Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.06.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 20. júni 1972. TÍMINN 17 LAUS STAÐA Kennarastaða við deild Vélskóla íslands í VESTMANNAEYJUM er laus til umsóknar. Kennarinn skal jafn- framt veita deildinni forstöðu. Umsækjendur þurfa að vera véltækni- fræðingar eða hafa a.m.k. lokapróf frá Vélskóla íslands. Laun samkv kjarasamningum starfs- manna rikisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar menntamála- ráðuneytinu fyrir 14. júli n.k. Menntamálaráðuneytið 13. júni 1972 Jónsmessumót Árnesingafélagið i Reykjavik heldur Jónsmessumót að Flúðum i Hrunamanna- hreppi laugardaginn 24. júni n.k. og hefst það með borðhaldi kl. 19,00. Almenn skemmtun hefst kl. 21,30. Karl Einarsson og trióið Litið eitt skemmta og hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Heiðursgestir mótsins verða Ingimar Jóhannesson fyrrum skólastjóri á Flúðum og Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson i Hruna og kona hans. Bilferð verður frá Búnaðarbankahúsinu við Hlemmtorg kl. 4,30 á laugardag og til baká að mótinu loknu. Miðapantanir á borðhaldið i Verzl. Blóm og Grænmeti, Skólavörðustig 3 a, simi 16711 og i hótelinu að Flúðum fyrir fimmtudagskvöld 22. júni. Undirbúningsnefnd Styrkur til náms í tungu Grænlendinga 1 fjárlögum fyrir árið 1972 eru veittar kr. 70.000,00, sem styrkur til Islendings til að læra tungu Grænlendinga. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. júli n.k. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um námsferil ásamt staðfestum afritum próf- skirteina, svo og greinargerð um ráðgerða tilhögun grænlenzkunámsins. — Umsókn- areyðublöð fást i menntamálaráðuneyt- inu. Menntamálaráðuney tið, 15. júni 1972. ATVINNA Óskum eftir að ráða menn til að klippa og beygja járn. Stálborg h.f., Smiðjuveg 13, Kópavogi. 20 ha. TÚN Til leigu að öllu eða hluta 20 hektara tún 30 km frá Reykjavík. Upplýsingar í síma 30195 eftir kl. 7 á kvöld- in. ÖKUKENNSLA Æfingatímar Kenni á Skoda 1971 Fullkominn ökuskóli Otvega öll gögn á einum stað Sveinberg Jónsson simi 34920 ATVINNA Unglingsstúlka óskast til spjaldskrár- vinnu. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt „SPJALDSKRÁ” Afmælis- getraun I tilefni 70 ára afmælis Sambands islenzkra samvinnufélaga og 90 ára afmælis elzta kaupfélags landsins, verður efnt til afmælisgetraunar i kaupfélagsbúðunum dagana 21.-24. þ.m. Allir þeir, sem i búðirnar k'oma til þess að gera viðskipti, þá 4 daga, sem getraunin stendur, fá i hvert sinn afhentan getraunaseðil með 10 léttum spurningum um Samvinnuhreyfinguna. Svona körfur eru I búðunum og i þeim vörur fyrir 3-4 þús. kr. Dregið verður um hverja körfu úr réttum lausnum fimmtudaginn 29. júni. Skilafrestur getrauna- seðlanna er til miðvikudags 28. júni. Auk þess er dregið úr lausnum allra vinnings- hafa hverrar búðar um ferð fyrir tvo með Sam- bandsskipi til meginlands Evrópu. Komið i kaupfélagsbúðirnar næstkomandi miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag og takið þátt i Afmælisgetrauninni. Sambandið og kaupfélögin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.