Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Þriöjudagur 20. júni 1972.
VÖRUFLUTNINGAR:
REYKJAVÍK — HVAMMSTANGI
Afgreiðsla á Vöruflutningamiðstöðinni, Borg-
artúni 21
Það er alkunnugt i Vestur-Húnavatnssýslu, og
raunar viðar, að söluverð á aðfluttum vörum er
lægra hjá KVH en viðast annars staðar. Þó fá
félagsmenn endurgreitt nokkuð af vöruverðinu
um hver áramót i viðskiptareikninga og stofn-
sjóðsreikninga.
Kaupfélagið útvegar félagsmönnum sinum nauðsynjavörur eftir þvi, sem
ástæður leyfa á hverjum tima, og tekur framleiðsluvörur þeirra i umboðs-
sölu.
kaupfélag Vestur-Húnvetninga
HVAMMSTANGfl °
Þaó er
súkkulaói
bragó
af kókó
mjólkinni
fœst i nœstu mplkurbúð
Jóhanna Valdimarsdóttir:
10 sumur hafa
húsmæður í Kópa
vogi notið orlofs
Það var 9. júni 1960 að afgreidd
voru á alþingi lög um orlof hús-
mæðra. Þar kveður svo á, að rétt
til orlofs eigi allar konur, er veiti
heimili forstöðu án launagreiðslu
fyrir það starf.
Að vissu leyti var það mikil
viðurkenning á starfi húsmóður-
innar, að lög skyldu sett um or-
lofsrétt hennar. Siðan hafa
margar konur i landinu notið
góðs af lögum þessum.
Sumarið 1962 fóru húsmæður i
Kópavogi i fyrstu orlofsdvöl sina
og þá að Laugarvatni. Þátt-
takendur i þeirri ferð minnast
hennar sem einstæðs viðburðar,
svo ánægjuleg var hún. Það sama
má að visu segja um aðrar ferðir,
er farnar hafa verið siðar á
vegum orlofsnefndar, en þær eru
orðnar 10 talsins og þar að auki 2
helgarferðir, er skipulagðar voru
með það fyrir augum að gefa
þeim konum kost á einhverri til-
breytingu, sem ekki höfðu tök á
að komast að heiman nema um
helgi, þegar bændur þeirra gátu
gætt bús og barna.
Lengst af þeim tima, 'sem
orlofsnefnd hefur starfað i Kópa-
vogi, hefur hún haft samstarf við
orlofsnefndir i Hafnarfirði og
Reykjavik. Sameiginlega hafa
þessar nefndir rekið orlofsheim-
ili, flest sumrin að Laugum i
Sælingsdal, yndislegum, veður-
sælum sögustað vestur i Dölum
Siðastliðið sumar var dvalið i
Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi
og einnig i sumar fær orlofið að
njóta þessa nýja og glæsilega
skólahússÞar er ágæt sundlaug
og reynslan er sú að þegar vel
viðrar notfæra allflestar konur
sér afnot sundlaugar,hvort
þær eru syndar eða ósyndar
ungar eða gamlar og það
er sannkölluð heilsurækt
útsýni ér vitt fráLauga-
gerðisskóla og fagur fjalla-
hringur, sem minnir mann i
hverju skarði og við hvern hnjúk
á sögu landsins eða þjóðtrúna.
Þeim, sem ekki eru göngugarpar
eða náttúruskoðendur þarf ekki
heldur að leiðast, þvi að félags-
skapur er skiljanlega nógur, og
þegar kvöldar er safnazt saman i
setustofu til kvöldvöku,sem hver
leggur sinn skerf að og upp-
götvast þá mörg listakonan á
ýmsu sviði, og mikiö er sungið,
dansað, spilað og spjallað áður en
gengið er til náða. Eitt ferðalag
er farið á meðan dvalið er vestra.
i fyrra var farin hringferð um
nesið, ekið fyrir Jökul til Ólafs-
vikur og skoðaðir fagrir og sögu-
frægir staðir á leiðinni. Trúlega
verður frekar farið til Stykki-
hólms i sumar og þá ef til vill
gengið á Helgafell, en veður og
aðrar aðstæður verða alltaf að
ráða miklu i svona ferðum. Hús-
mæður i Kópavogi voru svo
lánsamar að fá dagana 8—16 júli
til umráða að Laugagerði i
sumar. Skrifstofa nefndarinnar
verður opin á annari hæð i
Félagsheimili Kópavogs frá 23.
júni til 4. júli á þriðjudögum og
föstudögum kl. 4-6og skulu konur
snúa sér þangað með umsóknir
sinar. Fararstjóri verður Ásta
Sigurðardóttir og henni til að-
stoðar verður Jóhanna Valdi-
marsdóttir.
