þess utan dyra að heyra, hvar komið væri fyrir Páli. Þar á meðal var kona Skúla, Ragnheiður. Kallaði hún til manns sins og spurði, hvort manninum væri lift. Læknirinn svaraði: „Það hefur nú ekki hingað til þurft að ganga i verkin hans Páls mins". Maðurinn minn á ekki að sjást, né i honum að heyrast Drottningarmennirnir i Eng- landi og Hollandi, Filipus og Bernard ganga alltaf nokkrum skrefum fyrir aftan eiginkonur sinar, þegar þær koma fram opinberlega. A þann hátt er sýnt, að þeir eru konum sinum óæðri. Þetta er þó ekkert i samanburði við það, sem fram- tiðin býður Henrik prinsi i Dan- mörku uppá. Hin nýja drottn- ing, Margrét, hefur ákveðíð að maður hennar skuli ekki hafa annað hlutverk með höndum-en föðurhlutverkið, já og hlutverk eiginmannsins innan veggja hallarinnar. Henrik prins verð- ur þvi aðeins skuggi af þvi, sem bæði Filipus og Bernard eru. Og hvers vegna hefur Margrét ákveðið, að þannig skuli það verða? Þaðersagt,að ákvörðun hennar stafi af þvi, hversu óvin- sæil maður hennar er I Dan- mörku. Hvar svo sem Henrik kemur fram opinberlega virkar hann ótrúlega taugaóstyrkur. Hann er alltaf að fikta við gift- ingarhringinn sinn, ef hann er að tala við ókunnugt fólk, og tekur hringinn gjarnan af sér og setur hann upp á þumalputtan, og siðan aftur á baugfingur. Hann svitnar á höndunum. og þarf alltaf að vera að þurrka svitadropana af enninu. Allt bendir þetta til þess að hann sé taugaóstyrkur i meira lagi og þetta og margt fleira fer i taug- arnar á Dönum. Þar við bætist, að Henrik hefur látið hafa eftir sér ýmislegt, sem Dönum fellur ekki verðandi barnauppeldi og hlutverk konunnar i þjóðfé- laginu. Hann heldur þvi m.a. fram, að konan eigi að halda sig innan veggja heimilisins, en nú bendir allt til þess að kona hans ætli að dæma hann til þess, sem hann hefur látið skina i, að ætti að vera hennar eina hlutverk, Margrét hefur alla tið verið mjög sparsöm, en það er vist tæpast hægt að segja það sama um Henrik. Hann er mjög eyðslusamur og veltir ekki skildingunum á milli handanna, áður en hann eyðir þeim i ein- hverja vitleysu. Sér i lagi eyðir hann miklum fjármunum til fatakaupa. Þvi kom háðsbros á varir dönsku þjóðarinnar þegar hann var valinn bezt klæddi maður Danmerkur, árið 1968. Enn eitt fer i taugarnar á dönsku þjóðinni. Það eru iangar og dýrar skemmtiferðir, sem hann tekur sér fyrir hendur til annarra landa, og þá oftast einn. Dönum finnst hann gæti vel haldið sig heima við hjá konu sinni og börnum, enda þykir allri dönsku þjóðinni óendanlega vænt um hina skylduræknu drottningu sina, og vilja ekki vita af þvi að henni sé ekki sýnd viðeigandi virðing og hlýja. Þykir fólki þvi leitt að halda, að hjónaband Margrétar og Henriks virðist ekki sem bezt. Það fyrsta, sem Margrét gerði til þess að draga úr valdi mann sins út á við var að taka nafn hans úr rikisalmanakinu, en það stóð við fæðingardag hans. Honum er ekki leyfilegt fram- vegis að taka við nokkurri viðurkenningu á afmælisdegi sinum. Þá hefur drottningin ákveðið, að myndin, sem tekin var af þeim nokkru eftir dauða Friðriks konungs, myndin, sem fylgir með þessari frásögn, og fólk hafði viða hengt upp, skuli tekin niður aftur, og i stað hennar hengd upp mynd af henni einni. Akveðið hafði verið, að gera prinsinn að æðsta manni flughersins, en drottningin hefur neitað að það verði, en I staðinn hefur hún ákveðið, að verða sjálf hershöfðingi allra greina hersins i Danmörku. Allt bendir þvi til, að framtið Hen- riks verði ekki sem glæsilegust, og ef til vill á utanlandsferðum hans einsamals eftir að fjölga frekar en hitt, og þætti engum mikið, eftir alla þá niður- lægingu, sem þetta hlýtur allt saman að hafa i för með sér fyrir hann. DENNI DÆAAALAUSI Dennis hefur verið að koma með alls konar gamalt dót heim frá Wilson-hjónunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.