Þess misskilnings veröur æði
viða vart. að konur þurfi að vera
félagar i einhverjum kvennasam-
tökum til að geta sótt um þátt-
töku i orlofsdvöl. Það er sannar-
lega orðið timabært aö sá mis-
skilningur leiðréttist, og konur
geri sér grein fyrir réttindum
sinum á þessu sviö sem öðrum.
1 nýjum lögum um orlof hús-
mæðra segir orðrétt: „Séhver
kona, sem veitir eða hefur veitt
heimili forstöðu, án launagreiöslu
fyrir það starf, á rétt á að sækja
um orlof. Þegar valið er úr um-
sóknum skulu orlofsnefndir hafa
til hliðsjónar barnafjölda, aldur
barna að aðrar félagslegar að-
stæður kvennanna.”
"Enn sem komið er, eru ekki tök
á þvi að veita öllum húsmæðrum
á landinu orlofsdvöl á þessum
grundvelli, en til að tryggja að
þær konur, sem mest eru hvildar
og upplyftingar þurfandi, fari
ekki á mis við þau sjálfsögðu
mannréttindi, sem orlof er
hverjum vinnandi þegni þjóð-
félagsins, er þetta ákvæði um
barnafjölda og félagslegar að-
stæður tekið með. Það er hins
vegar staðreynd, sem ekki
verður framhjá litið, að þær
konui; sem mesta þörf hafa á að
njóta orlofsdvalar, hafa oft engin
ráð til að komast að heiman,
ýmist vegna þess að börnin eru
svo mörg og ung, aö ókleift er að
koma þeim fyrir á meðan að dvöl
stendur og eða jafnvel einnig af
fjárhagsörðugleikum, þótt dvölin
Jóhanna Valdimarsdóttir.
sé þeim að kostnaðarlausu. En
nú hef ég góðar fréttir að færa
barnmörgum húsmæðrum i
Kópavogi. Fyrir milligöngu for-
manns Kvenfélagasambands
Kópavogs, frú Ásthildar Péturs-
dóttur, eiga orlofskonur for-
gangsrétt að námskeiði þvi, er
haldið verður á barnaheimilinu
að Lækjarbotnum á timabilinu
7—20 júli, en eins og fyrr segir
stendur orlofið 8—16 júli. Ég efa
ekki.að margar konur vilja not-
færa sér þá fyrirgreiðslu,sem hér
er boðin og skulu þær snúa sér til
félagsmálastjóra Kópavogs,
Kristjáns Guðmundssonar á
bæjarskrifstofunum eða i sima
41570. Þetta leysir kannski ekki
allan vandann, þvi það kostar
peninga að hafa börn að Lækjar-
botnum. 1 lögum um húsmæðra-
orlof, sem samþykkt var á
Alþingi 18. mai. 1972 hljóðar 7.
grein þannig: „Heimilt er orlofs-
nefndum að nota allt að 20%
framlagi rikis og sveitarfélaga til
þess að greiða kostnað vegna
barna orlofskvenna á barna-
heimili eöa annars staðar, meðan
á orlöfsdvöl stendur. Konur, sem
eiga tvö börn eða fleiri innan 7
ára aldurs, skulu að jafnaði sitja
fyrir um þessar greiðslur. í
þessum sömu lögum segir: Rikis-
sjóður greiði árlega upphæð.sem
svarar minnst kr, 100.00 fyrir
hverja húsmóður i landinu og
einnig að sveitarfélög greiði eigi
minna en 50% á móti framlagi
rikissjóös. Þetta segir að nú
hefur orlofsnefnd stórum meiri fé
handa á milli en nokkru sinni
áður, og að nú sé sá stóri
draumur loks að rætast að hægt
sé að aðstoða konur til að komast
i orlof, þar sem svo stendur á að
þörf er brýn. Það er allt of rikt i
mörgum að lita á allt, sem
kemur frá „þvi opinbera” sem
ölmusu, einsionar fátækrastyrk.
Þessi hugsunarháttur ætti að
vera löngu horfinn, þvi að félags-
leg samhjálp er ekki bara nauð-
Framhaldá bls. 14.